Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Síða 19
LEIKFELAG AKUREYRAR RUMMUNGUR RÆNINGI Morgunblaðið/Kristján AÐALSTEINN Bergdal í hlutverki Rummungs ræningja, en þarna hefur hann náð að ræna kaffikvörninni frá ömmu frændanna Kaspars og Soffa. LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir bamaleikritið Rummung ræningja eftir þýska rithöfundinn Otfried Preussler í dag, laugardaginn 3. október, kl. 14. Leikritið um Rumm- ung ræningja er bráðskemmtilegt ævintýri, fullt af töfrum og ljúfri bpennu. Höfundurinn er vinsæll víða um heim og hafa verk hans verið þýdd á ótal tungumál, en einungis sagan um Rummung hefur borist hingað til lands, Hulda Valtýs- dóttir þýddi hana á sjötta áratugnum og Hulda systir hennar las söguna í bamatíma þeirra systra í Ríkisútvarpinu. Bókin kom út skömmu síðar og er eflaust flestum minnis- stæð sem henni kynntust. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir þessu verki, en hún bjó í Þýskalandi í 8 ár og er kunnug ævintýrinu um Rummung frá þeim tíma. Hún segir leikritið afar skemmtilegt og vel skrifað og hún sé þakklát Trausta Olafs- syni leikhússtjóra fyrir að kynna það nú ís- lenskum áhorfendum, en hún er ekki í vafa um að þeir taki því fagnandi. AIls taka 6 leik- arar þátt í sýningunni, en þar segir frá frændunum Kaspar og Soffa, sem gefa ömmu sinni forláta kaffikvörn í afmælisgjöf, en ekki hafði hún átt hana lengi þegar hún lendir í höndum Rummungs ræningja. Strákarnir rata síðan í ótal ævintýr þegar þeir freista þess að ná kvörninni aftur, m.a. kynnast þeir galdramanninum ógurlega Petrósilíusi Nikódamusi, sem einskis svífst í brögðum sínum. Sigrún sagði það nægja börnum að leikritið snerist um kaffikvöm og að tveir piltar væm tilbúnir að leggja sig í lífshættu hennar vegna. „Það er góður boðskapur í þessu verki, hið góða sigrar að lokum,“ sagði Sig- rún. Börn gera kröfu um að sögunni vindi fram, dálítil spenna verður að vera fyrir hendi og þá verða börnin að geta upplifað sjálf sig inni í ævintýrinu. „Leikritið um Rummung uppfyllir öll þessi atriði auk þess sem sýningin er afar litrík og myndræn, þannig að ég held að áhorfendur okkar eigi eftir að skemmta sér vel í leikhúsinu," sagði Sigrún. „Það er ekki hægt að fara einhverjar ódýrari leiðir að börnum en fullorðnum," bætir hún við og segir að skemmti hún sér ekki sjálf á sýningum geti hún ekki ætlast til að börnin hafi gaman af. Lenda f margvislegum hremmingum Agnar Jón Egilsson, nýútskrifaður leikari úr Leiklistarskóla íslands, og Oddur Bjarni Þorkelsson, sem þekktur er fyrir leik sinn með Leikfélagi Húsavíkur og víðar, fara með hlutverk strákanna, Kaspars og Soffa. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og verið mjög gaman, eiginlega gengið alveg lygilega vel, maður hefur góðan tíma til að njóta þess að leika,“ sagði Oddur Bjarni. „Þetta eru fínir strákar, þrælskemmtilegir, klárir og finna upp á ýmsu,“ sagði Agnar um þá frændur Kaspar og Soffa. „Þetta eru strákar sem til eru alls staðar á öllum tímum, engar ofurhetjur, bara sniðugir og skemmti- legir.“ Oddur Bjarni er sammála og bætir við að drengirnir séu blátt áfram. Takmark þeirra sé að bjarga kaffikvöm úr klóm Rummungs og detti þeim ýmislegt í hug varð- andi það verkefni, þeir lendi í margvíslegum hremmingum, en styrkist í hverri raun. „Þetta er litrík sýning, full af litlum sætum gjömingum,“ segir Agnar og þeir félagar telja að sýningin höfði til bama allt frá unga aldri. Oddur Bjami hefur ekki leikið í bamaleik- riti áður, en það hefur Agnar gert og sagði það afar krefjandi en jafnframt gefandi þegar vel tekst til. Bömin séu gagnrýnir áhorfendur og vekji leikritið ekki athygli þeirra megi merkja óróleika í salnum. „Þá vilja þau bara meira nammi eða fara fram að pissa,“ sagði ' hann. Oddur Bjami sagði að halda þyrfti dampi allan tímann, leggja sig allan í verkið og sjma einlægni. Þeir segja það krefjandi, en fyrir vikið sé það skemmtilegra en flest annað að leika í velheppnuðu bamaleikriti. Otfried Preussler fæddist árið 1923 í Norð- ur-Bæheimi. Forfeður hans í marga ættliði voru glerlistamenn en faðir hans rauf hefðina og gerðist kennari. A styrjaldarárunum var Preussler stríðsfangi Rússa í heil fimm ár en eftir að friður komst á settist hann að í Bæj- aralandi þar sem hann varð skólastjóri í bamaskóla. Því starfi gegndi hann til ársins 1970 en fram til þess tíma sinnti hann ritstörf- ^ um í hjáverkum. Otfried Preussler hóf rithöfundarferil sinn með þvi að skrifa bamaleikrit fyrir útvarp. í kjölfarið fylgdu barnabækur hans og sviðs- leikrit byggð á þeim. Njóta verk hans mikilla vinsælda, ekki eingöngu í þýskumælandi löndum því bækur hans hafa verið þýddar á 260 tungumál. Preussler hefur hlotið ýmsar viðurkenning- ar fyrir ritstörf sín. Tvívegis fékk hann þýsku barnabókaverðlaunin og árið 1973 vann hann til evrópsku barnabókaverðlaunanna. Þá sæmdi forseti Austurríkis hann heiðursnafn- bót prófessors fyrir ritstörf. Lifandi hljóðmyndir Sýning Leikfélags Akureyrar á Rummungi ræningja er fyrsta sýning á leikriti eftir« Preussler hér á landi. Hulda Valtýsdóttir þýddi leikritið fyrir Leikfélag Akureyrar í samvinnu við Sigrúnu Valbergsdóttur leik- stjóra. Flutt verður frumsamin tónlist þeirra Daníels Þorsteinssonar og Eiríks Stephensen og söngtextar sem Hjörleifur Hjartarson hef- ur samið fyrir sýninguna. „Þeir setja mikinn svip á sýninguna, era á sviðinu allan tímann með lifandi hljóðmyndir,“ sagði Sigrún leik- stjóri. Sem fyrr segir fara þeir félagar Agnar Jón Egilsson og Oddur Bjarni Þorkelsson með hlutverk strákanna tveggja, Kaspars og Soffa, Halla Margrét Jóhannesdóttir leikur ömmu þeirra, klukkufroskinn og álfameyna, Aðalsteinn Bergdal fer með titilhlutverkið, Rummung ræningja, Þráinn Karlsson leikur galdramanninn og Ruglukoll lögregluþjón. Daníel og Eiríkur flytja tónlist sína, Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu og Messíana Tómasdóttir er höfundur leikmyndar og bún- inga. I'OMISI Sfgildir diskar VIVALDI Antonio Vivaldi: Tólf fiðlukonsertar, L’Estro Armonico, op. 3. Sex flautukonsertar, op. 10. Einleikarar: Monica Huggett, John Holloway, Catherine Mackintosh, Elizabeth Wilcock (fiðlur) og Stephen Preston (þverflauta). Hljdmsveit: The Academy of Ancient Music. Stjórnandi: Christopher Hogwood. Útgáfa: Decca L’Oiseau-Lyre 458 078-2 (2 diskar). Upptaka: 1978 og 1980. Lengd: 148T0 mín. Verð: kr. 2.099 (Skífan). SKIN OG SKURIR ÞEGAR hausta fer og fólk horfir með söknuði til liðins sumars sem var í meira lagi sólríkt og indælt, a.m.k. hér á suðvestur- horninu, er notalegt að hverfa til tónlistar Vivaldis sem í svo ríkum mæli ber með sér birtu og yl sumarsins. L’Estro Armon/co-konsertarnir voru gefnir út árið 1712 og urðu fljótt eins konar fyrirmyndir slíkra tónsmíða á 18. öld. Greina má augljós áhrif frá þeim hjá tón- skáldum eins og Locatelli, Leclair, Tartini, Telemann og sjálfum Jóhanni Sebastian Bach en hann umskrifaði nokkra þeirra fyr- ir sembal. Konsertunum er raðað í fjögur sett þar sem hvert sett hefst á konserti fyrir fjórar fiðlur, síðan tekur við konsert fyrir tvær fiðlur og settinu lýkur á einleiks- konsert. Auk þessa hafa fimm konsertanna einleikskafla fyrir selló. Flautukonsertana op. 10 samdi Vivaldi talsvert seinna, líkast til í kringum 1730, og eru flestir þeirra umritun á blokkflautu- konsertum hans en þverflautan hafði á þess- um ámm nýlega borist til sunnanverðrar Evrópu. Talið er að konsertamir op. 10 hafi verið samdir fyrir stúlkurnar í Ospedale della Pietá í Feneyjum og em þeir hinir fyrstu sinnar tegundar sem voru prentaðir. Antonio Vivaldi Hljómsveitin The Academy of Ancient Music tel- ur níu hljóðfæra- leikara og skipta fiðluleikararnir fjórir einleikshlut- verkunum bróður- lega á milli sín. Árangurinn er hinn ánægjuleg- asti eins og við er að búast hjá þessu einvala liði. Hraðavalið er í hressasta lagi en það fer þessari tónlist langbest að mínu mati. I túlkun hljóðfærahópsins og stjórnanda hans Christophers Hogwood, sem einnig leikur á sembal og orgel, er lögð áhersla á þann tærleika og snerpu sem þessi einstaklega glaðlega tónlist býr yfir. Hér fara saman líflegur flutningur og vönduð vinnubrögð, hvergi er að finna hnökra á flutningi og oft nær hann miklu flugi eins og í lokakafla fiðlukonsertsins nr. 2 og hinum alþekkta nr. 6 (skyldu Suzuki-nemendur (og foreldrar!) nokkuð svitna þegar þeir heyra lokakaflann í meðförum AAM og Catherine Macintosh?) Bæklingurinn sem fylgir er sérstaklega aðgengilegur og blessunarlega laus við þann akademíska orðaflaum sem oft er að finna með hljóðritunum sem gefa sig út fyrir að vera „vísindalegar". Þetta er vel útilátið safn, tvær og hálf klukkustund af tónlist, en stillið ykkur um George Enescu að spila allan pakkann í einu. Vivaldi ætlaðist ekki til þess! GEORGE ENESCU George Enescu: Sinfónia nr. 8, op. 21, Rúmensk rap- sódía op. 11, nr. 1. Hljómsveit: BBC Philharmonic Orchestra. Kór: Leeds Festival Chorus. Stjórn- andi: Gennady Rozhdestvensky. Útgáfa: Chandos CHAN 9633. Lengd: 67’57 mín. Verð: kr. 1.799 (Skífan). Vart er hægt að ímynda sér stærra heljar- stökk en það sem nú er tekið. Heimur Vi- valdis og Enescus er býsna ólíkur af skiljan- legum ástæðum. Ekki er víst að tónlistarunnendur þekki mikið til tónlistar rúmenska tónskáldsins George Enescus (1881-1955) sem fyrst og fremst var þekktur sem fiðluleikari og ást- sæll kennari nokkurra fremstu fiðlusnill- inga aldarinnar eins og þeirra Yehudi Menuhins og Arthur Grumiaux. Að vísu er Rapsódían op. 11 nr. 1 mjög þekkt tónsmíð en flest annað sem Enescu samdi hefur að mestu legið í dvala. Á undanfórnum árum hafa menn sýnt tónlist Enescus stóraukinn áhuga enda er hún fyllilega athyglinnar verð. Hljómaveröld hans er nokkuð sérstök, helst er stíllinn síðrómantískur en Enescu líkist samt varla nokkru öðm tónskáldi. Þriðja sinfónían er samin í skugga fyrri heimsstyrjaldarinnar og ber hún þess greini- leg merki. Hún er í þremur köflum og er samin fyrir geysistóra hljómsveit og kór sem syngur án orða í lokakaflanum. Tónmál verksins einkennist oft af mjög þéttriðnum vef sem stundum er erfitt að sjá í gegnum. Því miður er ekld alltaf Ijóst hvert tónskáldið ætlar með tónlistinni og á þetta sérstaklega við um fyrsta kaflann sem virkar allt of lang- ur en er þó aðeins rúmar 20 mínútur. Öðm máli gegnir um miðkaflann sem er ógnvekj- andi og sannfærandi stríðsmynd sem nær hrikalegu hámarki um miðjan kaflann. Lokakaflinn er hægur og Ijóðrænn og er þar að finna mikið af ákaflega fallegri tónlist og friðsæld síðustu taktanna fá orð vart lýst. BBC-fílharmónían í Manchester er greini- lega feiknagóð hljómsveit, það sama má segja um kórinn sem blandast mjög vel inn í hljómsveitarvefmn í lokakaflanum. Tækni- menn Chandos hafa sannarlega unnið afrek því upptakan er ótrúlega glæsileg bæði í sin- fóníunni og Rúmensku rapsódíunni. Fyrir þá sem lítið þekkja til Enescus og hafa áhuga á að kynnast tónlist hans þá væri þó rétt að byrja annars staðar og í aðgengi- legri endanum. Til dæmis má mæla heils hugar með hinum magnaða Strengjaoktett sem tónskáldið samdi á unglingsárum sín- um. Hann má finna ásamt strengjatónlist eftir Strauss og Shostakovich á sérlega góð- um Chandos-diski (CHAN 9131). Einnig em Hljómsveitarsvíturnar nr. 1 og 2 falleg verk sem samin em í þjóðlegum rúmenskum stíl. Þær hafa verið hljóðritaðar af Marco Polo útgáfunni (8.223144). Því miður em hljóm- gæðin á þeim diski ekki sem best en á móti vegur að flutningurinn er fyrirtaks góður þannig að óhætt er að mæla með honum. VALDEMAR PÁLSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.