Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 10
+ SKÁPUR í stofunni með sparistellinu og sitt hvorum megin við hann eru portret af Onnu, annað eftir Ásgrím Jónsson, en hitt eftir Hugo Laysen. LISTRÆNN ÍVERUSTAÐUR EFTIR GISLA SIGURÐSSON Þegar Listasafn Einars Jónssonar var byggt á Skóla- vörðuholtinu hafði myndhöggvarinn sjálfur hönd í bagga og réði útlitinu. Gert var ráð fyrir íbúð fyrir þau Einar og Önnu sem tekur eins lítið rými og hugsast getur. En innréttingar sem Einar teiknaði eiga sinn þátt í að þessi listamannsíbúð er alveg sér á parti. EINAR Jónsson hafði verið í Kaupmannahöfn frá 1893, en þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á 1914 leizt honum ekki á blik- una og fyrirvaralaust tók hann sér far til íslands með Botníu. Með honum í för var Anna, unnusta hans. Svo mikil vá þótti vera fyrir dyrum að öruggast væri að kom- ast sem lengst frá gömlu Evrópu og „ein- hvernveginn virtist manni þá, er jöklar sáust á fjórða degi, að eldfjallaeyjan í norðrinu væri einhver öruggasti geymslustaður fyrir frið og fjör manna, fyrir menntun og menn- ing, fyrír sálrænt líf og andlegt sjálfstæði", segir Einar í endurminningum sínum. Samt var dauflegt að koma til Reykjavíkur eftir öll þessi ár í Kaupmannahöfn: „Þegar heim kom, leiddist mér það dálítið fyrst, hyað tilveran virtist vera fremur drungaleg. Ég vildi flýja sem fyrst út í frjálsa náttúr- una" segir Einar ennfremur. En austur í sín- um kæru Hreppum fann Einar þann unað sem ófáanlegur var í bili á mölinni syðra. Þau Einar og Anna bjuggu fyrst um sinn í herbergjum við Vesturgötu, en „dofi og deyfð virtist mér ríkja yfir öllu, og ég fór að vantreysta framtíðinni", segir í bók Einars, Minningum. Síðar fengu þau inni hjá Birni Kristjáns- syni kaupmanni á Vesturgötu 4 og listasafnið sem hýsa átti verk Einars var þá á umræðu- stigi, svipað og væntanlegt tónlistarhús í Reykjavík er nú. Einari fannst lítið ganga, en „lifði þá ekki síður en endranær í mínum eigin heimum." Verulegur uppgangur hafði orðið í íslenzku athafnalífi á árunum eftir að landið fékk heimastjórn; bylting hafði orðið í fiskveiðum með tilkomu togaraflota, en framundan voru hinsvegar afar ótryggir tím- ar.og siglingar milli landa lífshættulegar. Einar Jónsson hafði boðizt til þess 1909 að gefa íslenzku þjóðinni verk sín með því skil- yrði að reist yrði yfir þau viðunandi bygging. Alþingi gekk að tilboðinu 1914 og vitnar það um menningarlega reisn. Óhætt er að segja að landsmenn dáðu verk Einars, sem þóttu margslungin, skáldskaparleg og dulúðug. Þó margt væri í að horfa og nánast allt ógert, ákvað Alþingi að leggja 10 þúsund krónur í þennan byggingarsjóð. Ljóst var þó að sú upphæð hrykki engan veginn til, en það segir líka sína sögu um afstöðu lands- manna, að 20 þúsund söfnuðust til viðbótar í almennri fjársöfnun, sem Einar var ekki al- veg sáttur við, en lét kyrrt liggja. Það má segja að aðdáendur Einars hafi lagt fram 13 þús. kr. en stórhöfðinginn Thor Jensen lét togarafélagið Alliance leggja fram 7 þúsund. Ekki er víst ofsögum af því sagt að Einar var sérvitur og ekki auðvelt að vinna með honum. Urðu margir árekstrar áður en komst á hreint hvernig húsið ætti að snúa á Skólavörðuholtinu, þar sem Einar vildi ein- dregið láta það rísa. Þar var þá ekkert hús fyrir. Bæjarstjórnin hafði bæði þá og síðar mikið álit á lóðinni við hlið Safnahússins við Hverfisgötu, þar sem Þjóðleikhúsið reis síð- ar. En Einar afsagði með öllu að listasafmð yrði byggt þar. Lóð undir safnið á Skóla- vörðuholtinu var afgreidd með bréfi Borgar- sjórans í Reykjavík 19. marz, 1916. Uppdráttur af safnhúsi fyrir verk Einars Jónssonar er varðveittur á Þjóðskjalasafni, dagsettur í júlí 1915 og undirritaður af Guð- jóni Samúelssyni. Guðjón sendir bæjaryfir- völdum teikningu vorið 1916 og sýnir hún hugmynd um fyrirkomulag opinberra bygg- inga á Skólavörðuholti. Þar má sjá Listasafn Einars Jónssonar, kirkju með háum turni, byggingu fyrir þjóðminja-náttúrugripa- og málverkasafn og auk þess „borgarhlið". Þessir ágætu listamenn og brautryðjendur, Einar og Guðjón, urðu síðar saupsáttir, en það er önnur saga. I Minningum lýsir Einar byggingu safns- ins og hversu ósáttur hann var við vinnu- brögðin; fannst að járnabinding væri hvergi nærri nóg og að mold eða önur óhreinindi blönduðust stundum steypunni. BÓKA- og íhugunarstofa Einars er að hluta innréttuð eins og helgidómur e Ljóst var frá upp- hafi að Einar og Anna ætluðu sér bú- stað í safnbygging- unni. íbúð þeirra virðist þó alveg hafa mætt afgangi og var höfð svo lítil, að eld- húsinu varð með engu móti komið þar fyrir. Það varð að vera niðri og þar var aðstaða til að matast. Úr safninu er gengið upp í íbúðina eftir afar þröngum hringstiga; þess hef- ur verið gætt að hann tæki sem allra minnst af rýminu. íbúðin, efst í húsinu, er stigapallur sem gegnir hlutverki for- stofu, síðan íhugun- arstofa eða lesstofa Einars með lok- rekkju innaf. Á móti er dyngja Önnu, einnig með lokrekkju hennar, en afgangur rýmis er ílangt her- bergi og þar er stof- an. Það er eftirtektar- vert, að í Minningum lýsir Einar húsbygg- ingunni vel, en minn- ist hvergi á íbúð þeirra hjóna og hef- ur hann þó lagt í hana mikla hugsun, vinnu og kostnað. íbúðin er allt í senn: Athvarf þar sem þau hjón gátu notið fullkomins næðis, listrænn íverustaður og í rauninni er hún inn- réttuð sem helgistaður. Lítillæti listamannsins EFST á súlu í hringstiga sem liggur upp í íbúðina er höggmynd eftir Einar ( birtist í því, að herbergin eru smá, því það er safnið sem skiptir máli en ekki það að hafa rúmt um sig. En alúð og listræn tilfinning skín þar af hverjum hlut. Lítum nánar á það. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPTEMBER 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.