Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Jim Smart ÍSLENSKI dansflokkurinn sýndi verk Kylián, „Stool Game", á Listahátíð í vor, en sýningin verður aftur tekin upp í október. David Greenall og Katrín Á. Johnson í forgrunni. KYLIÁN blandar klassískum ballett og nútímaballett saman svo úr verður undraverð blanda. Úr verkinu „Sweet Dreams“. ______- __________ Q| ___________________________________________ -áta-___________________________ VERKIÐ „Dreamtime" er innblásið af dansi ástralskra frumbyggja. VERKIÐ „Sinfonietta", sem Kylián samdi árið 1978, færði hor.um mikla athygli og síðan þá hefur hann fest sig í sessi sem einn virtasti danshöfundur heims. að það sé vegna þess að dansararnir nái per- sónulegu sambandi við áhorfendur með ein- lægri nærveru sinni á sviðinu. Klæðskerasniðin hlutverk Kylián semur verk fyrir alla hópana þrjá, og segir að það sé ólíkt ferli. „Það er stór munur á hópunum þremur, og þá aðallega á orku þeirra og reynslu. Yngstu dansararnir hafa mikla orku og litla reynslu en þeir elstu hafa minni orku sem þeir vega upp með mik- illi reynslu. Ég hef jafn gaman af því að vinna með öllum hópunum þó það sé mjög ólíkt. Ég held að það sem ég semji fyrir elsta hópinn sé mest sniðið eftir hæfileikum hvers og eins. Það er vegna þess að enginn leysir þá af, þau hafa enga varamenn. I hinum hóp- unum eru hins vegar tveir til þrír sem læra sömu hlutverkin og því verða þau ekki eins persónuleg og annars.“ Árið 1978 hlaut Kilyán alþjóðlega frægð þegar verk hans „Sinfonietta“ hlaut mikla at- hygli á Spoleto danshátíðinni í Bandaríkjun- um. Síðan þá hefur hann samið yfir fimmtíu verk, sem komið hafa honum á stall nokk- urra virtustu og eftirsóttustu danshöfunda í heimi. Stíll hans er auðþekkjanlegur, en frægastur er hann fyrir að brúa bilið milli klassísks balletts og nútímaballets. Verk hans bera einnig keim af þjóðdönsum heima- lands hans, Tékklandi, og úr verður einhvers konar blanda sem hefur töfrað áhorfendur um allan heim. Mannslikaminn endalaus uppspretta „Verkin mín eru byggð á klassískum grunni en síðan gætir áhrifa úr svo mörgum áttum. I mínum augum er mannslíkaminn endalaus uppspretta innblásturs. Það sem hann getur gert er takmarkalaust, hann hef- ur áhrif á mig og fær mig til að halda áfram að semja. En það er ekki bara líkaminn sem hefur áhrif heldur einnig hvernig hann teng- ist sálinni, og hvernig þau saman tengjast fólkinu og umhverfinu, og hvernig það teng- ist alheiminum. Hvernig í ósköpunum komumst við hingað, hvers vegna erum við hér? Hverjar eni hinar óútskýranlegu þrár mannsins og hvað fær okkur til að gera órök- rétta hluti? Allar þessar grunnspumingar hef ég ætíð á bak við eyrað. Og því meira sem ég hugsa um það því meira meðtek ég meðvitundarleysi lífs okkai- og tilveru. Því meira sem ég trúi á meðvitundarleysi þess sem ég er að gera, því meira frelsi öðlast ég. Aður fyrr var ég mjög upptekinn af skila- boðum. I dag sendi ég hvorki skilaboð né segi sögur í verkum mínum. Og því eldri sem ég verð því óhlutbundnari verða verkin mín. En „óhlutbundið“ er hræðilegt orð. Hvað er óhlutbundið við að setja manneskju, sem gerð er úr skinni, beinum og blóði, með sál, reynslu og tilfinningar, á sviðið? Hvað er óhlutbundið við það? Það er varla hægt að kalla dans óhlutbundinn, vegna þess að hann er framkvæmdur af fólki, lifandi líkömum.“ Boomerang í slað dansleyfis Á tímabili var Kylián undir miklum áhrif- um frá menningu og dansi frumbyggja Ástralíu og hafa dansgagnrýnendur löngum talið sig geta greint þau áhrif í verkum hans. Á það við rök að styðjast? „Um 1970 sá ég mynd um dansa frum- byggja Ástralíu og skynjaði strax að þeir væru mjög mikilvægir í menningu frum- byggjanna. Mörgum árum síðar, um 1982, fór ég svo til Ástralíu. Þar skipulögðum við, ásamt hollenska, þýska og sænska sjónvarp- inu, áströlsku ríkisstjórninni og fleiri aðilum, stærstu danssamkomu frumbyggjanna á eyju einni norðan við Ástralíu. Samkoman var ekki gerð fyrir áhorfendur, lieldur fyrir fólkið sjálft og það voru aðeins nokkrir Evr- ópubúar sem fengu að horfa á. Eftir að hafa verið á þessari stóru danshátíð uppgötvaði ég að dans í augum þessa fólks er óaðskiljan- legur félagsgerð samfélagsins. Það þarfnast dansins og getur ekki lifað án hans. Ég spurði einu sinni gamlan mann í frum- byggjahópnum að því hvers vegna hann og fólkið hans dansaði. Við því hafði hann ein- falt svar: „Vegna þess að faðir minn kenndi mér það og ég verð að kenna syni mínum það.“ Honum fannst ég vera að spyrja mjög heimskulegrar spurningar því fyrir þeim er dans jafn mikilvægur og að borða og sofa. Það sem er einnig merkilegt við dans frumbyggjanna er að þeir semja ekki dansana heldur dreymir þá. Maður kemur til félaga sinna í þjóðflokknum, segist hafa dreymt nýjan dans og dansar hann fyrir hina. Það má eiginlega segja að þeir eigi höf- undarrétt að dönsunum sem þá dreymir. Segjum sem svo að þig langi til að dansa dansana þeirra, en það geturðu ekki gert bara si svona. Þeir eiga sína dansa. Fyrst vilja þeir sjá þig dansa dansinn, og ef þú ger- ir það sómasamlega leyfa þeir þér e.t.v. að dansa hann, en vilja kannski fá boomerang í staðinn! Ólik verk en santa rithönd Það má segja að þessi reynsla hafi haft áhrif á allt sem ég gerði þaðan í frá. Hún’ frelsaði mig frá öllu sem ég hafði lært áður, stíl sem ég hafði mótað, og því hvernig ég hafði lært að hreyfa mig. I þessari hugsun þeirra felst svo mikið frelsi, því þau getur dreymt hvaða dansa sem þau vilja. I gegnum þessa reynslu hef ég með tímanum orðið danshöfundur án stfls. Hugmyndalega tel ég að maður eigi að reyna að hafa engan stíl þannig að þú gætir til dæmis ekki þekkt næsta verk sem ég gerði. Auðvitað er það ekki svona, því jafnvel þó ég geti fundið margvíslegar hreyfingar fyrir það sem ég vil segja þá verður rithönd mín ávallt sú sama.' En með þessari rithönd get ég skrifað marg- ar ólíkar bækur og mörg ólík ljóð. Ekki satt?“ Ber virðingu fyrir áhorfendum Þegar svo vinsælir danshöfundar eru ann- ars vegar, skyldu þeir einhvern tímann leiða hugann að áhorfendum og hvað þá langar að sjá? „Mér finnst að maður eigi ekki að vera hrokafullur í garð áhorfenda og ég hef ávallt í huga þegar ég er að semja, að fólk eigi eftir að horfa á það sem ég er að gera. Eg sem hins vegar ekki einungis fyrir áhorfendur. Við erum að hluta til að dansa fyrir okkur sjálf, en að hluta til fyrir fjöldann. Ef áhorf- endur sitja heima hjá sér og koma ekki a sýningai- þá getur maður alveg eins verið heima hjá sér. Ef maður ætlar að reka dans- flokk, þá verður maður að vera viss um að áhorfendur langi til að koma á sýningar. Mér líkar ekki yfirlýsingar sumra félaga minna sem segja að þeim standi á sama um áhorf- endur. Mér er ekki sama um þá, vegna þess að ég er líka að semja fyrir þá. Hins vegar hef ég minni og minni áhuga á gagnrýni. Ég les hana ekki lengur og hef ekki gert í mörg ár. Það er vegna þess að mín eigin gagnrýni á verk mín er miklu verri en gagnrýni nokkurs annars. Ég þarf ekki á gagnrýni annarra að halda, ég veit hvenær ég er að gera eitthvað slæmt.“ „Eg spurði einu sinni gamlan mann ífrum- byggjahópnum aðpví hvers vegna hann og fólkið hans dansaði. Við pví hafði hann einfalt svar: „ Vegna pess að faðir minn kenndi mérpað og ég verð að kenna syni mínumpað“. “ j LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.