Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Side 5
HELGI SELJAN LOGN OG sumarblíða á Jökuldalsheiði og þannig hafa bæirnir litið út, sumir þeirra þó líklega lágreistari. Myndin er frá Sænautaseli. KORT sem sýnir svæðið þar sem byggðin reis á Jökuldalsheiðinni. HAUSTHARMUR Greini ég enn frá æsku óm frá lambanna jarmi. Blik af fénaði fríðum feigðarspor mörkuð harmi. Ilm af litverpum laufum lyngið hríminu slungið. Angurværð yfír hlíðum óvissu loftið þrungið. Enn er héla um hauður haustlitir þekja ból. Enn er haustharmur kveðinn hjörðinni er voríð ól. HAUSTKLÖKKVI Haustið andar hélugrátt við eyra húmsins dularskuggar nálgast ótt. I þögninni ég gjarna þykist greina þyt sem boðar feigðarkall um nótt. Gulnuð, bliknuð laufm falla á foldu, fagurlit þau aftur verða að moldu. Örlög þvílík ætluð hverri drótt. Nú heim af fjalli lagðprúð lömbin renna, lífsins sumarganga horfin er. Sú dýrð er burt, en dauðans sigð má kenna, dapurleiki haustsins magnast fer. í hlíðum fjalla klingja klökkvans hljómar og kliður saknaðarins napur ómar. Þann sama klökkva ég í brjósti ber. Höfundurinn er fyrrverandi alþingismaður. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON er hægt að rita lengra mál en hér er rétt að gera. Nokkrar ábendingar: Höf. ritar. „Ann- ars er erfitt að fá góðar og nákvæmar frásagn- ir um veiðarnar, því að nú hittast varla nokkrir menn, sem hafa tekið virkan þátt í þeim, og verður því að nokkru að byggja á munnmæl- um.“ Þessar athuganir J.F. fóru þó fram fyrir og um 1930. Samkvæmt munnlegum heimild- um frá syni höfundar, sem man vel þessi ár, var haft mikið fyrir því að safna þessu frá elstu íbúunum. Veiðisögurnar eru góðar, en munnmælin sem J.F. safnaði og setti saman eru gulls ígildi. Þetta er ekki langt mál, en ekki annars staðar að finna. Heimildir að mín- um dómi frá 2. og 3. áratug aldarinnar. Einn þáttur er ekki réttur hjá höfundi, raunar eðli- legt að svo sé, það er skotvopnaeign. Þetta er ljósara í dag heldur en hann hafði tök á að fá vitneskju um. Þessi skekkja er einning vís- bending um aldur munnmælanna. Að lokum heimildir frá tveim sýslumönnum á fyrstu árum aldarinnar. Guðmundur Péturs- son (N-Múlasýsla) segir 1810, að menn hafi oft séð hópa hreindýra, allt að 500-600, sem gengju niður undir byggð. Þetta eru væntan- leg ágiskanir frá árunum 1805-9, og líklega réttar, þótt þessi sýslumaður hafi að vísu sleppt sýslunni 1807, flust til Kaupmannahafn- ar sama ári, til London 1810, dauður og graf- inn í Skotlandi 1811. (Islenskar æviskrár). (Sonur G.P. tók við embættinu og gat frætt fjarverandi föður). Hinn er sýslumaður Þingeyinga, Þórður Björnsson, sem kvartar um skaða sem hrein- dýrin gerðu harða veturinn 1815, þegar þau flúðu af afréttum niður í dalina og skemmdu jarðveginn. Þórður virðist samkvæmt embætt- isferli hafa verið með virtustu sýslumönnum landsins á sinni tíð. Stórbóndi var hann að Garði í Aðaldal til dauðdags, manna líklegast- ur til að meta aðstæður nokkuð rétt. H.V. (bls. 119), telur að þessar kvartanir hafi komið því til leiðar að öllum voru hreindýraveiðar heim- ilaðar frá 1817. Það er afar líklegt að Stefán Þórarinsson amtmaður og Þórður Björnsson hafi þarna mestu ráðið. Hvernig þeir og aðrir hugsuðu framhaldið er ekki gott að ráða í, lík- legt þó að þetta hafi verið skynsamlega unnið, hagsmunir voru mismunandi. Eitt er athygli- vert, þessi konunglega tilskipun gilti aðeins næstu fjögur ár. Samfélagið hefur verið nokk- uð sátt við þessi málalok; því að biðja um fleiri tilskipanir fyrr en þá að hagnaðurinn væri orðinn skuggalega lítill, miðað við þörfina? Að því kom rétt fyrir miðja öldina. Þetta er vissulega kaldhæðni, en gæti þetta ekki verið ástæðan fyrir lagagreininni um hreindýrin frá 1849? Aftur að stefnstærð hreindýra Sú tilgáta sem sett hefur verið hér fram um líklega stofnstærð hreindýra á fyrrihluta 19. aldar, er byggð að meirihluta á tiltækum sam- tíma heimildum, sem hér hafa að nokkru verið taldar. Að hluta er farin önnur leið. Hún er þessi: Skoða stofnstærð á 30 ára tímabili á 20. öld, flytja hana 153 ár aftur í tímann, benda á líkur fyrir því, að ekki sé um langt frá spegil- mynd þeii-ra línurita að ræða. í örstuttu máli eru tilgátur og staðreyndir þessar: Á 20. öld. Helgi Valtýsson er í bók sinn Á hreindýraslóðum með tvær tölur um fjölda dýranna. Haustið 1939 eru þau talin um 100. Haustið 1943 um 400. Önnur talan hlýtur að vera röng, sú síðari líklega nær hinu sanna, m.a. vegna athugana eftirlitmanns. Helgi lýsir þessum stofni í sinni fyrstu ferð 1939 þannig, að um stórfjölgun gat tæpast orðið. Fullur helmingur hjarðarinnar tarfar, þá kálfar og hreinkýr sumar gamlar og lasburða. Niður- staðan því sú að dýrin hafi verið eitthvað fleiri. Líka niðurstöðu má á nokkrum stöðum sjá í skrifum S.Þ. Ef 30 ára tímabil frá fyrstu ferð H.V. 1939 er skoðað, er margt að athuga. Hvaða áhrif hafði það á vöxt stofnsins að veidd voru yfir 4000 dýr frá 1954-1969. Hvað urðu dýrin mörg niðri á Fjörðunum, þar voru þau ekki talin, að- eins í aðalsumarhögunum í nágrenni Snæfells, þar virðast þau hafa verið um 3300 sumarið 1969, einhver voru á enn öðrum svæðum, en ekki mörg. Áætla stofnstærð hreindýra fyrir veiðitímabil árið 1969 yfir 4000 dýr. Frekari heimildir: Villt spendýr 1980, tvö rit Orku- stofnunar frá 1983, Villt íslensk spendýr 1993. Þá kemur að spegilmyndinni: Flyt stofn- stærð 1939 til 1786 og þá síðari til 1816. (Lík- lega stærri 1814). Fyrra ártalið þannig valið, að hreindýrin sem komu til Eyjafjarðar (1784) og þau sem komu til Vopnafjarðar (1787) tekin sem ein heild. Engar heimildir eru til um ann- að en að hreindýr hafi samtals verið vel yfir 50 sem á land komust. Möguleikar á hraðri fjölg- un dýranna því síst minni en ueðu eftir 1940. Það sem erfitt er að ráða í frá þessu tímabili eru áhrif nokkurra harðindavetra. Skynsam- lega voru takmarkaðar veiðiheimildir útfærð- ar og líklegt að það hafi tekið lýðinn 2-3 ára- tugi að ná því hugrekki sem þurfti til að hunsa að fullu boð og bönn hins hávirðulega amt- manns. Stofninn hafi því náð að stækka hratt á hinum ágætlega grónu og víðlendu heiðum. Eins og fyrr er ýjað að, í stofninum 5000-6000 dýr. Sá fjöldi hefði verið í stofninum 1969 ef veiðin hefði verið minni og takmörkuð við karldýr. Menningin Ein fegursta sýn margra fyrri kynslóða var að sjá fjárhópana renna eftir fjallahlíðunum á fógrum haustdegi, á leið til rétta. Engin furða, þessi mynd er margslungin. Sömu fegm-ð sá Bjartur í Sumarhúsum af Stekkjarhólnum, en í bland við reynslu forfeðranna. „Sunnan í hólnum standa tvær sauðkindur — og kroppa stekkjartúnsgrænkuna, og hann stuggar þeim burt, þótt þær séu ær húsbónda hans, rekur úr sínu eigin túni í fyrsta sinn: Þetta er mitt eigið land. En svo er eins og hann fái eftirþanka, kanski jörðin sé ekki fullborguð, hann lætur tíkina ekki elta þær, heldur sveiar henni.“ (Sjálfstætt fólk 1, bls. 18). Það er ekki öllum gefið að geta hagnýtt sér sem skyldi fengna reynslu við nýjar aðstæður. Þessi ógleymanlega hetja viðurkenndi ógjarn- an nýjar aðstæður. Veiðimaðurinn sem skildi bráðina eftir fékk: „Fugl, sagði Bjartur um kvöldið og leit fyrirlitlega á kippuna, sem gest- urinn hafði skilið eftir. Það verður enginn feit- ur á fugladrápinu. Gefi hann manna armastur.“ (Bls. 371). Bjartur leitaði ærinnar góðu, en fann ekki. Konan raunar búin að éta drjúgan hluta henn- ar og hann sjálfur með einhvern hluta rollunn- ar í nesti sínu. Það gat hann ekki vitað. Hreintarfurinn við árbakkann gat að hluta bætt skaðann. Misheppnuð veiðitilraun er þannig í huga Bjarts löngu síðar. „— þegar ég reið á andskotanum austur yfir hana Jökulsá á Heiði og gat ekki drepizt?" (2.b. bls.170). Bjartur var ekki af þeirri „nútímalegu manngerð", að vera heiðabóndi, býli hans er jafnvel ranglega kallað heiðabýli af flestum, vil ég telja. Hvers vegna komust þá sumir úr hug- arheimi hetjunnar í Sumarhúsum? Niðurlag í næstu Lesbók Höfundur er á eftirlaunum og býr í Kópavogi. EFRI ARIN Þegar við nálgumst efri ár fer ævin að líða hraðar. í æskunni var það eitthvað skár: - eins og hún næmi staðar! Við förum í þetta ferðalag með fálmandi styrk í mundum, og leggjum út í þann leðjuslag sem lífið reynist stundum. Lífíð er eins og berjabox, af berjum fullt upp í hjarir. Svo etum við berín býsna hratt; - í botninn sést fyrr en varir. Höfundurinn er kennari á eftirlaunum. KRISTJANA EMELÍA GUÐMUNDSDÓTTIR RÉHU MÉR HÖND Réttu mér hönd þína bróðir leiddu mig um ókunna, óslétta jörð hjálpaðu mér að ná fótfestu í framandi umhverfí. Réttu mér hönd þína systir gefðu mér af styrk þínum til að þola mótlæti lífsins. Höfundur er bókasafnsfræðingur. Ljóðið er til- einkað flóttafólki sem kom til fslands í júní sl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. OKTÓBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.