Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 11
ist hvernig reynt er að koma til móts við umhverfisþarfir barna í formi og litum. HEILSURÆKTARSTÖÐIN NWCH Wellness Center í dagrenningu. SÉÐ YFIR hluta aðal æfingarsalar með körfuboltavelli, þrekæfingartækjum ofl. vakið hafa mesta athygli, fengið verðlaun og umfjöllun í fagi-itum og jafnframt orðið til að afla nýiTa verkefna, eru þær sem Björn hefur teiknað. Það má líta svo á, að það hafi verið mesti happafengur fyrir þetta ai-kitektafirma að næla í arkitekt frá íslandi. Nánar skilgreinir Björn þetta svo: „Arki- tektúr teiknistofunnar á undanfornum árum hafði einkennst af módernisma, sem í útfærsl- unni var gjarnan háður notkun hefðbundinna efna og með notkun þeirra koma inn mismun- andi stílbrigði. Annarsvegar, og það er mun al- gengara, er um að ræða ívaf persónulegra, ex- pressjónískra tilþrifa. Árangur þess hefur verið mjög misjafn og algerlega háður sköpunarhæfi- leikum þess arkitekts sem leiðir verkefnið hverju sinni. Hinsvegar, en sem betur fer mun sjaldnai', vill bregða fyrir áhi'ifum fi’á mismun- andi tímabilum úr byggingarlistarsögunni; það er sá arkitektúr sem oft er nefndur póst- módemismi og er gjarnan með rómantísku ívafi. Mitt mat er að þar sé árangurinn frekar dapurlegur. I reynd er þetta nokkuð dæmigert fyrir arki- tektúi- í Bandaríkjunum nú um stundir. Kemur það varla á óvart þar sem menntun í greininni, félags- og viðskiptaskilyrði ásamt með bygging- artækni, efnum og fagui-fræðilegum gildum, eru nokkuð áþekk vítt og breitt um þetta víð- áttumikla land. Að því má leiða rök, að lýsingin í einfaldaðri mynd eigi við um arkitektúr alls hins vestræna heims á síðai'i árum. Þegar litið er yfir sviðið er það þó tilfinning mín að góðum arkitektum, sem menntast hafa í Vestur-Evr- ópu, takist oft betur þegai' borið er saman hreinleiki stílsins annai-svegar og manneskju- legh' eða húmanískir þættir hinsvegar. Þeir þættir geta verið umhverfislegir, menningar- legir, félagslegir og sálrænir. Það sem uppúr stendur báðum megin Atl- antsála er þó sammerkt. Þar er um að ræða ár- angur einstaklinga með sérstaka sköpunargáfu, sem hafa auk þess til að bera áræði, hugmynda- auðgi og sköpunargleði ásamt hæfileikanum til að nýta sér tækifærin. í því sambandi væri hægt að nefna mörg nöfn, en ég læt það liggja milli hluta.“ Starf Bjöms við yfirstjórn verkefna á teiknistofunni hefur verið krefjandi og tíma- frekt. Viðkvæmir þættir eru tengdir hverju byggingarverkefni. „Ég hef í senn verið kvíðinn fyrh' starfinu, en jafnframt spenntur að takast þetta á hendur og sjá hver árangurinn verðm-“, segh' Björn. Um húsin tvö segir hann: „Bókasafnið var bygt í jaðri skógar og votlend- is. Við skipulag og hönnun byggingarinnai' varð að taka sérstakt mið af þessum náttúi-uein- kennum. Öll lestrarrými og setustofur njóta út- sýnis yfir náttúruna og það þykir hafa góð áhrif til slökunar og vera ákjósanlegt við námsbóka- lestui'. Byggingarefnið er aðallega steinsteypa og viður. Annai-svegar er efnisvalið með það að leiðarljósi að tengja bygginguna við náttúruna umhverfis, en hinsvegar með það fyrir augum að mynda andstæð einkenni. Um heilsuræktarmiðstöðina er það að segja að byggingin er í suðvesturhorni frekai' þröngi-ai’ sjúkrahússlóðai'. Þar er fjölfarin um- ferðargata og það var ósk stjórnenda sjúkra- hússins að byggingin yrði þannig að hún vekti athygli vegfarenda á starfseminni. Þeirri ósk var mætt að tvennu leyti. Annarsvegar með því að æfingasalir opnast út á við með stórum gler- veggjum. Hinsvegar með formi og efnisnotkun. Þar er mest áberandi ögi'andi samspil sýnilegs burðarvirkis annarsvegar, lóðréttra stoða og bogadreginna bita, en form lokaðra stein- steypu- og mátseinsrýma hinsvegai'.“ Björn kvaðst ekki vilja neita því að álagið væri talsvert og vinnuvikan kannski full löng, eða 55-60 tímar. Til þess að halda við líkams- þrekinu kvaðst hann hjóla talsvert, eða um 30 km tvisvar í viku. Ég spurði hann hvort verð- launin hefðu ekki hækkað á honum gengið. Hann sagðist ekki geta neitað því að svo væri. En að hann væri orðinn frægur; nei, sagði hann af hógværð og bætti við: „Ætli það sé ekki óhætt að segja að menn kannist orðið við mig hér innan ákveðinna hópa“. GÍSLI SIGURÐSSON JS HALLSSONAR í CHICAGO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.