Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 20
BJÖRN R. Lárusson húsgagnasmiður:. Mér fannst það hrífandi verkefni að koma kistunni til manns." SVERRIR Hermannsson gerði kistuna upp og notaði til þess efni frá síðustu öld. DRAGKISTAN norðlenska sem nú er á afmælissýningu Meist- arafélags húsgagnabólstrara í Perlunni, er talin vera fyrsta íslenska sveinsstykkið í tré- smíði. Hún var smíðuð árið 1850 í Kaupmannahöfn. En það er ekki aðeins aldur kist- unnar sem gerir hana að fágætum safngrip, saga sveinsins sem smíðaði hana er ekki síður merkileg. Jón Jónsson, sem fæddist árið 1829 í Mý- vatnssveit og hélt utan til Kaupmannahafnar aðeins átján ára gamall til að læra trésmíði og "Wnannast á annan hátt, skrifaði ævisögu sína á ensku og mun líklega vera fyrsti og ef til vill eini íslendingurinn sem það hefur gert. Sagan sem var skrifuð norður í Mývatnssveit fyrir 1864, birtist í kunnu ensku bókmennta- og fræðitímariti árið 1877. Lærði ensku af sjálfum sér Utgefandi enska tímaritisins segir frá því í formála hvernig það atvikaðist að sjálfsævi- saga islensks bónda kom út á enskri tungu, en rúmum níutíu árum eftir að „Jóns saga Jóns- sonar, sönn sjálfsævisaga nútíma íslendings", birtist í Englandi, var hún þýdd á íslensku af 'Haraldi Hannessyni og gefin út ,af ísafoldar- prentsmiðju árið 1968. Með íslensku þýðing- unni fylgir hinn upprunalegi enski texti. I formála segir Haraldur meðal annars: Sjálfsævisaga Voga-Jóns, sem hér birtist, mun einstæð í sinni röð. Að minnsta kosti er mér ekki kunnugt um hliðstætt dæmi þess, að bóndi í afskekktri sveit hafi lagt í að læra að lesa og skrifa af sjálfsdáðum vandasöm erlend tungumál og fengið ritsmíð sem þessa birta í virtu eriendu fræðitímariti." En hver var hann þessi íslenski trésmiður sem skemmti sér við í tómstundum sínum að skrifa ævisögu sína á ensku? Jón Jónsson fæddist 8. september að bæn- um Ytri-Neslöndum við Mývatn. Faðir hans andaðist áður en hann fæddist og varð móðir hahs því ekkja með tvö ung börn. Systir Jóns ^_var Sigríður, móðir skáldsins Jóns Sveinsson- ar, Nonna. Móðir Jóns giftist aftur, og þegar hann var ellefu ára gamall fiuttist hann að Vogum í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Vogar voru sælureitur á jörðu fyrir Jón eins og hann segir frá í ævisögu sinni. Auk þess að gæta ánna og vinna önnur unglingastörf, las hann ævisögur og fornsögur, lærði að reikna af bókum og synda í Mývatni. Segir hann að hver dagur hafi liðið við skemmtun og gleði. Þegar hann var átján ára gamall fékk hann ákafa löngun til að.sjá ókunn lönd, dveljast með framandi þjóðum og nota tímann til þess að læra trésmíði. Hann hélt utan til Danmerk- ur árið 1847 og komst í læri hjá meistara í Kaupmannahöfn. Vinnudagurinn var langur, en á kvöldin hafði hann nokkrar stundir aflögu sem hann nýtti til lestrar. Bækurnar sem hann f las í fyrstu voru á dönsku en síðar fékk hann ^ánaðar bækur sem höfðu verið þýddar úr ensku. Hann segir svo frá: „Mér þótti svo mik- ið til þessara bóka koma, að ég ákvað að hefja enskunám þegar í stað. Ég keypti mér þess vegna enska vasaorðabók, málfræði og sam- talsbók og byrjaði að læra þessar bækur af sjálfum mér." Jón lét ekki þar við sitja. Honum tókst að komast í sunnudagsskóla þar sem hann lærði í fimm klukkustundir á hverjum sunnudegi skrift, bókhald, danska málfræði, réttritun og teikningu. Og til að bæta um betur lærði hann fiðluleik hjá gömlum manni í tvær klukku- stundir á hverju sunnudagskvöidi. Að loknu þriggja ára iðnnámi ákvað hann að ^hverfa aftur heim. „Smíðaði ég dragkistu til þess að sanna hæfni mína og kunnáttu í iðn minni, og eins og venja er til í Danmörku, var farið með hana upp í ráðhús til þess að bera hana saman við teikningar þær, sem ég hafði gert, áður en ég hóf smíðina. Gripurinn stóðst KISTA JONS JÓNSSONAR Um miðja síðustu öld hélt Jón Jónsson utan til Dan- merkur til að læra trésmíoi og mannast á annan hátt. Auk þess að smíðg dragkistu sem er líklega fyrsta íslenska sveinsstykkið í trésmíði skrifaði hann ævisögu sína á ensku og var hún birt í virtu erlendu fræðitíma- riti. KRISTIN MARJA BALDURSDOniR las ævisöguna og skoðaði kistuna sem nú er til sýnis í Perlunni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. JÓN Frímann Jónsson varðveitti kistu langafa síns sem smíðuð var um miðja síðustu öld. raunina, og fékk ég smiðsréttindi mín samdæg- urs." Ungmennin voru alls fimmtán sem fengu sveinsréttindi þann 3. janúar 1851, og héldu þau upp á daginn með því að fara frá einum skemmtistað til annars. Undirbjó Brasilíuför Eftir heimkomuna kvæntist Jón unnustu sinni Guðrúnu Arnadóttur og hófu þau búskap að Vogum við sæmileg efni. Þau eignuðust fimm börn, Sigríði, Arnínu, Jón Frímann, Arna Júh'- us, og Þorstein Ágúst. Jón stundaði ekki trésmíði þótt hann hefði numið hana, heldur búskap eins og aðrir. Hann skaraði fram úr í garðyrkju og lagði mikla stund á silungsveiði, en fjárrækt mun helst hafa orðið á haka. I tómstundum las hann mik- ið, iærði ensku og þýsku og var auk þess fröm- uður gleðisamkvæma, enda spilaði trésmiður- inn afbragðs vel á fiðlu. Um miðja síðustu öld voru ferðalög enskra manna tíð tíl landsins og þegar þeir komu til Mý- vatns setti Jón sig aldrei úr færi að ná til þeirra til að læra af þeim framburðinn. Margir sendu honum bækur við heimkomuna, og Jóns er oft getið í enskum ferðabókum frá þessum árum. En á búskaparárum Jóns, frá 1854 til 1865, þurfti íslensk alþýða að heyja geysiharða bar- áttu til þess að halda lífi. Hvert kuldasumarið rak annað og vegna fóðurskorts varð Jón, eins qg fleiri bændur, að lóga skepnum nær árlega. Arið 1858 til að mynda, gekk vetur í garð í september og allt til páska gekk á með frosti, ofviðri og stórhríð. Til að auka á hörmungar lá hafís að landinu, allt frá Vestfjörðum og austur fyrir land. Þann vetur missti Jón 65 kindur og geitur. Um þetta leyti, eða eftir 1860, fóru menn í sveitinni að hyggja á Brasilíufór. Jón átti mik- inn þátt í undirbúningi Brasilíuferðanna, og sjálfur tók hann þá ákvörðun að flytjast þang- að árið 1865. Hann seldi eigur sínar og fluttist með fjölskylduna til Húsavíkur þar sem hann hugðist bíða eftir skipi. Honum var þó ekki ætlað að fara utan, hann fékk taugaveiki og andaðist á Laxamýri í Janúar 1866, aðeins 36 ára að aldri. Þrátt fyrir harðræðið unni Jón landi sínu og var hamingjusamur maður, eins og glöggt kemur fram í niðurlagi ævisögu hans. Þar lýsir hann sumardeginum fyrsta árið 1864, segir frá fjölskyldu sinni og unaðslegum degi við Mý- vatn, og er sú lýsing einstök. Níu árum eftir dauða Jóns kom hópur ferða- manna til Mývatns, þar á meðal enski útgef- andinn, og leituðu uppi bústað Jóns. Sjálfsævi- saga Jóns hafði verið fjölskyldu hans sem lok- uð bók, en sem svar við fyrirspurnum um eig- inmanninn afhenti ekkja hans Englendingun- um handritið. Kislan metnaóarmál Kista Jóns og sveinsstykki, sem nú er til sýnis í Perlunni, hefði líklega aldrei komið fyrir sjónir almennings ef Björn R. Lárusson, húsgagna- smiður og annar eigandi Greinar hf, hefði ekki fengið á henni áhuga. Björn fór norður í land í fyrra í sumarleyfi og dvaldi hjá frænda sínum Sverri Karlssyni og konu hans Guðnýju Jóns- dóttur. Þau lánuðu honum ævisögu Jóns sem hann las og hreifst af. Ekki minnkaði áhuginn þegar þau sögðu honum að sveinsstykki Jóns frá Vogum væri enn til og væri í varðveislu langafabarns hans, Jóns Frímanns Jónssonar í Biáhvammi. „Ég heimsótti Jón Frímann og hann var til- búinn að sýna mér kistuna," segir Björn. „Ég hafði á orði við Jón að það væri gaman ef fleiri fengju að sjá, og að rétt væri að gera kistuna upp og koma henni á safn." Það var síðan ákveðið að ef til viðgerðar kæmi færi kistan á Nonnasafh á Akureyri. Kistan hafði verið í fullmiklum raka og var því látin þorna í tvo mánuði. Björn hafði síðan upp á Sverri Hermannssyni byggingameistara á Akureyri, sem einkum hefur fengist við við- gerðir á kirkjum og er meðal annars þekktur fyrir smámunasafn sitt, og var hann tilbúinn til að líta á hana og sjá hvað hann gæti gert. „Ég sagði honum að það væri metnaðmál fyrir iðn- aðarmenn að fá kistuna uppgerða því hún væri að öllum líkindum fyrsta sveinsstykkið í tré- smíði á íslandi. Frændi minn og kona hans færðu síðan Sverri kistuna til viðgerðar. Hann hlutaði hana í sundur til þurrkunar en þá kom í ljós að hún var talsvert skemmd og kominn í hana þurrafúi. Sverrir var á báðum áttum hvað gera skyldi, hringdi í mig og vildi fá mig norð- ur til ráðagerðar. Ég sagði honum þá að þetta væri norðienskur gripur og að það væri Norð- lendinga að gera við hana." Sverrir gerði upp kistuna og hafði lokið því í júní síðastliðnum. Kistan er öll geirnegld og í henni 44 trénaglar. í viðgerðum eru 70 aðgerð- arstaðir og notaði Sverrir efni frá árinu 1890 úr kirkjunni í Ytri-Bægisá, og efni frá 1824 sem kom frá Skipalóni. Viðgerðarkostnaður, sem var talsverður, var greiddur af þrem fé- lagasamtökum, Félagi húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda, Samtökum iðnaðarins og Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi. Ár er nú liðið síðan Björn R. Lárusson las sjálfsævisögu starfsbróður síns og fékk áhuga á kistunni. Hann er að vonum ánægður með máialok. „Ég hreifst af sögu Jóns, og það varð óstöðvandi í huga mér að gera eitthvað þegar ég vissi að gripurinn sem minnst var á í sögu hans var til. Mér fannst það hrífandi verkefni að koma þessari kistu til manns." Eftir afmælissýningu Meistarfélags hús- gagnabólstrara sem haldin er dagana 11.-13. september, fer kistan á Nonnasafn á Akureyri. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.