Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 5
kvað erfikvæðin eftir Sigríði Jónsdóttur á Eyj- ardalsá. Annað bii’tist mjög stytt í Andvökum (1:85). Sigríður þessi var frænka Stephans og á svipuðu reki, fædd 7. október 1851, framhjá- tökubarn sem Jón Ingjaldsson, maður Guð- nýjar á Eyjardalsá, átti með Helgu Stefáns- dóttur mágkonu sinni. Sigríður tengist einnig óbrotgjörnu framlagi Bárðardals til banda- rískra nútímabókmennta. Hún giftist árið 1877 Friðgeiri Jóakimssyni bónda á Hlíðar- enda en dó í hafi 1880, á leið til Vesturheims með barn undir belti. Friðgeh' Jóakimsson giftist aftur og tók upp eftimafnið Bardal. Saga Bardalfjölskyldunnar myndar uppistöð- una í sígildri ritgerð vestur-íslenska rithöfund- arins Bill Holm, „The Music of Failure" - sem nýkomin er út í íslenskri þýðingu í Skími (Haust 1997) undir heitinu ,Auðnuleysishljóm- kviðan". Börn Friðgeirs vom í alla staði auðnu- leysingjar (failure) á mælikvarða þeirrar inn- antómu velgengni sem mikið ber á í Bandaríkj- unum. En þau bjuggu yfir menningarlegri auð- legð, bæði tónlist og bókmenntum. Sú auðlegð gæddi þau fágætri mannlegri reisn sem hafði varanleg áhrif á Bill Holm. Þetta var útúrdúr, annar þráður rakinn en upphaflega var ætlað. Tómas Jónasson frá Hróarsstöðum er ekki alveg óþekktur maður í íslenskri bókmenntasögu. Hans er að góðu getið fyrir að hafa í sárri fátækt sinni verið einn af frumherjum leikritunar á Islandi. Hann fæddist að Veturliðastöðum í Fnjóska- dal 9. september 1835. Hann var í Kinn og Bárðardal 1862-74, nema á Akureyri 1866-67. Hann var fyrst hjá Sigríði systur sinni í Fremstafelli í Kinn, móður Jónasar Hall, sem var aldavinur Stephans G., og hjá Guðnýju og Jóni á Eyjardalsá 1863-64. A Alturevri líkaði honum ekki allt of ve*l, kynntist skuggahliðum mannlífsins og safnaði skuldum. Vorið 1867 réðst hann að Hlíðarenda í Bárðardal og kvæntist heimasætunni þar, Björgu Emilíu Þorsteinsdóttur, vorið næsta, 15. maí 1868. Þau bjuggu að Hlíðarenda til vorsins 1874, að þau fluttu að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Sig- urður Bjarnason frá Snæbjarnarstöðum lýsir Tómasi svo: Tómas var lítill vexti, en snar og liðlegur og mesti fimleikamaður, ágætlega glíminn og kunni bæði sund og handahlaup. Hann var ágætur skrifari, skrifaði fagra snarhönd, sett- letur og fljótaskrift, sem fáir kunnu á hans dögum.7 Tómas var gáfumaður, bókhneigður mjög og sískrifandi, orti allmikið af hefðbundnum nytjakveðskap sem var öllu betri en gengur og gerist. Hann hélt dagbók og fjárbækur, teiknaði upp bæi, skrifaði búskaparlýsingar og verklýsingar við byggingar. Og hann las góðbókmenntir, einkum leikrit, Shakespeare og Holberg. Til er ríflegur reikningur fyrir bókakaup frá árinu 1866, þegar hann var á Akureyri, kannski er þar meginstofn skuld- anna sem hann stofnaði til. Þar má sjá til að mynda „Nielsen Grundideernes Logik,“ „Nordsti-öm Jordbruget," „Meyer M. Fremmed Ordbog," „Heibergs poetiske skrifter,“ 15 hefti af leikritum Shakespeares, 8 hefti af orðabók Fritzners, Biblíu á ensku, „Jónsson Oldnordisk Ordbók" omfl. Hann virðist jafnvel hafa keypt bækur nokkuð örar en efnahagur hans leyfði, ef marka má fáeinar vinsamlegar orðsendingar í bréfum frá J. Halldórssyni á Akureyri sem hefur selt hon- um bækurnar. Reyndar er tónninn í orðsend- ingum bóksalans orðinn þurrari þegar hann er að rukka andvirði 33. heftisins af leikritum Shakespeares vorið 1872.8 Tómas var einn hinna fjölmörgu íslensku almúgamanna sem gagnteknir voru af bók- lestri og skriftum, jafnvel svo að bitnaði á bú- störfum. Fræg er sú saga af bókhneigð hans, að þegar þurrkflæsa kom eftir langan vætukafla hafi allir sem vettlingi gátu valdið farið út að róta við heyi, dreifa úr drýlum og múgum. Nema Tómas, hann fór að þurrka sagga af bókum sínum. Þessi saga sýnir að bústörf og ritstörf samrýmdust ekki ætíð, enda getur Tómas þess í bréfsuppkasti aftan á bókareikningnum mikla frá Akureyri að rit- síörf sín séu unnin í stopulum tómstundum. Nokkuð er varðveitt af dagbókum Tómasar.9 Þar eru reglufastar veðurathuganir, og breið- ur dálkur er ætlaður störfum hans, misvel fylltur. Þau ár sem vesturferðirnar voru ofar- lega á baugi í Bárðardal ber dálkurinn yfir- skriftina „works“ og hann bregður einnig fyr- ir sig dönsku. Við fáorða lýsingu á brúðkaups- veislu í Fnjóskadal stendur bara „beruset" innan sviga. Dagbækurnar birta í brotum og svipleiftrum innsýn í kröpp lífskjör stritandi bónda. Hann er alltaf mikið á ferðinni á hross- um sínum Val og Völu, á heimaslóðirnar í Fnjóskadal, til Húsavíkur, austur í Mývatns- sveit, inn á Akureyri og fram í Eyjafjörð, til Sigríðar systur sinnar og Hallgríms bónda hennar á Fremstafelli í Kinn. Hann fór mikið á bæi í Bárðardal og að sama skapi var gest- Handritadeild Landsbókasafns „HEIMA OG HÉRNA“, leikrit eftir Stephan G. Stephansson. Titilsíða eiginhandarrits. STEBBI í Seli - Stephan G. Stephansson. Ljóst er að leiðir hans og Tómasar Jónassonar hafa legið saman. Tómas kom að Mjóadal og átti mikil samskipti við frændfólk Stephans á Eyjardalsá og Mýri. kvæmt hjá honum. Mikill samgangur var við Eyjardalsárfólkið sem oft var honum innan handar um kornlúku og heypoka. Tómas var vinsæll maður og eftirsóttur til barnakennslu og annarra starfa, t.a.m. bók- bands. Enda má sjá uppköst að hugleiðingum um kennslu og uppeldi barna í dagbókum hans. Hann kom öðru hvoru í Halldórsstaði veturinn 1873, um þær mundir sem Stefán vinnumaður í Mjóadal naut þar þeirrar einu skólagöngu sem honum hlotnaðist um ævina. Þá um vorið skrifaði Tómas í kirkjubækur og fleira á Halldórsstöðum, meðan Eyfirðingar sóttu flutning Jóns Austmann, sem fékk brauð í Saurbæ. Tómas leit stundum til með undirbúningi fermingarbarna og veturinn 1874 kenndi hann börnum stórbóndans á Stóruvöllum. 1879 fór hann til barnakennslu allt austur í Laxamýri að kenna eldri systkin- um Jóhanns Sigurjónssonar og þaðan í Mýri í Bárðardal að kenna móðurlausum frændum Stefáns, sonum Helgu Stefánsdóttur er lést haustið 1873. Þrátt fyrir nokki'ar mannvirðingar vegna lærdóms var lífsbaráttan hörð árið um kring. A veturna bregður fyrir í dagbókum Tómasar tóvinnu, aðdráttum og fjárragi í vetrarhörk- um, það þurfti að halda fé til beitar og brjóta skarann fyrir það. Snemma vors er hann far- inn að berja á velli og einkum vorið 1871 má sjá að hart hefur verið í búi, því þá tíundar Tómas öllu ger en endranær góðgerðir á bæj- um, mat, vætu, mjólk og kaffi. Hann hefur þá lengstum verið svangur á ferðum sínum og orðið litlu feginn. Sauðburður er seinnipart- inn í maí og þá gelding sauða, rúningur, ullar- þvottur og fráfærur, sem hann tilfærir af ná- kvæmni, hve margt var stíað og fært frá hvern dag. Frá júlíbyrjun og stundum fram- yfir göngur er baksað við heyskap, skikar slegnir hingað og þangað: „slegin neðan við Hulduhól" mánudaginn 2. júlí 1871 og daginn eftir ofan við hólinn, á miðvikudaginn „í efri- geirunum dreift sumu hæsti úr heyi“. Afram var hjakkað með orfið, lengst af í rigningu, það virðist varla hafa stytt upp þetta sumar. 20. júlí stendur „fruentimmer ubehagelig". ■j ,r A'f/Ý A'yp’ 1 >! (! Ti'fii v rSo/Z/r /ay /• . . •, fd'fi, /:L/&vr a /// i u ". $Ö$-ílJár f '/ífruiH/U f i 1? a r JiiS/ if/ /tyrS, t {■'>■-■ i/4• ■' .• Sjðj'.n //fó. C> *' / ' /’ £) ■ ■ jí iu t<>j t/}?.. vt/syuffunft/sr . ifranhn V. J ?? :j /'cryfy&strr ———i_________- ■'■ v,r, • &<>/'■:. ' • V /yyz, : /• ' s* ’'*■■:.>• \ « f V ... '? Handritadeild Landsbókasafns EIGINHANDARRIT Tómasar á Hróarstöðum að leikriti sem oftast er kallað Vinirnir, eða Úthýsingin. nto/i tttkhf /tí'* *í ohJJi. 0 p'tXrfntnfi nil/. £/tv (jncJ/L fafir (llVHÁi'Y' Sfaif fffri p ($a JuÁt Vl ■ ýip>fev IrnJ1'K) •iifitliM'ó.hfi- — • t ttj 'h*nmí (li/íSttA- <1 <4/ (ifdyp- . Sitc fí fin . fjtonj (it, SttoteU. K4L, ji-r h p Úí hrhíL. ht oliro V/ */**/?*■ Qnjtr a ihMMv , Oý -fifija ftt nf -nts/if nLj ’M ■?/(*■ 'svi/b, \ / VLÍ'imi/ . C^Vl) H. Hallur heitir; og á að leika það hér, en ég verð á rassinum því ég hef svo mikið að gjöra. “n A sumardaginn fyrsta er þessu troðið í eina línu í dagbók Tómasar og ægir þar öllu saman: „Leikin Hallr (Sigr. Eyad) Jónas (Hjálm- ar) Anna (Hinrik) Jón B Sigrðr)Bensi (Sveinn) Sigr. Jo (Bóth) Stóruvöllum (29) Baldv (Finnr prest) Malfr (Margr.) Pórhildr (Rósa) Mar- grét (Sofía) Halldórsstöðum. Jón H.s. Jón- sen. “ Daginn eftir stendur í dagbókinni: „ég gisti á Stóruv. fór heim.“ „Hallur" er staðfærð þýð- ing á leikriti Holbergs, Fröken „Pernilles kor- te Fröikenstand". Tómas þýddi og staðfærði annað leikrit eftir Holberg, „Ebeneser og annríkið“ (Den stundeslose) og frumsamdi tvö leikrit til viðbótai', „Vinina“ og „Yfirdómar- ann“, býsna skemmtileg verk þar sem áhrifin frá Holberg og Shakespeare eru nokkuð aug- ljós. Tómas gerði ekki endasleppt með þessa sýningu. Engin dagbók finnst fyrir árið 1872, en frægðarsólin rís undir vor 1873. 27. mars fékk hann þessa orðsendingu frá Halldórs- stöðum, sem sýnir að hann hefur sáð í frjóan svörð, en niðurlagið vantar: „Elskaði vinur! Nú hefi eg lesið undursamlegt leikrit. Og ___________________ gjörði eg það í hinu mesta snarræði. Per- sónur eru 7 - sjö, 3 kvinnur og 4 kallar, rit- ið heitir FjarðaFúsi. Eg var að líma á það, ann- ars hefði eg sendt þjer það með þessari ferð, því eg atla að bera það undir þig hvort þjer síndist hugsandi að leika...“12 ■þj/n-, Tim f.W..í/ %L fM Ktil Vfvooíl hi*rrtu/ VifiÍJitnv-rtý -fjrvnir ftíjait'U'drv/riinyf, S<i MS&tul ýprú' SlMJ (rvtc/ fa*CiU'*ru/ jiffup ’íúoOÍitO, þí/ -iMv í 1 37-í Áí 'jvkhiii Jotpofhfc i/J, úí fttí VíhofL /rfitL. n llt’ltjHsllik ~ fr£ /iCnnisfrip , \uu/ íhttt <4 it>r* v 1, fiOM’, ýii>9/?- jiój 1*1 J............-______________ Handritadeild Landsbókasafns HANDRIT Stephans G. Stephanssonar að Heimkomunni. Eftir mánaðamótin fer hann svo með Hall sinn til Akureyrar, ríð- andi á gæðingnum Val, það var sigurför. I dag- bókinni stendur við fóstudaginn 4. apríl, laugardaginn 5. og sunnudaginn 6: Hvort Björgu konu hans hefir liðið ónotalega eða hún hafi verið með ónot við hann verður aldrei upplýst. Reynt var að þurrka heyið, raka og setja í drýli, en það lá undir skemmd- um. Orðin „kom ofaní“ eru algeng í dagbók- inni þessa sumardaga. Allt sumarið var slegið, þó ekki fimmtudaginn 9. ágúst, þá var „stór- regn og úði“ og „setið inni hús og hlöður leka“. Þá hefur verið döpur vist innandyra og hætt við að blotnað hafi í bókum Tómasar bónda. Reynt var að ná heyi framyfir göngur, þá tók við sláturtíð, sauðir skornir, gert að slátrum og gærur rakaðar og unnar, farið í kaupstað. Og vetur gekk í garð. Þannig liðu árin, en stritið tók toll af Tómasi. Sjá má af dagbókarfærslum hans vorið 1874 að hann var þreyttur, bakveikur og gigtveikur. Tómas Jónasson vai'ð ekki langlífur, hann lést úr bráðri lungnabólgu 2. október 1883. Björg Emilía lifði mann sinn og kom bömunum sjö til manns. Hún lést á Isafirði 2. desember 1915. Af þeim er kominn mikill ættbogi sem setur sterkan svip á þjóðlíf og menningu í dag. Menn hljóta að undrast að hægt hafi verið að sinna bóklegri iðju við þessar aðstæður. En það gerði Tómas Jónasson með þeim hætti að vert væri að hafa meira í hávegum en gert hefur verið hingað til. Líklegt er að hann hafi séð fáeina sjónleiki á Akureyri, trúlega á dönsku. Hann var í Brekku í Kaupangssveit 1861-62 svo vera má að hann hafi bmgðið sér fram í Grund og séð þar fyrstu leiksýningar sem settar voru upp í dreifbýli á íslandi. Að því stóðu synir Olafs Briem timburmeistara upp úr 1860.10 Það hefur hins vegar farið framhjá sagnariturum leiklistarinnar að það var Tómas bóndi á Hlíðarenda sem einna fyrstur fór í spor þeirra. í páskavikunni, mið- vikudaginn 5. apríl 1871, má lesa í dagbók hans: „ég skrifa leikritið" og um leið virðist hann hafa sent uppskriftir af Othello, Hinrik V og Hinrik VI vestur á Bægisá og selt Jóni á Gautlöndum líka. Daginn eftir stendur „eg skr. Hall“ en næstu tvo daga skrifaði hann ættir. En á laugardaginn er „sendr Hallr með Helgu Eyad[alsá]“. Næstu daga var flutt hey, boli sóttur og prestlömbum skilað þótt bæði væru horuð en upp úr sumarmálum virðast vera leikæfingar. Jón Halldórsson frá Birn- ingsstöðum var þá á Stóruvöllum og kvartar undan þessum leiklistarósköpum í bréfi frá 17. apn'l til Benedikts á Auðnum: „Fyrir sumardaginn fyi-sta þarf ég að verða búinn að læra fjandi langa rollu í leikriti sem ‘Fór á Akureyri hitti Jónas frá Sigluvík. Leik- ararnir komu á eirina rjett á undan mjer. hjeldu (Pröve) 2 eg við aðra og Jónas Jensen Jakob Havstein. eg tap- aði Val. ég var í nótt hjá Friðf. gullsmið, leitaði út á Oddeyri fann Val í Hólmunum. Leikið Biðl- arnir og Hallr. Haldnar áður 4 æfíngar. Leik- irnirfóru velfram. HallgrMukþ. (Hallr) Guð- ný Þr (Bóth) Eggert Dav.s. (Hinrik) 3 frá Miklagarði. 3 frá Grund. Skjön dag. gisti hjá Friðfínni. Messað hjer. Leikið hið sama og í gær. Skjön dag. Jónas hvarf mér, lá í sófa hjá Friðb Stn.s." „Guðný Þr“ var Guðný Jónasdóttir systir Tómasar, húsfreyja á Þremi í Ongulsstaða- hreppi. Þessir síðvetrardagar á Akureyri hafa eflaust verið sólríkir og fagrir, en líklegt er að „skjönhed“ þeirra hafi fyrst og fremst verið í huga fátæka bóndans úr Bárðardal sem í ann- að sinn sá leikrit sitt á sviði, og nú í sjálfum kaupstaðnum þar sem honum hafði ekki liðið sem best fáum árum áður. Leikrit hans voru sýnd víða um Eyjafjörð næstu árin. Sýningin á Stóruvöllum er fyrsta leiksýning í dreifbýli á Islandi sem traustar heimildir eru um fyrir utan sýningarnar á Grund, en óljósar heimild- ir herma að leikrit hafi verið sýnd í Eyjafirði fyrir 1870.13 Tómas frá Hróarsstöðum og Stephan G. Stephansson voru erfiðismenn, og stundum hefur heyrst að erfiði og takmörkuð skóla- ganga hafi verið þeim böl. Slíku neitaði Steph- an staðfastlega. Vinnan myndar sterka kjöl- festu í verkum hans og öðlast þar dýpri merk- ingu. Eflaust hafa erfiðismenn fyrri tíma haft sögur og kveðskap uppí sér við vinnu sína og auðséð er af dagbókum Tómasai' að bústörf og bókleg iðja fléttuðust einatt saman. Vinn- an, náttúran og skáldskapurinn renna saman í eftirfarandi hendingum Stephans: Sporlaust hverfur þú og þjóð þín, skilirðu ei framtíð skáldi að gjöf. Sólar skin og skúradrög skalt í hending saman tvinna. Regnstorm við og reiðarslög reyndu máttinn stuðla þinna! Svo skal þjóð þín vakin vinna sumarstörí um láð og lög (Andvökur 1:8). Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er bókmenntafræðingur og vinnur að ritun ævisögu Stephans G. Stephanssonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.