Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 6
¦¦ _¦ ¦¦m _^_I_^_H 1 _t_B__^_H _H HHh^ JS ;;:: ' . : ' '; '. : , j I NÍNA Tryggvadóttir: Komposition, 1954. ÞORVALDUR Skúlason: Komposition, 1954. TIMASKEIÐ HINNA STRÖNGU FLATA UR RITGERÐ EFTIR JULIONU GOTTSKALKSDOTTUR í Listasafni íslands er opnuð í dag sýning á hinni geó- metrísku abstraktlist eftirstríðs- áranna, sem hópur ungra, ís- lenskra myndlistarmanna heill- aðist af og helgaði sig alfarið á tímabili. Þar var vel skil- greind hugmyndafræði að baki, en rætur hennar mátti rekja til Rússlands og Hollands frá því fyrr á öldinni. Ahrifin sem hingað bárust voru þó umfram allt frá París. Það er hluti af ritgerð Júlíönu um efnið sem hér birtist. ASeptembersýningunni 1951 sýndi Valtýr Pétursson (1919-1988) listmálari abstraktmálverk sem byggð voru á geómetrísk- um formum eingöngu. Þau einkenndust af ákveðinni byggingu, skýrt aðgreind- um formum og hreinum litum með sléttri yfir- borðsáferð og myndaði samleikur litaflatanna hrynjandi á myndfletinum. Hvergi var vísað til ytri veruleika og mátti því líta á verkin sem sjálfstæðan formheim Verk Valtýs sóru sig í ætt við listastefnu sem var meðal ráðandi stefna i evrópskri myndlist á árunum eftir síðari heimsstyrjöld- ina og hefur verið skilgreind með heitinu geó- metrísk abstraktlist eða lýsingarorðinu kon- kret, sem kalla mætti hlutkennt á íslensku. Hefur orðið konkret einkum verið notað um þessa stefnu í myndlist eftirstríðsáranna á Norðurlöndum, nema á íslandi, þar sem menn hafa haldið sig við orðið -geómetrísk abstrakt- list.... Geómetrísku verkin sem Valtýr sýndi 1951 afrakstur dvalar hans í París 1948- 50. Ári síð- ar, á síðustu Septembersýningunni, var ljóst VALTÝR Pétursson: Komposition, 1951. að geómetrísk myndgerð hafði rutt sér til rúms í íslenskri myndlist, en þá sýndu þar auk Valtýs sjö listamenn geómetrísk abstrakt- verk... Geómetrísku verkin, sem voru sýnd árið 1952, voru skilgetin afkvæmi hinnar geó- metrísku listar eftirstríðsáranna þar sem unn- ið var á grundvelli formrænna gilda lista- verksins án skírskotunar til hlutveruleikans. Jafnframt voru þau í fullu samræmi við þær formalískar hugmyndir sem settar höfðu verið fram í fyrstu sýningarskrám Septemberhóps- ins. Þær hugmyndir höfðu komið skýrt fram í grein eftir Þorvald Skúlason í sýningarskránni 1948 þar sem hann fjallaði um sjálfræði lista- verksins. Líkt og flestir kenningasmiðir formalismans lagði hann ríka áherslu á bygg- ingu verksins og sagði „composition'Vera aðal- atriði allrar skapandi listar. Með því sagðist hann eiga við „... sterka, lifandi myndheild, sem mótast af skilningi höfundarins á hinni ei- líft starfandi, síbreytilegu náttúru og hug- kvæmni hans í meðferð lita og lína" eins og hann orðaði það. Listaverkið var að mati Þor- valds í einu og öllu sköpun mannsins, en þó ekki án tengsla við umhverfi sitt. Þannig gat náttúran verið áhrifavaldur í listsköpuninni sem væri þó til orðin fyrir „mátt mannlegs hugmyndaheims." Þar af leiðandi væri ráðlegt að einblína ekki á einhverja fyrirmynd eða"mótívið", því að boðskapur verksins fælist „í heildarbyggingu þess, hrynjandi og litbrigð- um." Þarna kom Þorvaldur inn á ýmis grund- vallaratriði formalismans í myndlist eftir- stríðsáranna sem er athyglisvert í ljósi þess að þetta var nokkru áður en hann fór sjálfur að vinna að gerð geómetrískra abstraktverka. Grein hans er hins vegar til vitnis um að hann hafði þá aflað sér góðrar þekkingar á því, sem var að gerast í myndlist samtímans, og gerðist með þessum skrifum boðberi formalískra hug- mynda um myndlist hér á landi. Á það hefur verið bent að sennilega hafi engin listastefna hér á landi staðið á jafn traustum hugmyndafræðilegum grunni og geómetrísk abstraktlist eftirstríðsáranna. Sú kynning, sem geómetríska myndlistin fékk, var ekki síst því að þakka að meðal fylgis- manna hennar voru vel menntaðir og ágæt- lega ritfærir listamenn sem tóku að sér að kynna hinar hugmyndalegu forsendur og út- lista eðli hennar fyrir almenningi. I fyrstu voru sýningarskrárnar eini vettvangurinn til að koma hugmyndunum á framfæri, en brátt fengu ýmsir fylgjendur og velunnarar geó- metrískrar, óhlutlægrar myndlistar aðgang að öllum helstu dagblöðum landsins sem á þann hátt urðu málsvarar hinnar nýju stefnu. Helsti vettvangur hennar var þó tímaritið Birtingur, sem hóf göngu sína árið 1953 og róttæk skáld og listamenn stóðu að. Þar birtust greinar eft- ir listamennina sjálfa þar sem fram komu við- horf til þeirra til myndlistar sem mótuð voru af þeim formalísku hugmyndum sem ein- kenndu skrif helstu hugmyndafræðinga geó- metrísku stefnunnar í París. Vegna þekkingar sinnar og reynslu sem málari átti Þorvaldur Skúlason drjúgan þátt i að skapa orðræðu um hina nýju stefnu og koma formalískum hugmyndum á framfæri í viðtölum og greinum. Þannig útlistaði hann í viðtali, sem haft var við hann í tilefni sýningar hans í Listamannaskálanum haustið 1953, hin- ar formalísku forsendur verka sinna og tók jafnframt að sér að dæma gildi listaverka fyrri alda á sömu forsendum, en þar sagði hann meðal annars: „Gildi listaverka hinna gömlu meistara er ekki falið í fyrirmyndinni heldur meðferð forms og litar, myndbyggingunni. Aldarandinn olli því að fela varð myndina bak við viðfangsefnið. Það var því eðlilegt, að myndbyggingin væri látin koma upp á yfir- borðið og fyrirmyndin hyrfi í djúpið. Þetta er það, sem skeð hefur í myndlist nútímans." Með þessum orðum gerðist Þorvaldur tals- maður þeirrar söguskoðunar að tilkoma abstrakts tjáningarforms væri hluti af eðli- legri sögulegri þróun. Slfkar hugmyndir um eðlilega þróun voru um margt dæmigerðar fyrir framfara- og skynsemistrú módernism- ans, sem tengja má hugmyndum módernista um hreint form, þ.e. abstrakt geómetrísk form, sem birtingarform hærra þróunarstigs. Þessi formalíska skoðun, sem oft var tjáð með hugtökum eins og bjartsýni og framtíð, átti sér ekki síst hliðstæðu í byggingarlist módern- ismans þar sem einföld formgerð var talin aðal góðrar byggingariistar. Þessi einarðlega af- staða fól í sér afneitun á sögunni og leiddi meðal annars til þess að byggingarlist fyrri tíma, líkt og myndlist fyrri alda, var dæmd á forsendum módernismans. Hörður Agústsson, sem var einn af aðstand- endum Birtings, var meðal þeirra listamanna sem áttu stóran þátt í að kynna forsendur geó- metrískrar abstraktlistar á opinberum vett- vangi. í París hafði hann lagt sig eftir að kynna sér hugmyndalegar forsendur geó- metrísku myndlistarinnar og sótti meðal ann- ars fyrirlestra Léons Degands, auk þess sem hann kynnti sér hugmyndir Bauhaus-skólans um samþættingu allra greina sjónlista. Ólíkt mörgum öðrum fylgismönnum abstraktlistar, sem þóttu orðin óþörf, tók Hörður að sér að útlista grundvallaratriði hennar í greinum um myndlist sem hann skrifaði í tímaritin Vaka og Birting. Sem einn af hvatamönnum Haustsýn- ingarinnar svonefndrar, sem haldin var 1953, tók hann að sér að halda ræðu við opnunina þar sem hann leitaðist við að skilgreina „hina óhlutbundnu tilfmningu fyrir formi". Með því að vitna í grein eftir Jón Stefánsson um mynd- list frá 1935, þar sem Jón fjallaði um formtil- finningu með því að taka dæmi úr hlutveru- leikanum, vakti Hörður athygli á að grundvall- armunurinn á afstöðu hans og abstraktlista- manna væri sá að í list nútímans væri formið einráða, óháð fyrirmyndinni. Formið tæki listamaðurinn hjá sjálfum sér samkvæmt til- finningu sinni og kannaði innri víddir frekar en hinar ytri. Til þess að rökstyðja þá skoðun að myndlistin lyti lögmálum eigin miðla bar Hörður hana saman við tónlist þar sem unnið væri með abstrakt tjáningarform án þess að fundið væri að. En samlíking Harðar við tón- listina fól líka í sér þá hugmynd að geómetrísk abstraktlist snerti innsta kjarna hlutanna, því eins og hann sagði: „Stendur tónlistin ekki einmitt að sumu leyti næst innstu veru manns- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.