Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 11
mur eða lítið musteri. Ljósmyndir: Golli iinar og af stigapalliinum, er gengt út á svalir. Forstofa sem varla á sinn Ifka Enginn hleypur í spretti hringstigann úr safninu upp í íbúðina því hann er þröngur og brattur. Stiginn endar á stigapalli í litlu herbergi sem HELGIBLÆR í dyngju húsfreyjunnar: Gluggi með mynd eftir Einar INN AF íveruherbergjum hjónanna hafði hvort þeirra sína lok- varpar daufu skini á orgelið. rekkju. Allt var það látið taka eins lítið rými og mögulegt var. gegnir hlutverki forstofu; hvítmálaðir glugg- ar með smáskornum rúðum á þrjá vegu og fyrir miðju er bogadreginn gluggi með vængjahurðum og þar er gengt út á svalir. Það er undir eins ljóst, að þessi forstofa er mjög sér á parti. I miðju hringstigans er súla og á enda hennar mjórri járnsúla, svört, en höggmynd eftir Einar Jónsson efst á henni. ¦ Handriðið á brún hringstigans er smíðað úr harðviði og nær allan hringinn, en fjórðung hringsins hefur Einar nýtt til að halda uppi hillu og stendur á henni glæsilegur þýzkur vasi, trúlega gjöf til listamannsins. Veggirnir era blámálaðir á móti hvítum gluggunum, en undir hliðargluggunum báðum megin eru sérsmíðaðir trébekkir sem Einar hefur teiknað; uppúr örmum þeirra eru drekahöf- uð. Tvær lágmyndir, málaðar í sterkum lit- um á svörtum fleti eru á veggjunum, báðar með landvættum íslands og þar er einnig upphleypt íslandskort sem á stendur Thule. Svarti liturinn í smíðajárninu á miðsúlunni er síðan endurtekinn í svörtum póstum utan um ljósrauða fleti báðum megin við dyrnar inn í íbúðina. Alhvarf Einars Þegar inn er komið er sérstakt athvarf lista- mannsins hægra megin. Það getur hvort sem er verið hvíldarherbergi, bókastofa eða jafn- vel tilbeiðslustaður. Það hefur ugglaust verið vinnustofa einnig, því þar hefur Einar sezt niður og teiknað. Flatarmálið er varla meira en 10 fermetrar. Einar hefur hannað og látið sérsmíða skrifborð, sem fellur inn í krók og krókurinn sá er eins og smá musteri eða helgidómur. Samhverfir bókaskápar úr dökkum viði og með glerhurðum, mynda stuðla; þeir hæstu og breiðustu yzt, síðan tveir mjórri og lægri inn að miðju. Á þeirri miðju er hvítur stallur undir lítilli afsteypu af mynd eftir Einar, en veggflöturinn þar yfir panelklæddur og í sterkum bláum lit. Þar á miðjum fletinum er er hvítur, upp- hleyptur þríhyrningur - tákn guðdómsins - og eitt af hinum sérkennilegu og fógru mál- verkum Einars er málað innan á kúpt, hring- laga gler í miðju þríhyrningsins. A smástalli stendur sími sem nú telst antík, en á skrifborðinu er fallegur lampi, lokað skrín, lítil afsteypa af mynd eftir Thor- valdsen. Einnig gleraugu Einars, innram- maðar myndir af Önnu á yngri árum og af Einari í Róm. Til hliðar við bókaskápinn er vinstra megin röð mynda frá landinu helga, en hægra megin er mikið „raritet": Skápur með 12 smáum rúðum á hurðinni; sett upp eins og steindur gluggi í dómkirkju. Á glerið hefur Einar málað smámyndir, sem geta tal- izt dæmigerðar fyrir trúarskoðanir og list Einars ásamt hinu táknræna inntaki sem var honum svo kært. I miðju gluggans er mynd af byggingu, sem virðist vera kirkja eða helgidómur, en íslenzkt fjall í baksýn. En framan við þessa byggingu eru tvær vængj- aðar verur. I bókaskápunum eru m.a. listaverkabæk- ur, Þyrnar Þorsteins Erlingssonar, Biblían, ljóð Byrons og Dantes, Herra Jón Arason, Vídalínspostilla, safnrit um skáld á 19. öld og sálmabókin. Utan um ofninn hefur Einar látið smíða ofn með málmristum. Á honum stendur af; steypa af Ingólfsmyndinni á Arnarhóli. I öðram smærri bókaskáp eru kiljur. Stærst einstakra hluta í stofu Einars er veggteppi, um 190x120 cm. Má ætla að Einar hafi metið DYNGJA húsfreyjunnar hefur verið innréttuð af mikilli alúð og bænastóliinn undir glugganum og krossmarkið vitna um kaþólska trúariðkun Önnu. ÚR STOFUNNI. Þar er kringlótt borð, stólar og bókaskápar sem ná frá gólfi til lofts. Einnig portret af Einari og tvö af Ónnu. * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 II

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.