Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Page 7
Morgunblaðið/Amaldur „ Við gætum unnið heimavinnuna okkar miklu betur með því að afla greinargóðra upplýsinga um okkar áhorfendur, hvaða aldurshópa, stéttir, tekjuhópa, kyn o.sfrv. er um að rœða. “ mönnum góð ráð. Sjóðurinn er þannig verk- færi sem stjómendur fyrirtækja geta nýtt sér til að fá faglega leiðsögn um lendur sam- tímalistarinnar og þegar eru rúmlega þrjátíu fyrirtækiþátttakendur íþessu starfi." Formaður Listasjóðs Atvinnulífsins er Gunnar Dungal forstjóri Pennans. Hann segir áræði manna í viðskiptalífmu ekki hafa endurspeglast í kaupum þeirra fyrir hönd fyrirtækja sinna á samtíma listaverkum. „Þar mættu menn gjarnan vera djarfari og tilbúnir að taka nokkra áhættu.“ Sigurður Gísli tekur undir þetta og segir: „Fólk sem er reiðubúið til að hætta ef til vill tugum milljóna króna eða meira í rekstri sínum er ekki tilbúið til að taka neina áhættu í listinni - þar vilja flestir helst fylgja straumnum. Forráðamenn fyrirtækja virðast því almennt hræddir við samtímalist. “ Margt bendir þó til að þetta viðhorf sé að breytast eins og reyndar Listasjóður atvinnulífsins er gott dæmi um. Menningarsjóðir og menningarstefna Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að fyrirtæki starfræki sérstaka menningar- eða listasjóði og úthluti úr þeim árlega eða oftar. Sjóðir þessir hafa yfirleitt sérstaka stjórn sem skipuð er af stjórn fyrirtækisins og er nyög misjafnt hvort allir stjómarmenn menningarsjóðanna eru innanhúsfólk eða ekki. Meðal þeirra fyrirtækja sem stofnað hafa menningar- og listasjóði eru Penninn, VÍS, VISA-ISLAND og SPRON en athygli vekur að fyrirtæki á sviði verslunar- og þjón- ustu ýmis konar virðast styrkja listir og menningarmál langt umfram framleiðslufyr- irtækin í landinu. „Fyrirtækin sem styrkja listastarfsemi eru aðailega stórfyrirtæki af ýmsu tagi í þjónustugeiranum,“ segir Þór- unn Sigurðardóttir. „Bankamir og trygg- ingafélögin eru áberandi sterk. Mér finnst hinsvegar að framleiðslufyrirtækin í fisk- vinnslunni standi sig slælega í þessu en þau eiga ekki síður en önnur fyrirtæki að taka þátt í svona samfélagslegum verkefnum. Þetta er óeðlilegt miðað þeirra veltu og vel- gengni á síðustu misserum hvað þau koma lítið nálægt þessu og ekki í samræmi við t.d. hin Norðurlöndin." Eitt þeirra fyrirtækja sem mótað hefur mjög skýra stefnu í stuðningi við listir og menningarmál er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. SPRON úthlutar árlega úr Menningar- og styrktarsjóði sínum 8 millj- ónum króna sem á árinu 1997 nam 4.7 pró- sentum af hagnaði Sparisjóðsins eftir skatt. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri segir skýringuna að hluta liggja í sérstöðu SPRON sem fyrirtækis. „Sérstaða Sparisjóðsins er sú að vegna þess hvemig til hans er stofnað og að hann er ekki hlutafélag, heldur sjálfseignarstofn- un, þá er stofnfjáreigendum greiddur út arð- ur á annan hátt en gert er í hlutafélögum. Hluti hagnaðarins verður eftir í Sparisjóðn- um. Þess vegna hefur Sparisjóðurinn lengi haft það á stefnuskrá sinni að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þá inn í umhverfi við- skiptavina sinna.Við teljum eðlilegt að skila einhverju af hagnaðinum til baka með þess- um hætti til þeirra sem að sparisjóðnum standa. Þannig hafa sparisjóðimir um allt land látið fé af hendi rakna til ýmissa mála, hver á sínu svæði. SPRON hefur gert þetta um mjög langt skeið en í seinni tíð hefur ver- ið tekið á þessum málum með formlegri hætti, einkum frá 1994 eftir að Menningar- og styrktarsjóður SPRON var stofnaður. Það hefur verið skilgreint nokkuð vel í hvaða farveg peningunum er beint og hér í SPRON höfum við lagt áherslu á menningu og listir svo og ýmis líknarmál. Við bættum nýlega við áherslum á vettvangi umhverfis- mála og samningur okkar við Ferðafélag Is- lands er dæmi um það. Þar höfum við tekið höndum saman við FÍ og Reykjavíkurborg um frágang útivistarsvæðisins í Esjunni sér- staklega.“ Áhrif ó ímyndina Guðmundur segir að talsverð vinna sé lögð í að skipuleggja þennan þátt í starfi SPRON. „Við höfum flokkað stuðning okkar nokkuð nákvæmlega og styrkt sérstaklega tónlist, myndlist og bókmenntir, m.ö.o. reynt að dreifa peningunum en þó ekki meira en svo að hluti af styrkjunum sé I svo háum fjár- hæðum að viðtakendur muni virkilega um þær. Þannig veitum við núna fimm styrki upp á 400 þúsund, fjóra uppá 500 þúsund og tvo upp á eina milijón hvor. Það er alveg ljóst að það munar um þessa fjármuni frá okkur og allmörgum hefur verið kunnugt um að Sparisjóðurinn stæði að slíku og ég er ekki vafa um að í hugum margra hefur þetta áhrif á ímynd fyrirtækisins. Það hefur hins vegar ekki verið gert mikið af okkar hálfu til að hampa þessu og auglýsa það. Kannski ekki eins mikið og eðlilegt væri, því auðvitað er full ástæða til að fólk viti af þessu. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem gefum með þes- um hætti, átta milljónir á ári eru miklir pen- ingar. Því til viðbótar höfum við styrkt Ústir og menningu með öðrum framlögum svo í heildina má hiklaust segja að sparisjóðurinn verji um tíu milljónum á ári í þetta.“ Skattalega óaðlaðandi Eiríkur Þorláksson forstöðumaður Kjar- valsstaða segir að til þessa hafi stuðningur einkaaðila við sýningahald hjá þeim verið til- tölulega lítill. „Það helgast af því að við höf- um ekki leitað mikið eftir stuðningi úr þeirri átt. Á hinn bóginn hafa fyrirtæki ekki komið fram með hugmyndir að fyrra bragði eða leitað eftir möguleikum á kostun hjá okkur. Skýring á þessu liggur að hluta til í því að hingað til hafa opinber söfn og stofnanir haldið sig til hlés í þessu vegna þess að þau hafi viljað skilja þennan þátt eftir opinn handa listafólkinu sjálfu og einnig söfnum og samtökum listamanna sem starfa á eigin grunni og njóta ekki opinberra fjárveitinga. Eg held að þetta sé að breytast og eigi eftir að breytast ennþá meira, vegna þess að ég hef þá trú að komið sé að því að fyrirtæki fari að vinna markvissar á þessu sviði. Að þau hætti að taka eingöngu á móti umsókn- um en fari að leggja svolítið á sig við að móta sér sína eigin stefnu. Fyrirtækin velji sér listviðburð eða listgrein sem þau vilji kenna sig við og haga sér síðan samkvæmt því. Þannig getum við séð í framtíðinni að ein- stök fyrirtæki kjósi að styðja vel við bakið á tónlistinni og önnur á myndlistinni. Þetta er mjög vanþróað fyrirbæri enn sem komið er hér á Islandi og helgast líka af því að skatta- reglur varðandi fjárstuðning við listir eru ekki nyög aðlaðandi fyrir fyrirtækin,“ segir Eiríkur Þorláksson. Skattarreglwr og frumvarp Oft hefur verið á það bent að ein öruggasta leiðin til að beina peningum frá atvinnulífinu til menningar- og listalífsins sé í gegnum skattakerfið. Þar eru ýmsar hugmyndir á lofti og fyrir Alþingi liggur frumvarp Agústs Ein- arssonar um skattfrádrátt fyrirtækja vegna framlaga til menningarmála. Meginhugmynd- in í frumvarpinu er að fyrir hverja eina krónu sem fyrirtæki láti renna til menningarmála fáist tveggja krónu frádráttur. Þetta virðist a.m.k. við fyrstu sýn geta orðið hvetjandi og þó enginn virðist beinlínis vera á móti frum- varpinu þá hefur verið bent á að í það vanti nákvæmari skilgreiningar á menningarstarf- semi. Eins og frumvarpið lítur út nú bjóði það upp á alltof augljósa möguleika á misnotkun. I gildandi lögum er heimilt að draga frá skatti allt að 0.5& af rekstrartekjum, framlög til líknarstarfsemi, menningarmála, stjómmála- flokka og vísindalegra rannsóknarstarfa. Ráðstafa eigin skattpeningum Magnús Ami Skúlason hagfræðingur og framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins segir að undantekning sé ef fyrirtæki nýti sér þetta ákvæði vegna framlaga til lista. „Eg held að stjómendur fyrirtækja viti hreinlega ekki af þessu margir hverjir, og það er nauðsynlegt að kynna þetta miklu betur. Fmmvarp Ágústs Einarssonar er allra góðra gjalda vert en fyrst og fremst þarf að kynna gildandi skattareglur í þessu efni. Ég reiknaði það einhvem tíma út að gamni mínu að miðað við heildarveltu ís- lenskra fyrirtækja þá væm 0.5% af þeirri tölu mjög svipuð því sem ríkið er að leggja til menningarmála, eða um 3,5 miljarðar. Þarna em skattpeningar sem ríkið tekur af fyrir- tækjunum og ráðstafar en fyrirtækin gætu ef þau vildu látið renna til menningarmála. Með því að fá framlög til menningar og lista dregin frá skatti er í rauninni verið að gefa fyrirtækjunum kost á að ráðstafa sköttum sínum sjálf.“ Að velja sér markhóp „Þetta er spurning um hvaða markhópa fyrirtæki em að reyna að nálgast," segir Ei- ríkur Þorláksson um ávinning þess að kosta listir og listviðburði. „Fyrirtæki sem era að selja ákveðna vöra gera ráð fyrir að meiri- hluti þeirra sem hana kaupa sé að finna í einum hópi neytenda heldur en öðmm. Það er því meira vit fyrrir fyrirtækið að vera á einum markaði með sína kostunarpeninga. Svo dæmi sé tekið þá er skiljanlegt að þeir sem framleiða skyndibitamat og gosdrykki séu sýnilegir á þeim stöðum þar sem líklegt er að þeir nái athygli ungs fólks. Þeir sem era að selja lúxusbíla eða tryggingar reyna að tengjast listviðburðum þar sem líklegt er að hinir eldri, ráðsettari og efnaðri séu stærsti hópurinn.“ Magnús Ami Skúlason tekur undir þetta sjónarmið en segir ennþá mikið skorta á að listastofnanirnar hafi nægilega vel unnar upplýsingar um áhorfendur sína. ,Áhorf- endur leikhúsa og listasafna era það sem við eram að bjóða fyrirtækjunum aðgang að. Við gætum unnið heimavinnuna okkar miklu betur með því að afla greinargóðra upplýs- inga um okkar áhorfendur, hvaða aldurs- hópa, stéttir, tekjuhópa, kyn o.s.frv. er um að ræða. Þannig gætu fyrirtækin áttað sig betur á því hvort þarna sé hugsanlegur markhópur og við gætum áttað okkur betur á því hvert við ættum að leita eftir kostun.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.