Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Side 9
MICHAEL Young, tréstólar my 096, framl. af Sawaya & Moroni, Mílanó. PHILIPPE Starck, Dr No, söluhæsti stóll í Frakklandi 1997. (Mynd: Ph. Starck) ROSS Lovegrove var valinn hönnuður ársins 1997. Hann er hér með stóla sína Bluebell og Spider. (Mynd: Salon du meuble de Paris 98) VIA-bás, „Verndandi hægindi", hönnuðir S. Larger, M. Guédin, F. Ruyant. (Mynd: D. Feintrenie, VIA) efnis- og litanotkun. Það ríkir því eins konar tog- steita milli gamals og nýs, léttleika og öryggis, eftirsjár og framtiðareftirvæntingar sem er ef- laust dæmigerð fyrir andrúmsloft aldamóta. Sum þessara húsgagna minna á leikmyndir kvik- mynda og sjónvarpsþátta fyrr á tímum sem áttu að gerast í ókominni framtáð, eða um árið 2000. Við erum því komin í eins konar hring, leikum okkur með þessi form en erum um leið meðvituð um að framtáðin er yfirleitt önnur en það sem haldið er. Michael Young, fró London til Reykiavikur með viðkomu i Tókýó Á Húsgagnasýningunni í París var rúmlega þrítugur Englendingur nefndur „forsprakki nýju, bresku hönnunarbylgjunnar". í sunnu- dagsblaði The Independent í upphafi árs birtist mynd af honum á forsíðu og hann sagður einn af hæfileikaríkustu hönnuðum ungu kynslóðar- innar sem ætti eftir að láta mikið til sín taka á árinu. Michael Young útskrifaðist í húsgagna- og iðnhönnun frá Kingston University árið 1992. Með náminu starfaði hann hjá Tom Dixon og hóf jafnframt að hanna sín eigin húsgögn sem vöktu strax mikla athygli. Leið hans hefur legið til Parísar, Japan, Þýskalands (þar sem hann fékk „Talente“-verðlaunin 1995), Italíu og meira að segja til íslands. Hann hélt fyrirlestur í Myndlista- og handíðaskóla Islands í fyrra og ráðgerir að setjast hér að innan skamms, en hann er verðandi eiginmaður Katrínar Péturs- dóttur iðnhönnuðar. Auk þess að hafa vakið óskipta athygli bæði á alþjóðlegum sýningum og einkasýningum er verk hans að finna í eigu stofnana eins og Pompidou-safnsins í París og Design Museum í London. Greinarhöfundur átti þess kost að hitta þennan hægláta og alúð- lega mann þegar hann átti leið um París fyrir skömmu. Eg byrja á að spyrja hann út í innsetninguna Contents of Aliens og hann segir að sér finnist mjög áhugavert að hönnuðir og listamenn sem nota mismunandi miðla leggi saman krafta sína. „Ég hef starfað talsvert með Japana að nafni Kenjiro, en hann semur tölvutónlist, grafískum hönnuðum sem kalla sig Fly, Jeremy Lord sem er snillingur í Ijósa- og rafbúnaði, og vinum mínum sem nefna sig Inflate og hafa slegið í gegn með hönnun á uppblásnum húsbúnaði. Súlan er upphaflega hugsuð sem nútímaleg útfærsla á tré og er í raun víxlverkandi skúlp- túr þar sem utanaðkomandi þættir eins og hljóð og mannleg hreyfing hafa bein áhrif á verkið. Japanska jámbrautafélagið styrkti verkefnið sem var fyrst sýnt í Fukuoka í fyrrasumar, en hefur síðan verið sett upp í London, París, Köln og fer næst til Mílanó". - Ferill þinn hefur frá upphafi verið mjög al- þjóðlegur. „Já, þetta byrjaði með sýningu sem ég hélt í París 1994, þar sem ég sýndi smartísin mín, húsgögn ofin úr stálvír ofl. Japanskur hús- gagnaframleiðandi sem sá sýninguna bauð mer að vinna með fyrirtæki sínu E&Y í Tókýó. Ég bjó um tíma í Tókýó og hannaði þar m.a. hvítu seríuna fyrir Japansmarkað. Síðan stofnaði ég fyrirtæki mitt my 022 og sá um framleiðslu á húsgögnum mínum um tíma fyrir Evrópumark- að. Síðan þá hefur framleiðslurétturinn verið keyptur af fyrirtækjum eins og Cappellini á Ítalíu, en þeir ætla nú í apríl að hefja fram- leiðslu og dreifingu á mörgum af mínum eldri húsgögnum. Ég er sem sagt hættur að sjá um framleiðsluna sjálfur og er kominn í þá óska- stöðu að geta valið úr fyrirtækjum sem vilja ólm framleiða hönnun mína. Eins er talsvert um sérpantanir“. - Þú nefnir fyrirtækið þitt my 022. Eins bera húsgögn þín flest upphafsstafi þína og tölu- staf . . . „Það byrjaði í Japan. Það var nauðsynlegt að einkenna hlutina mína á einhvem hátt og því lá beinast við að hafa þetta svona. Þegar ég var að vinna að 22. hlutnum stofnaði ég fyrirtækið mitt og nefndi það því my 022“. Miehael Hefur valdð athygli fýrir frum- lega notkun á efnum og formum, ég inni hann eftir viðhorfi hans í því sambandi. „Ég hef enga ákveðna stefnu í þessum mál- um, enga sérstaka „línu“. Ég hef mikið not- að gerviefni, vegna þeirra tæknilegu mögu- leika sem þau bjóða upp á, en þetta fer líka einfaldlega eftir því með hvaða fyrirtækjum maður vinnur hverju sinni. Ég hef tilhneig- ingu til að ganga fyrst út frá forminu, það er oft kveikjan. Hvíta serían er til dæmis unnin út frá blaða-kaffiborðinu (my 07), það form þróaðist síðan í sófa, borð á hjólum, lampa osfrv. Eins held ég upp á smartísin, því form þeirra er mjúkt og opið og það má nota þau á ýmsa vegu. Fólki finnst stundum formin mín vera „seventies" eða poppuð, en ég held að það sé ekki það sem skiptir máh. Form — HÖNNUÐURINN Michael Young. MICHAEL Young, Fly sófi (my 27), gerður í 3 lengdum. MICHAEL Young, My slit sofa, framl. af Domeau & Pér'es, París. MICHAEL Young, Magazine kaffiborð (my 07). MICHAEL Young, barstóll, framl. af Cappellini, Arosio. JEAN-MARIE Masseaud, Right stuff sófi, framl. af Domeau og Pér'es. (Mynd: Olivier Cadouin) eru vissulega spm-ning um kynslóðir og háð minningum, en ég kýs fremur að líta á rmn form sem mannleg og vísandi fram á við. Ég hef aðallega fengist við húsgagnahönnun fram til þessa. Hún er aðgengilegri en iðnhönnun að því leyti að þú getur sjálfur smíðað þínar frum- gerðir og náð þannig til framleiðenda. Iðnhönn- unarferlið er flóknara, sérstaklega þegar fram- leiða á úr plastefnum, en með auknum sam- skiptum við iðnaðinn er ég að fara meira og meira út í hönnun hluta. Nú síðast teiknaði ég m.a. salt- og piparstauka fyrir Inflate þar sem ég nota svokallaða dýfimótunaraðferð („dip- molding“) sem er notuð til framleiðslu reið- hjólahandfanga. Svo er ég að vinna með keram- ik-línu og ljósasúluna á að fara að framleiða í smækkaðri mynd, hún verður mun einfaldari að gerð og ætluð fyrir stóran markað". - Og nú stendur til að þú flytjir til Islands, er það ekki mikið stökk? (Michael hlær strákslega.) „Fólk heldur ann- að hvort að ég sé genginn af göflunum eða finnst þetta rosalega frumlegt. Það er vissulega heilmikið stökk frá London til Reykjavíkur, en satt best að segja er það mjög kærkomið að losna úr streitunni í London og skipta um um- hverfi. Ég get í rauninni unnið hvar sem er, svo framarlega sem ég hef síma, fax, tölvu og nokk- uð reglulegar flugsamgöngur. Það getur líka verið spennandi að sjá hvort möguleiki er á samstarfi við íslensk fyrirtæki“. Aðspurður út í helstu framtíðaráformin seg- ist Michael fara næst á húsgagnasýninguna í Mflanó í aprfl. „Ég verð með sýningu hjá Capp- ellini, en þeir eru án efa virtasta húsgagnafram- leiðslufyrirtæki í heiminum í dag og það er mik- ill heiður fyrir mig að vera tekinn inn hjá þeim. Þeir hafa verið að þróa aðferðir síðustu þrjú ár til að framleiða smartísin mín og verða líka með hvítu syrpuna, vasa, barstól ofl. Sawaya & Moroni er einnig þekkt, ítalskt lúxusfyrirtæki og hefur aðallega fengið til liðs við sig fræga arkitekta. Ég hannaði fyrir þá borðstofuborð og stóla en einnig silfurvasa. Með samvinnunni við mig ætla þeir að yngja upp hjá sér og hyggjast ná til víðari markaðshóps. Svo verð ég með sófa, lítinn hægindastól og kaffiborð fyrir enska fyrirtækið Englander, en þeir sérhæfa sig í húsgögnum fyrir hótel og opinberar stofn- anir (mörg stærstu hótelin á Islandi eru víst bú- in húsgögnum frá þeim). Ég kem einnig til með að kenna við hönnun- ardeild Listaháskólans í Yín. Þar langar mig að nálgast hönnun og hönnunarkennslu á annan hátt en gert hefur verið síðan á 9. áratugnum, þegar aðaláherslan virðist hafa verið sú að hjúpa fagið leyndardómsblæ og allir voru að kafna í kenningum og skilgreiningum póst- módernismans. Það er mikilvægt að ungir hönnuðir geri sér grein fyrir hvernig þeir standi gagnvart framleiðendum og geti komið hugmyndum sínum á framfæri. Og svo hlakka ég auðvitað til að flytja til Reykjavflmr. Það stendur til að ég haldi sýn- ingu á Kjarvalsstöðum, trúlega vorið 1999, og þá myndi mig langa til að fá góða, erlenda hönnuði í lið með mér. Ég vonast til með uf ... slíkri kynningu að geta lagt mitt af mörkum MICHAEL Young, til hönnunarmála á íslandi“. vasi, framl. af Sawaya &_________________________________________ Moroni, Ml an Höfundur er listfræðingur og býr! París. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.