Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 5
komulag. Því til stuðnings er dæmið úr Njálu þar sem sonur Njáls giftist dóttur Ásgríms El- liða-Grímssonar auk þess sem að Njáll tekur son Ásgríms í fóstur. Miller bendir ennfremur á að fóstur hafi takmarkast af framboði á börn- um annars vegar og getu heimila til að taka við nýju barni hins vegar hvort sem um var að ræða ómagafóstur eða samningsbundið fóstur. Þannig hafi fósturkerfið orðið til að dreifa kostnaði og vinnu við barnauppeldi sanngjarnt á búin og stuðlað að kjarajöfnun. Miller nefnir innan sviga að barnaútburðir hafi hugsanlega einnig getað jafnað kjör en er vantrúaður á að þeir hafi verið algengir. Þetta er undarlegt í Ijósi þess að barnaútburðir og -morð eru al- mennt talin hafa verið tíð hér á landi á þjóð- veldisöld eins og annars staðar í Evrópu á sama tíma. Ef fósturkerfið var eins skilvirkt og lög og fornbókmenntir gefa til kynna hafa barnaút- burðir verið næsta óþarfir. Aftur á móti er ólík- legt að fólk hafi alltaf samþykkt ómagafóstur þegjandi og hljóðalaust. Kannski hefm- fátæk- um foreldrunum sjálfum þótt skammarlegt að eignast barn sem þau gátu ekki séð fyrir og þurftu að íþyngja samfélaginu með. Bamamorð hafa líklega verið fyrir hendi að vissu marki. Hins vegar hlýtur fósturkerfið oft að hafa verið hentugur valkostur og hefur áreiðanlega dregið úr bamamorðum að einhverju leyti. Þótt ástæðurnar fyrir því hvers vegna for- eldrar sendu börn sín viijugir í fóstur liggi fyr- ir er enn eftir að útskýra hvers vegna það var svo sársaukalaust að láta barn alast upp hjá ættsmærra fólki en kynforeldrunum. Væri barninu nokkuð innrætt sama göfuga siðferðið hjá lágættaðri fósturforeldrum eða jafnvel ein- hverju ómenni sbr. Þjóstólf, fóstra Hallgerðar langbrókar? Ef marka má íslendingasögur hafa þjóðveldismenn ekki talið umhverfið mik- ilvægan áhrifaþátt í mótun mannsins. Viðhorf- ið, sem kemur fram í Njáls sögu í setningunum „þat er mælt, at fjórðungi bregði til fóstrs" og ,,[þ]at var mælt, at [Þjóstólfur] væri engi skap- bætir Hallgerði“ er nefnilega mjög fágætt í Is- lendingasögum. Þetta viðhorf kemur varla nokkurs staðar eins skýrt fram og í Njálu. Al- gengara er það viðhorf að erfðir ráði öllu um hvern mann bamið hafi að geyma. Þetta kemur fram í mörgum dæmum um að böm vora höfð í umsjá skúrka eins og Þjóstólfs. Einnig kemur fram í íslendingasögunum að karlmannlegir eiginleikar kvenna, eins og skapharka og ör- lyndi, geri þær aðlaðandi þótt ekki þætti við hæfi að þær létu mikið á þeim bera. Frægustu dæmi slíkra kvenkosta era Hallgerður lang- brók og Bergþóra Skarphéðinsdóttir. Þetta sýnir hve mikilvægar erfðir voru í augum þjóð- veldismanna. Synimir áttu helst að erfa karl- mennsku sína frá báðum foreldram en mæð- urnar áttu að bera hana hávaðalaust til sona sinna. Trúin á mátt erfða fram yfir umhverfi kemur þó líklega skýrast fram í vinsælu sagna- minni um umskiptinga. Gott dæmi um þá era Geirmundur og Hámundur Hjörssynir sem segir frá í Sturlungu. Þeir bræður voru kon- ungssynir en voru svo ljótir við fæðingu að drottningin skipti þeim fyrir myndarlegan þrælsson, Leif Loðinhattarson. Þótt synimir væra aldir upp sem þrælar urðu þeir stórhuga nyög. Leifur „guggnar" en bræðurnir „gangast við, því meir sem þeir eru eldri, og bregður því meir til síns ætternis.“ Sagan segir frá því er þeir hrekja Leif úr hásæti sínu, þar sem hann var að leik, og ræna hann leikföngunum. Þar þótti konunglegt eðli þeirra koma skýrt fram og skipti drottningin aftur við ambátt sína. Fóstwr sem merki wm ást Eins og minnst var á í inngangi hefur tíðni fósturs verið talin vottur um að foreldrar á þjóðveldisöld hafi ekki unnað börnum sínum. Jón Viðar Sigurðsson segir barnadauða hafa gert það að verkum að foreldrar hafi „veigrað sér við að tengjast börnum sínum eins nánum böndum og foreldrar gera í dag“ og að það hafi ásamt fleiru auðveldað þeim að láta öðrum eft- ir umsjá þeirra. Ef það er satt að foreldrar hafi ekki þorað að elska börnin sín, hver gerði það þá? Varla hafa fósturforeldrar þorað að elska bömin frekar en kynforeldrar. Gerði barna- dauði það þá að verkum að enginn þorði að elska börn eða var húskörlum og -kerlingum þröngvað til að taka áhættuna á því að bindast bömunum tilfinníngalega? Fyrst er að athuga að þegar um þjónustu- fóstur ræðir eru foreldrarnir ekki að yfirgefa barnið. Fósturforeldrið hafði tæpast einkarétt á að umgangast barnið þegar kynforeldrar bjuggu undir sama þaki. I dag eru börn hins vegar geymd hjá dagmæðrum, á leikskólum, gæsluvöllum og í grunnskólum stóran hluta dagsins flesta daga vikunnar og ekki er það talið til merkis um ástleysi foreldra. Hins vegar þykir mér það hljóma nokkuð ótrúlega að foreldrar hafi bælt niður föður- og móðurást sína en látið hjú sín spila tilfinninga- lotterí með börnin í sinn stað. Þar vil ég vitna til kenningar Else Mundal um þjóðfélagslegt gildi fósturkerfisins. Viljinn til að senda frá sér barn getur þannig eins verið merki um ást á því. Einnig minni ég á athugasemdir Millers um hagnýtar ástæður fósturs í hverju tilfelli fyrir sig. Verndareðlið veldur þvi að foreldri sendir dótturina burt frá of áköfum karlmönn- um, ekki kaldlyndi. Viljinn til að senda son í umsjá lögfróðs manns sýnir að faðirinn vill búa soninn vel undir framtíðina, ekki að hann vilji losna við hann. Hver voru þá raunveruleg áhrif fósturkerfis- ins? Rannsóknir bandariska sálfræðingsins Bowlbys frá 1973 sýndu fram á að börn sem ólust upp á stofnunum vora félagslega og til- fínningalega vanþroska sem háði þeim jafnvel alla ævi. Hann túlkaði niðurstöðurnar þannig að aðskilnaður við móður væri ástæðan fyrir vanþroskanum. Skoðun Bowlbys náði mikilli útbreiðslu og gerði fólk afhuga dagvistun barna. Bowlby var síðar gagnrýndur fyrir þessa skoðun sína, enda sýndu rannsóknir Cl- arke-Stewarts frá 1989 og 1993 að stofnana- börn gátu jafnvel skarað fram úr börnum sem ólust upp hjá mæðram sínum. Nauðsynlegt er að börn fái alhliða örvun og samneyti við full- orðna og jafnaldra og að þau nái að mynda ná- in tengsl við fullorðna manneskju á fyrstu ár- unum. Hvort sú manneskja er kai-1 eða kona, foreldri eða óskyld barninu breytir engu um þroska barnsins. Af þessu má sjá að fóstur er í sjálfu sér ekki slæm uppeldisaðferð. íslensk þjóðveldislög kveða á um að fóstur- börn skuli hljóta góða meðferð. í Grágás stendur að ef barn sætir ekki góðri meðferð skuli fóstursamningurinn ógildur og fósturfor- eldrarnir jafnvel látnir greiða sekt. Þessi áhersla á gott atlæti er gott merki um að þjóð- veldismenn bára mikla virðingu fyrir börnum. Fyrst þeir trúðu ekki á mótandi áhrif uppeldis eða umhverfis, er hagkvæmnisjónarmið ekki kveikjan að lagaákvæðinu. Það þótti einfald- lega ósæmandi og óeðlilegt að fara illa með börn. Góð meðferð á barni hefur einnig verið nauðsynleg tU að vernda sáttargjörð eins og áður sagði. Ef fósturbarn sætti síðri meðferð en önnur börn fósturforeldranna var ekki góðs að vænta af kynforeldrum þess og því væri hagsmunabandalagið og samfélagslegt gildi þess að engu gert. Aftur á móti útskýra hags- munir ekki alla söguna, allra síst þegar ómaga- fóstur áttu í hlut en þau hljóta að hafa verið stór hluti tilfella ef ekki mikill meirihluti. Heimildii- benda til þess að sambandið milli fósturforeldra og fósturbarna hafi ekki verið neinu síðra en ef um kynforeldra væri að ræða. Guðríður, ómagi Gísla Súrssonar, er eins og dóttir hans og Auðar konu hans. Hún fylgir þeim hjónum í útlegð Gísla, grætur þegar Auð- ur þykist ætla að svíkja bónda sinn og tefur framsókn Eyjólfs gráa og manna hans í lokaat- lögunni að Gísla. Signý í Harðar sögu tók láti Þórdísar fóstru sinnar illa og Þorgerður í Finnbogasögu unni fóstra sinni mikið og tók hana með sér á bú eiginmanns síns. Njáll á Bergþórshvoli unni Höskuldi, fóstursyni sín- um, meir en sínum eigin sonum, Ari fróði segir Teit, fósfra sinn, þann mann sem hann kunni spakastan og svo má lengi telja. í íslendinga- sögunum er sambandi fóstra og fósturdóttur, sem búa á heimili kynforeldranna, lýst sem nánu og tilfínningaríku. Þegar öllu er á botninn hvolft er alls engin ástæða til að telja fósturkerfið lýsa ástleysi ís- lenskra foreldra á miðöldum. Ærin ástæða er til að ætla að íslenskir foreldrar - og fósturfor- eldrar - hafi verið fullkomlega færir um að hlúa að félags- og tilfinningaþroska barna sinna. Lög og bókmenntir benda heldur ekki til ann- ars en að fósturkerfið hafi gengið með ágætum og skilað heilbrigðum samfélagsþegnum. Því er ekki hægt að setja samasemmerki á milli fósturs og ástleysis. Þvert á móti ber það vott um umhyggju fyrir bömum. í ljósi endur- tekinna sálfræðirannsókna á börnum má ann- ars teljast illmögulegt að ástleysi foreldra sé útbreitt í nokkru samfélagi. Engin ástæða er til að ætla að nokkuð hafi verið athugavert við fóstur sem uppeldisform og í mörgum tilfellum var það lítt frábrugðið því sem enn tíðkast í dag. Sálfræðirannsóknir á ungbörnum sýna fram á að þau geta tekið út félagsþroska sinn hjá hverjum þeim sem veitir þeim nægjanlega athygli. Lög þjóðveldisaldar kveða á um að fósturbörnum beri gott atlæti og fornbók- menntir benda til þess að það hafi gengið eftir. Fósturkerfi þjóðveldismanna hefur stundum hlotið óréttmæta gagnrýni en í reynd var fátt athugavert, við fósturkerfið, jafnvel ef það er skoðað með augum nútímamanns. Heimildarskrá: Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karls- son, Kristján Sveinsson og Mörður Ártjason sáu um útgáf- una. (Rv. 1992.) Else Mundal: „Forholdet mellom bom og foreldre i det norrnnc kjeldematerialet". Collegium Medievale I. (1988 bls. 9-26.) W. I. Miller: Bloodtaking and Peacemaking. (Chicago 1990.) Helga Kress: „Fyrir dyrum fóstru", Tímarit Háskóla ís- lands 4. (1989 bls. 133-144.) Jón Viðar Sigurðsson: „Böm og gamaimenni á þjóðveldis- öld.“ Yfir íslandsála. Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson höfðu umsjón með útgáfu. (Reykjavik 1991, bls. 111-130.) Henry Gleitman: Psychology. 4. útg. (New York 1995.) Helgi Þorláksson: „Óvelkomin börn?“ Saga. Tímarit Sögufélagsins 24 (1986. bls. 79-120.) Sálíi-æðibókin. Ritstj. Hörður Þorgilsson og Jakob Smáti. (Rv. 1993.) Höfundur er sagnfræðingur. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI MIÐNÆTU RG ANG A í BUENOS AIRES | Nóttin fyllir augu mín söngvum. Ljósin svæfa grænt myrkur götunnar. Gullnir speglar hótelanna kasta töfrum yfir dimm augu næturbamanna. Ilmur af víni og brenndu kaffi fikrar sig eftir mjóu stræti milli gamalla húsa. Harmur tónlistarinnar vekur nóttina af svefni dagsins meðan sólin hvílist. I hótelgarðinum brýst ástin úr viðjum og tangóinn kviknar án taumhalds guðanna. Kona með ungbarn situr á gangstétt og réttir vegfarendum hönd sína í bæn. Borgardúfurnar kurra á svölum húsanna. Skeggjaður maður sefur undir gömlum stiga. Skortítlurnar fara um óhreina staði þarsem kyrrlátt rökkrið ríkir ótruflað. Nóttin fyllir augu mín söngvum. Hótel Bauen er opið ogfólkið flæðir um anddyrið út oginn einsog fjársafn. En ljós heimsins lýsa aðeins þeim ríku. Höfundurinn er skóld í Reykjovík. KRISTJÁN HREINSSON HÁGÖNGUSONNETTAN Menn tala um að bráðum tíðin batni, að börnin okkar lífsins gæði fái, að land og saga verða undir vatni, að víst þá drjúpi ál af hverju strái. En takmörk eru fyrir mannsins frelsi, hans flestar kenndir geta stefntí öfgar og þegar löngun hans er orðin helsi úr huga týnist það sem manninn göfgar. Sú þjóð sem átti falinn mikinn forða mun feðra sinna undraveröld gleyma ef aðeins græðgi bömin fá að borða og beiskir drykkir niður kverkar streyma. A milli þess sem var og hins sem verður er vegur manns úr rafmagnsþráðum gerður. Höfunduririn er skóld í Reykjavík. HRAFN SÆMUNDSSON HAUSTBRÁÐ Hann gekk einn á móti haustinu ogsólin sendi hlýja geisla niður til hans og hann þræddi jökulröndina og droparnir vættu fölan haustgróðurinn. Oghann hlustaði á veikt gjálfur dropanna sem féllu úrjökulröndinni og urðu að seitlandi smásprænum sem runnu í lindina. Og lindin var tær og speglaði haustsólina og tók á móti dropunum án skilyrða því lindin vissi að jökulvatnið var hreint og tært. Og lindin og jökulvatnið mættust í lindinni án orða í þögulli nánd og svalt vatnið fléttaðist óbrotið yfir lindarbarminn á leið til hafsins. MEÐ TÓMAN MAL Með fá orð ípokanum gengur hann enn á brattann og finnur böndin skerast í axlirnar af því að fá orð síga í. Og hann hugsar um útlagann sem gekk einn á brattann, lotinn og lúinn af byrði þungri, tómum mal. Og hann heyrði kallað úr skýinu dimmum rómi: Láttu pokann síga því nú er ekki dagur til að æðrast. Höfundurinn er fulltrúi og býr í Kópavogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.