Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Page 8
VIÐ ALDAHVÖRF - 2. HLUTI NIÐUR TÍMANS EFTIR BJARNA REYNARSSON r 1 Dessari grein er aðallega fjallað um s kipulag Reykja- VÍ cur fram y fir miðja öldina með hliðsjón af þeim stefn- um og straumum í skipulagsmálum sem bárust til lands- ins á þeim tíma. Einnig er fjallað um þróun skipulags- hugmynda á tímabilinu 1920-1960. / Igrein sem Indriði Einarsson rithöf- undur skrifaði í Morgunblaðið í árs- byrjun 1925 segir hann frá því að skömmu fyrir 1870 hafi komið hingað til lands enskur ferðamaður. Hann snéri sér til Jóns Hjaltalíns landlæknis til að fá leiðbeiningar um ferð um land- ið. Þegar hann kom úr ferðinni heim- sótti hann landlækni aftur og var hinn reið- asti. „Það er lygi“ sagði hann „að Island hafi verið byggt í þúsund ár. Hvað hafið þið verið að gera ? Hér sést ekkert mannvirki hvert sem litið er.“ Þessi frásögn segir meira en mörg orð um hvernig þjóðin bjó hér í stöðnuðu bændasam- félagi um árhundruð við lélegan húsakost og littlar þjóðfélagsbreytingar. Lítil þörf var á viðskiptum þar sem hver bjó að sínu og danskir kaupmenn byggðu ekki vöruhús fyrr en í lok 18.aldar. Fyrsta skipulagsvinnan , ef svo mætti kalla, var einfóld þ.e. að skipa nið- ur húsum Innréttinganna í vestanverðri Kvosinni frá Tjörninni norður að fjörukamb- inum og mynda þannig fyrstu götu Reykja- víkur núverandi Aðalstræti. Þessi tilraun til iðnreksrar gekk ekki sem skildi en leiddi til þess að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786 ásamt 5 öðrum stöðum. Þá voru íbúar Reykjavíkur aðeins 167 talsins. Um miðja 19. hafði Reykjavík tekið afger- andi forystu fram yfir önnur þorp á landinu. Ibúaþróun var hæg sem sjá má af því að árið 1876 voru íbúar aðeins 2000. Húsakostur fram yfir miðja 19.öld var ekki glæsilegur og húsum ekki skipað niður eftir neinu skipu- lagi. Árið 1839 var byggingarnefnd Reykja- víkur sett á laggimar sem er mjög snemma miðað við borgir í nágrannalöndum. Smám saman komst meiri festa á byggðina og húsa- kostur batnaði með betri efnahag íbúanna og betri byggingarefnum. Aðallega voru byggð timburhús að norskri fyrirmynd en einnig s.k. steinbæir úr tilhöggnu grágrýti. Rétt fyr- ir aldamót var farið að klæða hús með báru- jámi. Hugvekjur mennlamanna Mörgum íslenskum menntamönnum sem ferðast höfðu til stórborga Evrópu rann til rifja umkomuleysi höfuðstaðarins. Baldvin Einarsson skrifaði grein í fyrsta árgang Fjölnis um skipulagsmál. Hann skýrir út fyr- ir landsmönnum hvernig erlendar stórborgir líta út og snýr sér síðan að Reykjavík. Hann taldi að hér gæti risið dásnoturt kaupstaðar- kom ef rétt væri á málum haldið og kom með tillögur um nýskipan gatna og toga í miðbæn- um, en ekki var farið að þeim tillögum. Skál- djöfurinn Einar Benediktsson skrifaði um skipulagsleysi Reykjavíkur í blaði sínu Dag- skrá árið 1898 og var ómyrkur í máli. Sá sem fjallaði mest um bfett skipulag Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar var Sig- urður Guðmundsson málari. Hann vildi að eiðið milli Tjarnar og núverandi hafnar yrði opnað með skipaskurði og gæti Tjömin þá myndað öragga hafskipahöfn. Næsta skrefið hefði verið að framlengja skipaskurðinn yfir Vatnsmýrina út í Skerjafjörð þar sem Einar Benediktsson vildi gera aðalhöfn bæjarins. Sigurður gerði tillögur um sjóbaðstaði þang- að sem leitt yrði heitt vatn. Nú rúmri öld síð- ar er verið að vinna að tillögum um sjóbað- stað í Nauthólsvík. Þá vildi hann gera skemmtigarð í Laugardal og gekk það eftir 70 árum síðar. Miðbærinn í Reykjavík hefur alltaf verið aðþrengdur. Árið 1884 barst bæjarstjórn Reykjavíkur tilboð frá Luder múrara um að fylla upp í Tjörnina fyrir 7000 kr. Margar til- raunir hafa verið gerðar að endurskipulagi miðbæjarins síðustu áratugi og á síðasta ári réð borgarstjóm Reykjavíkur breskan skipu- lagsráðgjafa til að koma með tillögur um skipulag miðbæjarins. Mikil þáttaskil urðu í sögu landsins og ekki síst í sögu Reykjavíkur upp úr síðustu alda- mótum. Utgerðin blómgaðist með tilkomu togara, fólk flykktist til bæjarins og mikil framkvæmdaalda reisj verslun efldist og há- skóli var stofnaður. Allt þetta kallaði á aukin umsvif bæjarfélagsins s.s. lagningu veitu- kerfa, malbikun gatna og hafnargerð. Mikil bjartsýni ríkti eins og annarstaðar í Evrópu. Trú á stöðugar framfarir var mjög rík í hug- um manna. Fyrsta bylgja skipulagshugmynda: Garðborgastefnan Eftir aldamótin birtast fyrstu ritsmíðar sérmenntaðra manna um skipulagsmál hér á landi. I júni 1912 ritar Guðjón Samúelsson húsagerðarlistanemi greinina „Bæjarfyrir- komulag“í Lögréttu. Þar sem hann kynnir landsmönnum framandi fræði borgarskipu- lags. Fjórum áram síðar , 1916, kemur út bókin „Um skipulag bæja“ eftir Guðmund Hannesson lækni. I bókinni og í ritgerðinni „Nýtísku borgir" sem birtist í Skírni árið eft- ir fjallar Guðmundur um það sem er efst á baugi í borgarskipulagi á þessum tíma. Bók- in Um skipulag bæja er í raun kennslubók um hvernig staðið skuli að skipulagi Reykja- víkur og annarra þéttbýlisstaða á landinu með tilvísunum til garðborga og annarra fyr- irmyndar bæja í Bretlandi og þýska- landi.Hann vitnar til helstu rita skipulags- fræðinga á þessum tíma m.a. garðborga Ebenesars Howards. Anna dóttir Guðmundar segir frá því í bók- arkafla að hingað til lands hafi komið árið 1936 formaður alþjóðlegra skipulagssamtaka. Hann varð furðu lostinn yfir því að hitta á ís- landi mann sem var jafn vel að sér á öllum sviðum borgarskipulags og Guðmundur Hannesson var. Án efa hefur braninn mikli í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 orðið Guðmundi hvatn- ing til að koma á famfæri upplýsingum sem nýta mætti við endurskipulagningu bæjarins. Megin tilgangur læknisins með skrifunum var að bæta hollustuhætti landsmanna m.a. með betri húsakynnum. Þess má geta að um og RADBURN-SKIPULAGIÐ frá 1929. Hér er tek- ið mið af einkabílnum og götur í íbúðarhverfi látnar mynda botnlanga. TVEIR AF FRUMKVÖÐLUM skipulagsmála 1920-1950: Guðjón Samúelsson húsameistari ríkis- ins 1919 til 1950 og Guðmundur Hannesson prófessor við læknadeild Háskóla Islands sem var í skipulagsnefnd 1911 til 1936. 1 u;-- í fyrir aldamót vora hreinlætis og húsnæðismál gildari þáttur í námi lækna en nú er m.a. í Danmörku þar sem Guðmundur var í námi. Guðmundur var einn helsti höfundur fyrstu skipulagslaganna sem samþykkt voru á Alþingi 1926.Hann sat lengi í skipulags- nefnd ríkisins með þremur öðrum fjölhæfum mönnum ; Geir Zoega vegamálstjóra, Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og Jóni Víðis kortagerðarmanni. Segja má að þessir fjórmenningar hafi hafi séð um skipulag , kortagerð og mannvirkjagerð á Islandi næstu 2-3 áratugina. Árið 1924 var skipuð sérstök samvinnu- nefnd með fulltrúum Reykjavíkur og skipu- lagsnefndar ríkisins til að vinna heildarskipu- lag fyrir Reykjavík. Árið 1927 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur að auglýsa tillögu nefndarinnar til athugasemda, en en niður- staðan varð sú að hún var aldrei endanlega samþykkt ,þó farið væri eftir tillögunni í meginatriðum. Vegna missættis sem upp kom milli Reykjavíkur og skipulagsnefndar ríkisins í framhaldi af skipulagsvinnunni réðu bæjaryfirvöld Einar Sveinsson arkitekt árið 1934 til að vinna að skipulagsmálum bæjarins og tóku þar með skipulagsmálin í sínar hend- ur. Á næstu áratugum var aðallega unnið að skipulagi nýrra hverfa utan Hringbrautar - Snorrabrautar án þess að nokkurt heildar- skipulag væri samþykkt fyrir bæinn. Gerðir voru lauslegir uppdrættir að æskilegu gatna- kerfi , t.d. 1937, 1948 og 1957 sem farið var eftir í meginatriðum. Á næstu áratugum byggðist borgin upp ósamfellt á holtum og ásum með stór opin svæði á milli. Þessu réði tvennt, að menn vildu forðast mikið jarðvegs- dýpi í mýrunum t.d í Kringlumýri ,og eins að hagkvæmt var talið að byggja meðfram veitulögnum t.d. vatnslögn að Kleppi , því byggðust Voga- og Langholtshverfi svo snemma. Til fróðleiks má geta þess að fisk- verkunarhús voru byggð á Kirkjusandi vegna humynda um nýja höfn þar sem aldrei komst til framkvæmda. I skipulagstillögunni frá 1927 eru mörg at- hyglisverð atriði svo sem járnbrautarstöð rétt austan við þar sem nú er Snorrabraut, en en járnbrautarspor hafði verið lagt fi-á Öskjuhlið til að flytja gi’jót til hafnargerðar á áranum 1913 til 1917. Skipulagstillagan reiknaði með jámbrautarhring utan um byggðina innan Hringbrautar eins og í garð- borgum Ebenesars Howards. Austur hluti Hringbrautar fékk síðar heitið Snorrabraut. Þá var gert ráð fyrir samfelldum húsaröðum 2-3 hæða húsa meðfram flestum götum og hornbúðum með reglulegu millibili. Víða má sjá bein áhrif frá bók Guðmundar Hannes- sonar í skipulaginu m.a. við fyrirkomulag húsa þannig að sólar nyti sem best við og skjól fengist í görðum af samfelldum húsa- röðum. A Skólavörðuholti var gert ráð fyrir að koma fyrir kirkju og helstu opinberu ■S b h; u ir 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.