Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 12
ÞÓRÐUR TÓMASSON
PRESTUR - FRUMHERJI - SKÁLD
EFTIR RAGNAR LÁR
Fóein orð um merkan
íslending í tilefni ummæla
í grein eftir ÖRN
ÓLAFSSON íLesbók.
Engin deíli?
DOKTOR Öm Ólafsson, fyrrum lektor í
Kaupmannahöfn, hefur skrifað fróðlegar
greinar undir fyrirsögninni „Islenskar bók-
menntir á dönsku“ og hafa þær birst í Lesbók
Morgunblaðsins að undanfömu.
í annarri grein, sem að mestu fjallar um
Gunnar Gunnarsson skáld og rithöfund, er
getið nokkurra íslenskra rithöfunda sem
skrifuðu á dönsku. í upptalningunni er setn-
ing sem mér þótti „afgreiða" einn rithöfund-
inn á kaldranalegan hátt. Setningin er þessi:
„A uk þeirra má telja Pórð Tómasson sem ég
veit engin deili á, en gaf út a.m.k. fimm bækur
á árunum 1922-31, allar mjög kristilegar af
titlunum að dæma“, (leturbr. mín). Svo mörg
em þau orð fræðimannsins um Þórð Tómas-
son. Það er varla skylda fræðimanna að
þekkja til allra manna af íslensku bergi
brptna, sem skrifað hafa á dönsku, eða hvað?
í eftirfarandi grein ætla ég að stikla á stóm
í lífi og starfi Þórðar Tómassonar. Von mín er
sú, að þær takmörkuðu upplýsingar sem í
greininni koma fram, verði til þess að vekja
athygli fræðimanna á þeim merka manni,
Þórði Tómasi Tómassyni, presti, skáldi, fram-
herja og mannvini.
Af Fiölnismanni kominn
Þórður Tómas Tómasson var fæddur á
Akureyri 7. desember árið 1871. Foreldrar
hans vora Þórður Tómasson, Sæmundssonar
prests og Fjölnismanns á Breiðabólsstað.
Þórður eldri var fæddur 1837 og dó árið 1873.
Móðir Þórðar yngra var dönsk, Camilla
Christine fædd Enig árið 1847, dáin árið 1926.
Þórður yngri var því náfrændi Jóns biskups
Helgasonar, (1866-1942), en séra Jón var son-
ur Þórhildar Tómasdóttur Sæmundssonar og
Helga lektors Hálfdanarsonar. Jón biskup
Helgason lagði ætíð áherslu á gott samband
íslensku kirkjunnar við erlendar kirkjur og
ekki síst þá dönsku. Naut hann meðal annars
tilstyrks frænda síns og vinar séra Þórðar við
þá vinnu.
Faðir séra Þórðar og nafni, Þórður Tómas-
son Sæmundssonar, lærði til læknis í Kaup-
mannahöfn. Þar kvæntist hann fyrmefndri
Camillu Christine. Hann fékk veitingu fyrir
héraðslæknisembættinu á Akureyri og fluttu
u.-igu hjónin þangað árið 1867. í Sögu Akur-
eyrar eftir Klemens Jónsson segir m.a. svo
um Þórð Tómasson héraðslækni:
„Kom þá í hans stað 1868“, (þ.e. annars
læknis sem um er rætt) „Þórður Tómasson,
prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð; hann
andaðist 2. nóv.br. 1873, og hafði verið vel lát-
inn læknir. Kona hans var dönsk. Sonur
þeirra var Þórður, prestur í Danmörku, í tölu
helstu presta þar, (leturbr. mín), var hann
fæddur á Akureyri".
„Gráttu ekki mamma mín"
Eins og fram kemur hér að framan varð
Þórður læknir ekki langlífur. Aðeins 36 ára
gamall lést hann úr lungnabólgu. Eina kalda
októbemótt árið 1873 var hann kallaður til
sængurkonu úti í sveit. Stórhríð var á með
grimmdarfrosti. Lækninum tókst að taka á
móti nýju Iífi, en lét sitt í staðinn nokkra síðar
vegna ofkælingar á langri leið. Kona héraðs-
læknisins var nú orðin ekkja, aðeins 26 ára,
með bömin þeirra tvö, Maríu sex ára og Þórð
Tómas tveggja ára. Það var ekki bjart
framundan fyrir ekkjuna ungu með börnin
tvö. En hún Iét ekki bugast. Hún flutti á ný til
Kaupmannahafnar og barðist fyrir framtíð
bamanna. Þegar Þórður litli sá móður sína
gráta bónda sinn sagði hann: „Gráttu ekki
mamma mín, ég skal verða maðurinn þinn
þegar ég verð stór.“ Þórður Tómasson gaf út
sína fyrstu ljóðabók „Mellem Bedeslag" árið
1922 og tileinkaði hana móður sinni. Arið 1925
kom út bókin „Kors og Krone“ en þá bók til-
einkaði hann systur sinni Maríu. Auk þessara
bóka kom út Ijóðabókin „Daggry“ árið 1928.
ÞÓRÐUR Tómas Tómasson prestur, frum-
herji og skáld.
Þýðing séra Þórðar á Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar kom út árið 1930. Auk
þeirra bóka sem hér era nefndar samdi hann
„En lille Julebog“ 1914 til 1925. Ótaldar era
að sjálfsögðu allar þær ritsmíðar í blöðum og
tímaritum sem séra Þórður lét frá sér fara í
tengslum við lífsstarf sitt, en áhrifa þeirra
gætir enn. Ekki síst á það við um það mikla
starf sem hann innti af hendi í þágu ungdóms-
ins.
„Fátsekraskólinn"
Sem fyrr segir settist ekkjan unga að í
Kaupmannahöfn. Börnin gengu í skóla sem
bar það virðulega nafn „Det kgl. Danske Va-
isenhus’skole". Vegna námshæfileika sinna
fékk Þórður inni í „Borgerdydsskolen“ í Kri-
stjánshöfti tólf ára gamall. Til að gera langa
sögu stutta má geta þess að ýmsir mektar-
menn urðu til að styðja við bakið á hinum
unga og efnilega námsmanni.
Þórður Tómasson varð guðfræðingur og
vígðist sem prestur til Klosterskirkjunnar í
Horsens á Jótlandi. Hann varð strax mjög
virkur í öllu starfi meðal sóknarbarna sinna,
ekki síst í starfi meðal ungmenna og hafði þar
áhrif sem enn sér stað, ekki aðeins í Horsens,
heldur um alla Danmörku. Þórður Tómasson
þjónaði sínum stóra söfnuði í Horsens í 27 ár.
Þegar hann lét af störfum í Horsens varð
hann prestur við nunnuklaustrið í
Vemmetofte.
Þegar í bamaskóla vakti tilfinning Þórðar
fyrir danskri tungu mikla athygli og náði
hann þeim tökum á móðurmáli sínu sem æ
síðan vakti aðdáun og virðingu hvort heldur
sem var í ræðu eða riti.
Kirkjuklukka á islenskum legsteini
Þórður Tómasson lést árið 1931 á sumar-
dvalai-stað sínum á eyjunni Fanö. Hann var
lagður til hinstu hvílu í Vestre kirkegaard I
Kaupmannahöfn. Sunnudaginn 23. ágúst 1931
var þess getið við guðþjónustu í Klosterkirkj-
unni í Horsens að Þórður Tómasson hefði and-
ast daginn áður á Fanö. Fyrmefnd guðþjón-
usta var m.a. haldin í tilefni þess, að ákveðið
hafði verið að taka niður gömlu kirkjuklukk-
una og setja nýja upp í staðinn. Hljómur
gömlu klukkunnar þótti orðinn veikur og sár.
Söfnuðinum fannst sem nokkur teikn hefðu
átt sér stað og kom fram sú fagra hugmynd
að gamla klukkan skyldi sett á leiði Þórðar og
var svo gert síðar. Legsteinninn kom frá Is-
landi og á honum hvílir gamla kirkjuklukkan.
Á legsteininum stendur: „Fra Island kom
stenen fra Horsens Klosterkirkens gamle
klokke, der tav, da han döde. Venner i Dan-
mark og Island rejste dette Minde.“
Sergin gleymir engum
Á jóladag, 25. desember 1898 kvæntist
Þórður Tómasson í Jakobskirkju í Kaup-
mannahöfn. Kona hans hét Thora Christine
fædd Payberg, (1875-1949). Þórður og Thora
eignuðust þrjár dætur, Inger, Ellen og Aase.
Thora veiktist skömmu eftir aldamótin og
var lögð inn á geðsjúkrahúsið í Árósum og átti
þaðan ekki afturkvæmt. Má nærri geta hví-
líka sorg það bakaði Þórði og ungum dætram
hans. Sem fyrr segir andaðist Thora
Christine árið 1949, átján áram eftir lát eigin-
mannsins og var hún lögð til hinstu hvílu við
hlið hans. Þórður sá að mestu einn um uppeldi
dætra sinna og fórst það vel úr hendi sem
annað. Þær systur áttu góða æsku hjá kær-
leiksríkum föður, þrátt fyrir skuggann sem
hvíldi yfir heimilinu vegna veikinda móður-
innar.
íslandsheimsókn 1922
Þórður hafði alla tíð mikinn áhuga á nánari
sambandi islenskrar og danskrar kirkju eins
og fyrr er getið. Jón biskup Helgason, frændi
hans og vinur, heimsótti gjama frænda sinn í
Danmerkurferðum sínum, auk þess sem þeir
höfðu bréflegt samband. Þórður ferðaðist víða
um lönd og auðnaðist honum að heimsækja
foðurland sitt árið 1922. Hér á landi var hon-
um vel tekið og fann fyrir þeirri hlýju hjart-
ans sem þeir f slendingar sögðust hafa fundið
sem heimsóttu hann til Danmerkur. Þeir
frændumir séra Þórður og Jón biskup þóttu
um margt lfldr, hvort heldur var í útliti eða að
innræti. Þegar ég sem þetta skrifa sé mynd af
Þórði kemur mér séra Hálfdan Helgason,
fyrram prestur að Mosfelli í Mosfellssveit, í
huga, en hann var sonur Jóns biskups Helga-
sonar. Ættarmótið leynir sér ekki.
Passíusálmarnir og
sfðasta prédikun
Þegar séra Þórður Tómasson var orðinn
prestur í Vemmetofte hafði hann fleiri frí-
stundir en þá hann þjónaði hinum stóra söfn-
uði í Horsens. Því var það árið 1930 að honum
hafði tekist að ljúka því stórvirki að þýða
Passíusálma séra Hallgríms á dönsku og kom
þýðingin út það ár. í dönsku sálmabókinni era
sálmar úr þessari þýðingu, auk frumsaminna
sálma efdr séra Þórð.
Séra Þórður hélt síðustu prédikun sína í
kirkjunni í Sönderho á Fanö 2. ágúst 1931. í
Sönderho hafði hann átt fallegt „Fanö-hús“ til
margra ára. Svokölluð Fanö-hús era byggð í
nokkuð sérstökum stíl sem rekja má til frís-
nesku eyjanna. Séra Þórður var í hópi þeirra
mörgu lista- og menntamanna sem áhuga
höfðu fyrir varðveislu þeirra sérsöku Fanö-
húsa sem Sönderhoþorpið samanstendur af.
Barátta þessara manna varð til þess að í dag
er Sönderho merkasta þorp sinnar tegundar.
Séra Þórður var mikilsvirtur á Fanö sem ann-
arsstaðar. Að honum drógust listamenn og
aðrir menntamenn og vora stundir í húsi hans
eftirsóknarverðar sakir andrflds húsráðand-
ans. Enn í dag syngja Fanöbúar „þjóðsöng-
inn“ sem séra Þórður samdi handa þeim.
Séra Þórður hafði óskað þess að fá að deyja
á Fanö. Honum varð að ósk sinni. Þrem vik-
um eftir fyrmefnda prédikun andaðist séra
Þórður í Sönderho. Sem fyrr segir var séra
Þórður lagður til hinstu hvilu í Vestre Kir-
kegaard í Kaupmannahöfn 27. ágúst árið
1931. Jarðarförin var gífurlega fjölmenn og
fylgdu honum meðal annars fulltrúar frá þeim
söfnuðum sem hann hafði þjónað og þeim fjöl-
mörgu mannræktarfélögum sem hann hafði
ýmist stofnað eða lagt lið. Fulltrúi íslands var
Sveinn Bjömsson sem síðar varð fyrsti forseti
landsins.
„Slægter dö, men sproget binder"
Þegar Kristján Eldjám forseti íslands var í
opinberri heimsókn í Danmörku árið 1970 var
m.a. haldin íslensk-dönsk veisla í „Frederiks-
berg Raadhus". Einn af ræðumönnum var sá
kunni ritstjóri Bent A. Koch. I ræðu sinni
vitnaði hann í ljóð sem hefur að geyma þessar
línur:
„Slægter dö, men sproget binder. Fremtid
gror af dyre minder“. Þótti tilvitnunin vel
hæfa tilefninu. En eftir hvem voru ljóðlínum-
ar? Jú, þær vora úr svonefndu Dybböl-ljóði
séra Þórðar Tómassonar.
Vissulega er ofanskráð greinarkom afskap-
lega ófullkomin ritsmíð. En ég bið lesendur að
taka viljann fyrir verkið og vona um leið að
þeir séu nokkurs vísari um þann merka mann
séra Þórð Tómasson. Best væri ef ritsmíðin
sú ama yrði til þess, að ekki yrði lesin setning
eftir íslenskan fræðimann á borð við þá sem
vitnað var til í upphafi, þ.e.a.s: ,Áuk þeirra
má telja Þórð Tómasson sem ég veit engin
deili á... „.
Heimildir: Saga Akureyrar eftir Klemens Jónsson.
Thordur Tomasson, Præst - Igangsætter - Digter, eftir
Carl Th. Jörgensen.
Merkir íslendingar.
Höfundur er myndlistarmaður og lcennari
KRISTJÁNJ.
GUNNARSSON
ALDREI
AÐ VITA
Margir segja hérvistina
bara til að búa fyrir
himnaför í haginn.
Og hinir eru til
sem telja öllu lokið
þegar torfan kyssir náinn
og grasið hylur tóttina.
En aldrei er að vita
hvort betra er að deyja
inní daginn
eða
dvína burt og slokkna
útí nóttina.
LOKASPRETTUR
Ferðbúinn bíður rakkinn.
Berartennur. Urrar
er sestu öfugt í hnakkinn.
Heljartaki þú heldur í taglið
og hefur upp spora.
Hleypur Bleikur
trylltur. Reistur makinn.
Blakar eyrum. Brettist grönin.
Bylgjast mönin.
Hvítmatar hægra auga,
á hinu vaglið.
Hlaupið bhndingsleikur
um ófærur urða og fora
ofaní kviksyndið,
dökkvan jarðarsora.
Geiglaus skaltu
til þinnar grafar þora.
GRAFSKRIFT
A dauðans stund
þú gekkst á guðs þíns fund
og gleymdir hverri kvöl
sem var og er.
Úr grýttrijörð þú grófst
þitt falda pund
og gildisrýrt það féll
í lófa þér.
Þitt gull var léttvægt,
guð það veit og sér,
er galstu brotasjóð
ínáðarmund.
í miskunn drottinn
mildum höndum fer
um mein þín öll
og græðir hverja und.
Höfundurinn er fyrrverandi fraeðslustjóri i
Reykjavik. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðobók hans
sem heitir Tvöhll bókhald. Útgefandi er
Skókprent.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 10. JANÚAR 1998