Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 2
SONG-LEIKIR í IÐNÓ SONG-LEIKIR nefnast tónleikar sem Ing- veldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Gerrit Schuil gangast fyrir í Iðnó annað kvöld, sunnudagskvöldið 23. júní, kl. 20.30. Eru þetta þeir fyrstu í röð léttra tónleika ýmissra listamanna sem haldnir verða í Iðnó í sumar. Dagskráin er hressileg með lögum úr sívinsælum söng- leikjum, kvikmyndum og leikritum. Meðal laga sem hljóma munu í Iðnó að kvöldi sunnudags má nefna lög úr söngleikj- unum Showboat, Söngvaseiði, My Fair Lady, Chorus Line og Galdrakarlinn í Oz ásamt syrpu af lögum eftir George Gershwin og Kurt Weill. I tilefni þess að dagskráin verður flutt í Iðnó hafa þau Ingveldur Ýr og Gerrit einnig sett saman lög úr leikritum sem nutu mikilla vinsælda á sviði Iðnó í eina tíð, s.s. lög úr Ofvitanum sem Atli Heimir Sveinsson hef- ur nú endurútsett fyrir söng og píanó og lög úr fleiri leikritum. „Það er sérstök stemmning og góður andi sem fylgir því að standa á sviði Iðnós,“ segir Ingveldur Ýr. „Ég kannast vel við mig í hús- EINAR MÁR KOMNIR TVÆR fyrstu bækurnar í nýjum bókaklúbbi útgáfunnar Bjarts, Neon, eru komnar út en þær eru greinasafnið Launsynir orðanna eftir Einar Má Guðmundsson og skáldsagan Hending eftir bandaríska rithöfundinn Paul Auster sem er þekktastur fyrir hinn svokall- aða New York-þríleik sem Bjartur hefur einnig gefið út. Um frumútgáfu á bók Au- sters er að ræða en Bjartur hefur gert samn- inga við hann og fleiri erlenda höfunda, svo sem Kazuo Ishiguro og Ian McEwan, um að frumbirta verk þeirra hér á landi. í bókinni Launsynir orðanna hugleiðir Einar Már Guðmundsson skáldskapinn í líf- inu og lífið í skáldskapnum. í káputexta seg- ir að þessar hugleiðingar hafi orðið til á liðn- um árum í glímunni við orðin. „Þetta eru engar niðurstöður, heldur vangaveltur, sem stöðugt knýja dyra og dæma menn til að hugsa málin á ný ..." mu þvi pabbi vann þar og seg]a ma að eg alin upp í Iðnó.“ Hún segir að þau Gerrit muni leitast við að endurvekja gömlu Iðnó- stemmninguna, „þennan gamla kabarett og ballhúsaanda sem áður var og ekki ætti að vera erfitt að minnast nú þegar húsið allt hef- ur verið gert upp.“ Ingveldur Ýr hefur ætíð verið fjölbreytileg í verkefnavali en segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún syngi heila dagskrá með söngleikja- og kabarettverkum þó að hún hafi margoft áður flutt verk eftir Kurt Weill. „í upphafi ferilsins í Austurríki tók ég stundum að mér einstaka söngleikja- og kabarettverkefni og ég hef stundum blandað léttari lögum saman við klassíska efnisskrá á einsöngstónleikum," segir Ing- veldur Ýr. Hún stundaði söng- og leiklistar- nám í Tónlistarskóla Vínarborgar og í Man- hattan School of Music í New York þar sem hún vakti fljótt athygli fyrir óvenjulega frjálsa sviðsframkomu og leikhæfileika. Ing- veldur Ýr hefur bæði sungið á óperusviði og í tónleikahúsum víða um heim, með hljóm- sveitarstjórum eins og Seiji Ozawa og Sir OG AUSTER í NEON Einar Már Paul Guðmundsson Auster í skáldsögunni Hendingu fjallar Paul Au- ster um um tvo menn á þeysireið um Banda- ríkin. Báðir eru þeir féþurfi og reyna að bjarga fjárhagnum með því að spila póker við tvo sérvitra milljarðamæringa en leið- angurinn verður á endanum háskaför þar sem líf þeirra er í veði. LISTAHÁTÍÐ Á SEYÐISFIRÐI Sýning til heið- urs Dieter Roth Morgunblaðíð. Seyðisfirði. LISTAHÁTÍÐ Seyðfirðinga hefst í dag á opn- un myndlistarsýningar í menningarhúsi Seyð- fírðinga, Skaftfelli. Sú breyting hefur orðið á sýningarhaldi að sýningu Björns Roth hefur verið frestað og í staðinn er haldin sýning sem ber yfirskriftina „Sýning fyrir allt“ til heiðurs og í minningu Dieters Roth, sem lést 5. júm' síðastliðinn. Öllum er boðið að senda eitt verk á þessa sýningu og eru nú þegar komin yfir 50 verk. Eggert Einarsson listamaður er kominn á staðinn til þess að hafa umsjón með uppsetn- ingu sýningarinnar. Vitað er um mörg verk sem eru á leiðinni og verður haldið áfram að hengja upp myndir í allt sumar eftir því sem þær berast. í Skaftfelli verða tvær sýningar að auki; Magnús Reynir Jónsson verður með sýningu á hæðinni, en Pétur Kristjánsson á efri hæð. Á Vesturvegi 8, upplýsingamiðstöð ferðamála, verða sýnd verk eftir Stefán V.J. Stórval frá Möðrudal og í Seyðisfjarðarskóla sýna þau Hallgrímur Helgason, Húbert Nói, Osk Vilhjálmsdóttir, Garðar Eymundsspn, Sig- urður K. Ámason og Inga Jónsdóttir. Á Hótel Snæfelli verður sýning Maríu Gaskell. Menningardagur bama, „Karlinn í tunglinu- hátíðin ‘98“, verður síðan haldinn 21. júní. Þar verða sýnd myndverk (þrívíð) leikskólabama á Austurlandi. Verkin eru í þremur flokkum og verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu verk- in að mati dómnefndar. Ofurtrúðurinn Úlfar (Bergur Þór Ingólfsson) skemmtir, skólahljóm- sveit spilar og ýmislegt fleira verður á dagskrá. Margt fleira verður á hátíðinni þannig að bæjar- búar og gestir þeirra haíi nóg við að vera í allt sumar, en hátíðinni lýkur 161 ágúst. SUZUKINEMARNtR íslensku í París. íslenskir Suzuki- nemar í París UNGIR íslenskir fiðlunemar, sem lært hafa á hljóðfæri sín með Suzukiaðferðinni, léku á fiölmennum tónleikum í París, sem haldnir voru f sumarbyrjun til að heiðra 100 ára minningu Dr. Shinichi Suzuki. Alls komu um eitt þúsund nemar frá 17 löndum fram á tón- leikunum, þar af 37 frá íslandi. Flutt voru verk fyrir fiðlu, gítar, selló og pianó eftir Mozart, Vivaldi, Bach og fleiri auk hljóm- sveitaratriða og kóratriða. Tónleikarnir fóru fram í Palais de Congrés og báru yfirskrift; ina Að iifa er að elska (Vivre c’est Aimer). ís- lensku nemarnir léku í 500 manna hljómsveit og meðal annarra atriða var pianóleikur nokkurra barna sem léku átthent á píanó og þátttaka yngsta nemandans á tónleikunum, sem var þriggja ára. íslensku nemarnir hafa verið í námi í Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og Tónlistarskóla fslenska Suzuki- sambandsins f Reykjavfk. Helstu einkenni Suzukiaðferðarinnar eru þau að nemendur heQa nám sitt mjög ungir og að þeim er búið hvetjandi umhverfi frá upphafi. Kennslan byggist á móðurmálsaðferðinni, þ.e. að rétt eins og þau geti lært móðurmál sitt án sýni- legrar fyrirhafnar geti þau lært að leika á hljóðfæri fyrst og fremst með því að hlusta og fá tilfinningu fyrir tónlistinni. iiiljliilfi’TTTtTrtT HDTD Morgunblaðið/Þorkell INGVELDUR Ýr Jónsdóttir og Gerrit Schuil halda opnunartónleika í röð léttra sumar- tónleika f Iðnó á sunnudagskvöld. Neville Marriner. í vetur sem leið söng hún hlutverk Dorabellu í uppfærslu Islensku óp- erunnar á Cosi fan Tutte. Gerrit Schuil er fæddur í Hollandi og lauk námi frá Tónlistarháskólanum í Rotterdam. Hann hlaut styrk frá hollenska ríkinu til MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kringlunni Gunnella, Guðrún Elín Ólafsdóttir. Til 22. júní. Gallerf Gangur, Rekagranda 8 Robert Devriendt. Út júní. Gallerf Hornið, Hafnarstræti Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Páll Heimir Pálsson sýna til 8. júlí. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 María Valsdóttir sýnir til 28. júní. Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10 Birgir Andrésson sýnir. Handverk & hönnun, Amtmannsstfg 1 Sigrún Lára Shanko sýnir silkislæður. Til 27. júni. Álafosskvos, Álafoss-verksmiðjusölunni Samsýning; Ásdís Sigurþórsdóttir, Björg Ör- var, Björn Roth, Hildur Margrétardóttir, Inga Elín, Magnús Kjartansson, Óli Már, Ólöf Oddgeirsdóttir, Tolli og Þóra Sigurþórs- dóttir. Gallerí Smfðar & skart, Skólav.stíg 16a Halla Ásgeirsdóttir. Til 25. júní. Gallerí Stöðlakot Guðmundur W. Vilhelmsson. Til 28. júní. Kvennasögusafn, Þjóðarbókhlöðu Ragnheiður Jónsdóttir sýnir. Til. 1. júlí. Gallerí Sævars Karls Gjörningaklúbburinn: Dóra Isleifsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir sýna til 8. júlí. Hallgrfmskirkja Málverk eftir Eirík Smith. Háteigskirkja, safnaheimili á tengigangi Sýning á textflmyndverkum eftir Heidi Kristiansen. Út júní. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Grænmetisleikur: Inga Svala Þórsdóttir og Wu Shan Zhuan. Til 21. júní. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn Islands, Háskólabókasafn TVú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Arinstofa: Mannamyndir Ágústs Petersen. Gryfja: Portrett bama. Til 5. júlí. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmynda- garðurinn _er opinn alla daga. Listasafn Islands, Frfkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafíkmyndir Jóns Engilberts. Út júlí. Sýning á höggmyndum Max Ernst. Til 28. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Norskar konur sýna textíl og skart. Til 13. júh. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugar- nestanga Úr málmi. Örn Þorsteinsson myndhöggvari. Til l.júh. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborg- ar. Til 23. ágúst. framhaldsnáms hjá mörgum þekktum kenn- urum eins og Gerald Moore og Vlado Per- lemuter. Gerrit hefur haldið tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum og komið fram á alþjóðleg- um tónlistarhátíðum auk þess að hafa áunnið sér virðingarsess sem hljómsveitarstjóri. Mokkakaffi, Skólavörðustfg Jón Gunnar Ámason. Sumarsýning. Norræna húsið Fígúratíf list frá Norðurl. og Þýskalandi. Nýlistsafnið, Vatnsstíg 3b Einar Falur Ingólfsson, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Árnadóttir, auk sýningar á bók- verkum Dieters Roth. Gerðuberg, Gerðubergi Ljósmyndasýningar í samstarfi við Listahá- tíð. Síðasta sýningarhelgi. Safn Ásgrfms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á Ijósmyndum Helga Arason- ar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholtshandrit. Til 31. ágúst. SPRON Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Gallerf Sölva Helgasonar, Lónkoti Skaga- firði Ragnar Lár sýnir til 19. júlí. Selið Skútustöðum Sólveig Illugadóttir sýnir. Kirkjuhvoll, Akranesi Bjarni Þór sýnir til 5. júh. Ketilshúsið, Grófargili Akureyri Guðný Þórunn Kristmannsdóttir sýnir til 5. júh. Listasafn Árnesinga, Selfossi Inga Margrét Róbertsdóttir sýnir til 28. júm'. TONLIST Laugardagur Rökkurkórinn verður með síðdegistónleika í Egilsbúð í Neskaupstað og um kvöldið með tónleika í Egilsstaðakirkju. Kvartett Eðvarðs Lárussonar á Jómfrúnni kl. 16-18. Sunnudagur Gjallarhorn, Finnlands-sænskur þjóðlaga- hópur verður með tónleika í Norræna húsinu kl. 20. Miðvikudagur Hauknes Blandakor og Söngsveitin Drangey í Kópavogskirkju kl. 20.30. Fimmtudagur Hauknes Blandakor og Söngsveitin Drangey kl. 20.30. LEIKLIST Þjdðleikhúsið Listaverkið, sýnt í Loftkastalanum lau. 20. júní. Borgarleikhúsið Forsalan er hafin á Grease. Frums. 3. júlí. Loftkastalinn Listaverkið, lau. 20. júní. Islenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleik- ur, lau. 20. júní, fim., fós., lau. Kaffileikhúsið Annað fólk lau. 20. júní. Iðnó Leikhússport mán. 22. júní. Söngleikir, leikrit og kabarettar. Ingveldur Ýr og Gerrit Schuil þri. 23. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20.JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.