Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 4
HVERSVEGNA VARÐ HEIÐABYGGÐIN TIL -2. HLUTI m Ljósm. Morgunblaðið/RAX. UM 1840 HAFÐI hreindýrum þegar stórfækkað, og hafa víða verið horfin úr fyrri heimkynnum. Það er hins vegar eilífðar deilumál hvaða nytjar ýmsir höfðu, í ró og næði, af þessum snar- minnkandi villta stofni, reynsla kynslóðanna bað um hógværð í þeim málflutningi. „HREINDYRIN FORDJARFA HEIÐALÖNDIN" EFTIR BRAGA MELAX Amtmaður skýrir frá því 1794 að hrein< dýrum hal fi fjölgað mjög á fjöllunum milli Múlasýslna og Þingeyjar- sýslu. Hér kemur fram sama vísbending: H lluti hreinc iýr- anna sem sett voru á land 1787 hafi dreifst norður °9 verið upistaðan í stofninum í Norður-Þingeyjarsýsl u. Sóknarlýsingar og aðrar heimildir RÁTT fyrir fremur fátæklegar frásagnir af hreindýrum eru í sóknarlýsingunum ótvíræðar heimildir, og það sem mest er um vert, viðgangur dýranna samkvæmt þessum heimildum virðist hafa verið allt annar en höfundar bóka um hreindýrin hafa haldið fram. Þau eru að mestu horfín úr vestanverðri Suður-Þingeyjarsýslu, fækkað mjög í N-Þing. austan Jökulsár, sögð horfin Vopnfírðingum og Reyðfirðingum. Þessar lýsingar eru skrif- aðar áratug áður en stofninn er sagður hafa verið stærstur, um eða úr miðri 19. öld. Vissulega ber að taka sumu af þessu með varúð. Það á þó sennilega ekki síst við um þögnina, rík hefð var fyrir henni í gamla sam- félaginu, okkar vandi sá að ráða í það, hvar hún var og hvernig notuð. Tilvitnanir: Nokkur dæmi um svör við eftir- töldum spumingum: 33 (Veiðar), 34 (Veiði- tími), 37 (Hlunnindi), 56 (íþróttir, t.d. ,,skot“). Grenjaðarstaðar- og Þverársóknir 1843: 33. „Hreindýraveiði hefur einasta verið tíðkuð á Halldórsstöðum í Þverársókn, en nú sem stendur aflögð.“ 34. „Hreindýraveiðar voru helst tíðkaðar á vetrum.“ 56. „—byssur af mörgum brúkaðar, af sumum áður við hrein- dýraveiðar og helst refadráp, og aftur sumum við rjúpna og aðrar veiðar fugla.“ Garðssókn 1839: 33. „Veiði til lands er hér engin, því þó einstöku hreindýr og refur náist hér með skotverkfærum eða hundi - refurinn einnig í dýraboga - þá er varla og sjaldnast til þess að telja.“ 37. „— hreindýrin fordjarfa hér árlega heiðarlöndin með traðki og eyðslu grasanna —.“ 56. „— einstöku maður fer hér með byssu, og fleiri ganga á skíðum, þó hvörki þetta né hitt sé hér í sveit iðkað til þeirrar fúllnustu að íþrótt geti heitið.“ Sauðanessókn 1840: 33. „Ei verður sagt að hér sé nokkur hreindýraveiði, þótt í harðind- um á vetur stundum fengist hafi í sókninni 5 til 6 dýr. Sama er um refaveiðar að segja, þótt á flestum bæjum sé einhvör sem fari með byssu, —.“ 34. „Öll veiði hefur um næstliðin 20 ár í sókn þessari heldur farið hnignandi — .“ 37. „— síðan hreindýrin komu á Vopnafjörð árið 1787, eður þar um bil, hafa nefndar heiðar ónýtar orðið bæði að grasa- og hvannatekju, — , en 4 til 6 næstliðin ár hafa dýr þessi síður haldið sig í nefndum heiðum, og við það hefur komið nýgræðingur af grösum, —.“ 56 „Upptaldar íþróttir eru hér engar tíðkaðar. Að sönnu eru hér byssur á fleirum bæjum, en engir þeir sem á þeim halda mega kallast góð- ar skyttur." Lýsing Sauðanessóknar er afar vel samin og trúverðug. Höfundur ól nær allan aldur sinn á Sauðanesi og hefur gjörþekkt allt umhverfi, en svo var ekki um æðimarga höfunda. í lýsing- unni leynist ein mjög merkileg heimild. Hrein- dýrin í Norður-Þingeyjarsýslu komu ekki að vestan, þau komu frá Vopnafirði. Er þetta rétt? og skiptir þetta einhverju máli? Höfundur er rúmlega tvítugur þegar hreindýrin koma á Vopnafjörð, man ártalið, aðstoðarprestur foður síns frá 1794, tekur við af honum 1812 og er þar til æviloka 1847. Lýs- ing þessa prests ber vott um mikla þekkinu á efninu og vilja til að koma því til skila. Sér- staklega eru lýsingar hans á ýmiss konar veið- um nákvæmar. Amtmaður skýrir frá því 1794, að hreindýrum hafi fjölgað mjög á fjöllunum milli Múlasýslna og Þingeyjarsýslu. Hér kem- ur fram sama vísbending. Hluti hreindýranna sem sett voru á land 1787 hafi deifst norður, og verið uppstaðan í stofninum í N-Þing. Sennilega hefur þessum síðasta hópi sem kom til landsins verið skipt, sleppt norðan og sunn- an Vopnafjarðar. Sama ár og amtmaður skýrir frá þessu er Sveinn Pálsson á ferð um þennan landshluta og bókar „kvartanir sem hvaðanæva heyrast um, að hreindýrin rótnagi hin dýrmætu fjallagrös." Sveinn var þarna staddur á Hallormsstað. Dýrin eru því báðum megin Vopnafjarðar. Ef tengja má þessa undarlegu heiðabyggð hreindýrunum að hluta, þá skiptir þetta veru- legu máli. Eftirfarandi fullyrðing getur ekki verið rétt. „Virðast hreindýrin frá Vaðlaheiði hafa breiðst tiltölulega snemma út um báðar Þingeyjarsýslur, austrn- um Sléttu og Þistil- fjörð og jafnvel austur á Langanes.“ (H.V. bls. 119). Ibúar í austustu hreppum N-Þing. hafa kynnst hreindýrum upp úr aldamótum eða fyrr. Ef dýrin hefðu komið að vestan hefði það varla orðið fyrr en undir 1830, þá var veruleg fækkun hafin í stofninum. Eitthvað virðist það þó í landsháttum hér eða í eðli þessarar dýra- tegundar að flytjast frekar sólarsinnis um landið heldur en rangsælis, ef átthagar og ár- legar farleiðir eru yfirgefnar. Sóknarlýsingar úr Múlasýslu eru flestar fá- orðar um hreindýrin, einnig úr austustu sókn- um Skaftafellssýslu, þótt þau séu nefnd. Von- brigðum veldur ágæt og allýtarleg lýsing Hofssóknar í Vopnafirði frá 1840 sem hefur aðeins þetta að segja, „Hreindýr eru hér ekki né fuglabjörg." Þetta er undir liðnum veiðar. Úr Hólmasókn í Reyðarfirði 1843. „Hreindýr sjást nú eigi framar." Þessar heimildir benda allar til hins sama. Um 1840 hafði hreindýrum þegar stórfækkað, og hafa víða verið horfin úr fyrri heimkynnum. Það er hins vegar eilífðar deilumál hvaða nytj- ar ýmsir höfðu, í ró og næði, af þessum snar- minnkandi villta stofni, reynsla kynslóðanna bað um hógværð í þeim málflutningi. Hér og þar í prentuðu máli frá fyrri tíð má finna eitthvað um hreindýrin. Flest segir þetta okkur fremur lítið, einhverjar vísbendingar þó. Skoðandinn stendur frammi fyrir þeim vanda æðioft, að þurfa að lesa milli línanna. Sá sem vill skoða þetta nánar hefur nóg verkefni. Eitthvað liggur í handritum. Hvað um skýrsl- ur frá Stefáni Þórarinssyni amtmanni, tillög- ur, skýra bréf hugmyndir hans? Norðmaður- inn sem flutti hreindýrin til Eyjafjarðar fékk þá ferð dýrkeypta, samkvæmt öruggum heim- ildum er sú furðusaga í dönskum söfnum. Hvað segja skipsskjölin? Öllum höfundum bóka og greina um sögu hreindýranna hérlendis ber saman um það, að þeim hafi fjölgað mjög hratt fyrstu áratugina. Þær ályktanir, sem byggja á samtíma heimild- um, eru vafalítið réttar. Þessar heimildir verða fæstar upptaldar hér, en bent á fróðlega grein í Eimreiðinni 1933, Hreindýraveiðar í Þingeyj- arsýslu á 19. öld eftir Jóhannes Friðlaugsson. Einnig prentuð í ritsafni höf. Um þessa grein 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.