Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Qupperneq 8
ERLENDAR BÆKUR ÞJÓÐIR Á ÞJÓÐFLUTN- INGATÍMA Strategies of Distinction. The Construction of Ethnic Communities, 300-800. Edited by Walter Pohl with Helmut Reimitz. Brill - Leiden Boston Köln 1998. „Arma virumque cano“ j)annig hefst Eneasarkviða Virgils - Eg kveð um menn og vopn - hér er sú foma kenn- ing að vopnin skapi manninn og alla hans gerð og hætti. Hvernig má greina þjóðir? Svörin eru mishljóðandi en uppruni þeirra er keimlíkur, þar kem- ur Virgil aftur til sögunnar, þegar hann lýsir sigruðum barbara-þjóðum - „svo frábrugðnar hver annarri um tungumál og útlit sem klæðnað og vopn - Eneasarkviða 8, 722-3 - Isidor kenndur við Sevilla, alfræðingur ár- miðalda - 560-636 - skrifar í Encyclopædíuna um mismun germ- anskra þjóða í vopnum, klæðnaði, tungumáli og mannanöfnum. Á öðrum stað skrifar Isifor: „þjóðir mótast af tungumáli, tungumál ekki af þjóðum“. Lög sem einkenni og mótunaraíl þjóða koma ekki inn í þessa mynd af gerð þjóða fyrr en rómversk lög eru að verða mótunarafl meðal hinna sundur- leitu germönsku þjóðflokka - sbr. Reg- ino frá Prtirn ca 850-915. - Hugtakið þjóð, er útlistað á keimlíkan hátt meðal höfunda fyrsta árþúsunds. Tasitus er hugtakið mjög hugleikið og hann bætir inn í listann um einkenni þjóða, trúar- brögðum. Tungumál og menning - sið- ir, venjur í mataræði og klæðnaði og trúarbrögð eru mótandi í einkennum þjóða. Þessir höfundar líta yfir þjóðagerið úr fjarlægð og eitt er ein- kennandi að „föðurland" kemur lítt við sögu eða svæði það sem þjóðflokkurinn eða þjóðin byggir, einfaldlega vegna þess að þessar germönsku þjóðir voru á faraldsfæti, flakki, að leita sér stað- festu í Evrópu og norðurjöðrum Af- ríku frá því um 300-800. Hugtakið þjóð nær yfir þjóðir sem tala mismunandi tungumál og einnig yfir þjóð sem býr tvístruð innan um aðrar þjóðir, á sér enga eigin staðfestu á landsvæði. Svisslendingar og Gyðingar. Walter Pohl annar útgefendanna skrifar inngang um hugtökin sem not- uð eru til að aðgreina þjóðir á tímabil- inu 300-800. Mannfræðirannsóknir eru sleipar og staðreyndir í þeirri fræði- grein oft mjög óljósar, erfitt að festa hönd á einhverju sem kalla megi stað- reyndir. Eins og áður er vikið að vant- ar hugtakið „feðrajörð" í mynd þjóðar- hugtaksins á þessum öldum, en það varð lykilþáttur ásamt ættarveldi í allri umfjöllun um þjóðir þegar föst bú- seta flökkuþjóða hefst með pólitískum aðgerðum og samtvinnun kirkjuvalds og veraldlegs valds á öðru árþúsundi, svo ekki sé talað um hugtökin föður- land, fósturland, og þjóðerni bundin þeim hugtökum á 19. öld og áfram meðal annars fyrir áhrif rómantíkur- innar og forvera þeirrar stefnu. Höfuðþema ritgerðanna er um- breyting Rómaveldis í nýtt samfélags- form eftir að rómverski heimurinn, kirkjan og barbararnir samtvinnast í nýjum einingum. Höfundamir rekja þær staðreyndir sem snerta flakk ýmissa þjóðflutninga- þjóða og lok þeirra svo og hvemig tengsl mynduðust milli þeirra innbyrð- is og kirkjunnar og rómversks valds og menningar. Nöfn margra þjóða koma hér við sögu og saga þeirra þjóða sem urðu mótandi í sköpun ríkja á miðöld- um. Rit þetta er eitt rita ritraðar, sem nefnist „Transformation of the Roman World". SIGIAUGUR BRYNLEIFSSON FRÁ FEÐRAVELDI TIL JAFNINGJARÉTTAR 1. Feðraglenna ENGINN venjulegur karlmaður er svo var um sig að kona geti ekki náð tökum á maga hans og hreðj- um og þar með svipt hann sjálf- stæði um tíma; það veit hver þroskuð kona og verður ekki álas- að fyrir að reyna hvort tveggja. Ég ætla ekki að biðjast afsökun- ar á að byrja greinaskrif um feðraveldi og jafn- ingjarétt á orðum sem flokka má undir karl- rembu enda eru greinamar tilraun til að koma orðum að málefni sem á líðandi stund brennur á fjölmörgum íslenskum karlmönnum, og er í stystu máli sagt þetta sem ég nefndi. Greinarnar fjalla um þróun frá feðraveldi til jafningjaréttar kynjanna, einkum í fjölskyldu- lífi sínu, og er lögð áhersla á afleiðingarnar fyrir karlkynið, af augljósum ástæðum, það er óvissu, sjálfsmyndarki’eppu og aðrar tilfinn- ingahremmingar sem því fylgir að komast aldrei í spor forfeðranna við eigið fjölskyldu- hald heldur verða að fylgja breyttum gildum fjölskyldulífs og forræðis. Algengt er að karlar stofni til heimil- is, eignist konu og börn, en finni sig aldrei í leiðtogahlutverki á heimilinu, það gerðu karlar fyrr á tíð jafnvel þótt þeir væru að heiman mánuðum saman, - og ekki í öðru hlutverki en skaffarans uns fjölskyldumynstrið, sem alltaf hefur hangið í burðaliðnum, fellur andvana fyrir fætur heimilisfóðurins og honum er kennt um útkomuna. Áður en karl veit af er hann skilinn og óyfirstíganleg- ir múrar hafa risið milli hans á annan veg, konunnar og barnanna á hinn. Hann hefur verið dæmdur að sér fjar- stöddum fyrir sakir sem hann ekki skil- ur, og er kominn í fangelsi sem girðir hann af hvai' sem hann dvelur. Algengt að af leiði óráðskennda vanlíðan, svo megna og langvinna að stappi nærri vit- firringu. Ég fann nokkrar reynslusögur á net- inu til að skýra mál mitt. Til að ganga ekki of nærri hagsmunum neins sem á í umgengnisvanda vegna barna sinna valdi ég þaðan frásagnir nokkurra frá- skilinna bandarískra karlmanna. Eftir- farandi fjögur dæmu eru furðu lík þeim úr næsta götu: 1) Sektarkenndin fyrir að hafa brugð- ist börnunum kemur upp á yfírborðið þegar ég er með þeim. Eg svitna eins og ég sé með hita; hræddur um hver muni verða í vegi okkar reyni ég að láta eins og allt sé með felldu, og á leiðinni heim frá þeim get ég ekki haldið aftur af ekk- anum. Eg fylgist með þeim vaxa frá mér og öllum nærri þeim reyna að koma í minn stað ... og stundum er svo að sjá sem það takist. Stundum spyr ég sjálfan mig... til hvers að reyna þetta frekar? Ég er ekki raunveruleikinn í lífí barnanna. Konan fyrrverandi hefur sagt þeim að ég sé ekki faðir þeirra iengur og þau þurfí ekki að fara eftir því sem ég segi. Síðast þegar ég heimsótti syni mína bjuggum við til flugdreka saman, svo átti það að heita. Við lukum ekki verkinu því konan og kærastinn voru á næsta leyti og biðu þess að við lykjum okkur af svo þau gæti farið. Ég gafst upp undan þrýstingn- um. Nú takmarkast stundir mínar með strákun- um við Makdónaids því þeir geta ekki komið heim með mér. „Vegna þess að konan mín fyrrverandi hefur sannfært þá um að þeir séu enn ekki tilbúnir tii að hitta unnustu mína. En þvímá bæta viðaðhvaðsem áhyggjum mínum líður held ég áfram að borga meðlagið...“ 2) ... Þegar ég fór ti-úði ég ekki öðru en við myndum ráða við vandann. Ég sá fyrir mér að ég myndi hitta börnin mín, og líf okkar saman yrði innihaidsríkt og skemmtiiegt. Reynsian sýnir aftur á móti að ég fjarlægist þau með hverjum deginum sem líður. Jafnvel þótt engin takmörk séu fyrir um- gengninni, engin tímamörk né eftirlit og ég geti komið hvenær sem er þá reynist óum- ræðilega erfítt að fylgja því eftir. Heima hugsa ég um þau nótt ogdag. Ég seiiist til símans en kem mér ekki að því að hringja. Einu sinni í viku eða svo harka ég þó nægi- EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Áður en karl veit af er hann skilinn og óyfirstíg- anlegir múrar hafg risið milli hans á annan veg, konunnar og barnanna á hinn. Hann hefur verið dæmdur að sér fjarstödd- um fyrir sakir sem hann ekki skilur, og er kominn í fangelsi sem girðir hann af hvar sem hann dvelur. lega af mér til að hringja og þá er alveg eins víst og ekki að börnin mín hafí eitthvað annað fyrirliggjandi daginn sem ég er tilbúinn til að koma í heimsókn. Síðustu helgi hafði elsti son- ur minn „gleymt“ mér og ekki látið mömmu sína vita að von væri á mér. Þegar ég hringdi tii að kanna hvort eitthvað hefði komið upp á fékk ég að heyra að þau myndu ekki verða heima.. 3)... Skömmu eftir að nýr maður bættist við heimilið lýsti móðir barna minna eftirfar- andi yfír í símsvarann: „Þetta er heimili Söru, Jóseps, Tim ogBetty.“ Nöfnin eru barnanna, móður þeirra ogr manns sem fiutti inn ári eftir skilnaðinn. I hvert sinn sem ég hringdi mætti mér þessi yf- irlýsing um hið nýja fyrirkomulag og ég kom mér ekki til að skiija eftir skilaboð til barn- anna. Seinna breyttist það, og ég hef ekki tölu á þeim skiiaboðum sem ég ætlaði börnunum en aldrei náðu lengra en í símsvarann ... ... Börnin voru notuð sem vopn á mig, og það reyndist svo beitt að ég afbar það ekki nema fyrir orð vina minna um að enginn getur að fullu gengið öðrum í föðurstað. Svo mikið er víst. Ekkert stenst samjöfnuð við það sam- band. Og samstaða við skyldmenni mín varð til þess að ég afbar oftast nær hremmingarnar sem fylgdu; fyrir þeirra orð tók ég ekki inn á mig kvikindisskapinn eins og ég hefði gert án þeirra. Sömu áhrif hafði tilsjónarmaður sem mér var skipaður til að koma betri skikkan á umgengina. 4) ... Við skilnaðinn varð hugarstríð mitt svo mikið að ég fór að trúa því að ég myndi ekki afbera það. Ég hafði alltaf álitið sjálfan mig harðan af mér og sigurstranglegan uns ég upplifði það að vera sviptur fjölskyldu minni. Éggat ekki afborið sársaukann sem égfann tii hverju sinni sem ég hitti móður barnanna minna heidur flúði (bókstaflega) í athvarf fyrir trúaða. Ég hafði ekki samband við hana eða börnin í þrjár vikur. Ekki fyi-st og fremst vegna sjálfs mín heldur til að sigrast á gremjunni út í móður barnanna svo ég gæti reynst þeim hæfur faðir... Mörg hjónabönd bresta vegna vangetu karl- mannsins til að standa undir fjölskyldu, efna- lega, tilfinningalega, mynduglega. Slíkt er flókin framkvæmd sem ekki er frekar á ábyrgð konunnar en hans og er ekki verið að gefa neitt slíkt í skyn hér. Einstök atvik eins og framhjáhald réttlæta einnig skilnaðarkröf- ur hvors kynsins um sig. En í þessari umræðu minni er ekki verið að fjalla um einstök tilvik heldur stefnu sem hjúskaparmál hafa tekið fyrir öllum hjónum, hvort sem þau halda sjó á hjúskaparfleyi sínu eða ekki; þróun þá frá hefðbundinni uppbyggingu fjöl- skyldulífs fyrri tíma til gagngerra breyt- inga á öllum hlutverkum innan fjöl- skyldunnar og jafnframt dvínandi mikil- vægis hennar fyrir afkomu og uppeldi. Farið verður frekar út í þennan fram- gang mála, forræðissviptingu þjóðfélags sem skikkar hjónum með börn eftirlit af öllu tagi. Eftirlit sem beygir bæði undir félagslega leiðsögn og gerir drauminn um friðhelgi einkalífsins - að draum. Slík er forsjá barnaverndarnefndar, heilsu- gæslu, reglna um útivist, orlofsfrádrátt af launum, framlög í lífeyrissjóði svo nokkuð sé nefnt. Bæði eru í sama báti í straumi sem hrifið hefur af þeim árarn- ar. Um niðurbrotið fjölskyldulíf kann að gilda sama og bátskel í stórsjó; hún var einfaldlega aldrei ætluð til að standa af sér slíka boða. Gagngerar breytingar á samsetningu þjóðfélagsins og á þeim straumum sem um það leika koma niður á hinni hefðbundnu fjölskyldu, ekki bara ættunum, þ.e. stórfjölskyldunni, heldur brýtur beinlínis á hefðbundnum úrræð- um við þeirri náttúrlegu þörf að stofna til félagsskapar um frumþarfirnar með hinu gagnstæða kyni. Og það sem af þeim þörfum leiðir. Frumþarfir sér- hvers manns eru auk kynhvatar, a.m.k. næringar- og eignaþörf, svo og virðing fyrir persónuhelgi. Skilyrðin til þessara hluta eru gagngert önnur í dag en voru fyrir lýðræði eins og allir vita. Fjölskyldan Fjölskyldan, eins og hefðirnar hafa viljað að hún væri, er flóknasta samfélagsform sem til er enda á öllum tímum og hvarvetna verið hlutverk fjölskyldunnar að vai’ðveita það margræði sem hverjum manni er nauðsynlegt þroskaskilyrði á uppvaxtarárum hans til að hann komast til manns og verði ekki að þræl eða andlegum krypplingi. Átakamál eru hluti af þessum nauðsynlegu þroskaskilyrðum og þess vegna hafa siðirnir hvarvetna haldið hjónum saman þrátt fyrir sundurlyndi, ef um það hefur verið að ræða. Nema fyrir hjúskap- arbrot sem hvergi eru liðin, s.s. trúnaðarbrot. Hefðbundin fjölskylda er börn, faðir þeirra og móðir, afi og amma beggja ásamt margræðum tengslum við menningu og sögu sem Spretta af sameiningu ættanna og ófyrir- sjáanlegum afleiðingum þeirrar sameiningar, þ.e.a.s. börnunum. Margræði hjúskaparlífsins er áreiðanlega ekki að nauðsynjalausu heldur til þess fallið að börnin njóti við misjöfn skil- yrði en þó jafnframt fyrir umhyggju og ást sem best undirbúnings til að mæta ófyrirsjá- anlegum aðstæðum á fullorðinsárum sínum. Að þau reynist hæf, þegar fram í sækir, til að takast á við líf sitt og annarra. Þessi þroska- skilyrði fjölskyldulífsins, margræðið og ófyrir- sjáanleikinn, hafa rýrnað jafnt og þétt á um- liðnum árum og áratugum í íslenska þjóðfélag- inu sem og í nágrannalöndunum. - Þessi greinaflokkur er í fjórum hlutum og birtist í næstu blöðum. Höfundurinn er rithöfundur. ÍSLENSK fjölskylda fyrr á öldinni þegar eiginmaðurinn var skaffarinn og raunverulegur heimilisfaðir - pater familias. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.