Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 6
Rétt eins og við er að búast fjallar Barlaams saga og Jósaphats um slíkt vandamál: „En allt veraldar glys og góðendi eru á litlu auga- bragði á brottu sem það sé allt sjónhverfíngar eða draumar." „Vit það sannlega að hver lif- andi maður líður skjótt af sinni sælu, og öll heimsins dýrð er á einu augabragði auð og dauð. Og þessa heims flúr og fegurð fellur skjótt og fölnar". I heimspeki Hauksbókar hljóðar upphaf einnar hugleiðingar á þessa lund: „Ríkdómur heims líður sem sofanda manns draumar, er alls missir þegar vaknar. Með sama hætti er óstöðugleg gleði heimsins, er mann glaðar um nokkura stund, en þá er minnst varir þá kem- ur dauðinn og rænir hann bæði fé og gleði". Slíkt minnir óneitanlega á ummæli Barlaams sögu og Jóaphats: „Leggið enga elsku við heiminn eða við það er honum fylgir, því að heimurinn líður skjótt og öll hans fegurð". „Heimur sjá er hverfull og hégómlegur, og allt það sem honum fylgir hverfur brátt og að engu verður". Þá hugmynd að auðævi séu ekki einungis hverful heldur valdi einnig leiðindum orða Sól- arljóð á þessa lund: „Ljósir aurar/verða að löngum trega." Um heimskandi áhrif auðs eru þau hvergi myrk í máli (34): „Margan hefir auður apað". Hér er farið eftir Hávamálum: „Margur verður af aurum api." Fégirni glepur fyrir (Sól. 34): „Vil og dul / tælir virða sonu, / þá er fíkjast á fé." Og lítt þykir til þeirra koma sem þyrpast til Fé- gjarns-borgar með byrðir af blýi (Sól. 63). 10. Óvæntir atburðir í latínu og öðrum tungum hníga spakmæli í þá átt að enginn geti vitað fyrir hvað gerist, enda fari oft svo að það dynur yfir sem síst er von á. Afbrigðið í Sólarljóðum (8. er.): Margan það sækir er síst varir er sambærilegt við ýmsa staði í fornritum. Einna iikust að orðalagi er Órkneyinga saga: „Margan hendir það er minnst varir." í Ragn- ars sögu loðbrókar eru myndir frábrugðnar: „Verður mjög mörgu sinni / það er minnst var- ir sjálfan" og „Verður það mjög mörgu sinni það er minnst varir sjálfan." Málsháttakvaeði: „Nú verður sumt það er mangi varir." Eiíma ólíkust eru Hávamál (40): „Margt gengur v^rr en varir." „Margt verður öðruvísi en ætlað er," Dámusta saga, (103). „Margt verður öðruvísi en ætlað er," MöttuJs saga, (1949: 271-72). „Margt verður annan veg en maðurinn ætlar fyrir sér," Jómsvíkinga saga, „Verður það er varir og svo hitt er eigi varir" Grettla (41). 11. Að vita fátt fyrir I kristnum ritum bregður fyrir þeirri hug- mynd að það sé „náttúra sumra andskota að þeir vita fyrir óorðna hluti til þess að þá megi þeir framar svíkja menn en áður, þá er þangað hafa átrúnað, og er það kallaður fítonsandi". í slíku sambandi er fróðlegt að minnast Loka- sennu, en í henni er talið að bæði Frigg og Freyja viti örlög manna fyrirfram, rétt eins og Óðinn sjálfur. Einstaka spekingar í hópi dauð- legra manna eru einnig taldir gæddir slíkum gáfum, svo sem Gestur Oddleifsson í Njalu og Grípir í Grípisspá. I heiðni mun framsýni af þessu tagi hafa verið tengd Oðinsdýrkun. Á hinn bóginn skýtur sú kenning einnig upp kolli hér og hvar að framsýni geti raskað hug- arró manns og því sé betra að vera fáfróður um ókomna hluti. Sólarljóð (34) styðja slíka hugmynd: Glaður að mörgu þóttaeggumnumvera, því að eg vissa fátt fyrir. Rétt eins og bent hefur verið á, þá mun viska þessi stafa frá Hávamálum (57): Örlög sín viti engi fyrir; þeim er sorglausastur sefi. Hugsvinnsmál haga orðum með svipuðu móti: Örlög sín viti engi fyrir, né um það önn ali. Ennfremur: „Til farsælu sinnar/þarf engi maður frétt að reka / né um það önn ala. / Guð veit gerst/hverjum hann giftu ann./Vitu það ei fyrðar fyrir." Ýmsir kristnir höfundar voru andvígir fram- sýni: „Eigi megu menn það vita fyrir óorðna hluti, því að það er meira en mannleg náttúra megi vita. Goðum einum er það lofað, er ódauðlegar eru, óorðna hluti fyrir ið vita". Barlaams saga og Jósaphats. Franski gaman- leikurinn Pamphilus verður til samanburðarr „Rás örlaganna er hulin huga manna. Að vita ókomna hluti heyrir guði einum til." Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edin- borgarhóskóla. MENNINGARVERK- TAKAR (MYNDLIST Nýtt fyrirtæki á myndlistar- sviði kemur fyrir almenn- ingssjónir í fyrsta sinn í dag. artis heitir það og eins og nafnið bendir til verða höfuðstóðvar þess og andlit á Netinu. í tilefni af opnunarsýningu Jóns Oskars í nýju galleríi Sævars Karls við Banka- stræti verður opnaður „gluggi" að vefsíðu artis, sem stækka mun jafnt og þétt, og þegar Listahátíð í Reykjavík hefst í maí verður þar að finna gnótt efnis um íslenska myndlist að sögn forsvarsvarsmanna nýja fyrirtækisins. ÞAÐ eru Hannes Sigurðsson listfræðingur, Jón Proppé myndlistargagnrýnandi og Helgi Sigurðsson grafískur hönnuður sem standa að artis og skipta þeir þannig með sér verkum að Hannes er framkvæmdastjóri, Jón er ritstjóri vefsins og Helgi vefstjóri. Að sögn þremenninganna er art.is einka- framtak, sjálfstætt fyrirtæki en ekki stofnun eða félag. „Það er samstarfsvettvangur þar sem fjár verður aflað til ákveðinna verkefha sem gagnastjjreiðumjiópi fólks og.í raun s.am- félaginu öllu," að sögn Hannesar. „Það má segja að höfuðstöðvar art.is séu á Netinu það endurspeglar þann „strúktúr" sem fyrirtækið byggir á," segir. Jón. .„Vandamálið er að það kostar tíma og peninga að búá til vandað og fjölbreytt netefhi og ef þessu efhi er síðan dreift ókeypis á Netinu tapast pening- arnir. Lausn art.is er að nota Netið sem vett- vang til kynningar og til að mynda kjarna að fjölbreyttari starfsemi sem síðan er fjármögn- uð með margvíslegum hætti," segir Hannes. „I stað þess að Netið sé markmiðið með starfsemi art.is'verður það í rauiTstarfsvett- vangur þess. art.is~býr ekki til netefni til að kynna starfsemi sína nema að takmörkuðu leyti, heldur fer starfsemin fram fyrir opnum tjöldum á Netinu. Þar sem rekstrarko»tnaður er lítill í samanburði við önnur fyrirtæki og stofnanir er ekkí þörf á því að netstarfsemin sjálf standi alfarið undir sér," segir Jón. Að sögn Hannesar starfar art.is nú þegar sem ráðgjafafyrirtæki á sviði myndlistar, þar sem fyrirtækið hefur tekið að sér sýningar- stjórn í nýju og glæsilegu myndlistargalleríi Sævars Karls við Bankastræti. Galleríið verð- ur opnað í dag með sýningu á verkum Jóns Óskars sem art.is hefur haft umsjón með. Þá hefur art.is tekið að sér umsjón með Sjónþing- um Gerðubergs í samvinnu við listadeild stað- arins. Einnig er unnið að því að endurvekja sýningahald á Jvlokka í samstarfi við eigendur kaffihússins. Á Listahátíð Reykjavíkur í vor hefur art.is tekið að sér umsjón með viðamikilli sýningu í Nýlistasafninu sem hlotið hefur heit- ið Flögð og fögur skinn. ,Art.is mun bjóða einstaklingum jafnt og fyrirtækjum upp á ráðgjöf við innkaup á lista- verkum, faglega umsjón með listaverkasöfnum þeirra og notkun myndlistar í kynningarstarf- semi," segir Hannes. „Það sem art.is býður fyrirtækjum og stofn- unum er í raun þekking og reynsla á sviði ís- lenskrar myndlistar. Innan vébanda art.is er fjöldi þess fólks sem mesta reynslu hefur af ís- lenskri myndlist og mesta þekkingu á henni," bætir Jón við. Helgi vefstjóri segir að vefsíða art.is verði mjög vönduð og hefur um fjörutíu íslenskum myndlistarmönnum þegar verið boðin þátttaka í vefnum. Alljtr upplýsingar verða bæði á ís- lensku og ensku. „Við opnum vefínn í dag, 10. janúar, en vefur artis verður formlega opnað- ur og kynntur út í heimi í apríllok," segir Helgi. Á vefsíðunum verða sýnd verk eftir lista- mennina fjörutíu, en jafnfram eru birtir þar fjölmargir textar um myndlist þeirra og um ís- lenska myndlist almennt, bæði sögulegt efni og efni sem tengist líðandi stund. „Líkt og við val- ið á þeim listamönnum sem boðið er að vera á vefnum er einnig tryggt að umfjöllunin um þá verði eins vönduð og kostur er," segir Jón. „Ýmsir af okjkar þekktustu gagnrýnendum og listfræðinguni ætla að leggja vefnum til marg- víslegt efhi, én þeir eru Aðalsteinn Ingólfsson, Auður Ólafsdóttir, Gunnar J. Arnason, Halldór Bjórn Runólfsson, Olafur Gíslason og Þorgeir Ólafsson. Míkilvægt er þó að taka skýrt fram að þessir fræðimenn bera enga ábyrgð á fyrir- tækinu, aðeíns því efni sem þeir leggja nafn sitt við. Við höfum hvarvetna mætt miklum Morgunblaðið/Ásdís HELGI Sigurðsson, Jón Proppé og Hannes Sigurðsson standa að menningarverktakafyrirtækinu art.is. áhuga og skilningi á því að efla kynningu á ís- lenskri myndlist eins og þessar undirtektir sanna," segir Hannes. „Vefurinn er byggður að nokkru leyti upp eins og tímarit, þótt alltaf megi nálgast þar all- ar upplýsingar um myndlistarmennina og verk þeirra," segir Helgi. „Þetta þýðir að nýju efni verður vikulega bætt inn á síðurnar og það kynnt rækilega. Þannig munu menn alltaf finna eitthvað nýtt á vefnum þegar þeir fara að venja komur sínar þangað. Stöðug vinna verð- ur lögð í að endurnýja upplýsingar og bæta inn forvitnilegu efni. Jafnframt verður komið á fót viðamiklum gagnabanka um sögu íslenskrar myndlistar er fram líða stundir." Hannes segir rétt að taka fram í þessu sam- hengi að ólíkt Upplýsingamiðstöð myndlistar miði art.is að því að vera virkur þátttakandi í myndlistarlífinu. „Skráning og skipulag upp- lýsinga er aðeins hluti af starfsemi art.is. Þá er líka rétt að minna á að Upplýsingamiðstöðin leggur ekki mat á verk þeirra sem hún kynnir og getur því ekki orðið leiðandi afl í beinni markaðssetningu á því besta úr íslensku mynd- listarlífi," segir Hannes. „Vefsíða art.is er líka ólík Menningarvefnum en ætti hins vegar að skoðast sem mikilvæg viðbót við þann vef í miðlun upplýsinga um myndlist og menningu á íslandi. Það er von okkar að gott samstarf takist við Menningar- vefínn um þetta sameiginlega markmið, sem og aðrar menningarstofnanir i landinu," segir Jón. Hannes segir að vefsíðán muni bæta úr brýnni þörf á upplýsingum um íslenska mynd- list fyrir útlendinga. „Jafnvel áhugasömustu listfræðingar erlendis hafa engin tök á því að fræðast um íslenska myndlist umfram almenn ágrip eða stakar sýningaskrár með erlendum texta." „En við lítum líka til þess að upplýsing- ar um myndlist skortir sárlega fyrir íslendinga sjálfa," segir Jón. „Því verður jafnframt lögð áhersla á að byggja vefínn þannig upp að hann nýtist sem kennslugagn innanlands, bæði fyrir skóla og almenning. Það er markmið art.is að strax næsta haust verði gefið út efni til leið- beiningar um notkun vefsins við kennslu og nám og að síðan verði unnið að því að byggja upp sérstakt vefmiðmót til að nota við kennslu," bætir Jón við, sem þekkir vel hvar skórinn kreppir í þessu efni þvi hann hefur um nokkurt skeið kennt listasögu við Kennarahá- skóla íslands. „Þessum lið í starfseminni verð- ur þó ekki unnt að sinna af myndugleik nema til komi nokkur opinber stuðningur og þátt- taka sérfróðra aðila frá menntastofnunum," segir Hannes. „Til þess að koma nýju efni vefsíðunnar jafn- óðum á framfæri verður forsíða vefsins send vikulega sem tölvupóstur til fjölda aðila um all- an heim, sýningastjóra, myndlistarmanna, safna, tímarita, gallería og annarra sem starfa að myndlist eða hafa áhuga á henni," segir Hannes. „Vefurinn getur því orðið eins konar lykill að því besta í myndlist hér á landi og stuðlað að aukinni umfjöllun og útbreiðslu á verkum listamannanna. Art.is mun um leið sinna hlutverki umboðsmanns að nokkru leyti, svara fyrirspurnum sem berast gegnum Netið og hafa milligöngu gagnvart söfnum og sýning- arstjórum erlendis," segir Jón. Hannes klykkir út með því að segja að hinu nýja fyrirtæki sé ætlað að vera framsækið, jafnt innan lands sem utan. „Það á að vera við- bót við söfnin og mynda þannig nýtt og eftir- sóknarvert þrep í íslensku myndlistarlífi." 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998 - ... - ...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.