Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 12
það mikils, enda var höfundur þess enginn annar en Gróa Einarsdóttir, móðir Einars, sú er útslitaáhrif hafði á það að Jón í Galta- felli seldi jörð til þess að kosta Einar utan til náms. Að öðru leyti rúmast ekkert í þessu herbergi nema það sé smátt og þannig er um smámyndir í póstkortastærð; olíumálverk sem Asgrímur hefur gefið Einari. Önnur sýnir Jarlhettur í dumbungi en hin Esju og Móskarðshnjúka. Smámyndirnar eru fleiri: Eftirprentun af „Eyju hinna dauðu" eftir Böeklin; symbólista sem verið hefur andlega skyldur Einari. Þar eru einnig hvunndags- legri myndir af þeim Einari og Ónnu á ferð á ítalíu og mynd af Hnitbjörgum á beru Skóla- vörðuholtinu; ekkert annað hús sjáanlegt. Inn af herberginu er krókur og þar er lokrekkja Einars; rúmið bæði stutt og mjótt, ekkert bruðl með rýmið þar fremur en ann- arsstaðar, en bókahillum hefur hann komið fyrir á veggnum ofan við rúmið. Framan við lokrekkjuna er mjór gangur út að norður- glugganum. Hann gegnir ekki sýnilegu hlut- verki, en gæti hafa verið notaður fyrir fatn- að. Dyngja Önnu Mjór gangur skilur að herbergi Einars og dyngju húsfreyjunnar, sem er af nákvæm- lega sömu stærð, en bjartari því hún snýr mót suðri. Einnig þar er hvert smáatriði leyst af alúð og listrænum metnaði. Á suður- veggnum eru þrír gluggar með smáskornum rúðum, en á einum þeirra er komið fyrir mynd eftir Einar, sem máluð er á gler. Trú- ariðkun er gerð sýnileg með bænastóli Önnu, sem var kaþólsk; krossmark og biblía yfir honum í gluggakistunni. Orgelið hefur líka tilheyrt Önnu. Á því standa tveir kertastjakar og á brúnlituðum panelvegg fyrir ofan er helgimynd eftir Ein- ar; máluð lágmynd og texti undir með gylltu letri: „Komið til mín allir þér sem erfiðið...", o.s.frv. Á smáborði eru gömul ljósmynda- albúm, en brjóstmynd af Einari stendur á geysilega fallegum harðviðarskáp. Framan við hann stendur ruggustóll með ísaumaðri sessu. Lítill bókaskápur með glerhurð geymir nokkra fallega postulínsgripi og bækur, en Einar hefur trúlega teiknað veggteppið með landvættunum. Þarna er ýmislegt fleira smá- legt; klukka með skrautmálaðri glerhurð, innrammaðar smámyndir: Postularnir eftir Diirer, Síðasta kvöldmáltíðin og fleiri biblíu- myndir. En einng ljósmynd af bænum í Hrepphólum þar sem Einar hafði fyrir löngu valið þeim hjónum legstað. Inn af dyngjunni er krókur og lokrekkja af sömu stærð og með sama sniði og hjá Einari. Stefan Stofan í þessu húsi hefur verið afgangs- stærð og þessvegna er hún tæpir 9 metrar á lengd, en aðeins 3 m á breidd. Hún snýr í vestur; 10 gluggar, hvítmálaðir, á útveggjun- um. Mestan svip á stofuna setja 9 misstórir, sérsmíðaðir bókaskápar með glerhurðum. Þeir ná frá lofti niður í gólf; allir smíðaðir í Gamla Kompaníinu, þar sem Bjarni bróðir Einars var annar eigendanna. Þar sem skáp- arnir ná ekki yfir austurvegginn er hann málaður rauðbrúnn og líkt eftir viðarklæðn- ingu, en þetta var einu sinni í tízku og því hefur verið haldið hér. Á stærsta veggfletinum er málverk af Önnu eftir danska málarann Johannes Niel- sen frá árinu 1919; vel máluð mynd, 100x75 cm. Annað portret af Önnu hangir uppi i stofunni. Það er eftir Ásgrím Jónsson, málað 1919 og firna gott verk, 35x45 cm. Enn ein mynd af Önnu prýðir þessa stofu. Hún er eftir Hugo Laysen frá árinu 1905, afar vel máluð mynd, enda kunnu menn þetta fag í þá daga. Kringlótt borð úr brúnum viði, annað borð mun sérstæðara á einum fæti og fjórir djúpir stólar eru í suðurenda stofunnar. I bóka- skápunum er fjöldi innbundinna árganga af Illústreret Tidende, sem þau Einar og Anna hafa verið áskrifendur að. En umfram allt eru þar listaverkabækur. Einn er þó sá skápur þarna sem ekki hef- ur verið ætlaður bókum. Hann er með vængjahurðum úr gleri, mjög skreyttur, og í honum er sparistellið, bollar og undirskálar úr eðalfínu, næstum gagnsæu postulíni, sem nú fæst ekki lengur. Þar eru líka nokkur vín- glös, eri húsráðendur á þessum bæ hafa þó vísast alltaf látið aðra um víndrykkju, ef hún hefur pá einhverntíma verið höfð um hönd í þessu húsi. foringjarnir tvoir sem hrundu veldi azteka og inka ásamt herjum sfnum, Hernán Cortes og Franzisco Pizarro, voru báðir harðgerir og rótlausir ævintýramenn. Og flestir þeirra sem fóru vestur um haf í von um fjár og frama voru blásnauðir, menntunarlausir menn. Freska á hallarvegg í Mexíkó City eftir Diego Rivera. PABLO NERUNDA JIMENEZ DE QUESADA(153ó) INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR ÞÝDDI Þau koma, bau koma, nú koma þau, hjarta mitt, sjáðu skipin sem skríða upp ána Magdalenu, skip Gonzalos Jimenezar. Þau nálgast, pau nálgast, skipin, stöðvaðu þau elfur, klemmdu þau milli bakka þinna ofurseldu þau æðaslætti þínum, sviptu þau græðginni, slengdu íþau eldtungum blóðþyrstra skriðdýra augnaætunum, álum þínum, sendu krókódílinn þunga í veg fyrir pau með eirlita skolta og fornaldarbrynju gerðu úr honum brú yfír sendin vötn þín, láttu jagúarinn spúa eldi úr rjóðrinu sem óx upp affræjum þínum, móðir, þeyttu tilþeirra blóðflugum, blindaðu pau með svartri mykju, drekktu þeim í hyljum þínum, haltu þeim föstum með rótarflækjum í dimmum farvegi þínum svo blóð þeirra rotni og krabbar þínir hámi í sig lungu þeirra og varir. Nú koma þeir inn í skóginn: þeir ræna, þeir bíta, þeir drepa. 0, Kólumbía! Rís upp til varnar leyndarskóginum þínum rauða! Nú bregða þeir brandi við bænahúsið í Iraka, næst grípa þeir höfðingjann og fjötra hann. „Fáðu okkur gimsteina guðsins forna!" Gimsteinana sem glóðu og sMnu sem daggardropar í dögun Kólumbíu. Nú pína þeir prinsinn. Þeir hálshöggva hann, höfuð hans lítur mig augum sem enginn fær lokað, ástkærum augum grænnar og nakinnar ættjarðar minnar. Nú brenna þeir guðshúsið, næst koma hestarnir, sverðin og kvalirnar uns aðeins eru eftir kulnandi glæður, úr öskunni stara augu prinsins sem ei hafa lokast. ÞEIR KOMU MEÐ ELDI OG SVERÐI 2 FULLTRUI SÓLGUÐSINS FELLDUR EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR FORINGJARNIR tveir sem hrundu veldi azteka og inka ásamt herjum sínum, Hernán Cortes og Franzisco Pizarro, voru báðir harðgerir og rótlausir ævintýramenn. Og flestir þeirra sem fóru vestur um haf í von um fjár og frama voru blásnauðir, menntunariausir menn, margir þeirra voru frá fátækustu landsvæðum Spánar. Bæði Cortes og Pizarro voru frá Extremadura, einu harðbýlasta héraði landsins, og Pizarro var hvorki læs né skrifandi. Bræður hans fjórir fylgdu honum í vesturfórina. „Allir voru þeir fátækir og jafnágjarnir sem þeir voru snauðir, metorðalausir en metorðagjarnir," segir sagnaritarinn Oviedo um Pizarro og bræður hans. Valdagræðgi og ágirnd að stórum hluta rak áfram hina hvítu menn, auk trúarlega markmiðsins að kristna heiðnar sálir. Því hefur verið þannig lýst að Spánverjar hafi sigrað heimsveldi azteka og inka með sverðið í annarri hendi og krossinn í hinni. Hinu verður ekki neitað að landvinningamenn urðu oft á tíðum að þola mikið harðræði og þrengingar og sýndu fádæma kjark er þeir áttu í höggi við herskáar þjóðir, óblíða náttúru og andsnúið veðurfar. Veldi Azteka Það var í senn stórkostleg og furðuleg sýn sem mætti Spánverjum er þeir litu höfuðborg azteka af skipum sínum. Einn af yngstu foringjunum í liði Cortesar, Bernál Díaz del Castillo, skráði á gamals aldri minningar sínar um Mexíkóförina. Þar segir svo um komu þeirra til höfuðborgarinnar Tenochtitlan: „Um morguninn komum við að breiðum, upphækkuðum garði, og héldum ferð okkar áfram í átt til Iztapalapa, og er við sáum svo margar borgir og bæi byggða úti á vatninu, og aðra stóra bæi uppi á landi, og hinn mikla og beina garð, er lá beint til Mexíkó, þá undruðumst við, og sögðum slíka sýn vera sem töfra þá, er sagt er frá í sögunni um Amadis, vegna hinna miklu turna og hofa og bygginga, er risu upp af vatninu, og allar voru gerðar af höggnum steini. Og nokkrir í flokki okkar hermannanna spurðu, hvort sýnir þessar væru ekki draumur einn." Af lýsingum Bernál Díaz, svo og bréfum Cortesar sjálfs til Karls 1. konungs á Spáni, má draga upp skýra mynd af höfuðborg aztekanna sem þeir félagar kalla Mexíkó. Hinn mikli prins Moctezuma II.. keisari aztekanna, sýndi þeim félögum hina glæstu borg sína. Á miðju aðaltorgi borgarinnar gnæfði stærsti pýramídinn með hofum guðanna á toppi. Á allar hliðar honum voru aðrir minni pýramídar með hofum. Miðtorg borgarinnar, eða hið „heilaga" var umlukt múrvegg, en utan ** 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.