Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MENNEVG LISTIR
24. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR
EFNI
Hlýnun
af völdum gróðurhúsalofttegunda þykir
geta haft skaðvænlegar afleiðingar,
jafnvel að Golfstraumurinn hætti að
verma okkur og að landið verði óbyggi-
legt. En er þetta svona einfalt? Greinar-
höfundurinn, Ágúst H. Bjarnason, efast
um það og telur að rekja megi bæði
hlýnun og kólnun á jörðini til eðlilegra
sveiflna í virkni sólar. Hvorki var það af
manna völdum né þeirra gróðurhúsaloft-
tegunda sem menn valda, þegar hér
varð svo heitt að suðrænar tijátegundir
döfnuðu vel og ekki heldur þegar ísaldir
hafa brostið á. Formála skrifar Halldór
Jónsson verkfræðingur.
Húsgögn 1998
Árlega er haldin risastór húsgagnasýn-
ing í París: Le Salon du Meuble, þar sem
1000 aðilar frá 38 löndum sýna og gesta-
talan fer yfir 50 þúsund. Ásdís Ólafsdótt-
ir listfræðingur fór á sýninguna og velt-
ir fyrir sér ýmsu, t.d. hvort slíkar mess-
ur geti falið í sér dýpri boðskap og jafn-
vel vakið fólk til umhugsunar um stöðu
mannsins í þjóðfélagi morgundagsins.
Einnig ræddi Ásdís við Michael Young,
sem talinn hefur verið í forustu fyrir
nýrri bylgju hönnuða í Bretlandi, en
hann áformar að setjast að á Islandi.
Kostun
er bein þýðing á enska orðinu „sponsor-
ship“ og þýðir það þegar tiltekinn aðili,
fyrirtæki, stofnun, félag eða einstakling-
ur tekur að sér með einum eða öðrum
hætti að styrkja - kosta - óskylda starf-
semi, yfírleitt á sviði lista, menningar,
líknar- eða umhverfismála. Hávar Sigur-
jónsson kannaði viðhorf nokkurra full-
trúa lista- og atvinnulífsins til kostunar
og hvaða sjónarmið ráða ferðinni.
Mostur
Sóllundir og Gulaþing er heiti á annarri
grein Stefáns Aðalsteinssonar um slóðir
forfeðranna í Vestur-Noregi. I þessari
grein er lýst heimsókn í Mostur þar sem
Þórólfur Mostrarskegg bjó, farið í
Sóllundir þar sem Skallagrímur, Kveld-
úlfur og Egill komu við sögu og að síð-
ustu kannar Stefán Gulaþing.
Forsiðumyndin er tekinn úr bók um þrykkimyndir og bókverk Dielers Rotbs 1949 - 1979 sem gefinn var út í
tilefni sýningar sem nú stendur yfir í Albertina safninu í Vínarborg og fjallað er um í Lesbók.
ÓLÖF SIGRÐARDÓTTIR FRÁ HLÖÐUM
SÓLSTÖÐUÞULA
Veltu burtu vetrarþunga
vorið, vorið mitt!
Leiddu mig nú eins og unga
inn í draumland þitt!
Minninganna töfratunga
talar málið sitt,
þegar mjúku, kyrru k\reldin
kynda á hafí sólareldinn.
Starfandi hinn mikli máttur
um mannheim gengur hljótt,
alnáttúru æða-sláttur
iðar kyrrt og rótt,
enginn heyi'ist andardráttur,
engin kemur nótt.
Því að sól á svona kveldi
sest á rúmstokkinn,
háttar ekki, heldur vakir,
hugsar um ástvin sinn.
Veit, hann kemur bráðum, bráðum,
bjarti morgunninn!
Grípur hana snöggvast, snöggvast,
snöggt í faðminn sinn,
lyftir henni ofar, ofar,
upp á himininn.
Skilar henni í hendur dagsins,
í hjartað fær hún sting:
Æ, að iáta langa daginn
leiða sigíkring!
Ganga hægt og horfa nið’r á
heimsins umsnúning.
Komast loks í einrúm aftw
eftir sólarhring,
til að þrá sinn unga unað,
yndis sjónhverfíng!
Ólöf Sigurðardóttir fró Hlöðum, 1857-1933, var skóld og kvenréltindakona sem orti um
kvenlego reynslu og þró eftir frelsi og listsköpun. Fyrsta Ijóðabók hennar, Nokkur smákvæði,
kom út 1888.
AÐ GEFA
VINNU SÍNA
RABB
MAÐURINN er
fæddur til þess að
vinna líkt og fugl-
inn til þess að
fljúga.“ Þannig
komst Marteinn
Lúther að orði þeg-
ar hann var að
kortleggja þátt vinnunnar í skilningi
sínum á mannlegu eðli. Til hvers vinnur
maðurinn? Svar hans - og reyndar það
svar sem lá í loftinu á hans tímum - var
á þá leið að vinnan væri manninum ekki
aðeins nauðsynleg til þess að sjá sér far-
borða og hafa í sig og á. Með vinnunni
fengi hann einnig sjálfsmynd og auk
þess gæfí hún lífí hans tilgang og merk-
ingu.
Rannsóknir sýna að þetta tvíþætta
giidi vinnunnar hefur tekið talsverðum
breytingum í nútímasamfélagi. Nú er
það ekki aðeins vinnan sem skiptir máli
í þessu sambandi heldur einnig frítím-
inn. Eftir sem áður þarf maðurinn að
sjá sér farborða með launaðri vinnu
sinni. En frítíminn hefur hins vegar vax-'
andi hlutverki að gegna við að gefa til-
vist mannsins merkingu, þar hefur hann
svigrúm til þess að gera það sem hann
langar til hverju sinni. Ekki svo að
skilja að menn hafi ekki átt sér frítíma
fyrr á tímum. Félagssögulegar rann-
sóknir sýna að langt fram eftir öldum
hafi fólk haft mun meiri frístundir en
nú. En þær voru annars eðlis, þær voru
tengdari gangi náttúrunnar og jafn-
framt fjölskyldu og samfélagi. í Mið-
Evrópu virðist sem annar hver dagur
hafi að jafnaði verið frídagur fram á 18.
öld þegar iðnvæðing hefst en þá hafi frí-
dögum snarfækkað og vinnan jafnframt
tekið á sig allt annan svip en áður hafði
verið.
Margir óttast að frítíminn, sem áreið-
anlega á eftir að aukast í náinni framtíð,
verði ekki skapandi sem skyldi heldur
verði honum í vaxandi mæli stjórnað af
afþreyingaiðnaði og fjölmiðlum. Þar með
glatast fólki dýrmæt tækifæri til þess að
nýta sér frítímann til skapandi iðju.
Launuð vinna er sem sagt eitt og frí-
tími annað. Eg hef tekið eftir því í er-
lendum tímaritum að sjálfboðaliðastörf
af ýmsu tagi laða til sín sífellt fleira og
fleira fólk. Þetta gildir um fólk á öllum
aldri. Nýlega var auglýst eftir leiðsögu-
mönnum og gæslufólki á vísindasafn í
Þýskalandi. Ollum á óvart sóttu tugir há-
menntaðra vísindamanna á eftirlauna-
aldri um störfin sem sjálfboðaliðar.
Framlag þeirra gerbreytti reyndar
rekstrargrundvelli safnsins til hins
betra. En um leið fengu þessir vísinda-
menn tækifæri til að sinna hugðarefnum
sínum áfram og láta gott af sér leiða.
„Verður er verkamaðurinn launa
sinna.“ Þessi fomu orð þekkja allir. Og
engin ástæða til annars en taka undir þau.
En á þessu máli er greinilega önnur hlið
sem skiptir ekki minna máli nú en áður,
jafnvel þótt tímamir einkennist af ofur-
'valdi markaðshyggju og auðssöfnunar.
Hálaunamaðurinn, sem reiknar sér drjúg
laun fyrir vinnu sína, leggur hana fram án
endurgjalds í einhverjum félagsskap sem
hann tekur þátt í. Þá er hann orðinn sjálf-
boðaliði, hann er vissulega verður, launa
sinna en hann hefur líka þörf fyrir að
vinna án endurgjalds. Kannski er ástæðan
sú að frítíminn verður sífellt mikilvægari
til þess að láta gott af sér leiða.
Flestir þekkja til starfa sjálfboðaliða.
Hjá Rauða krossinum hér á landi starfa
hundruð sjálfboðaliða, svipaða sögu er að
segja um björgunar-, íþrótta- og slysa-
vamafélög. Starf kirkjunnar hefur alla tíð
að verulegu leyti verið borið uppi af sjálf-
boðaliðum. Loks mætti nefna fjöldann all-
an af klúbbum og samtökum á sviði
menningar-, mennta- og líknarmála þar
sem sjálfboðaliðar leggja fúslega fram
vinnu sína.
Þegar á heildina er litið kemur í Ijós að
æði margt fólk vinnur sjálfboðastörf hér
á landi, stundum einkum til þess eins að
sinna eigin áhugamálum en stundum
gagngert til þess að láta gott af sér leiða
annarra vegna, þá er ástæðan hugsjóna-
legs eða hugmyndafræðilegs eðlis. Oft fer
þetta hvort tveggja saman. Sumir telja að
sjálfboðaliðum fari fækkandi. Vera má að
það gildi á einhverjum sviðum en þegai- á
heildina er litið tel ég að svo sé ekki. Hins
vegar má vel vera að sjálfboðaliðinn sé
stundum dálítið ráðvilltur á tímum sem
einkennast af markaðshyggju og sam-
keppni. Fyrir hvað á að greiða og fyrir
hvað ekki, hvers vegna skyldi sjálfboða-
liðinn koma til starfa á einhverju sviði
þegar hann hefur nóg við tímann að gera
og hugsanlega væri hægt að fá launaða
starfsmenn í verkefnið eða fá það greitt
af opinberum aðilum? I sjálfboðastarfi
felst hugsjón sem er samfélaginu mikil-
vægt umhugsunarefni ef ekki áminning
um að mannúðlegt og réttlátt þjóðfélag
þrífst ekki aðeins á samkeppni heldur
miklu heldur á jákvæðum, gefandi og
skapandi viðhorfum. Er ekki eftir allt
saman eitthvað gefandi við að vera gef-
andi?
GUNNAR KRISTJÁNSSON,
REYNIVÖLLUM
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ1998 3