Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 6
9 t W4 HVERNIG varð ísland ríki meðal ríkja? Hvað liggur að baki sjálfstæði þjóðarinnar? Hvemig komast jaðarhópar inn á miðjuna? ísraelski menn- ingarfræðingurinn Itamar Even-Zohar telur að svaranna við þessum spumingum sé ekki síst að leita í menningarlegri viðleitni sem getur birst með ýmsum hætti. Itamar telur að það megi skoða þessa menningarlegu viðleitni í stærra samhengi en oft hefur verið gert. Bók- menntir eru til að mynda opið og fjölþætt kerfí þar sem ólíkir þættir takast á. Með því að kanna samspilið á milli þessara ólíku þátta má sjá hvemig kerfíð breytist í tímans rás og hvernig það starfar innan samfélagsins. Itamar hefur til dæmis kannað hvaða hlutverki bókmenntir gegna í sköpun eða tilurð ríkja. Hefur hann einkum skoðað smáa menningarheima á borð við Katalóníu á Spáni þar sem þjóðarmenning er sköpuð á tiltölulega skömmum tíma í pólitískum tilgangi. Island þykir honum einnig sérstaklega áhugavert í þessu samhengi en hér hafa hlutimir gengið óvenjuvel upp. Það er raunar fleira sem vekur áhuga hans hér. Itamar hefur á und- anfömum árum glímt við að þýða Njáls sögu á hebresku. Hann segist engu getað lofað um verklok en hann fínni þó til skyldunnar þar sem hann sé sennilega sá eini sem geti þýtt söguna á hebresku. Hann hefur heimsótt ísland áður og segist hafa fylgst vei með vexti og viðgangi þjóðarinnar á síðustu áratugum. Nú er hann hér í rannsóknarleyfi og hefur haft aðstöðu á Árnastofnun. Hann segist hafa farið víða í gegn- um tíðina til að sinna rannsóknum sínum á ólíkum menningarsamfélög- um. Pað sé nauðsynlegt að komast í snertingu við viðfangsefnin. Itamar gegnir prófessorsstöðu í menningarfræðadeild við háskólann í Tel Aviv. Hann er tæknilegar sinnað- ur en margir starfsbræður hans en fínna má allar ritsmíðar hans á vefslóð hans á netinu (httpý/ www.tau.ac.iV —itamarez). Séu eldri greinar hans skoðaðar, svo sem eins og „Polysystem Theory“ (1979, end- urskoðuð útgáfa 1990), er greinilega eitt undirliggjandi þema sem drepið var á hér í upphafi en það er sambandið á milh miðju og jaðars. Þegar ég hitti hann innan um gamlar skræður á Amastofnun er hann sam- þykkur því að ágætt sé að hefja samtalið á þess- um stað í verkum hans þótt samband miðju og jaðars sé flókið og erfítt umræðuefni. r Eg hafði fyrst og fremst áhuga á að skoða sambandið á miili miðju og jaðars í ákveðnum heildum. Við getum litið á Evr- ópu sem eina slíka heild en í henni eru svo margar minni heildir þar sem má fínna tog- streitu milli miðju og jaðars. Sumir eiga erfitt með að skilja sambandið milli miðju og jaðars en það má skýra með ein- fóldu dæmi. Ef þú ert í miðjunni geturðu ákveðið hvemig buxum þú vilt klæðast en ef þú ert á jaðrinum verður þú að klæðast buxunum sem miðjan segir þér að klæðast. Þú getur auð- vitað ákveðið að Úæðast einhverju öðru en þá færðu líka að gjalda þess á einhvern hátt. Tii að brjótast undan þessu oki miðjunnar verður þú annaðhvort að gera uppreisn og ryðjast inn á miðjuna eða búa til annað kerfí. Barátta margra ólíkra hópa manna við að aðskilja sig frá einhverri miðju skýrist af þessu, þessir hópar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir geta ekki átt neinn þátt í ákvarðanatöku í því samfélagi þar sem þeir búa og telja því best að búa sér til sitt eigið kerfí; af þessum ástæðum aðskildu Slóvakar sig frá Tékkóslóvakíu, Flæmingjar sig frá frönskumælandi hluta Belgíu og Katalónar hafa verið að reyna að skilja sig frá Spáni með þó nokkrum árangri, þeim hefur tekist að sölsa undir sig töluverð völd, segja má að þeir hafí búið til nýja miðju á Spáni. Þessa togstreitu má einnig fínna í Frakklandi á milli suðurhluta landsins og norð- urhlutans. Suðurhlutinn er jaðarsvæði og lýtur valdi Parísar nánast í einu og öllu; fólk í suður- hlutanum getur ekki einu sinni notað sitt eigið, eða öllu heldur sín eigin tungumál, París ræður því hvernig það talar, hvað það hugsar, hvernig það klæðist, hvað það borðar og svo framvegis. Fleiri dæmi mætti nefna. Við erum með öðrum orðum að tala um vald- hafana og svo hina kúguðu. Tveir franskir blaðamenn könnuðu á skemmtilegan hátt valdastrúktúr franska samfélagsins á níunda áratugnum. Niðurstöður þeirra voru þessar: í Frakklandi búa sextíu milljónir manna. Fimm- tíu þúsund þeirra lesa daglega einhvem texta. Fimm þúsund þeirra taka þátt í að skrifa þessa texta, ritstýra þeim, gefa þá út og selja. Fimm hundruð þeirra skrifa þá texta sem teljast mega mikilvægir. Einungis hundrað þeirra ákveða svo hvaða textar eru mikilvægir. Af AUÐLEGÐ FELST • • FJOLBREYTTU SAFNI TÆKIFÆRA Þa : Itamar Even-Zohar Morgunblaðiö/Amaldur Itamar Even-Zohar er ísraelskur menningarfræðingur. I samtali við ÞROST HELGASON segir hann sögu okkar Islendinga með ólíkindum. „Hin viðtekna hugmynd um hlutverk Jóns Sigurðssonar er goðsögn, verk hans og sögu sjólfstæðisbaróttunnar yfirleitt ur ekki hvernig þessir menn sem voru að skrifa um efni sem komu þessari baráttu við tengd- ust. Þeir voru varla fleiri en 25 til 30. Við vitum ekki hvernig textar þeirra og gjörðir mótuðu hina íslensku þjóðarvitund, sjálfsmynd þjóðar- innar. Við vitum ekki hvernig þessir menn skipulögðu sig og síst af öllu vitum við hvemig þeir komust til valda. Það er hægt að skoða hvað þessir menn hugsuðu um en það er erfíð- ara að sjá hvernig þeim tókst að breyta því hvemig Islendingar sáu sjálfa sig. Þetta er verðugt og hnýsilegt verkefni sem enn hefur lítið verið unnið í hér.“ að er sem sagt ekki til nein ein öragg leið inn í miðjuna, það er ekki til nein for- skrift? „Það er ef til vill hægt að gefa einhverja for- skrift en hún væri engin trygging," segir Itam- ar. „Til er skemmtileg saga af Ismaíl Pasha, landstjóra Egypta á síðustu öld, sem varpar Ijósi á þessa spumingu. Ismaíl vildi gera Eg- yptaland að nútímalegu vestrænu ríki á sjötta áratug síðustu aldar en það var þá undir yfírráðum soldáns- ins í Istanbúl. Hann fór því til Frakk- lands tíl að kynna sér hvemig slík ríki höguðu sínum málum. Hann sá að Frakkar áttu dýragarð og ákvað þegar að Egyptar þyrftu að koma sér upp einum slíkum. Listmálarar settu líka mikinn svip á Frakkland og taldi Ismaíl að þannig menn þyrftu öll ríki að eiga. Hann bauð því nokkrum frönskum málurum til Eg- yptalands og dældi í þá peningum. Verk þessara málara fundust reynd- ar fyrir nokkrum árum í Kairó og var haldin sýning á þeim í París. Og Ismaíl uppgötvaði að fleira þyrfti til að mynda nútímalegt ríki. Frakkar áttu jú ópera. Ismaíl notaði því tæki- færið þegar haldið var upp á opnun Súesskurðarins til að panta eina óp- era frá Verdi og úr varð sjálf Aida. Atti þetta eftir að verða honum ör- lagaríkt skref því hann lagði svo mikla peninga í uppfærsluna að hann varð gjaldþrota. Þar með var draum- rninn búinn. í íramhaldi þurfti Is- maíl að selja hlutabréf sín í Súes- skurðinum en það er þannig sem Englendingar urðu eigendur og yfír- ráðamenn þessarar mikilvægu sigl- ingaleiðar. Ismafl fór sem sagt eftir ákveðinni forskrift að því hvemig á að búa til nútímalegt riki, hann gerði nánast allt sem gera þurfti en samt fór sem fór.“ Nýjasta ritsmíð Itamars nefnist „Culture Repertoire and the Wealth of Collectíve En- títíes" og má finna hana á netsíðu hans. I ritgerð þessari fjallar Itamar um rflddæmi sem felst í safni tækifæra og möguleika. Segir hann að um- fang og innihald þessa safns getí skorið úr um velferð einstaklinga og ríkja. Auðlegð þjóða felist með öðrum orðum í fjölbreyttu safni tækifæra. þarf að rannsaka betur." E þessu drógu þeir þá ályktun að sennilega séu það um það bil tíu menn sem ákveða með einum eða öðram hættí hvað Frakkar eiga að hugsa.“ Itamar segir að þegar hann byrjaði að rann- saka sambandið á milli miðjunnar og jaðarsins hafí verið erfiðast að fá fólk til að líta á jaðarinn sem hluta af þeirri heild eða því samfélagi sem verið var að rannsaka. „Aður en tengsl miðju og jaðars era rannsökuð verður að vera sam- komulag um að það megi nota þessi hugtök. Við eram vön því að samsama okkur aðeins miðj- unni, öll okkar saga er skrifuð út frá sjónar- homi miðjunnar, allar okkar skoðanir verða til í miðjunni og því getur það kostað svolítið átak að viðurkenna fyrirbæri eins og jaðarinn. Svo aftur sé tekið franskt dæmi þá þekkja allir dagblaðið Le Monde enda er iðulega vitnað í það ef vitna þarf í franskt blað. En Le Monde er aðeins gefið út í nokkur hundruð þúsund eintökum á dag. Þetta þýðir að fáir Frakkar lesa blaðið og það stendur heima því að langflestir þeirra lesa blað sem er nánast óþekkt utan Frakklands og heitir L’Ouest France. Þrátt fyrir það era Le Monde og auð- vitað Liberation og Le Figaro áhrifamestu blöðin. Þetta kann að virðast skrýtið en ástæð- an er augljós: Það er sama fólkið sem skrifar þessi blöð og stjómar landinu. Þetta er miðja Frakklands, þarna era áhrifin og völdin, og það er af skrifum þessarar þröngu miðju sem við þekkjum Frakka og hugmyndir þeirra. Fæst okkar vita nokkurn skapaðan hlut um af- ganginn af þjóðinni, jaðarinn. Franski fræði- maðurinn Pierre Bourdieu hefur rannsakað hvemig þessi valdamiðja myndaðist í Frakk- landi en það er vandfundið annað ríki þar sem jafn mikil samþjöppun á valdi hefur átt sér stað. Intelligensían í Frakklandi er rótgróin valdablokk sem erfitt er að sjá að verði brotin Itamar rekur fjölda dæma um jaðarsvæði sem hafa reynt að brjóta sér leið inn á miðjuna. Eitt þessara dæma er ísland þar sem þetta tókst með langri sjálfstæðisbaráttu sem endaði með stofnun lýðveldisins 1944. Annað dæmi er Nýfundnaland þar sem tilraunin mistókst hrapallega; þaðan streymdi bæði fólk og fjár- magn í kjölfarið og nú tilheyrir Nýfundnaland Kanada. „Þetta er dæmi um jaðarsvæði sem ákvað að vera það áfram,“ segir Itamar. „Þeg- ar keyrt er um nyrðri hluta vesturstrandar Nýfundnalands nú sést fátt annað en þorp í niðurníðslu. Þarna er mikil fátækt og hægt er að fá það á tilfinninguna að maður sé staddur í þriðjaheimsríki. Þarna bjó tiltölulega velmeg- andi þjóð. Við sjáum svona jaðarsvæði víðar, til dæmis í Suðurhluta Frakklands, á Bretaníu- skaga og jafnvel í Bandaríkjunum. Fólk á þess- um svæðum hefur hvorki pólitíska né menning- arlega getu eða orku til að skipuleggja sig og brjóta sér leið inn á miðjuna. Og meðan svæð- inu er stjórnað af miðjunni, fólki sem er annars staðar, er engin von til þess að staða þeirra og ástand breytist. 'rfitt er að segja til um hvers vegna íslandi 'tókst þetta en Nýfundnalandi ekki. Svo ■ virðist sem munurinn sé einfaldlega sá að Nýfundnaland skorti kraft, sjálfstraust og trú á að það gæti orðið að miðju. Á þetta skorti hins vegar ekkert hjá íslendingum. Saga ykk- ar er raunar með ólíkindum. Hin viðtekna hug- mynd um hlutverk Jóns Sigurðssonar er goð- sögn, verk hans og sögu sjálfstæðisbaráttunn- ar yfirleitt þarf að rannsaka betur. Við getum til samanburðar ímyndað okkur Tasmaníubúa sem heldur yfir á meginland Ástralíu og fer að halda ræður um að Tasmanía hljóti sjálfstæði. Þessi maður yrði varla tekinn mjög alvarlega; honum yrði hugsanlega boðið í kaffi hjá ein- hverjum embættismanni en flestir myndu bara brosa út í annað. En hvers vegna hlaut Jón Sigurðsson áheyrn? Hvers vegna var hann tek- inn alvarlega? Hann hafði ekkert bakland, samt gat hann skapað íslendingum framtíð. Þetta hefur aldrei verið skýrt. Við vitum held- E> I ■f maður hefði verið fæddur á íslandi um 1 síðustu aldamót hefði maður haft mjög fá ■tækifæri. Maður hefði getað orðið sjómað- ur eða bóndi og ef um konu hefði verið að ræða hefðu tækifærin verið enn færri. Strákar og stelpur sem fæðast á Islandi í dag vaða hins vegar í tækifæram og kannski má rekja efna- hagslega velsæld íslendinga til þess. Því má sömuleiðis halda fram að til þess að halda úti þessu velferðarstígi þurfi að halda áfram að skapa ný tækifæri. Það verður hins vegar ekki gert nema ákveðinn hópur fólks geti setið við og hugsað upp ný tækifæri, það þarf að hafa fólk í vinnu við að hugsa, að skapa. Þjóðir sem leggja mikið upp úr því að búa vel að skapandi hugsun, að hinni vitsmunalegu vinnu, eru ríkar af tækifæram og möguleikum sem svo skapa fjölbreytileika í mannlífi, fjölbreytta menning- arflóru og auðvitað meiri peninga. Það má halda því fram að jaðarþjóð eða jaðarhópur sem fylgir ákveðinni forskrift og leggur auk þess áherslu á hina vitsmunalegu vinnu eigi meiri von til þess að komast inn á miðjuna en aðrir. Eg held að þetta hafi gerst hér á landi. Ástæðan fyrir því að Island hefur þróast svona hratt á undanförnum áratugum er sú að hér hefur verið mikil nýsköpun, hér hafa menn ver- ið að uppgötva nýjar leiðir, ný tækifæri, vits- munalíf Islendinga hefur blómstrað, ef svo má segja. Ástæðan fyrir því að stórþjóð eins og Svíar á nú í erfíðleikum er hins vegar sú að þeir hafa fjötrað alla skapandi hugsun, allt framkvæði, með því að framfylgja harðri jafn- aðarstefnu á öllum sviðum, stefnu sem felur ekki endilega í sér jafnrétti heldur að menn eigi ekki að hafa það betra en náunginn. Fólk hefur fengið þau skilaboð að allir eigi að vera eins, að það megi ekki fá frumlega hugmynd, að það megi ekki vera öðravísi. Þetta viðhorf hefur nánast lagt sænskan iðnað í rúst; meira að segja Volvo-bflarnir era orðnir óspennandi vegna skorts á hugmyndaflugi. Og það merki- lega er að Svíar hafa komið sér í þessa stöðu með ákveðnu skipulagi, menningarlegri áætlun um það hvernig hlutirnir eigi að vera.“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.