Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG LISTIR 2. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Sólarljóð eru ein af perlum íslenzkra fornbók- mennta þar sem listræn tök og speki haldast í hendur og vitna um afburða skáld, sem við vitum þó ekki hvað hét. Meðal annars lýsir höfundurinn dauða sínum og för inn í aðra til- veru; sólin hverfur honum, en jafnframt lýsir hann þvi' sem hann sér í annarri til- veru. í jólablaði Lesbókar var birt grein Hermanns Pálssonar, Stefnt að kjarna Sól- arljóða, en síðari grein Hermanns, Rjnlnð við Sólarljóð birtist hér. Yndisfríð og ófreskjan nefnist kynjaævintýr sem frumsýnt verður á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun. Fjallað er um sýninguna sem á fátt sameig- inlegt með kvikmyndinni Fríðu og dýrinu sem Disney-fyrirtækið vann upp úr sama ævintýri. Menning er hugtak sem búið er að þrengja óhæfi- lega, segir greinarhöfundurinn Davíð Erl- ingsson dósent og finnst honum eins og fleirum ótækt að það eitt sé talið vera menning sem gert sé undir merki lista, svo sem hljómleikar eða myndlist á sýningu. Jafnframt bendir Davíð á, að nýutkomin bók á íslenzku heiti Saga listarinnar enda þótt þar sé einungis sögð saga myndlistar og spyr hvers aðrar listir eigi að gjalda. is.art nefnist nýtt fslenskt fyrirtæki sem hefur starfsemi sína í dag en það vinnur að kynningu íslenskrar myndlistar á alnetinu. Sagt er frá þessum menningarverktökum í myndlist. Fyrirmynd í nútímanum úir og grúir af allskonar myndum, bæði í hinu manngerða umhverfi sem og fjölmiðlum. Tækni við myndvinnslu hef- ur aukizt gífurlega, en eftir sem áður er þörf fyrir sérhæfða teiknara. Ekkert getur komið í staðinn fyr- ir haglega gerða teikningu og álitlegur hópur vinnur við að teikna í blöð, bæk- linga, fyrir sjónvarp og ekki sízt auglýs- ingar. Félag þessara teiknara, Fyrirmynd- FIT, stendur nú að sýningu í fyrsta sinn í Ásmundarsal og að sjálfsögðu er það Fyrir- myndarsýning. Á Kjarvalsstöðum verður opnuð farandsýningin líkamsnánd í dag en hún er samnorrænt safnafræðslu- verkefni sem ætlað er að vekja athygli á norrænni samtímalist. Rætt er við umsjón- armann sýningarinnar og tvo af þátttak- endum hennar. Haukur F. Hannesson hefur skrifað doktorsritgerð um rekstur 83 sinfómulujómsveita á Norðurlöndum og Bretlandi. Hávar Sigurjónsson ræddi við Hauk sem segir rekstur sinfóníuhljómsveit- ar vera spurning pólitískan vilja og metnað. FORSÍÐUMYNDIN er í tengslum við umfjöllun um Fyrirmyndarsýningu í Ásmundarsal. Gunnar Karlsson teiknari og myndlistarmaður hefur teiknað beint á tölvu sína útgáfu af Fjallkonunni, en eins og fram kemur á bls 10-11 er á engan hátt hægt að bjarga sér með tölvu ef teiknarinn er ekki fær um að teikna öðruvísi. BIEGNIEW HERBERT DROPAR TVEIR GEIRLAUGUR MAGNUSSON ÞYDDI meðan skógurinn brann vöfðust hendumar sem rósarunnar um hálsa þeirra hann kvaðst dyljast í djúpi lokkanna meðan aðrir leituðu skjóls helgitíðir ástarinnar kyrja mildan óð sakleysisins undir ábreiðunni við harðnandi hríð bæla þau sig undir augnlokunum kyrfilega luktum svo kyrfílega að fínna ekki logana svíða bráhárin þreyr hugur þreyr tryggð þreyr nár tárin tvö er glitra á vanga Zbiegniew Herbert, f. 1924 i Lwów sem nú titheyrir ukraínu, er talinn þekkiasta núMmaskóid Pólverjq og jafnfrarnt er hann tatinn meoal fremshi sfcólda Evrópu. Ungur tók hann þatt t onclsfyrnubreyfitigunni en nam síðah heimsf»ki og gaf ut fyrstu Ijóoabók sína 1956. Þýðandinn er ljóðskáld. RABB AMMAN er greinilega þarfasti þjónninn eftir að hesturinn hætti að vera það," sagði móðir mín kankvíslega þegar ég kom eitt sinn til hennar með börn mín tvö í gæslu. Þetta var á þeim árum þegar ég var í háskólanámi, stundaði ritstörf og reyndi aukinheldur að halda heimili með svipuðum brag og ég hafði alist upp við. Það var svolítill broddur í þessum orðum hennar mömmu og ég fékk eðlilega samviskubit þegar hún líkti sér við gjör- nýtta ferfætlinginn sem við höfðum báðar lesið um í gömlum dýrafræðibókum. En eft- ir því sem tíminn líður verður líkingin mér hugstæðari. Ömmur af minni kynslóð eru trúlega þarfari þjónar en blessaður íslenski hesturinn hefur nokkru sinni verið. Spurn- ingin er hins vegar sú hver hefur húsbónda- valdið yfir þeim. Kannski endurspeglast munurinn á síð- ustu þremur til fjórum kynslóðum hvergi betur en í ömmunum og hlutverkum þeirra. Gamla amman við rokkinn sinn, með hljóð- an barnahóp í kringum sig, er löngu liðin undir lok þó að hún skreyti ennþá mynda- bækur. Sjálf man ég ekki eftir slíkri ömmu þó að ég ætti því láni að fagna að eiga tvö ágæt eintök. Móðin mín þekkti heldur enga slíka því að báðar ömmur hennar voru fallnar frá áður en hún leit dagsins ljós. Það segir sína sögu um hækkaðan meðalaldur þjóðarinnar að hún á sjálf á annan tug langömmubarna og gæti fræðilega verið orðin langalangamma. Aldrei man ég eftir því að mamma hafi sent okkur, börnin sin, í gæslu til ömmu, hvorki þeirrar sem sat eins og drottning í íslenskum búningi og heklaði listaverk né til hinnar sem var heimskona með hatt og slör og talaði mörg tungumál. Trúlega hef- ur þannig verið litið á að þær hefðu lokið sínu þjónshlutverki og þeim bæri að eiga náðuga daga. Eigi að síður áttum við systk- AMMAN - ÞARFASTI ÞJÓNNINN inin yndisleg samskipti við þær báðar og minningarnar um þær væru síst betri ef þær hefðu þurft að elta okkur út og suður og skammast yfir hávaða og slæmri um- gengni. Á bernskuárum mínum í Norðurmýrinni voru flestar mæður heimavinnandi. Það var eins konar náttúrulögmál. Þegar þær þurftu að bregða sér af bæ, í sparikápum með hatta, gátu þær yfirleitt leitað til systra eða vinkvenna um barnagæslu en ekki var maður hár í loftinu þegar að því kom að gæta yngri systkina. Þá var venju- lega kjörið tækifæri til að fremja asnaspörk sem maður fékk bágt fyrir og minnug þess kom mér ekki til hugar að skilja börnin mín ein eftir fyrr en þau höfðu vit og þroska. En þá var líka öldin önnur en í Norðurmýrinni forðum. í stað þess að standa yfir suðupotti niðri í þvottahúsi eða sauma allt til heimilis- ins á handsnúnar maskínur voru ungar konur komnar á kaf í nám og störf og höfðu slímusetur á biðlistum eftir leikskólapláss- um meðan þær púsluðu saman það galdra- verk að halda heimili í ofanálag. Þá var notalegt að geta leitað til ömmu, sem oft var enn á besta aldri, í góðu húsnæði og hafði hvorki áhuga né þörf á að fara út á vinnumarkaðinn enda lífsþægindakapp- hlaupið ekki hafið af fullum þunga. Þessar konur voru sumar dálítið hissa á dætrum sínum og því jafnréttistali sem þær báru einatt fyrir sig og þó að hlutverk þarfa þjónsins hafi yfirleitt verið leikið af um- hyggju og ánægju fengu ungu mæðurnar stundum að heyra að þeim bæri sjálfum að ala önn fyrir afkvæmum sínum. Þá vildi það gleymast að stúlkur höfðu verið hvattar til mennta, brýndar til að standa á eigin fótum og horfðu framan í allt annan veruleika en mæður þeirra á sínum tíma. En samt voru þær með annan fótinn aftur í fortíðinni því að þær vildu sýna svipaðan myndarskap í heimilishaldi og þær ólust upp við og mis- jafnlega gekk að aga dekurdrengi tengda- mæðranna til jafnréttis. Svo tók þjóðfélagið að mörgu leyti mið af grárri forneskju því að dagvistunarmál voru í ólestri og önnur félagsleg þjónusta í engu samræmi við þarfir útivinnandi mæðra. Samt var í aukn- um mæli gert ráð fyrir að hvert heimili hefði tvær fyrirvinnur og dansinn kringum gullkálfinn kominn í algleyming. Þar að auki þótti hallærislegt að vera „bara hús- móðir", jafnvel þótt börnin væru mörg, veik eða fötluð. Niðurstaðan varð því í mörgum tilvikum tvöfalt vinnuálag ungra kvenna og nagandi samviskubit yfir því að standa sig hvergi í stykkinu. Það eru einmitt þessar ungu konur sem nú eru unnvörpum að verða ömmur. Þær eru hvorki í þjóðbúningum né ganga virðu- lega með hatta á höfði heldur þeysast um á farartækjum sínum eins og þær eigi lífið að leysa. Flestar vinna þær fulla vinnu og stunda endurmenntun svo að þær úreldist ekki á vinnumarkaðnum. Þær leggja kapp á að eiga falleg heimili svo að þeim verði ekki brigslað um ómyndarskap og hamast í lík- amsræktarstöðvum tO þess að hlaupa ekki í spik. Margar sækja fyririestra eða námskeið því að það er svo ótal margt í boði. Um helg- ar passa þær svo barnabörnin til þess að unga fólkið geti hvílt sig frá námi, frá störf- um og njóti þess skQnings sem þær fóru sjálfar á mis við. Þar að auki líta þær til með öldruðum foreldrum eða tengdaforeldrum og jafnvel öfum og ömmum sem tifa léttilega yfir á aðra öld í krafti bættra lífskjara og umönnunar. Hafi þessum konum gengið illa að leita fyrirmynda að móðurhlutverki sínu gengur þeim enn verr að finna hliðstæður við ömmuhlutverkið. Þar sem ömmur barnanna þeirra voru flestar heimavinnandi gátu þær hæglega bætt við sig litlum sjúklingi eða tekið að sér létt heimilisverk fyrir unga fólkið ef í nauðir rak. Slíkt veitti þeim líka umbun þegar þeim þótti sem lífsstarf þeirra hefði verið vegið og léttvægt fundið. Dagvistun og önnur félagsleg þjónusta við fjölskyldufólk er orðin svo miklu betri en þegar við vorum að ala upp börn að þar er litlu saman að jafna. Amman er því ekki eins bráðnauðsynleg hjálparhella og fyrir tveimur til þremur áratugum og ætti því að geta notið ánægjulegri samskipta við barnabörnin heldur en að bera ábyrgð á þeim dauðþreytt eftir langan starfsdag. Móðin mín hafði 'ágætt lag á að gefa til kynna hvenær henni var nóg boðið, eins og sneiðin sem hún sendi mér gefur vel til kynna, og svo er raunar um ýmsar konur aðrar. Alltof margar álíta þó að tilverurétt- ur þeirra sé undir því kominn hvað þær geta gert til að þóknast öðrum. Þessir aðrir ganga á lagið sem er ekki nema mannlegt. Þótt líkingin við blessaðan hestinn sé nokk- uð góð gengur hún að sjálfsögðu ekki alveg upp. Fólk býr nefnilega yfir þeim eiginleika að geta sett sér mörk, sagt hingað og ekki lengra. Ef umönnun barnabarnanna rúmast vel innan þeirra marka er fátt ánægjulegra en mér er ómögulegt að skilja að hægt sé að bæta henni ofan á þær drápsklyfjar sem margar miðaldra konur telja sér nauðsyn- legt að axla. Nú er íslenski hesturinn laus undan ok- inu og orðinn munaðarvara um víða veröld. Ekki ætla ég að leggja til að hafinn verði stórfelldur útflutningur á íslenskum ömm- um en er ekki kominn tími til að þær séu metnar að verðleikum hjá öðrum og þó einkum í eigin vitund? ' GUÐRÚN EGILSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.