Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Side 11
FRÁ því ég var barn hef ég heillast af draumheimi leikhússins, þeirri veröld blekkingarinnar þar sem allt er leyfílegt og engin landa- mæri eru til. Á tólfta ári lék ég einn af vitringunum þremur í skólaleikriti og ég lifði mig það innilega inn í hlutverkið að mér fannst sem ég hefði ratað upp á sviðið eftir hreyfingu himintunglanna, að ég hefði fylgt skærustu stjömu himnafestingarinnar sem leiddi mig á fund Jesúbamsins. Allir kenn- arar skólans hrósuðu mér fyrir fí’ammistöð- una og flestir höfðu á orði að ég yrði ugg- laust leikari. Aðrar eins undirtektir fékk ég ekki aftur fyrr en nokkrum ámm síðar þeg- ar ég lék drenginn Andra í Andorra. Þá fann ég svo að um munaði að salurinn var á mínu valdi, lófaklappið var svo magnað að minnti á hófadyn þúsunda hesta sem riðu hjá. Eg var klappaður upp hvað eftir annað. Stund- um fann ég til með höfundi verksins fyrir það hversu illa félagar minir fóru með fal- legan texta. Og ef framsögnin eyðilagði ekki leikinn þá tókst þeim að klúðra honum með látbragðinu. Hjá sumum félögum mínum hjálpaðist þetta að, ekki í þeim skilningi að það bætti hvort annað upp. Eftir stúdentspróf reyndi ég þrívegis við inntökupróf Leiklistarskólans en því miður keppti ég við fólk sem hafði meiri náttúra til leiklistar en ég. Þá fékk ég mér skrifstofu- vinnu sem var eins og farskjóti tímans. Þeg- ar ég steig af baki vom mörg ár liðin og tækifærin horfín út í bláinn. Þrátt fyrir það var leiklistardraumurinn ekki dáinn heldur lifði hann blómlegra lífi en nokkru sinni fyrr. Sál þess manns sem ekki nýtur leiklistar er bæði blind og heyrnarlaus. Leiklistin er raunvemleikaflótti þar sem fórumaðurinn gengur þvert á eigin slóð. Hún er leiðin til sjálfsskilnings, vegurinn til þess að verða manneskja. Eins og gefur að skilja hef ég ekki látið eina einustu uppfærslu leikhúsa fram hjá mér fara. Oft og iðulega hripa ég niður hjá mér einhverja punkta um það sem mér þyk- ir athyglivert við hverja sýningu. Slíkt auðg- ar andann og skerpir hugsunina. Eftir að mér var neitað um skólavist hef ég haft það fyrir vana að nýta frístundir mínar til að lesa leikrit inn á segulband. Eg legg sál mína í hvert hlutverk, breyti rödd- inni sem spannar bilið frá djúprödduðum karlmanni upp í kontratenór. Eg nýt þess listræna frelsis sem lífið hefur að bjóða. Þess frelsis sem öllum býðst en hver og einn verður að heimta. Nágrannar mínir banka oft í þilið þegar ég er á valdi listarinnar og stundum gerast þeir það ósvífnir að hringja dyrabjöllunni og krefjast þess að ég hafi hljótt. Ég svara þeim aldrei fullum hálsi því ég vil halda húsfriðinn. í hjarta mínu vor- kenni ég þeim því sál þeirra er bæði blind og heyrnarlaus. í fáum orðum sagt þá em þau ekki af ætt Sókratesar. Eitt skemmtilegasta sem þau vita er að horfa á gamlar, hægar, skandínavískar bíómyndir þar sem ávallt er undirliggjandi heilsuleysi og dauði. Fyrir þeim er skáldverk ekki skáldverk nema þar sé að finna tíu berklasjúklinga, eitt sjálfs- morð og hörmulega jarðarför. Ég er svo sem ekkert undrandi á að þau nærist á öm- urð því líf þeirra er eitthvert tíiðindalaus- asta hversdagsdrama sem ég veit. Þetta er svona mislukkað leikrit sem skrifar sig sjálft og nær hápunkti stuttu eftir að það endar. Aldrei í lífinu vildi ég hafna í hlutverkum þeiiTa. Yfirleitt þegar ég fer í nýtt hlutverk þá vaknar upp einhver annar ég með aðra sýn á veröldina. Ekki svo að skilja að mér heyrist fuglarnir tísta með öðmm hætti eða að sólin stafi geislum sínum á annan veg heldur rata ég um lendur hugans og finn þar ónumið land. Fyrir fáeinum mánuðum bauðst mér að verða statisti á sviði Þjóðleikhússins og ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Allt mitt líf hafði ég þráð að standa á því sviði. Ég hefði gefið handlegg fýrir að fá að vera kaldur skuggi aðalleikara í góðri uppfærslu. Mér hefði nægt að vera ómur hljómþýðrar raddar eða ilmur af prímadonnu. Þegar ég mætti á fyrstu æfingu var ég kynntur fyrir leikstjóranum, ungum svart- hærðum manni með brún augu. Hann var í þvældum gallabuxum og köflóttri verka- mannaskyrtu. Hann tók í hönd mína útaf- dauður eins og lagerstjóri sem kvittar f'yrir móttöku eða sendingu vöru. Mér þótti afksiptaleysið ekki móðgandi heldur sær- andi og ég var staðráðinn í að ná athygli hans. Um leið og hann fór að stjórna leiknum rauk skap hans upp. Ég fékk á tilfinninguna að hann hefði færst of mikið í fang. Van- mátturinn gagnvart viðfangsefninu braust út í skapofsaköstum og smitandi leiðindum. Það þurfti ekkert út af að bregða til þess að hann ærðist og þá streymdu blótsyrðin út úr honum af þunga Þjórsár. Ýkjulaust er hann mesti skaphundur sem á vegi mínum hefur orðið. Það er kostur við að vera statisti því þeir em lausir undan flestum kröfum leikstjór- ans. Statistinn er blanda af áhorfanda og þátttakanda. Þrátt fyrir skapillskuna komu dagar þar sem hann hló við öllum og gantaðist. Þá var sálin ofan við skýin þar sem himinn er alltaf blár. Ég var hershöfðingi í eldrauðum einkenn- isbýningi með gyllta axlarskúfa og gamla byssu. Búningurinn fór mér það vel að ég varð nánast ástfanginn af spegilmynd minni. I hvert sinn sem ég kom heim marseraði ég tímum samam um íbúðina í þykkum kloss- um með byssu axlaða. Eina nóttina þegar ég var að æfa mig hringdi dyrabjallan og mér SMÁSAGA EFTIR EINAR ÖRN GUNNARSSON Allir ritdómararnir sögðu lokaatriðið hvort tveggjg í senn vera ó Darft og ósann- færandi. E tir þessa stóru stund í leikhúsinu hef ég hvergi fengið starf sem statisti en það skiptir ekki móli því ég ó að baki mína stund, minn hópunkt á stærsta leiksviði |Djóðarinnar. tii mikilla vonbrigða höfðu nágrannar mrnir spillt húsfriðnum með því að hringja í lög- regluna. Hlutverk mitt sem hershöfðingi var að gefa fáliðaðri aftökusveit þögla bendingu um að taka menn af lífí. Leikritð fjallaði. annars um járasmið og hertogadóttur sem felldu hugi saman og elskuðust á laun í lauf- skála þegar kvöldsett var. Faðir hennar mátti ekki vita um sambandið því hann hafði ætlað hana öðmm og tignari manni. Þegar hertoginn frétt af ástum þeirra lét hann drepa járnsmiðinn. Eftir því sem ég var viðstaddur fleiri æfingar þótti mér verkið verra. Mig var farið að langa til að leggja eld að laufskálanum og taka nokkra leikara af lífi fyrir hlé. Leikstjórinn varð sífellt taugaspenntari og þegar leið að fmmsýningu var hann vart viðræðuhæfur. Hann keðjureykti og var á sífelldu iði. Ný blótsyrði skutu upp kollinum og hann var kominn með kæk, saug upp í nefið og gretti sig. Rétt fyrir frumsýninguna var hann^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.