Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Síða 17
VERK á forsíðu bókarinnar: Skúrþök í Oelper frá 1973. við konkret-ljóðagerð. Bókin verður vettvang- ur enn frekari tilrauna og listamaðurinn beinir sjónum sínum að bókinni sem skúlptúr í sjálfu sér, óháð innihaldinu. Felicitas segir straum- hvörf hafa orðið í Mst Dieters upp úr 1960. Þá er hann sestur að á íslandi auk þess sem hann dvelur við kennslu víða í Bandaríkjunum. Þó að Dieter sé vissulega einangraður á Islandi telur Felicitas að þessi fjarlægð hafí einnig hjálpað listamanninum að vinna úr hugmynd- um sínum og opna augun fyrir möguleikum eins og þeim að notast við óhefðbundinn efni- við á borð við matvæli og ýmislegt annað úr sínu nánasta umhverfi. Sem dæmi um breytta stefnu nefnir hún tvö verkefni sem Dieter Roth fékkst við hér á landi. Annars vegar svokölluð Bókabjúgu, þar sem dagblöð og bækur höfunda sem listamanninum voru lítt þóknanlegir eru tætt niður, blönduð kryddi og lími og notuð sem efniviður í þennan vinsæla hversdagsrétt. Hins vegar eru það mynd- skreytingar sem Dieter Roth vann fyrir Les- bók Morgunblaðsins og birtust árið 1964. Við tók kraftmikið tímabil þar sem Dieter vann fjöldamörg bókverk; bókaflokkar, rit- söfn og dagbækur auk þrykkimynda, teikn- inga og ljóðagerðar sem Dieter fékkst jöfnum höndum við, stimpilmyndasett og Munducul- um,- stórt verkefni sem hann vann að um fimm ára skeið og var ein af mörgum tilraun- um hans til að skapa nýtt og nánara samhengi milli orða og mynda, stafróf persónulegra táknmynda, - „nýtt táknkerfi fyrir heiminn." Stöðug átök forms og innihalds „Var það eitthvað?" er yfirskrift greinar Ferdinands Schmatz um ljóðagerð Dieters Roths. Og spumingunni svarar hann um hæl: „Ó,já.“ GEORG Wilhelm Friedrich Hegel: Verk í 20 bindum. Bókabjúga frá 1974. í ljóðum Dieters Roths, sem sum hver eru ort undir mjög svo hefðbundnum bragarhætti sonnettunnar, á sér stað sama togstreitan milli forms og innihalds og í öðrum verkum listamannsins. Hvort sem var ritmál eða myndmál þá beitti hann sömu aðferð upp- brots, viðsnúnings, samþættingar og um- myndunar á hvort tveggja, saman eða hvort í sínu lagi. Líkast til væri því rangt að fjalla um texta og myndverk Dieters sem tvö aðskilin svið sjónlista og bókmennta svo samtvinnaðir vora þessir tveir þættir í list hans. Sýningin í Albertina safninu í Vín stendur yfir til 5. júlí nk. NOKKRAR af myndskreyting- um Dieters Roths fyrir Les- bók Morgun- blaðsins árið 1964, sem birtar eru í bókinni. TEXTI frá 1971. HALLDÓR Kiljan Laxness er í brennidepli í báðum tímarit- unum að þessu sinni, Skími og Timariti Máls og menningar. liðurinn í þeirri margflóknu ritdeilu sem sprottin er upp af greinaflokki Kristjáns um póstmódernismann í Lesbókinni síðastliðið haust. Grein Guðna lét reyndar sem hún fjall- aði ekki um Lesbókarflokk Kristjáns en gerði það nú samt sem áður að meira eða minna leyti; á bak við þessar greinar glittir greini- lega í átök tveggja ólíkra viðhorfa í húmanísk- um vísindum sem komið hafa æ betur upp á yfirborðið síðustu mánuði og misseri, viðhorf sem Kristján kallar í gamansömum tón móderníska upplýsingu og póstmódemíska aflýsingu. Svargrein Kristjáns nefnist Nýrnmör af alisvíni og gefur strax til kynna að honum þyki nú ekki mikil ástæða til þess að taka gagnrýni Guðna mjög alvarlega. Ekki er rúm hér til þess að fara ýtarlega í öll deiluatriði en Kristján segist greina tvö aðalatriði í gagn- rýni Guðna sem „snúast annars vegar um meinta forsjárhyggju mína, sem sé ógn við fræðasamfélagið, og hins vegar fyrirlitningu á tilteknum bókmenntum og bókmenntafræð- um er tengjast að mér skilst einkum svörtum konum“. Kristján segir Guðna mistúlka og snúa út úr þeirri skoðun sinni að háskóla- kennarar þurfi að velja sér rannsóknarefni út frá nytsemissjónarmiðum og með tilliti til skyldna sinna við að uppfræða og leiðbeina al- menningi. Ef ég skil grein Kristjáns rétt mætast þeir Guðni á miðri leið ef öfgunum er sleppt enda hlaut það að vera; engum háskólakennara dettur í hug að hann geti haft vit fyrir al- menningi í stóru og smáu og engum háskóla- kennara dettur það heldur í hug að sinna ein- ungis rannsóknum sem gera gagn. Tóknfrsedi dauðdaganna Það er merkilegt hvað frönskum heimspek- ingum tekst mörgum hverjum að deyja á merkingarfullan hátt, að minnsta kosti ef haft er í huga að dauðinn er mikilvægur þáttur í hugsun þeirra flestra. Sartre boðaði í sinni guðlausu tilvistarspeki að maðurinn yrði að sætta sig við að lifa í skugga dauðans en þeg- ar hann lá banaleguna kom í Ijós að sjálfur óttaðist hann dauðann meira en nokkuð ann- að. Camus fílósóferaði um dauð- ann af mikilli list enda sagði hann að fyrsta heimspekilega spumingin væri sú hvort það væri í raun þess virði að lifa líf- inu, hvort sjálfsmorð væri ekki eina rétta svarið við fáránleika og merkingarleysi lífsins. Cam- us svaraði spumingunni um sjálfsmorð neitandi, þar lægi ekki lausnin á tilvistarvanda mannsins heldur í samhjálp manna, í mannúðinni. En ein- hvem veginn sér maður allar þessar fílósóferingar Camusar um merkingu og hlutverk dauð- ans í nýju og skondnara ljósi þegar maður leiðir hugann að því að hann lést afskaplega hversdagslegum dauða í bílslysi. Foucault hugsaði sömu- leiðis mikið um dauðann og velti ekki aðeins fyrir sér sjálfsmorði heldur reyndi að svipta sig lífí nokkram sinnum; áhugi hans á sjálfsmorðum náði meira að segja svo langt að hann vildi að sérstakri aðstöðu yrði komið á fót fyrir þá sem vildu taka sitt eigið líf, þetta átti að vera und- irbúin og merkingarfull athöfn. Foucault dó síðan bara úr al- næmi í heldur merldngarsnauðu og ópersónulegu umhverfi hvít- skrúbbaðs ríkisspítala. Og svo er það dauði Barthes en um hann getum við lesið i afar hnýsilegri grein Hermanns Stefánssonar bók- menntafræðings í nýjasta Skírni. Barthes varð fyrir bíl eins og Camus, hann var að koma út úr skólanum sínum, Collége de France, þar sem hann hafði verið að kenna sína bókmenntalegu táknfræði og varð fyrir þvottabíl af öllum bílum en Barthes hafði einmitt fjallað sérstaklega um táknheim ^ þvottaefna. Það má því leggja táknfræðilegan skilning í dauða Barthes, og það reyndar á margan hátt. Um hann segir Hermann: „Dauði Barthes var árekstur táknkerfa og goðsagna: nautnin, líkaminn, háskólinn, borg- in, umferðin, bíllinn, auglýsingin, hreinlætið, tungumálið, öllu þessu lenti saman. Dauði Barthes var táknfræðilegt slys.“ fslensk þjóðernishyggja Skímir hefst að þessu sinni á grein Sigurðar Líndal, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, um íræðiskrif Halldórs Kiljans Laxness. Ámi Bergmann, rithöfundur, fjallar svo um íslenska menningu og samfélag í Sovétríkjunum en þýð- ingar á skáldverkum Halldórs gegndu þar veigamiklu hlutverki ásamt þýðingum á fomrit- unum. Bergljót Soffia Kristjánsdóttir, bókmennta- * fræðingur, fjallar um sjálfstætt og jafnvel meinhæðið viðhorf til fomsagnahetjanna í kappakvæði Steinunnar Finnsdóttur, skáld- konu írá sautjándu öld. Kiistján Kristjánsson fjallar um stórmennskuhugsjón Aristótelesar, einkum í Ijósi kristinna siðferðishugmynda síð- ari tíma. I heftinu halda áfi'am skoðanaskipti um hugtakið „þjóðtrú“ í greinum Áma Bjöms- sonar, þjóðháttafræðings, og Christophe Pons, mannfræðings. Að endingu má svo benda á skemmtilega yf- irlitsgrein Davíðs Loga Sigurðssonar, sagn- fræðings, um þá umræðu sem farið hefiur fram um íslenska þjóðernishyggju í Skími og víðar á . undanfómum misserum en Davíð ræðir hana í Ijósi írskrar þjóðemishyggju og málvemdar. Greinin er enn eitt framlagið tO þess að rífa nið- ur og afhjúpa hina innihaldslitlu þjóðemispóli- tísku orðræðu síðustu tvöhundruð árin, eða svo. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ 1998 17"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.