Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Page 2
Kristján á kórtónleikum nyrðra í vor KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari mun koma fram á vortónleikum Karlakórs Akur- eyrar-Geysis í maí á næsta ári. Staðfestir Tryggvi Pálsson, formaður kórsins, þetta í samtali við Morgunblaðið. „Kristján hefnr gefið okkur sitt orð og þar sem hann er drengur góður má slá þvf föstu að af þessu verði.“ Segir Tryggvi kórfélaga á einu máli um að þetta verði stærsti viðburðurinn í sögu kóranna, bæði fyrir og eftir að þeir sameinuð- ust fyrir um áratug. Upphaflega stóð til að Karlakór Akureyrar-Geys- ir syngi ásamt Kristjáni á minningartónleik- um um fóður söngvarans, Jóhann Konráðs- son, á Akureyri í október næstkomandi en frá því var horfið vegna breytinga á efnis- skrá. Segir Tryggvi skiptin góð. „Kristján er al- inn upp í báðum þessum kórum, áður en þeir sameinuðust, og hans fólk allt, liggur mér við að segja. Það er því við hæfi að hann syngi með okkur eina stóra vortónleika. Við hlökk- um óskaplega mikið til og munum leggja mikinn metnað í þetta.“ Kristján Jóhannsson Ray Brown og tríó á Jazzhátíð Reykjavíkur TUTTUGU tónleikar verða á Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst miðvikudaginn 9. september næstkomandi. Að hátíðinni standa Jazzdeild FIH og Reykjavíkurborg og stendur hún yfir í fimm daga. Tríó banda- ríska kontrabassaleikarans Ray Brown er skrautfjöður hátíðarinnar. Ray Brown er lifandi goðsögn innan djass- heimsins. Hann hefur leikið með helstu for- kólfum djassins í um 50 ár, þar á meðal Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Oscar Pet- erson og fleirum. Undanfarin ár hefur hann verið með sitt eigið tríó og leikið inn á fjölda hljómplatna fyrir Telarc útgáfuna. Tónleikar tríós Ray Brown verða í Islensku óperunni 13. september. Þá gefst tækifæri til að hlýða á Pétur Östlund með kvartetti Putte Wickman á Hótel Sögu 9. september og Kvintett Egils B. Hreinssonar heldur útgáfutónleika á Sól- oni íslandusi 10. september. Dönsk mynd fékk Amanda- verðlaunin DANSKA kvikmyndin Festen í leikstjóm Thomas Vinterberg fékk Amandaverðlaunin að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt af Nor- ræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og norska menntamálaráðumeytinu. Verðlaunin eru Amandastytta og 50.000 norskar krónur. Dómnefndin, en í henni situr Friðbert Páls- son fyrir Islands hönd, kveðst hafa valið „bestu myndina af þeim bestu“ og segir myndina framúrskarandi. Islenska myndin Stikkfrí í leikstjórn Ara Kristinssonar var meðal tilnefndra kvik- mynda. Morgunblaöiö/Þorkell RAGNHILDUR í hlutverki Guðríðar. „FERÐIR GUÐRÍÐAR" í FÆREYJUM FRUMSÝNING á íslenskri útgáfu einleiksins „Ferðir Guðríðar“ verður í Norðurlandahús- inu í Færeyjum á morgun, sunnudaginn 30. ágúst. Norræna húsið í Reykjavík sendir sýn- inguna til Þórshafnar sem afmælisgjöf í tilefni 15 ára afmælis Norðuriandahússins í Færeyj- um. Höfundur og leikstjóri einieikjanna um Guðríði Þorbjarnardóttur er Brynja Bene- diktsdóttir. Leikkona íslensku útgáfunnar er Ragnhildur Rúriksdóttir. Ingibjörg Þóris- dóttir leikkona, aðstoðarmaður Brynju, verð- ur með í Færeyjarfór, en þær Ragnhildur eru báðar leiklistarmenntaðar í Bandaríkjunum. Fimmtudaginn 3. september mun Ragn- hildur svo leika fyrstu sýningu sína á íslandi í Skemmtihúsinu, en sýningarnar verða ein- ungis fjórar í september, þar sem enska út- gáfan með Tristin Gribbin í hlutverki Guðríð- ar er boðin í leikferð til Kanada um miðjan mánuðinn. Enska útgáfan hefur verið á fjöl- unum í Skemmtihúsinu í sumar og verður aukasýning á henni laugardaginn 12. septem- RAGNHILDUR Rúriksdóttir, Brynja Bene- diktsdóttir og Tristin Gribbin, aftast stendur Ingibjörg Þórisdóttir. ber áður en lagt verður af stað í Kanadaför. Sviðsmynd er miðaldakort af löndunum sem Guðríður ferðaðist til málað af listakon- unni Rebekku Rán Samper. Hljóðmynd og tónlist er eftir Margréti Örnólfsdóttur og tískuteiknarinn Filippía Elísdótir teiknaði búning Guðríðar. FYRSTA FÆREYSKA ORÐABÓKIN Tórshavn. Morgunblaöið. FÆREYINGAR hafa nú eignast fyrstu móð- urmálsorðabókina og geta nú fengið upplýsing- ar um tæplega 66.000 orð á eigin tungu. Jafn- framt er tölvuforritið sem færeyski forritarinn hefur búið til vegna orðabókarinnar svo víð- tækt að Islendingar hafa nú fengið aðgang að því og hyggjast nýta það við gerð þriðju Is- lensku orðabókarinnar. Unnið hefur verið að færeysku orðabókinni frá því í lok níunda áratugar. I forystu fyrir því starfi hefur verið málvísindamaðurinn Johan Hendrik Winther Poulsen hjá Háskóla Færeyja. Hin um það bil 66.000 orð í færeysku móður- málsorðabókinni eru m. a. sótt í hið umfangs- mikla orðasafn Christians Matras, prófessors í færeysku sem nú er látinn. Ennfremur hefur Johan Hendrik Winther Poulsen að íslenskri fyrirmynd auglýst eftir orðum í færeyska út- varpinu þar sem hann hefur leitað til fólks í því skyni að fá vitneskju um sjaldgæf orð. „Bókin hefur það í för með sér að Færeying- ar geta nú leitað til eigin máls í staðinn fyrir að fræðast um það í erlendum bókum. Einnig eru í bókinni samheitaorð sem geta haft þau áhrif að gera færeyskuna fjölbreyttari“, segir Johan Hendrik Winther Poulsen og bætir við að í bókinni séu 230 teikningar eftir Bárð Jákups- son, forstöðumann Listasafns Færeyja. Með útgáfu færeysku orðabókarinnar eru það aðeins tvær Norðurlandaþjóðir, Grænlend- ingar og Samar, sem ekki eiga orðabók yfir móðurmál sín. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonai- Þriðja gestasýning sumarsins: Vinafundur, verk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason. Safnið opið alla daga nema mánu- daga kl. 14-17 til 30. ágúst. Gallerí 20 fermetrar, Vcsturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Einar Sebastian sýnir tii 9. sept. Gallerí Fiskur, Skólavörðustíg 22c Hreinn Friðfinnsson og Egill Sæbjörnsson sýna til 10. sept. Norræna húsið, Hringbraut Roj Friberg sýnir til 27. sept. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Susanne Christensen sýnir til 13. sept. Gallerí Fold, Kringlan Samsýningin Hvalir. Hafnarborg Sýning á verkum Jóns Óskars, Guðjóns Bjamasonar og Bjarna Sigurbjörnssonar. Hanna Kristín Gunnarsdóttir sýnir í kaffistof- unni til 14. sept. Galierí Hár og list, Hafnarfirði Brynja Árnadóttir sýnir til 17. sept. Listasafn Kópavogs, Gcrðarsafn Kristín Guðjónsdóttii' sýnir til 30. ágúst. Mokkakaffi, Skólavörðustig Valgerður Guðlaugsdóttir sýnir til 9. sept. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn Islands, Ilafnarfirði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skál- holtshandrit. Til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls við Bankastræti Kristján Steingrímur sýnir til 2. sept. Listhús Ófeigs, Skölavörðustíg 5 Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir til 12. sept. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Hægt að skoða verk Rögnu Róbertsdóttur, Bryndísar Snæbjömsdóttur og Sólveigar Að- alsteinsdóttur í gegnum gluggann til 17. sept. Listasafn ASI Helena Guttonnsdóttir sýnir í Gryfjunni. Sig- ríður Ólafsdóttir sýnir í Ásmundarsal, lýkur 13. sept. Gallerí Stöðlakot við Bókhlöðustfg Ásdís Guðjónsdóttir sýnir til 30. ágúst. SPRON, Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Listasafn Árnesinga, Selfossi ,Ágústþrenna“ til 30. ágúst. Eden, Hveragerði Markús Sigurðsson sýnir til 6. sept. Listaskálinn, Hveragerði Projekthópurinn sýnir til 30. ágúst. Safnasafnið Svalbarðsströnd Málverk eftir Ingimar Friðgeirsson til 20. sept. TONLIST Laugardagur Hádegistónleikar í Hallrímskirkju: Neithard Bethke. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari á tónleikum í Skjólbrekku, Mývatnssveit ki. 14. L jóðatónleikar í Hveragerðiskirkju; Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magn- ússon kl. 16. Lokatónleikar á Jómfrúnni Lækj- argötu 11.16-18; Sigurður Flosason saxófón- leikari, Bjöm Thoroddsen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, ásamt söngkonunni Hólmfríði Jóhannsdóttur. Sunnudagur Neithard Bethke leikur á orgelið í Hallgríms- kirkju kl. 20.30. Hallveig Rúnarsdóttir söng- nemi og Steingrímur Þórhallsson orgelnemi með tónleika í Kristskirkju kl. 20.30. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari á tónleikum í Akur- eyrarkirkju kl. 20.30. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar; Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðla, Junah Chung lágfiðla og Sig- urður Halldórsson selló kl. 20.30. Miðvikudagur Haukur Gröndal saxófónleikari ásamt Árna H. Karlssyni píanól., Gunnlaugi Guðmundssyni kontrabassal. og Matthíasi M.D. Hemstock trommul. kl. 21. LEIKHUS Borgarlcikhúsið Grease, lau. 29. ágúst, sun., fim. Iðnó Þjónn í súpunni lau. 29. ágúst, lau. Le Grand Tango, sun. 30. ágúst. Islcnska óperan Hellisbúinn lau. 29. ágúst, fim. Tjarnarbíó, leikhúsið Light Nights, leiknir þættir úr íslendinga sög- um og þjóðsögum á ensku lau. 29. ágúst kl. 21. Kaffileikhúsið „Líf manns“ laug. 29. ágúst. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist brófiega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.