Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ~ MEMVEVG LISTIR 35. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Bókhneigðir kotungar og mannkyns menning er heiti á grein eftir Viðar Hreinsson og fjallar um menn eins og Stebba í Seli, sem varð þjóðskáldið Stephan G. Stephansson, og annan samtímamann hans, Tómas á Hróarsstöðum í Fnjóskadal, f. 1835, sem telst vera einn af frumherjum í ís- lenzkri leikritun. Hann var fyrst og fremst andans maður, sískrifandi, orti mikið, hélt dagbækur, teiknaði bæi, skrifaði búskapar- lýsingar og las Shakespeare og Holberg. Jirí Kylián er danshöfundur og listrænn stjórnandi Nederlands Dans Teater. Hann kom hingað í tilefni frumsýningar Islenska dansflokksins á verki hans „Stool Game", en hann segir dansflokka sem fái að dansa verk hans verða að hafa ákveðna eiginleika og vera í ákveðnum gæðaflokki. I samtali hans og Rögnu Söru Jónsdóttur kemur fram, að nú verða dansflokkar, sem vilja dansa verk hans, að bíða til ársins 2001 af því að aðstoð- armenn hans, sem vinna að sýningunum, eru fullbdkaðir þangað til. UpphafsmaSur Islendingasagna? Var Hákon gamli upphafsmaður íslendinga- sagna, spyr Armann Jakobsson og telur að þessi Noregskonungur hafi verið mikill menningarfrömuður og látið þýða suðræn- ar bókmenntir um ást og rjddaraskap og það haf'i orðið til þess að Islendingar hofu ritun fornaldarsagna. Listrænn íverustaður Ibúð Einars Jónssonar og Önnu konu hans er efst í Listasafni Einars á Skólavörðuholti. Hún er gestum opin eins og safnið, en þó minna þekkt en vert væri, því þar er allt sérhannað eftir Einar og svo einstakt að það á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Gísli Sig- urðsson hefur litið á þennan listræna íveru- stað Tímabil hinna ströngu flata í Listasafni Islands er nú efnt til sýningar á hinni geómetrísku abstraktlist eftirstríðsár- anna, sem varð að áhrifamikilli bylgju hér, en fyrirmyndir sóttu hinir ungu listamenn þá til Parísar. Hér er birtur hluti úr ritgerð um geómetríuna eftir Júlíönu Gottskálks- dóttur listfræðing. FORSÍÐUMYNDIN: ForsíSumyndin er af málverki af RíkharSi III eftir óþekkfan listamann, en mólverkið er eitt af mörgum, sem hreif Braga Ásgeirsson, er hann skoSa&i National PortraitGallery í London. Frá- sögn Braga er á bls. 14 og 15. Er blessuð litiu hörnin fara að sofa og borgin fyllist næturhúmi svöi"tu; er raunir lífsins lofa trúuð hjöitu og Ijósið deyr í verkamannsins kofa, þá opnar kráin ðUura sínar dyr. Ég geng þar inn sem gestur síðla nætur, Þar glóir vín á barmafullum skálum. Þar rífast menn á mörgum tungumálum um meyjar, sem að eiga snotra fætur, hvelfdan barm og brjóst sem melónur. Ég sit og horfi á fólk, sem fer og kemur, á fólk, sem þráir lífog glaðar stundir, á fólk, sem hlær, þótt biturt blæðiundir; sé bikar dauðans hylltan öðru fremur ogástina, sem aldrei hefw fæðst. Hér yrkja skáldin amorskvæði í hrönnum um alls kyns menn og fugla á skógargreinum og Dísui; sem að deyja af ástarmeinum í dalakofum langt frá öllum mönnum, lofandi það, sem lifir stöðugt eitt Affögrum tónum fyllist litla krúin, mjög fjarlægum þeim hóp, er lifir svona. Um bjartar nætw hjalar hálffull kona - og hjörtu, sem að eru löngu dáin - biðjandi Guð að blessa íslenskt vor. Vilhjálmur GuSmundsson frá Skóholti, 1907-63, var Reykjavtkurskáld sem orti í nýrómantiskum anda, m.a. um böl kreppunrrar og vokti athygli með fyrstu Ijóðabak sinni, NaetuHjoðum, 1931. Síðar komu úf þrjór I jóðabækur eftir hann. RABB Sporlaust heitir áhugaverð ný íslensk kvikmynd sem leiðir hugann að kvikmyndagerð samtímans og öðrum listum. Þótt innihaldið mætti óneit- anlega vera bitastæðara er hér að flestu leyti um vel gerða kvikmynd að ræða enda valinn maður í hverju rúmi. Verkið í heild þolir að mínum dómi ekki samjöfnuð við fyrri myndir leikstjórans og nægir þar að nefna Tár úr steini. Þær hugleiðingar sem hér fara á eftir snúast ekki um hina nýju kvikmynd en þær tengjast henni óbeint þar sem myndin varð til þess að vekja þær. Það samrýmist áreiðanlega ekki kokkabókum leikstjórans að feta slóð afþreyingarinnar sem sífellt fieiri lista- menn troða hver á hæla annars. Engu að síður mætti spyrja hvers vegna svo marg- ir skapandi listamenn lendi í því að rekja þá slóð. Þótt við því séu sjálfsagt ýmis svör er það verðugt umhugsunarefni. Hverfum þrjátíu ár aftur í tímann, ár- talið 1968 er á almanakinu og sextíuo- gáttakynslóðin geisist fram á svið sögunn- ar þrungin nýrri vitund um frelsi og ábyrgð. Hún lætur sig pólitík og menn- ingu varða. Henni er ekki aðeins mikið í mun að gagnrýna stríðsrekstur í fjarlæg- um, fátækum löndum heldur rýnir hún miskunnarlaust í eigin menningu og ekki vantaði nöfnin sem þeirri menningu voru valin: neyslumenning var eitt þeirra. Þá var litið svo á, ekki síst fyrir áhrif frá frankfurtarskólanum svonefnda, sem fram kom á millistríðsárunum sem sterkt DREPUM TÍMANN menningargagnrýnið afl, að vestræn sið- menning væri óðum að breytast í innan- tóma afþreyingu og helsti prakkarinn í því efni átti að vera sjónvarpið. Frankfurtarskólinn setti fram hug- myndafræði sem gengið hefur undir heit- inu „krítíska kenningin" og snýst m.a. um það að sýna fram á að fjölmiðlar hafi til- hneigingu til að hafa það að meginmark- miði sínu að veita fólki afþreyingu og höfði af þeim sökum til viðtekinna almannasjón- armiða hverju sinni. En á sama tíma þegi þeir þunnu hljóði um vandamál einstak- linga og samfélags og þá ekki hvað síst um þá sem gagnrýna samfélagið. Sam- kvæmt þessum kenningum hafa fjölmiðlar því tilhneigingu til að bjóða upp á innan- tóma afþreyingu. (Afþreying merkir m.a. dægrastytting og felst einnig í því að drepa tímann skv. orðabók Blöndals.) En nú er menningargagnrýni af þessum toga orðin svo fyrirferðarlítil að hún má heita hljóðnuð eða allt að því. Ekki vegna þess að allt hafi runnið í réttan farveg heldur vegna þess að sælutímar afþreyingariðn- aðarins eru runnir upp og þar er ekki til siðs að spyrja um innihald heldur umbúð- ir. Sagt er að fjölmiðlarnir séu ekki svo hættulegir og svo sé fólk ekki svo hlut- laust og sinnulaust eftir allt saman, það láti ekki bjóða sér hvað sem er, þvert á móti ráði neytendur ferðinni, þeir skipti bara á milli stöðva ef þeim líkar ekki eitt- hvað (eða slökkvi!) og því séu það þeir sem segi framleiðendum - og þar með listamönnum - fyrir verkum. En samt virðist neytandinn ekki alls kostar ánægður og lætur sér stundum til hugar koma að spyrja: Hvað er á stöðvun- um, hvað er í kvikmyndunum? Hvað er í þessum miklu og dýru umbúðum? Endar neytandinn ekki með því að kaupa sér sí- fellt fullkomnari tæki með sífellt fullkomn- ari tökkum sem gera honum auðveldara fyrir að geta ætt á milli stöðva sem í reynd eru allar eins: innantómar eða allt að því? Þess vegna segja margir sem svo að gagnrýni frankfurtarskólans á vestræna menningu eigi eftir allt saman fullan rétt á sér. Bent er á yfirdrifna tilbeiðslu fjöl- miðlanna á Díönu prinsessu, á fáránlegan áhuga þeirra á persónulegum vandamál- um Bandaríkjaforseta og nú síðast á há- hyrningnum Keikó. Af þessum þremur dæmum er Keikóævintýrið þó sýnu verst vegna þess að það afhjúpar átakanlega þau einu rök sem við íslendingar erum farnir að taka gild en það eru peningar. Tilhneiging til meðalmennsku og inni- haldsleysis þrúgar ekki aðeins útvarp og sjónvarp heldur einnig kvikmyndir og jafnvel skapandi listamenn í vaxandi mæli. Margir listamenn virðast telja þann kost vænlegri að stfla upp á vinsældir en að fást við eitthvað sem máli skiptir. Liggur ekki að baki meint krafa fjöld- ans um að allir þurfi að vera skemmtileg- ir, allt þurfi að hafa afþreyingargildi? Hugsað er nógu skammt fram í tímann hverju sinni, allt er í bútum, sé þessi stöð leiðinleg er skipt yfir á næstu. Viljandi eða óviljandi, meðvitað eða ómeðvitað lætur margur listamaðurinn undan miskunnar- lausri kröfu tómhyggjunnar, sem virðist liggja í loftinu, um að allt verði að vera innihaldslaust svo að það seljist. Afþrey- ingin er orðin að meginstefnu, hún er und- irstraumur og allsherjarlausn í kvikmynd- um og öðrum listum. „Drepum tímann" er krafa tómhyggjunnar. En getur skapandi listamaður látið beygja sig undir kröfu markaðarins með góðri samvisku? Er það hlutverk lista- mannsins eftir allt saman að vera mark- aðnum trúr, er það ekki listin sem hann á að sýna trúfesti og er það ekki einmitt með þeim hætti sem hann gæti haft eitt- hvað fram að færa? Er það ekki innifalið í viðhorf skapandi listamanns að troða nýja slóð og skilja eftir sig spor? íslendingar verða að standa vörð um skapandi listir, þar með kvikmyndir, svo að þeir verði ekki fórnarlömb þrúgandrafþreyingar þar sem gervihlátur sýndarmennskunnar verður að martröð og gengið er fram hjá manninum og raunveruleika hans, mér liggur við að segja sporlaust. GUNNAR KRISTJÁNSSON, REYNIVÖLLUM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.