Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 19
FORSTÖÐU- MAÐURFRÆÐA- SETURSINS SNORRASTOFU BERGUR Þorgeirsson bókmenntafræðing- ur hefur verið ráðinn forstöðumaður sjálfs- eignarstofnunarinnar Snorrastofu, fræðaset- urs í Reykholti. Hann lauk M.A.-prófi í ís- lenskum bókmenntum frá Háskólas íslands 1994. Hann hefur síðustu ár stundað dokt- orsnám í íslenskum fornbókmenntum við bókmenntafræðistofnun Háskólans í Gauta- borg þar sem hann hefur aðallega fengist við rannsóknir á tengslum fornaldasagna Norð- urlanda og Eddukvæða. Síðastliðið ár hefur hann gegnt fræðimannsstöðu við sama skóla. Bergur tók til starfa hjá Snorrastofu 1. september sl., en frá og með mánudeginum 14. september verður opin skrifstofa í Snorrastofu, í noi'ðurenda húss gamla Hér- aðsskólans í Reykholti. Hlutverk stofnunar- innar er að stuðla að rannsóknum og kynn- ingu á miðaldafræðum og sögu Borgarfjarð- arhéraðs. Björn Bjaraason menntamálaráð- herra hefur skipað nefnd sem hefur það að markmiði að kanna og koma með tillögur um hveraig þessari starfsemi verður komið á fót. Nefndina skipa Guðmundur Magnússon, sem tilnefndur er af menntamálaráðherra og jafnframt er formaður nefndarinnar, Helga Kress, tilnefnd af Háskóla Islands, og Bjami Guðmundsson, nýskipaður formaður stjórn- ar Snorrastofu. Starfræksla Snorrastofu er liður í endurreisn Reykholts sem menning- arseturs í kjölfar þess að skólastarfí var hætt á staðnum. Auk Snorrastofu koma ýmis fyrirtæki og stofnanir að þessu uppbygging- arstarfi, m.a. Reykholtskirkja, ferðaþjónust- an Heimskringla og Hótel Reykholt, nýtt hótel sem tekur á móti gestum allt árið, segir í fréttatilkynningu. Fyrirhugað er að ný bygging fræðaseturs- ins verði tekin til notkunar á miðju næsta ári. Húsnæðinu, sem verður við hlið nýju kirkjunnar í Reykholti, er ætlað að hýsa bókasafn, sem vonast er til að með tíð og tíma verði að rannsóknarbókasafni í mið- aldafræðum. Komið verður upp hentugri vinnuaðstöðu fyrir fræðastörf auk gestaíbúð- ar fyrir fræðimenn og rithöfunda. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞETTA fólk mun leika fyrir gesti í Kammermúsíkklúbbnum annað kvöld: Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Richard Talkowsky, Helga Þórarinsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Guðmundur Kristmundsson. KVARTETTAR OG KVINTETT / / I KA/VMERMUSIKKLUBBNUM FYRSTU tónleikar starfsársins í Kammermúsíkklúbbnum verða haldnir í Bú- staðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Fram kemur kvartett skipaður fíðluleik- urunum Sigrúnu og Sigurlaugu Eðvaldsdætr- um, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara og Ric- hard Talkowsky sellóleikara. Guðmundur Kristmundsson víóluleikari leggur þeim lið í einu verki. A efnisskrá eru Strengjakvartett í D-dúr, op. 76,5 eftir Haydn, Kvintett í D-dúr, K. 593 eftir Mozart og Strengjakvartett í F- dúr, op. 96 eftir Dvorák. Á langri ævi Josephs Haydns tók tónlist hans stórstígum breytingum og í kvartettsmíð- inni vai-ð Mozart nokkur örlagavaldur. Haydn skrifaði mikinn fjölda kvartetta en kvartett- arnir sex op. 76 og tveir op. 77 þykja háleitast- ir - ávöxtur langrar og eljusamrar ævi. Kvar- tettana op. 76 tileinkaði tónskáldið Erdödy greifa. Eftir Wolfang Amadeus Mozart liggja sex strengjakvintettar. Eru þeir allh-, að hinum fyrsta frátöldum, frá síðustu fimm árum ævi hans. Talið er að hann hafi samið kvintettinn sem leikinn verður á tónleikunum annað kvöld handa ostakaupmanni nokkrum, Johann Tost að nafni, sem áður var fiðlari í hljómsveit Ha- ydns. Spiluðu Mozart, Haydn og vafalítið Tost kvintettinn sér til skemmtunar áður en Haydn lagði upp í Lundúnareisu sína 1791. Þegar hann sneri aftur var Mozart allur. Þótt eftir Antonín Dvorák liggi fjórtán strengjakvartettar, sem spanna meira en þrjá- tíu ára tímabil, hafa aðeins fáir þeirra notið þeirrar hylli sem mörgum þykir þeir eiga skil-» ið. Einn þeirra er Strengjakvartett í F-dúr, op. 96, oft nefndur Ameríski kvartettinn, sem Dvorák samdi í Bandaiákjaferð sinni. Eins og í öðrum verkum hans gætir þar sterkra áhrifa frá tékkneskum þjóðlögum en einnig mun hann hafa hrifist af tónlist bandarískra blökku- manna í vesturför sinni. HIÐ STÓRA OG HIÐ SMÁA TðKLIST Sfgildir diskar BERLIOZ Hector Berlioz: Requiem op. 5, Symphonie Fantastique op. 14. Kór: New England Conservatory Chorus. Einsöngur: Leopold Simoneau (tenór). Hljómsveit: Boston Symphony Orchestra. Stjórnandi: Charles Munch. Útgáfa: RCA Red Seal RD86210(2) (2 diskar). Upptaka: Apríl 1959 og nóvember 1954. Verð kr. 2.999 (Japis). HAFT er eftir hljómsveitarstjóranum Charles Munch að Hector Berlioz sé Delacroix tónlistarinnar, líkja má stór- brotnum tónverkum hans við geysistór mál- verk málarans þar sem hefðum og reglum er hent fyrir róða og augnablikið og inn- blásturinn látinn ráða ferðinni. Tónlist Berlioz er oft sérviskuleg: hverjum dytti t.d. í hug að setja saman háa flautu og dýpstu tóna básúnunnar og túbunnar. Dæmi um þannig einkennilegheit má t.d. finna í tveimur köfium Sálumessunnar, þ.e. í Hostias og Sanctus. Þótt tónlist Berlioz sé ekki alltaf gallalaus er hún þegar best lætur hreint ótrúlega litrík og mögnuð. Það á við um Requiem op. 5. Verkið er samið fyrir geysimarga flytj- endur þannig að opinber flutningur er tals- verðum vandkvæðum háður. Berlioz gerði ráð fyrir mjög stórri hljómsveit, risavöxn- um kór, (7-800 manns væri kjörstærð!), tenórsöngvara, fjórum lúðrasveitum stað- settum í höfuðáttunum fjórum og stórum slagverkshóp. Hann lagði að öðru leyti mik- ið upp úr því að fjöldinn tæki mið af stærð tónleikastaðarins og að rétt hlutföll héldu sér milli hinna ýmsu hópa flytjenda. Þegar verkið var frumflutt í desember 1837 voru hljómsveitarmenn 190, kórsöngvararnir 210 og lúðrasveitirnar og slagverkshópurinn taldi um 100 manns. Áhriftn þóttu mögnuð og aldrei þessu vant fékk Berlioz góða dóma gagnrýnenda. Hér er á ferðinni fyrsta hljóðritunin sem gerð var á Sálumessunni og þótti mikið afrek á sínum tíma. Fjar- lægja þurfti öll sæti úr Boston Symphony Hall til að rúm væri fyrir hljómsveitina og slagverksbatteríið á gólf- inu, kórinn var staðsettur á sviðinu og lúðrasveitirnar á svölunum í 20m hæð frá gólfl. Upptakan hljómar enn ótrúlega vel þótt greina megi örlitla bjögun í Tuba mirum, Rex trem- endae og Lacrymosa þegar hvað mest gengur á. Eins mætti nefna að bergmálið skapar ákveðna erfiðleika hjá lúðrasveitun- um í Tuba mirum. En það er í raun fráleitt að fetta fingur út í þessi smáatriði. Stjóm franska hljómsveitarstjórans Charles Munch á þessu erfiða verki er hreint ein- stök: Hið sérkennilega Requiem et Kyrie er magnað í einfaldleika sínum og hið sama má segja um hið gullfallega Quarens me þar sem kórinn syngur líkt og sannur englakór. Dramatísk tilfinning Charles Munch er óviðjafnanleg (enda helsti sérfræðingur síns tíma í tónlist Berlioz), það rignir bókstaf- lega eldi og brennisteini í Tuba mirum og Judex ergo og píanissimóið í lok Dies irae er makalaust eftir það sem á undan er gengið. Flutningur Bostonarbú- anna og Charles Munch á Requiem Berlioz er stórbrotið afrek og óvið- jafnanleg upplifun. „Uppfyllingin“, Symphonie Fantastique - óumdeilt meistaraverk Berlioz - er í meðförum Munch eins og við má búast dramatískari en gengur og gerist og upp- takan (í stereo) ber aldurinn vel eins og upptakan á sálumessunni. Þegar allt er talið eru þetta afar eigulegir diskar. CELLO WORLD - STEVEN ISSERLIS Steven Isserlis leikur ýmis smástykki og eigin útsetningar á verkum eftir m.a. Dvorák, Popper, Scriabin, Beethoven, Vine, Tavener, Fauré og Seiber. Meðleikarar: Tomas Adés (píanó), Maggie Cole (semball), David Pereira (selló). Einsöngur: Felicity Lott (sópran). Út- gáfa: RCA Red Seal 09026 68928 2 (1998). Verð: kr. 1.999 (Japis). STEVEN Isserlis er einn fjölmargra góðra gesta Sinfóníuhljómsveitar íslands á komandi starfsári og mun hann leika Selló- konsert Dvoráks með hljómsveitinni okkar þann 19. nóvember n.k. Steven Isserlis er reyndar einn af fremstu sellistum samtím- ans og þekktur fyrir litríka túlkun og sterk- an persónuleika. Ef marka mó disk þennan sem nefnist Cello World er Isserlis meira en velkominn til Islands. Cello World-diskurinn er blessunarlega laus við algengasta galla safndiska af þessu tagi, sem gjarnan samanstanda af safni 20 gómsætustu (og útþvældustu) konfektmola tónlistarsögunnar fyrir viðkomandi hljóð- færi. (Reyndar er Svanurínn á Cello World, en er nokkur leið að fá nóg af honum?) Samsetningin er mjög óvenjuleg og spannar tónlist frá hinum unga Beethoven til nútímans. Já, vel á minnst Beethoven. Isserlis spilar hér eigin útsetningu á And- ante con varíazioni fyrir mandólín og semb- al, þar sem eitt tilbrigðið er í hreinræktuð- um dægurlagastíl fyn-i hluta 20. aldar! Á diskinum eru bæði létt og alvarlegri verk. í alvarlegri kantinum eru t.d. Intermezzo Schumanns, undurfallegt Morceau de concours eftir Fauré og La Captive eftir Berlioz þai’ sem Felicity Lott syngur af alkunnri smekkvísi og raddfegurð með þeim Isserlis og Adés. Af léttari verk- unum má helst nefna Scherzo, æskuverk eftir Debussy, og hið kostulega Donkey & Dríver eftir Hubert Léonard. Hafi einhver efast um leikni Isserlis á hljóðfæri sitt þá ætti sá hinn sami að hlusta á hann líkja eftir hljóðum asnans. Diskinum lýkur á viða- mesta verldnu, Inner Woríd, eftir Ástral- ann Carl Vine. í verld þessu leikur Isserlis með geisladisk þar sem sellóleikarinn David Pereira, sem verkið er tileinkað, leikur á rafmagnsselló sem tónskáldið leikur sér með á tölvu sína. Inner World er geysilega skemmtilegt verk sem ætti það skilið að heyrast sem víðast. Þetta er diskur sem gerir mann glaðan. Valdemar Pálsson Hector Berlioz Steven Isserlis LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.