Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 13
KRISTJÁN ÁRNASON FRAMVINDA Þú varst höndin sem skapaði heiminn, ég var hringur á þér. Þú varst drúpandi ávöxtur Edens, ég var óþroskað ber. Þú varst bústaður unaðs og ásta ég var eldstó íþér. Þú varst sigurtákn, sorfíð í steininn, ég var sigraður her. Þú varst elding sem eikina brenndi, ég var akarn í skóg. Þú varst norðurljós nákalt á himni, ég var neistinn sem dó. Þú varst stormur á heimskautahjai-ni, ég var haustkvöldsins blær. Þú varst Ijóminn af framtíðar logum. Ég var Ijósið í gær. Þú varst sólin sem ísunum eyddi, ég var ísinn sem þarf. Þú varst loginn sem reykmekki reisti. Ég var regnið sem hvarf. Þú varst farleið til fegurri heima, ég var feðranna trú. Þú ert glerbrot úr háreistum himni. En hvað er ég nú? TRÖLLASKARÐ Töfrandi er við Tröllaskarð á tunglskinsnóttu að stansa. Auðnin breytist íaldingarð, álfakropparnir dansa. En mörgum afþví meint þó varð, mælgi þeirra að ansa. Dynur í eyrum álfareið, ýmsum töfrum þeir beita. Huldumeyjarnar syngja seið, sæludögum þér heita. A endanum verður engin leið, indælu floti að neita. HINSTA SUMAR Þó að karlinn læðist að með Ijáinn, ég læt það ekki draga úr mér þrótt. Því ég veit að þegar einn er dáinn, þá hafa fæðst í heiminn börn í nótt. Og lífsins eik, hún lætur akarn falla, á litla blettinn - þarna sem ég stóð. Og þó að sporin þurrkist útað kálla, þraukar kannski eitthvert vængjað ljóð. Hvað viltu gera viðþitt hinsta sumar? Ég vildi yrkja, og syngja -, gæti égþað. Ég vildi eiga ræðuraust sem þrumar, og rafurpenna, að skrifa á þetta blað! Ég vildi ferðast, fljúga um rúm og tíma, fara slóðir aldrei gengnar fyrr. Alla „kaos" rétta afog ríma. Ráða því, hvort sólin stæði kyrr. Ég vildi leggja að beru brjósti mínu j?au börn er engan kærleik fá að sjá. Ég vildi eyða bræðra böli ogpínu. Bölvun þeirri er hatrið nær að sá. Ég vildi, æ hvað vildi ég nú aftur? ég vildi - sennilega ekki neitt. Ekki getur gamall, fúinn raftur, gangi himintungla að marki breytt! MORGUNN í REYKJAVÍK Umferðarljósin depla döprum augum, dagsbirtan seytlar niður Esju hlíðar. Reykjavík fer að rísa innan tíðar. Runnið er fjör afnæturinnar draugum. Gljáfægðir vendir gótuvélar sópa gærdagsins ryki upp í sjóð þess horfna. I ölvímu reika um Ingólfsbrunninn forna, einmana sálir, lífsins strandaglópar. Malbikið grætur söltum tjórutárum, tætt afgöddum hjóls, er við því spyrna. Úti á sundum dagur opnar dyrnar, dansandi geisla yfír léttum bárum. GAMLA KONAN Hún sat þar stjörf í stólnum sínum, starði á ekki neitt. Æðáberar, hnýttar hendur, hárið illa greitt. Hugur leitar aftur, aftur, áratuga skeið. Með sælubros á sætum vórum sat hún þá og beið. Gullna hárið fímum fíngrum fagurlega greitt. Til heiðurs þeim er hjartað þráði, hagablómum skreytt. En brúðguminn með brosið fagra birtist henni ei. Kannski fann hann aðra ennþá yndislegri mey. Reynir til að rísa á fætur, rjálað er við dyr. „Elsku vinur, aðþú skyldir ekki koma fyr"! Hurðin líður hægt frá stöfum, hljótt er stigið inn. Brúðguminn með beitta ljáinn býður arminn sinn. FERÐ A ENDA Stýri er stirðlega snúið, stefna tekin á land. Ei verður framar fíúið fleyi að sigla í strand. Stró'ndin er fýrir stafhi, stýrið í Drottins nafni. Margur beljandi boðinn og brotsjóir gengnir hjá. Rifín og velkt er voðin, vafin um brotna rá. Kynleg urghljóð við kjölinn, kveður nástranda mölin. Höfundurinn er skáld, bóndi og smiður á Skáló í Sléttuhlíð. hans voru miklar hallir, bústaðir genginna keisara, svo og höll Moctezuma 11., skrúðgarðar hans og dýragarðar. Utan þessarar borgarmiðju voru íbúðahverfi og miklir markaðir, sem að sögn Spánverjanna voru stærri og tilkomumeiri en best gerðist í Evrópu, svo sem í Róm og Konstantinópel. Borgin var í laginu eins og pýramídi, efst trónaði hof sólguðsins, síðan komu hallirnar, en fjær bjó alþýðan í einlyftum húsum, gjarnan með garði umhverfis þar sem ræktuð voru blóm og matjurtir. Höfuðborgin var stór; hefur verið áætlað að íbúar hennar hafi verið milli 200 og 300 þúsund, en aðrar heimildir telja ólíklegt að þeir hafi verið fleiri en 80 þúsund. Hvorki stjórnarfarslegir hæfileikar, efnahagslegir ávinningar né landfræðilegar orsakir skýra mikilfengleika höfuð- borgarinnar. Það var trúin sem fyllti azteka fítonskrafti vegna loforða æðsta guðs þeirra, HuitzOopochtli, um að hann myndi gera þá að herrum jarðarinnar því til þess væri hann sendur þeim. Það veitti þeim fullvissu um réttmæti gerða sinna og krafði þá jafnframt um skilyrðislausa þjónkun við guð sinn. Aztekar þurftu að þola mikið harðræði til að sjá draum sinn rætast, og þegar þeir öðluðust drottinvald og ríkidæmi urðu þeh* að viðhalda lifi og mætti í guði sínum. Á hverju kvöldi þegar hann fól sig bak við vesturfjöllin nagaði þá efinn: Myndi honum takast að sigrast á óvinum sínum þessa nóttina, yfirvinna tígurinn og aðrar grimmar vættir og fæðast að nýju á komandi morgni? Til að vera öruggir um að það mætti takast varð að efla hann, og eina ráðið sem þeir fundu til þess var að fórna óvinum aztekanna og vökva guðinn mannsblóði. Með því móti tryggðu þeir bæði sér og öðrum blessun sólguðsins sem svo augljóslega gagnaðist mönnum með lífgefandi birtu sinni og hita, og tryggði vöxt og grósku alls þess sem bjó í náttúrunni, en færði þeim útvöldum að auki heimsyfirráð. „Þannig gegnsýrði hinn mikli hernaðarandi allt líf og sögu þessarar þjóðar í beinum tengslum við trúarbrögðin," segir í bók Sigurðar Hjartarsonar, Þættir úr sögu Rómönsku Ameríku. „Allt frá stofnun höfuðborgarinnar og til komu Cortesar má segja að aztekaþjóðin hafi lifað í stöðugu hernaðarástandi. Því auk þess að afla varð fórna fyrir guðina þurfti að halda niðri hinum mörgu og erfiðu þjóðum er aztekar byggðu sitt stórveldi á. Því kann að þykja undarlegt að þetta volduga ríki skyldi falla svo snögglega fyrir nokkrum hundruðum Spánverja og fáeinum þúsundum indjánskra aðstoðarmanna þeirra. En það sem gerðist var að ríki aztekanna hrundi gjörsamlega til grunna." „Cortés er kaldur geisli" Átakanleg er saga síðasta keisara aztekaríkisins mikla, Moctezuma, sem var fulltrúi sólguðsins; í senn æðstiprestur og yfirmaður hersins, en það voru tvö meginhlutverk keisaranna. Moctezuma hafði reynst fær stríðsmaður og feikitrúaður prestur þótt hann væri meiri hugsuður en hermaður, öfugt við forvera sinn, og varð það honum líklega að falli ásamt sterkri forlagatrú. En sú goðgögn var til um merkan guð, Quetzalcoatl, sem var hvítur á hörund, jafnvel skeggjaður, og var guð lista og bókmennta, guð mildi og kærleika, að einn af höfuðguðum aztekanna hefði rekið hann frá völdum og hrakið burt úr landi. Sagan sagði að hinn hvíti ás myndi dag einn snúa aftur og heimta ríki sitt. Mochtezuma kann að hafa þekkt þessa goðsögn og af þeim sökum verið hikandi að verjast aðkomumönnum og því tókst Hernán Cortés að hneppa hann í varðhald án nokkurra blóðsúthellinga. Bernal Díaz segir frá því í sögu sinni er Moctezuma var haldið fóngnum í höllu sinni, en vingaðist samt við Cortés og menn hans og gaf þeim gull og góðar gjafir. En vegna ástæðulausra drápa eins af foringjum Cortésar og liðsmanna hans á indjánum henti það að Mexíkóbúar gerðu uppreisn og sóru að linna ekki bardaga fyrr en síðasti Spánverjinn væri fallinn. Og í stað þess sem var gísl hvítu mannanna tóku þeir sér annan höfðingja fyrir keisara. Þar segir svo: „Þegar Cortés sá allt þetta, afréð hann að láta Montezuma tala til þeirra af þakinu og segja þeim, að stríðið yrði að enda, og að við óskuðum eftir að yfirgefa borgina. Þegar þeir færðu hinum mikla Montezuma þessi skilaboð, er það skráð að hann hafi sagt af mikilli sorg: Hvers óskar höfðinginn frekar af mér? Ég vil hvorki lifa lengur, né hlusta á hann, slík eru örlög mín orðin. Og hann neitaði að koma, og það er jafnvel skráð, að hann hafi hvorki viljað sjá hann né heyra, né hlusta á svikin orð hans, loforð og lygar... Montezuma var þá færður að skotraufum á þakinu, og hafði marga af okkur hermönnunum til að verja sig. Og hann tók að tala við fólk sitt, og mælti við það mörg blíðuorð, og bað það að leggja niður vopn, og sagði, að við myndum fara burt úr Mexíkó. Margir höfðingjanna þekktu hann vel, og skipuðu samstundis mönnum sínum að þagna og hætta að senda grjót og örvar, og fjórir þeirra fóru þangað sem Montezuma gat talað við þá, og með tárin í augunum sögðu þeir við hann: „Ó, herra og mikli konungur, ólán þitt og svívirðing við þig og börn þín og ættfólk tekur okkur sárt. Vita skaltu, að við höfum tekið fyrir keisara einn af þinni ætt, en munum eftir sem áður hafa þig í mestum metum, ef svo fer sem við væntum." Og þeir báðu hann að fyrirgefa sér. Þeir höfðu vart lokið máli sínu, þegar grjóthríð dundi yfir okkur og þrír steinar lentu á honum: Einn á höfði hans, annar á handlegg og sá þriðji á fæti, og þótt þeir bæðu hann að láta bua um sárin, neitaði hann því. Sannarlega, þegar við síst áttum þess von, komu þeir til að segja okkur, að hann væri látinn. Cortés grét yfir honum og við allir, bæði foringjar og hermenn, og enginn var sá á meðal okkar, sem hafði þekkt hann og vingast við hann, að hann harmaði ekki dauða hans, eins og hann væri faðir okkar. Og það er ekki að undra, því slíkt góðmenni var hann. Vitað er, að hann réð ríkjum í sjötigi ára, og að hann barðist sjálfur og sigraði í þremur stríðum á hendur þjóðum, sem nú voru þegnar hans." Við dauða Moctezuma rísa borgarbúar allir sem einn gegn Spánverjum, og eina úrræðið sem þeir nú höfðu var að sitja um borgina og svelta inni íbúana sem neituðu að gefast upp því þeir höfðu svarið að drepa Cortés og menn hans, en deyja ella. Umsátrið hófst 21. maí og stóð í 85 daga. Á öllum þeim tíma létu Mexíkóbúar engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skort á vatni og mat, yfirburði Spánverja í vopnabúnaði og allan þann fjölda landa þeirra sem höfðu gengið til liðs við þá. Sérhvern nýjan dag voru þeir jafnstaðfastir í ákvörðun sinni og þeir lögðu aldrei niður vopn, en börðust frá dögun til dimmu. Þegar þeir voru flestir fallnir þraukuðu þeir sem eftir lifðu og höfnuðu hvað eftir annað friðarumleitunum Cortésar. Þannig létu þeir lífið, en Spánverjar náðu um síðir borginni á sitt vald. Hernán Cortés vann að flestra mati mikið stórvirki er hann lagði undir sig aztekaríkið og stofnaði þar með fyrstu nýlendu Spánverja á meginlandi Ameríku. Endalok Cortésar urðu hins vegar þau að hann lést aldraður í heimalandi sínu, sár og vonsvikinn yfir því að konungur hans neitaði að meta að verðleikum dáðir hans og hermennsku sem færði spænsku krúnunni þessa miklu nýlendu og fjarlæga stórveldi. Raunar enduðu margir konkistadoranna daga sína í úlfúð og tortryggni sín á milli, jafnvel vígaferlum, enda gátu þeir ekki setið á sátts höfði um skiptingu landa og auðæva og lengi vel ríkti í nýlendunum einskonar sturlungaöld. Höfundur er rithöfundur og bókovörour. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.