Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Side 19
HEILLANDI HÆGINDA- STÓLSÓPERA TðlVLIST Sfgildir diskar TELEMANN G.P. Telcmann: Orpheus. Roman Trekel (Bar.), Dorothea Röschmann (S), Ruth Ziesak (S), Werner GUra (T), Maria Cristina Kiehr (S), Hanno Mulier-Brachmann (B-bar.) Isabelle Pou- lenard (S), Axel Köhler (KT); RIAS-kammerkór- inn og Akademie ftir alte Musik Berlin u. stj. Renós Jacobs. Harmonia Mundi HMC 901618.19. Upptaka: DDD, Berlín 10/1996. Út- gáfuár: 1998. Lengd (2 diskar): 2.39:24. Verð (Japis): 3.499 kr. „HÆGINDASTÓLSÓPE RUR“ hafa áður komið við sögu hér í þættinum, þ.e.a.s. langar og úthaldsfrekar opere serie barokktímans um goðsöguleg efni sem sjaldan er borið við að sviðsetja, en geta engu að síður verið upp- fullar af frábærri tónlist. Núorðið fást t.a.m. flestallar ítölsku óperur Hándels í góðum inn- spilunum, og í vaxandi mæli hafa forlögin grafið upp verk úr alda gleymsku sem mörg hafa reynzt sérlega þakklát fyrir glymskratt- ann. Eitt slíkt er ópera Telemanns um uppá- haldsviðfangsefni óperufrumherja 17. aldar (og þótt síðar væri talið), Orfeif, þrakneska lýruleikarann sem líkt og hörpuslagari Bósa sögu gat fært innanstokksmuni úr stað með hljómlistinni einni saman og sem heimti Evri- dísi sína úr helju með því að leika fyrir Plútó (Hades) myrkrahöfðingja. Með einu skilyrði þó - sem hann stóð ekki við, eins og frægt varð. Þetta ígildi máttar og sjálfseyðingar ástar hefur síðan orðið skáldum yrkisefni um aldir. „Die wunderbare Bestandigkeit der Liebe, oder Orpheus" er frá Hamborgarárum Tel- emanns, frumflutt 1726 og síðast flutt 1736, þá undir nafninu „Die rachbegierige Liebe oder Orasia, verwittwete Königin in Thracien". Verkið var fyrst uppgötvað aftur fyrir 20 árum og endurfrumflutt í Eisenach 1990, og mun hér koma út á hljómplötu í fyrsta sinn. Þrátt fyrir fáeinar eyður í handriti, sem að- standendur hafa bætt í með lánsefni úr öðrum verkum Telemanns, leynir sér ekki, að Orpheus er meistaraverk, hvorki meira né minna. Tilhöfðun þess til vorra stílblöndutíma minnkar ekki við það, að hér er frjálslega vitnað í helztu þjóðstíla öndverðrar 18. aldar - þýzkrar, franskrar og ítalskrar óperu - og söngtextar, þótt oftast séu á þýzku, eru stundum á frönsku eða ítölsku, og sumir m.a.s. sóttir úr fórum kunnugra samtímaóp- eruhöfunda, þ.á m. Handels. Hamborg hefur greinilega verið meiri heimsborg á þessum tímum en halda mætti. Fjölbreytni tónlistarinnar gengur nærri fram af manni. Þessi langa ópera (48 númer alls) er svo barmafull af ferskri og frumlegri músík, að líkist helzt úttroðnu nægtahorni. Fyrir utan aríur á öllu tilfinningaregistrinu frá nístandi afbrýði til hjartnæmrar angur- værðar og hjarðsælu, er m.a.s. stundum leikið á skoplegum nótum. Þá má finna glæsilega kóra og dunandi dansa, oft í þjóðlegum sveita- stíl, eins og Telemann var lagið, og hvað eftir annað kemur eyrnasperrandi tónlistin manni á óvart. Það má að verulegu leyti þakka eldsnarpri hljómsveit og vökrum kór undir sveigjanlegri stjórn Renés Jacobs, sem leyfir tónlistinni að anda með smekklegum hvfldum á réttum stöðum, án þess að gefa neitt eftir í hraðari atriðum. Söngvaramir eru einvalalið, sérstaklega kvenfólkið. Bitastæðasta hlutverkið er Orasia ekkjudrottning er Telemann fékk að láni úr óperu Lullys Orphée. Setur sú persóna ólíkt meira bragð í dramað en hin hefðbundna lit- daufa Örlagagyðja úr öðram Orfeifstónsetn- ingum með mannlegri afbrýði sinni, heift og harmi, sem Dorothea Röschmann „fílar í botn“ með glæsilegum dramatískum tilþrifum og flúrsöng. Röschmann bar einnig á gómá í síðustu Sígildum diskum í veraldlegum kan- tötum Bachs, en hér fær hún mun meira svig- rúm og nýtir sér það út í æsar með sinni svip- miklu, dimmleitu en kattliðugu sópranrödd. Hin kvenhlutverkm eru mun smærri, að- eins ein aría hvert, en hver fer vel með sitt. Ruth Ziesak er fjörmikil og baraslega bjart- sýn sem Euridice, Maria Cristina Kiehr ynd- islega ung og tær í aríu Ismene, og Isabelle Poulenard syngur dísina Chephisu og Hof- gyðju Bakkusar af krafti. Roman Trekel syngur Orfeif af nákvæmni og tilfinningu, og næststærsta karlhlutverkið, Eurimedes vinur hans, er ágætlega túlkað af hinum unga og efnilega tenór Wemer Gúra. Ein aría hans, „A l’incendio“, byrjar lygilega líkt og „Et in spiritu sanctu" úr H-moll-messu Bachs. Frábært diskasett - burtséð frá einu: af hverju í ósköpunum eru plötubæklingar ekki innbundnir til að endast? Þessi fór að detta sundur eftir fáeinna daga notkun. STENHAMMAR Wilhelm Stenhammar: Sinfónía nr. 2 Op. 34; Excelsior!, sinfónískur forleikur Op. 13. Kgl. skozka ríkishljómsveitin u. stj. Petters Sund- kvists. Naxos. 8.553888. Upptaka: DDD, Glas- gow 8/1996. Lengd: 57:41. Verð (Japis): 690 kr. ÞRÁTT fyrir náið menningarsamstarf okk- ar við Norðurlönd, sem m.a. kemur fram í norræna tónlistarsjóðnum NOMUS sem ís- lenzk tónskáld hafa notið góðs af undanfama áratugi, hefur farið fúrðu lítið fyrir norrænni tónlist í íslenzkum hljómplötuverzlunum. Þó virðist hún örh'tið hafa tekið við sér eftir geisladiskavæðingu 9. áratugar, og kannski ekki sízt eftir að Sjónvarpið hóf að útvarpa Kontrapunkts-spumingakeppninni árið 1990. Þar laukst upp fyrir mörgum, hversu mikinn og frumlegan fjársjóð megi finna þar í landsuðri, sérstaklega frá lokum 19. aldar, þegar Norðurlandatónskáldin tóku að losa sig undan þýzku rómantfldnni, og fram eftir þeirri tuttugustu. Mun einkum fyrsti þriðj- ungur þessarar aldar hafa verið gjöfúll í þeim efnum og mikið frumútgefið á síðustu 6-8 ár- ' um sem til skamms tíma var lítt þekkt, þó að íslenzkir innkaupastjórar virðist enn varla þekkja annað en Grieg, Sibelius og Nielsen. Fyrir utan hið aumkunarverða úrval af kammertónhst almennt er norræna tónhstin líklega stærsta gloppan í reykvískum plötu- búðum. Það segir þó sitt um framgang norrænnar tónlistar á alheimsvísu, að risavaxna lág- verðsútgáfan Naxos skuli æ meir farin að gefa út tónlist frá okkar heimshluta, og ekki bara eftir áðurnefnt þrístirni, en umræddur diskur mun fyrsta dæmi um hljóðritun á hljómsveitarverkum Stenhammars utan Norðurlanda. Wilhelm Stenhammar (1871-1927) var aðal- stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Gauta- borg frá 1907. Hann lagði þar mikla áherzlu á norræna tónlist og voru sumir fremstu sin- fónistar Norðurlanda meðal vina hans, eins og Carl Nielsen, Hugo Alfvén og Jean Sibelius. I hinum ágætu bæklingsnótum P-G. Bergfors kemur fram, að Önnur sinfónían (1911-15) spratt af löngun til að skrifa „gegnsæja og heiðarlega tónlist án skrflslegrar sýndar- mennsku", og átti hann þar líklega við hina brucknersku Fyrstu sinfóníu sína í F-dúr frá 1902 fyrir risahljómsveit, sem hann dró síðan til baka, að því er virðist eftir að hafa heyrt hina erkinorrænu 2. sinfóníu Sibeliusar. Það má til sanns vegar færa, að ósvikin nor- ræn sumarbirta svífi yfir Tvisti Sten- hammars. Orkestrunin er gegnsæ og fag- mannleg, og sænska þjóðlagið skín víða í gegn. Ofuráhrifin frá þýzku meisturunum eru að mestu horfin, nema vera skyldi í síðasta þætti, sem er einskonar sinfónísk „Grosse Fu- ge“ í frjálsu tilbrigðaformi. I Excelsior!-for- leiknum frá 1898 - latneska heitið merkir „Hærra!“ og einkennist af uppleitu rísandi lagferli - ræður þýzka rómantfldn hinsvegar enn ríkjum, þrungin ólgandi ástríðu. Sundkvist þekkir greinilega sína tónlist inn og út, því Skotamir leika verkin eins og inn- fæddir og með miklum glæsibrag. Upptakan er hæfilega nálæg en ofurlítið þurr. Ríkarður Ö. Pálsson KV1KMY]VPIR Bæjarbfó f Hafnarfirði PÓLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Þjóðverjar „Niemcy" Leikstjóri: Zbigniew Kaminski. Handrit: Kam- inski, byggt á samnefndu leikriti Leon Kruczkowski. Kvikmyndatökustjóri: Zbigniew Wichlacz. Tónlist: Maciej Zielinski. Aðalhlut- verk: Per Oscarson, Matthew Sullivan, Vivian Schilling, Scott Cleverdon, Beata Tyszkiewicz, Peter Thoemke. Enskt tal. OPNUNARMYND pólsku kvikmyndahá- tíðarinnar, sem hófst í Bæjarbíói í Hafnar- firði í gærkvöldi, var Þjóðverjar eftir Zbigni- ew Kaminski, sem er gestur hátíðarinnar. Alls eru sýndar átta myndir á pólsku hátíð- inni er stendur til 26. júní og markar upphaf- ið að kvikmyndasýningum í Bæjarbíói eftir áralangt hlé nú þegar Kvikmyndasafn Is- lands hefur tekið við húsinu og er ánægju- legt til þess að vita að bíóið er farið að gegna á ný sínu gamla hlutverki. Þjóðverjar byggist á samnefndu leikriti eftir Leon Kruczkowski og ber myndin þess stundum merki að vera gerð eftir sviðsverki, en leikstjóranum, Kaminski, tekst að mörgu leyti vel að „opna“ það og víkka svið þess fyrir kvikmyndina. Myndin segir frá fjöl- skyldu í þýskum háskólabæ í miðri seinni heimsstyrjöldinni árið 1943. Fjölskyldumeð- limir og vinir safnast saman hvaðanæva að, frá Noregi, Frakklandi og Póllandi, í tilefni þess að nú skal heiðra fjölskylduföðurinn, líf- fræðinginn Walter Sonnenbruch, fyrir 40 ára starf að vísindum. Gamli maðurinn er ekki hrifinn af stríðsbrölti landa sinna en hefur ekki uppi orð um það opinberlega. Einn son- ur hans er kaldrifjaður nasisti í SS-sveitun- um, staðsettur í Noregi. Dóttir hans skemmtir sem söngkona í Frakklandi og er gyðingadrengur fær að lifa eða er skot- inn? Hvers vegna gefúr ungi nasistinn í Noregi móður von um að sonur hennar er á lífi þegar hann veit betur? Hvað ger- ir þýska fjölskyldan þegar gyðingurinn kemur inná heimilið? ÚR mynd Kaminskis, Germans, sem veltir upp siðferðislegum spurningum um breytni í strfði fullum kringumstæðum. öllu frjálslyndari en bróðir hennar, líkist meira fóður sínum. Einn heimilisvinurinn, sem snúið hefur til baka að heiðra gamla manninn, er lágtsettur hermaður, staðsettur í Póllandi. Kvöldið sem vísindamaðurinn er heiðraður er þetta fólk samankomið á heimili hans ásamt öðrum í fjölskyldunni (maðurinn hefur einnig misst fjölskyldumeðlimi í stríð- inu) þegar gyðingur á flótta rekst til þeirra. Hér er á ferðinni mynd sem veltir upp sið- ferðislegum spurningum um breytni í stríði undir mjög öfgafullum kringumstæðum. Hvað er það á endanum sem ræður því hvort hermaðurinn frá Póllandi ákveður að ungur Fjölþjóðlegur hóp- ur leikara kemur saman í myndinni og leika allir á ensku með misjöfnum ár- angri. Kaminski not- ar endurlit, sem öll tengjast ódæðisverk- um nasista í stríðinu, með áhrifaríkum hætti til þess að segja söguna og varpa Ijósi á persónur hennar. Uppbygging mynd- arinnar gerir að verkum að brotin raðast smámsaman í heildstæða mynd. Hið myrka innilokun- arkennda andrúms- loft sem skapað er með klippingu, lýs- undir mjög öfga- ingu og bráðgóðri kvikmyndatöku Zbigneiw Wichlacz ýtir undir það hrollvekjandi ástand sem gamli maðurinn veit fullvel af en þorir ekki að tala um. Kaminski nær fram einhverjum nákulda í lífi og aðstæðum fólks sem bjó við hið geðsýkislega samfélag nasista og lét stjórnast af hatri, hefndarþorsta og ótta. Arnaldur Indriðason ÞJÓÐVERJAR í STRÍÐI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.