Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Side 13
ferðasögunnar í Morgunblaðinu. Starfsbróðir
þeirra, Hjalti Rögnvaldsson, hefur aftur á
móti gaman af öllu saman og segir nýja
íþróttagrein hafa litið dagsins ljós - leikara-
hopp. Blaðamaður gerir ráð fyrir að hart verði
barist um hlutverk Skippýjar rati hún ein-
hvern tíma á fjalir Þjóðleikhússins.
Þarna er einn!
Leiðin liggur fram hjá fjölda pytta og alltaf
er svar Agnars bónda á sömu leið: „Við erum
alveg að koma!“ Ljósmyndari Morgunblaðsins
og Þröstur Leó Gunnarsson, sem fara mun
með hlutverk Odds í leikritinu, láta sér fátt um
finnast og hefja óformlega rannsókn á fisk-
gengd í Gegni. Tekur sá síðarnefndi hlutverk-
ið alvarlega, eins og hans er von og vísa, og
hleypir á skeið meðfram bakkanum. „Þarna er
einn,“ hrópar hann. Sigurður Skúlason kemur
auga á annan en Gretar leikmyndahönnuður
verður ekki var, þótt hann sé allur af vilja
gerður.
Þá birtist hann loksins - Solkupyttur. Djúp-
ur er hann! Loftbólur stíga bersýnilega upp á
yfirborðið og vekja grunnsemdir. „Oddur
minn, heyrðirðu til mín?“ spyr Vigdís Gunn-
arsdóttir. Ekkert svar!
Því næst tylla menn sér á bakkann, hvíla lú-
in bein og draga djúpt andann. Sagan verður
áþreifanleg. „Hérna gerðist þetta þá,“ heyrist
sagt en Ragnar leikskáld gerist á ný talsmað-
ur efans: „Það vitum við ekki fyrir víst!“ Mikið
er myndað á þessum sögufræga stað, sem von
er, og hefur ljósmyndari Morgunblaðsins vart
undan að taka við myndavélum af öllum
stærðum og gerðum.
Agnar bóndi velur auðveldari leið til baka
og senn er sveitin komin í bflana. Agnar og
séra Daila eru kvödd með virktum og óska þau
hópnum góðs gengis.
Næsti áningarstaður er Silfrastaðir, þar
sem séra Oddur söng sína síðustu messu. Þar
er gerður stuttur stans enda farið að rigna og
LEIKSKÁLDIÐ, Ragnar Arnalds, spjallar við Þjóðleikhúsmenn á hlaðinu á Miklabæ. Aðrir á myndinni eru leikararnir Þröstur Leó Gunnarsson,
Sigurður Skúlason, Vigdís Gunnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Hjalti Rögnvaldsson, Þórhallur Sigurðsson leikstjóri, Gretar Reynisson
leikmyndahönnuður og Pálmi Gestsson leikari.
V'
HUGLEIÐING við Solkupytt. Týndi séra Oddur lífi þarna?
HÉR HVÍLIR Solveig frá Miklabæ. Látlaus en dulúðugur legstaður í Glaumbæjarkirkjugarði.
Ekki þótti við hæfi að jarðsetja Solveigu í kirkjugarðinum á Mikiabæ.
ÞRÖSTUR Leó, sem fara mun með hlutverk séra Odds, í Hóladómkirkju, þar sem fullvíst þyk-
ir að klerkur hafi predikað um sína daga hjá föður sínum , Gísla biskupi Magnússyni. Að baki
Þresti eru Sigurður Skúlason, Pálmi Gestsson, Hjalti Rögnvaldsson og Ásdís Þórhallsdóttir
aðstoðarleikstjóri.
kirkjan sem klerkur predikaði í löngu horfin af
sjónarsviðinu. Nýja kirkjan, sem reyndar er
orðin 102 ára gömui, vekur þó umtalsverða
hrifningu. En ekki fyrir stærð. „Eg get mér
þess til að hér hafi sjaldan verið íjölmennt í
messu,“ segir Pálmi Gestsson leikari sem nán-
ast getur teygt sig enda á milli. „Jæja, þá ríð-
um við heim til Hóla,“ segir Þórhallur leik-
stjóri og smalar sínu fólki inn í bíl.
A Hólum í Hjaltadal bjó séra Oddur um tíma
en faðir hans, Gísli Magnússon, var þar biskup.
Lét hann reisa Hóladómkirkju og er hún eina
mannvirkjð, sem verður á vegi ferðalanga, sem
séra Oddur hefur komið í um sína daga. Þykir
fullvíst að hann hafi predikað í kirkjunni.
Jón Bjarnason skólastjóri tekur á móti
mannskapnum á Hólum og býður í kaffi i mat-
sal. Segir hann sögu staðarins í stuttu máli og
margs er að spyrja. „Hvaða stíll er það, að
hafa kirkjuturninn úti á hlaði,“ leikur Pálma
Gestssyni forvitni á að vita. Fær hann þau
svör að hann hafi verið reistur sem minnis-
merki um Jón Arason árið 1950, á 400 ára dán-
arafmæli biskups. Að öðru leyti kemur bygg-
ing kirkjunnar ekki við þessa sögu.
Það er kominn gestur!
í miðri tölu rýkur Jón skólastjóri skyndi-
lega upp til handa og fóta og biður leikhús-
menn að hafa sig afsakaðan. „Það er kominn
gestur!" Gestur þessi reynist vera sjálfur for-
sætisráðheiTann, Davíð Oddsson, sem kominn
er að Hólum ásamt kanadísku fyrirmenni.
Akveður hópurinn að troða þeim ekki um tær
og heldur áleiðis niður í kirkju. Á leiðinni er
kveðju kastað á forsætisráðherra og þeir
Ragnar leikskáld taka tal saman enda vinnufé-
lagar á hinu háa alþingi. Enginn heyrir hvað
þeim fer á milli en Lilja Guðrún gerir því
skóna að Davíð sé að biðja um hlutverk í leik-
ritinu. Sá er þá fylginn sér - kominn alla leið
norður í Hjaltadal til að sauma að höfundi!
í kirkjunni tekur Jón skólastjóri upp þráð-
inn og í máli hans kemur meðal annars fram að
ákaflega lítið hafi breyst þar frá dögum Odds.
Er hann spurður spjörunum úr og berst talið
að di-ykkjusiðum þeirra feðga, Odds og Gísla,
enda getgátur um að sá fyrrnefndi hafi verið
við öl þegar hann fór frá Víðivöllum kvöldið ör-
lagaríka. Segir Ragnar að heimildum beri sam-
an um að Gísli hafi að minnsta kosti verið veik-
ur fyi’ir víni. Þykir Jóni skólastjóra það heldur
vægt að orði kveðið: „Það má eiginlega segja
að hann hafi verið drykkjusjúkur!" Mikið var
drukkið á Hólum í þá daga og segir sagan að
Gísli biskup hafi þurf't að skenkja verkamönn-
unum, sem reistu kirkjuna, vel af víni - bara til
að koma þeim að verki.
Frá Hólum liggur leiðin í Glaumbæ á Lang-
holti, þar sem Solveig hvflir. Þar er einnig
grafinn Gísli, sonur séra Odds og Guðrúnar. 1
sumum heimildum er þess getið að Gísli þessi,
þá barn að aldri, hafí verið sendur af stað er
móðir hans taldi séra Odd vera að knýja dyra
hina afdrifaríku nótt. Snáðinn var aftur á móti
myrkfælinn og sneri við. „Það var eins gott að
hann fór ekki til dyra,“ segir Ólafía Hrönn, ný-
búin að heyra að Gísli muni vera ættfaðir þús-
und Skagfirðinga.
Leiði Solveigar er látlaust en yfir því dulúð,
sem erfitt er að lýsa með orðum. Fer vel á því
enda mun þessi huldukona, örlög hennar og
afdif, halda áfram að valda Skagfirðingum og
Islendingum öllum heilabrotum um ókomna
tíð!
Nawðsynleg ferð
Ragnar Arnalds er ánægður að degi lokn-
um. Segir að nauðsynlegt hafi verið að fá leik-
endur og aðstandendur sýningarinnar norður.
Sjálfur þekkir hann söguslóðir eins og lófann á
sér enda verið búsettur í Varmahlíð í áratugi.
„Leiki-it er auðvitað aldrei sagnfræði og nauð-
synlegt fyrir höfunda að lyfta sér upp yfir
sagnfræðilegar staðreyndir. Eigi að síður er
þýðingarmikið að fólk skynji hinar sögulegu
kringumstæður og vonandi á hópurinn eftir að
búa að þessari heimsókn meðan á æfingum
stendur."
Þórhallur Sigurðsson er að sama skapi sátt-
ur við afrakstur dagsins. „Við koinumst yfir
allt sem við ætluðum okkur í þessari ferð. Það
er alltaf gott að hafa raunveruleikann í sér, þó
nauðsynlegt sé líka að komast frá honum, og
þess vegna kusum við að gera þetta svona
snemma á æfíngaferlinu [á öðrum æfinga-
degi]. Hafa ber í huga að leikrit eni hvorki
sagnfræði né túlkun á þjóðháttum og þess
vegna er þetta fyrst og fremst til gamans gert
- og þetta var svo sannarlega skemmtilegur
dagur.“
Aðalleikendurnir, Vigdís Gunnarsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson, eru á einu máli um
að heimsóknin hafi verið vel heppnuð. Gaman
hafi verið að skoða umhverfið sem var vett-
vangur þeh-ra atburða sem frá er greint í verk-
inu. Vigdís skoðaði sig reyndar um á þessum
slóðum fyiT í sumar en Þröstur Leó kveðst
alltaf hafa „brunað hérna í gegn“. „Fyi-st um-
hverfið er til staðar væri fáranlegt að hafa ekki
fært sér það í nyt,“ segir Vigdís. Afi’aksturinn
kemur í Ijós í Þjóðleikhúsinu innan fárra vikna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 1 3