Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 13
SJALFSMYND Önnu Ancher frá 1888. Málarinn kennir dóttur sinni að lesa. ANNA ANCHER OG FLEIRI SKAGAMÁLARAR spurningar um siðferði. Heilsa annaiTa er háð því hvernig við hegðum okkur. Heilsa okkar er háð því hvernig aðrir hegða sér. Að setja sig í vanda annarra og samkennd eru forsenda þess að við getum hegðað okkur siðferðislega. Móð- ir Teresa lét eitt sinn til leiðast að halda fyrm- lestur fyrh- alþjóðafund iðnrekendur. Hún spurði: „Þykir ykkur vænt um starfsmenn ykk- ar?_“ Abyrgð er nokkurs konar trygging fyrir því að æskilegir atburðir eigi sér stað eða að óæskilegir atburðh- verði ekki. Að bera ábyrgð á öðrum felur í sér skuldbindingu til að láta sig varða eða grípa inni þá atburðarás sem á sér stað. Að leggja eigið siðferðismat á aðra felur í sér „moralisma," það að þröngva siðferðisskoð- unum sínum upp á þá. Þegar allt er með felldu, ætti hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér. í mannlegu samstarfí ætti einstaklingsábyrgð að tengjast ábyi'gð hvers og eins og einnig ábyi’gð á hinu besta fyrir heildina. Abyrgð ger- ir ráð fyrir frelsi en geti maður ekki haft áhrif er ekki unnt að núa manni því um nasir að eitt- hvað hafí farið úrskeiðis. Sem starfsmaður ber maður lagalega ábyrgð. Til er stjórnunará- byrgð og fagleg ábyrgð sem byggist á hefðum og siðferðisreglum. Hver og einn sem ráð- stafar verðmætum hefur leiðtogaábyrgð. Léleg stai-femi stafar í mjög mörgum tilvikum á því að henni er bara stjórnað af stjórnendum. I umræðu um heilbrigðismál vill „sjúklingur- inn“ stundum gleymast, gildi hans og mann- helgi. Hvað gerum við ef manneskja lifu-, hættulega og óábyrgt? Hvaða möguleika eru til þess að hjálpa manneskju til þess að sjá hættuna sem leiðir til sjálfseyðingar? Hver er sá siðferðisréttur að hafa áhrif á aðra? Þótt persónufrelsi sé hátt virt í okkar samfélagi ætti hver einstaklingur að hafa rétt til að fá upplýsingar um þekkta áhættuþætti heilbrigð- is og afleiðingar þeirra út frá sjónarmiði heild- arinnar og samfélagsins. Heilbrigðisþjónustan ætti að vera vettvangur trúnaðar manna á milli. Þennan trúnað þyrfti að flytja út í samfé- lagið. Það er okkar skylda, það er okkar ábyrgð. Þroskaður einstaklingur sættir sig við það ófrelsi sem er forsenda alls frelsis. Við ráð- um ekki algjörlega sjálf lífi okkar og örlögum. Samfélag án áhrifa, án vissrar þvingunar í þágu samfélagsheildarinnar er óhugsandi. Samfélagið þarfnast siðferðis og sjálfsaga. Sið- ferðisreglur eru umferðarreglur þess sem er rétt eða rangt. Samt ber að varast hinn harða, ógnandi móralisma. Menn þurfa frelsi en ekki endilega þannig frelsi að engu sé að tapa. Það hlýtur t.d. að vera skylda okkar að grípa inn í áfengismisnotkun og eiturlyfjaneyslu og jafn- vel leita hana uppi til að þvinga menn til að takast á við vanda sinn. Ef ekki sjálfra sín vegna, þá vegna aðstandenda sinna og samfé- lagsins. Sú hætta er fyrir hendi að of ákafur heil- brigðisáróður eða upplýsingaflæði verði of straumþungt, það verði eins og að drekka vatn úr brunahana. Til er mun meira magn upplýs- inga en maður getur nokki-u sinni svelgt. Vissulega er hægt að andmæla heilsuráðlegg- ingum en því miður er ekki, þegar til lengri tíma er litið, hægt að mótmæla lífefnafræðileg- um viðbrögðum líkamans. Við þörfnumst frels- is fyrir þá sem ráða við að vera frjálsir. Þegar Bandaríkin reyndu að koma í veg fyrir áfengis- bölið með banni á þriðja áratugnum urðu menn ef til vill frískari, en samfélagið varð sjúkt. Heilbrigðisþjónustan er smám saman að taka við nýju hlutverki huggai-ans og lausnara mannlegra vandamála og sambanda. Hugtökin sjúkdómur, umönnun og meðferð eru að víkka. Þeir sem sjúkdómsgreina eru að verða fleiri. Það er nauðsynlegt íýrir heilbrigðisþjónustu að setja sér markmið. Ekki síst þegar mikið er í húfí. Því meira sem er í húfí því ígrundaðra þarf markmiðið að vera. Fyrst og fremst þarf það að fela í sér raunhæfa möguleika á að hægt sé að ná því. Velferðarkerfíð stendur á þýðinganniklum tímamótum. Annars vegar þarf að sigrast á gríðarlegum viðfangsefnum t.d. vegna vaxandi öldrunar og vandamálum tengdum félagslegri einangrun. Ný kostnaðasöm meðferðartækni, auknar kröfur almennings og væntingar fólks eru til þess fallnar að auka á þrýsting um meiri þjónustu samtímis því sem opinber útgjöld eru undir ströngu aðhaldi. Ný tækifæri eru hins vegar til að takast á við og sigrast á þessum viðfangsefnum og tryggja raunverulega ávinn- inga heilbrigðis og lífsgæða. I umræðum um vanda velferðar- og heilbrigðiskerfisins má höfða til ábyrgðar einstaklingsins frammi fyrir því verkefni sem lífið og starfíð býður upp á. Þar er reyndar hver sjálfum sér næstur. Það er þess vegna mikilvægt að við áttum okkur á hvar við sjálf stöndum. Forsenda þess er að átta sig á þeim grundvallarspurningum sem varða það að vera maður og þá ekki síður spurningum sem varða umhyggjuna fyrh’ lífínu sjálfu, þyki okkur vænt um það. Höfundur er lögfræðingur með diploma í heilbrigðis- þjónustufræðum fró Norræna heilbrigðisþjónustuhá- skólanum í Gautaborg. Hann starfar hjá framkvæmd- astjórn Evrópusambandsins að heilbrigðismálum. BÆRINN Skagen er nyrsta byggt ból í Danmörku. Hann er austan- vert á nyrsta hluta Jótlands sem teygir sig til norðausturs og mjókkar sífellt og endar loks í ör- mjóum tanga, Grenen, þar sem mætast með töluverðum krafti hafstraumar Kattegats og Ska- geraks. Vestanvert á skaganum er Gamle Skagen. Sjávarþorpið Skagen fékk kaupstaðarrétt- indi árið 1413. Ibúar sóttu auðvitað sjóinn og stunduðu auk þess landbúnað en áttu í sífelldu stríði við sandfok sem til dæmis sökkti kirkju heilags Lárentíusar þar í grennd árið 1795 þannig að nú stendur aðeins turninn upp úr. Fyrsti viðurkenndi myndlistarmaðurinn, Martinus Rörby, kom fyrst til Skagen 1833. Bróðh- hans var þar bæjarfógeti og tók auk þess á móti gestum sem til bæjarins komu þar sem þar var þá ekkert hótel. En veitinga- og gististaður Bröndums var kominn til sögunnar 17. ágúst 1859 þegar þekktan gest bar að garði. Þar var á ferð sjálft ævintýraskáldið Hans Christian Andersen. Gestgjafahjónin, Erik og Ane Hedevig Bröndum, báru kennsl á gestinn og vildu gera vel við hann. Þjónustustúlka var send til norð- urstrandarinnar að sækja rauðsprettur, þær stærstu sem hún fengi. Ferð hennar dróst nokkuð á langinn. Andersen var bæði þreyttur og kaldur eftir dagsferð í vagni á hálfgerðum vegleysum í sandinum alla leið frá Frederiks- havn, 40 km leið. Gigtin og tannpínan létu ekki á sér standa og þegar honum fór að leiðast bið- in eftir matnum fékk hann eitt af sínum þekktu geðvonskuköstum sem varð til þess að Ane Hedevig sem komin var á steypirinn fór grát- andi upp á loft og fæddi um nóttina nokkuð fyr- ir tímann dótturina Onnu sem seinna hlaut ætt- arnafnið Ancher. Bröndums hótel var byggt upp af gömlu kaupmannssetri stjúpföður Eriks Bröndums, fóður Önnu. Erik var silki- og vefnaðarvöru- kaupmaður menntaður í miðborg Kaupmanna- hafnar á dögum Friðriks 6. Sökum dauðsfalls var hann kallaður heim og gerðist kaupmaður og veitingamaður á Bröndums hóteli á Skagen. Hann og kona hans, Ane Hedevig fædd Möller þaðan af staðnum, eignuðust sex börn, fjórar dætur og tvo syni. Anna var eina bamið sem giftist. Degn, bróðir hennar, tók nauðugur við EFTIR ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR Anna var innfædd á Skagen í Danmörku, en Michael eiginmaður henn- ar var einn þeirra málara sem hrifust af birtunni á Skagen og settust þar að á síðustu áratugum 1 9. aldarinnar. Þótt Anna Ancher hefði mörgu að sinna og ekki með mikla listmenntun að baki, náði hún því að verða athyglis- verður og persónulegur málari og myndir hennar búa yfir sérstökum þokka. veitingarekstrinum af föður sínum. Systurnar Marie og Hulda sáu um þjónustustörfm á hótel- inu mestan hluta ævi sinnar og gamla Ane, móðir þeirra, stóð við eldavélina til áttræðs. Eldhús hennar var nokkurs konar félagsráð- gjafamiðstöð síns tíma á Skagen og margar matarkörfur báru fátækir þaðan út. Dóttirin Anna lét ekki sitt eftir liggja og vann ötullega við þjónustustörfin á hótelinu. Sumarið 1874 kom Bornhólmsbúinn Michael Ancher í fyrstu heimsókn sína til Skagen og fór auðvitað á Bröndums hótel. Anna skrifar: „Sumarið kom og einn góðan veðurdag, 13. júlí, kom ungur, síðhærður málari berandi málarakassann sinn og bað um fæði og húsnæði. Hann borðaði þrjár steiktar dúfur og hefði líklega getað borðað fleíri, sjálfur líktist hann einni af hinum mögru kúm Faraós. Ég LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ANNA Ancher, Ijósmynd frá fullorðinsárum hennar. fékk leyfi til að færa honum te og virti hann gaumgæfilega fyrir mér: já, hann var ekki sem verstur...“ Anna varð 15 ára þetta sumar og Michael 25. Honum var boðið í fermingarveislu Önnu þegar hann varð einn eftir af þeim málurum sem dvöldu á Skagen þetta sumar. Anna fékk áhuga á myndlist þegar hún kynntist kostgöngurunum, málurunum, á hótel- < inu. Hún málaði í fyrstu ævintýralegar vatns- litamyndir en Karl Madsen, sá sem fyrst sagðihenni til, benti henni á að snúa sér að raunveru hversdagsleikans. Karl Madsen var skólabróðir Michaels ► ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.