Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Side 16
LEIKVERK Hugleiks í Harstad var Sálir Jónanna ganga aftur í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Ljósmyndir/Sesselja Traustadóttir HÁTÍÐ þessi er opinber hátíð Norræna áhugaleikhúsráðs- ins, NAR, og er haldin fjórða hvert ár. Einni sýningu er boðið frá hverju Norðurland- anna, íyrir utan heimalandið og Finnland, sem fær að senda eina á finnsku og eina á sænsku. Hugleikur tók þátt í hátíðinni 1986 í Reykjavík og hefur síðan tekið þátt í sam- keppni um að fara sem fulltrúi íslands 1990 og 1994 en ekki hlotið náð fyrir augum dómnefnd- ar. En núna tókst það, og eftir þindarlausa vinnu við styttingar, æfingar og fjáröflun vor- um við komin á staðinn og til í tuskið með leik- ritið okkar, Sálir Jónanna ganga aftur, í leik- stjóm Viðars Eggertssonar. Höfundar hand- ritsins eru Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Höf- undar tónlistar og söngtexta eru Armann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikritið er byggt á þjóðsögunni um sálina hans Jóns míns, en öll meðferð sögunnar er með þeim galgopa- og ólíkindablæ sem ein- kennt hefur verk Hugleiks frá upphafí, krydd- uð með þeim teiknimyndakennda ýkjustíl sem Viðar grípur stundum til. Það var þvi að vonum mikil eftirvænting í hópnum. Hvemig myndi þessi kokteill ganga í vora norrænu vini? Á eyjunni Hinn Harstad er um tuttugu og þrjú þúsund manna bær á stórri eyju, Hinnpya, miðja vegu milli Bodo og Tromsp. Bæjarstæðið er fallegt, lítil vík með byggð upp í hlíðamar beggja vegna og fógur fjallasýn yfir til meginlandsins. Gistiheimilið þar sem við dvöldum stendur á Þrándamesi (Trondenes), fomum höfuðstað héraðsins sem getið er í Heimskringlu. Þar stendur kirkja síðan á þrettándu öld og spöl- kom frá henni er minjasafn staðarins, afburða fallega upp sett af landa okkar, Guðmundi Jónssyni arkitekt. Sýningin rekur sögu byggð- arlagsins frá steinöld til dagsins í dag á ein- staklega lifandi og skemmtilegan hátt, enda fylltumst við stolti af „okkar manni“ við að koma þama við. Frumsýningarskrekkur og fastir liðir Fyrstur steig á sviðið norskur leikhópur, skipaður heilbrigðum og þroskaheftum ein- staklingum, sem sýndi leikgerð á Dýrheimum Kiplings, eða kannski frekar á Skógarlífi Dis- neys. Sýningin var íburðarmikil en einkenni- lega líflaus, og vora skiptar skoðanir um það hvort hún næði þeim markmiðum hópsins að gefa fótluðum einstaklingum tækifæri á að fást við leiklist á sínum forsendum. Þama sáum við reyndar leikkonu sem heillaði okkur svo að við buðum henni gestahlutverk í sýningunni okk- ar, sem hún þáði. Eftir opnunardaginn komst hátíðin í þann takt sem hún hélst í allt til loka. Námskeið og leiksmiðjur af ýmsu tagi frá tíu til eitt, umræð- ur um sýningar gærdagsins frá tvö til fjögur og svo leiksýningar milli fimm og ellefu. Leikið var á tveimur sviðum í glæsilegri menningar- miðstöð þeirra Harstadbúa, hver hópur sýndi tvisvar sinnum, en hámarkslengd sýninga var takmörkuð við rúman klukkutíma. Alls voru sýnd þrettán verk á hátíðinni, auk sýninga frá HUGLEIKUR í HARSTAD Norður-Evrópska leiklistarhátíðin 1998 var haldin í Harstad í Noregi. Hugleikur tók þátt í hátíðinni með Sálir Jónanna ganga aftur í leikstjórn Viðars Eggerts- sonar. ÞORGEIR TRYGGVASON segir frá. SÝNING Lettanna á Kennslustundinni eftir lonescu var afburðagóð, án efa sú eftir- minnilegasta á hátíðinni. Norðurlöndunum voru Eystrasaltslöndin með að þessu sinni, auk einnar sýningar frá Rúss- landi. Á sunnudegi var farið í stutta siglingu um nágrenni eyjarinnar á seglskútunni Anne Rog- de, sem er stolt heimamanna enda elsta seglskúta heims sem enn er í notkun. Að sjálf- sögðu var þetta einmitt staður og stund til að rifja upp öll dásamlegu írsku þjóðlögin sem Jónas heitinn Arnason íslenskaði svo eftir- minnilega og standa íslenskum áhugaleikara- hjörtum nær en önnur lög. „Hífum í bræður, allir sem einn“, kyrjuðum við meðan einn úr okkar hópi hjálpaði til við að draga upp segl. Og svo fylgdu öll hin lögin á eftir. SAMHLIÐA leiklistarhátíðinni var haldið Nor- rænt ungliðaleiklistarnámskeið. Afrakstur þess mátti meðal annars sjá í götuleik- sýningu á götum Harstadsbæjar. Þegar í land var komið hófst undirbúningur sýningarinnar fyrir alvöru. Við byrjuðum með textarennsli sem sannfærði okkur um að leik- hópnum hafði ekki einungis tekist að muna textann síðan sýningum lauk í vor, heldur jafn- framt að gleyma þeim setningum sem hafði verið fómað við styttinguna. Næst var að huga að aðstæðum. Nokkur óvissa hafði ríkt með á hvoru sviðinu við yrðum, en nú hafði Viðar tek- ið af skarið og ákveðið að stóra sviðið hentaði okkur betur. Oneitanlega fór um suma leikar- ana þegar við skoðuðum það betur, enda er þetta þúsund manna salur. Möguleikhúsið sem hýsti sýninguna á íslandi tekur rétt um hund- rað manns í sæti. Ekki dró það úr áhyggjum okkar að á báðum sýningunum sem við sáum þar áður en kom að okkur voru hljóðnemar notaðir til að magna upp bæði tal og söng. Var það virkilega nauðsynlegt? Og ef svo væri, hvemig ætluðum við að leysa það á þessum átta tímum sem við höfðum til umráða áður en tjaldið yrði dregið frá? Komið að okkur Þegar sýningum dagsins lauk og danski hóp- urinn hafði fjarlægt sína leikmynd af stóra sviðinu hófumst við handa við að koma okkur fyrir, hagræða hliðartjöldum, stilla upp hljóm- sveitarpalli aftast á sviðinu og gera við skemmdir sem höfðu orðið á leikmyndinni í flutningunum. Við þessir áhyggjufullu fengum tækifæri til að prófa hljómburðinn og komumst að því okkur til mikils léttis að hann yrði ekki vandamál. Snemma á mánudagsmorgun hófst Árni Baldvinsson, ljósahönnuður sýningarinnar, handa við að stilla sín tæki, og lauk því verki upp úr hádegi. Þá var leikhópnum ekkert að vanbúnaði til að hefja æfingu, þá einu á nýju sviði í þessum stóra sal. Æfingin tókst stóráfallalaust. Á einum stað þurfti að breyta útgönguleið Kölska til að vinna tíma til búningaskipta, en annars var okkur ekkert að vanbúnaði. Og eftir að við höfðum sett gestaleikarann okkar inn í sitt hlutverk var ekki annað að gera en að slappa af og bíða. Fljótlega eftir að sýningin hófst fundum við að þetta ætlaði allt að fara á besta veg. Við skynjuðum sambandið sem myndaðist milli okkar og áhorfenda, fundum að það var hlustað á hvert orð og hverri athöfn gaumur gefinn. Hlátrar vora tíðir og innilegir, gat virkOega verið að þau skildu það sem fram fór? Að sýningu lokinni ætlaði síðan allt um koll að keyra. Lófatak og bravóhróp fylltu salinn, fólk reis úr sætum og fagnaði okkur. Að tjalda- baki voru Rússamir, sem áttu næstu sýningu, brosandi út að eyrum og kallandi bravó! bravó! Leikstjórinn þeirra lýsti ánægju sinni í löngu máli við Viðar Eggertsson, en var of mikið niðri fyrir til að gefa túlknum sínum tækifæri til að koma innihaldinu til skila, sem gerði svo sem ekkert til. Hálfdösuð skjögraðum við upp í búningsherbergin, sæl og þreytt, með óljósan grun um að eftir um einn og hálfan tíma þyrft- um við að endurtaka leikinn. Það vai- heldur enginn tími til að slappa af, því sýning rússneska hópsins var að hefjast og af henni vildum við alls ekki missa. Það var líka eins gott því hún var einn af hápunktum hátíð- arinnar, ótrúlega kraftmikil, litrík og fagmann- lega leikin, hvergi dauður punktur. Þó að rúss- neskan vefðist fyrir okkur flestum var nóg fyr- ir augað og eyrað að njóta þessa klukkustund. Og enn var fyllsta ástæða til að standa upp og hrópa bravó. Seinni sýningunni okkar var tekið eins og þeirri fyrri, þó leikhópnum fyndist farið að síga á seinni hlutann í orkugeymunum. Langur og erfiður dagur að baki, dagur sem Hugleikarar gleyma seint. Uppslceran Við vorum fæst snemma á fótum á þriðju- dagsmorgni, nema kannski þeir sem gengu ekki til náða fyrr en að afloknum morgunverði. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.