Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Side 2
KRISTRÚN í HAMRAVÍK
Á HUÓÐBÓK
100 ÁRA AFMÆLIS
HAGALÍNS MINNST
í GUNNARSHÚSI
í TILEFNI aldarafmælis Guðmundar
Gíslasonar Hagalíns, 10. október, efnir
Rithöfundasamband Islands til minning-
ardagskrár í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi
8, á morgun, sunnudag, kl. 16.
Stefán Júlíusson flytur erindið Kynni
mín af Hagalin, Guðrún Helgadóttir rifj-
ar upp gamlar minningar, Eyvindur P.
Eiríksson spjallar um siglinga- og sjó-
mennskulýsingar I bókum Hagalíns og
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
les úr verkum afa síns.
HLJÓÐBÓKAKLÚBBURINN vinnur að út-
gáfu á Kristrúnu í Hamravík eftir Guðmund
Gíslason Hagalín, í tilefni þess að liðin er öld
frá fæðingu hans. Höfundur les sjálfur fyrri
hlutann og Ámi Tryggvason þann síðari.
Guðmundur las fyrri hluta bókarinnar, Fal
og Anítu, hjá Ríkisútvarpinu árið 1977.
Upptakan var gerð fyrir skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins eða Ríkisútgáfu
námsbóka, sem síðar varð Námsgagnastofn-
un, og þar var lesturinn gefinn út á hijóðbók.
Gisli Helgason hjá Hljóðbókabókaklúbbn-
um segir að þegar farið var í gegnum lestur
Guðmundar, hafi mjög berlega komið í ljós
sérkenni hans sem lesara. Þessi sérstaki vest-
firski framburður, að tala um „hardan“ vetur
og um hana „Þorgerdi Þórdardóttur. Þá þarf
að laga lítillega hljóðritunina, en hún var ekki
unnin fyrir útvarp og fella þarf út nokkur mis-
mæli, en listrænar ræskingar og mismæli,
sem ekki mega missa sín, verða látin halda
sér. Árni mun eftir því sem hægt er halda
vestfirska framburðinum, en lesa bókina, þ.e.
seinni hlutann, á sinn einstæða hátt.
Morgunblaðið/Kristinn
DANSINN æfður í Borgarleikhúsinu
ATTA DANSHOFUNDAR KEPPA
ÞRETTÁN umsóknir bárust um þátttöku í
danshöfundasamkeppni fslenska dansflokks-
ins og valdi samkeppnisnefnd, skipuð Katrínu
Hall, listrænum stjórnanda dansflokksins,
Lauren Hauser ballettmeistara og Birgittu
Heide listdansara, átta af umsækjendunum til
þátttöku í keppninni. Það eru þau Guðmundur
Helgason, Jóhann Freyr Ingólfsson, Lára
Stefánsdóttir, Margrét Gísladóttir, Nadia
Banine, Ólöf Ingólfsdóttir, Ragna Sara Jóns-
dóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Danshöfundamir átta æfa nú verk sín með
dönsurum íslenska dansflokksins og verða
þau flutt á stóra sviði Borgarleikhússins 28.
október, þar sem dómnefnd, skipuð m.a. Þór-
hildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra, Steven
Sheriff danskennara og Emi Guðmundssyni,
skólastjóra Listdansskóla íslands, mun velja
3 beztu verkin.
Fyrstu verðlaun era 150.000 kr., önnur
verðlaun 100.000 kr. og þriðju verðlaun 50.000
kr. Auk þess fá höfundar verkanna hefðbund-
in höfundarlaun ef íslenski dansflokkurinn
ákveður að taka eitthvert þeirra til sýningar
síðar.
Katrín Hall sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að hún hefði verið hissa og ánægð með, hve
margar umsóknir bárast. Tilgangurinn hefði
verið að reyna að rækta garðinn hér heima og
skapa nýjan vettvang og þáttakan sýndi, að
full þörf væri á þessu. Hún sagðist, ef vel
gengi, sjá fyrir sér framhald í einhvers konar
mynd.
SKÖPUNARSAGAN FYRIR BÖRN
LEIKHÓPUR á vegum Furðuleikhússins
frumsýnir nú á sunnudag leikhúsævintýrið
Sköpunarsöguna í Neskirkju kl. 11 árdegis.
Leikhópurinn hefur verið að velta fyrir sér
spumingunni Hvernig þetta skyldi nú hafa
verið þegar Guð skapaði heiminn? og spunn-
ið og leikið sér með sköpunarsögu Biblíunn-
ar að leiðarljósi. Útkoman var leikhúsævin-
týrið, þar sem látbragði, texta og dansi er
tvinnað saman. Sagan segir frá sköpun
heimsins og mannsins og frá syndafallinu og
þar kemur ljósengillinn Lúsífer einnig við
sögu. Fjallað er um það hvemig maðurinn
missir samband sitt við Guð og hvemig fer
þegar Guð er ekki nálægur.
Þetta er fjölskylduleikrit en er þó skrifað
með það í huga að það höfði til bama sér-
staklega. Leikritið verður sýnt í grunnskól-
um og í kirkjum landsins, en þetta er farand-
sýning svo hægt er að sýna næstum hvar
sem er, segir í fréttatilkynningu.
Höfundur er Ólöf Sverrisdóttir ásamt leik-
hópnum. Leikstjóri er Margrét Pétursdóttir,
Ólöf Ingólfsdóttir sér um hreyfingar, leik-
mynd og búninga hannar Áslaug Leifsdóttir.
Leikarar eru Olafur Guðmundsson og Ólöf
Sverrisdóttir.
Morgunblaölð/Kristinn
LEIKHÓPURINN veltir fyrir sér sköpunarsögunni. Þau eru Ólafur Guðmundsson, Ólöf Sverris-
dóttir, Margrét Pétursdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinss.
Fálkahúsið, Hafnarstræti 1
Greipar Ægis: Til áramóta.
Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Gallerí Fold, Kringlan
Guðbjörg Káradóttir.
Gallerí Sævars Karls
Haraldar Jónssonar. Til 28. okt.
Gallerí Stöðlakot
Myndir eftir Nikulás Sigfúss. Til 11. okt.
Gerðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðar-
sonar. Til 24. okt.
Hafnarborg
Teqe Risbergs. Ætingar í aðal- og
Sverrissal. Til 27. okt.
Hallgrímskirkja: Benedikt Gunnarsson.
Kjarvalsstaðir
-30 / 60+, samsýning. Til 25. okt.
Listasafn ASÍ
Gryfjan: Ólöf Erla Bjarnd. Ásmundarsal-
ur: Inga Þórey Jóhannsdóttir. Til 25. okt.
Listasafn Einars Júnssonar.
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn Kúpavogs, Gerðarsafn
Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Ólöf
Einarsdóttir. Amælissýning Myndlistar-
skóla Kópavogs. Til 25. okt.
Listasafn Islands
íslensk abstraktlist 1950-60. Til 25. okt.
Listaskálinn í Hveragerði: Erotíka: Bragi
Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Eva
Benjamínsd. Gunnar Örn Gunnarsson,
Harpa Björnsd., Haukur Dór, Ragnhildur
Stefánsd. og Stefán Boulter.
Listhús Ófeigs, Skúlavörðustíg
Fríða Jónsd. sýnir ljósmyndir. Til 25. okt.
Mokkakaffi, Skúlavörðustfg
Rannveig Anna Jónsdóttir og Þorvaldur
Halldór Gunnarsson. Til 29. okt.
Norræna húsið, Hringbraut
Erla B. Axelsdóttir. Anddyri: Mynd-
skreytingar Kaarina Kaila, við barnabók-
ina Læmingjaár á Lágheiði, eftir Jukka
Parkkinen. Til 18. okt.
Nýlistasafnið
Bjarti og svarti salur: Eygló Harðard.
Súm-salur: Ásta Ólafsd. Forsalur og
gryfja: Þórdís Alda Sigurðard. Til 18. okt.
Saifn Ásgrfms Júnss., Bergstaðastræti 74
Sumarsýning á verkum Ásgríms.
Sjúminjasafn íslands, Hafnarfírði
Sýning á ljósmyndum Helga Arasonar.
Stofnun Árna Magnússonar.
Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16.
Til 14. maí.
SPRON, Mjúdd
Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt.
Laugardagur
íþrúttahöll Akureurar: Minningatónleik-
ar um Jóhann Konráðsson. Kl. 17.
Sunnudagur
Bústaðakirkja: Camerarctica. Kl. 20.30.
Þriðjudagur
Langholtskirkja: Afmælistónleikar Jóns
Ásgeirssonar. Kl. 20.30.
Fimmtudagur
Háskúlabfú. SÍ. Einleikari Cristina Ortiz.
Stjómandi Petri Sakari. Ki. 20.
LEIKLIST
Þjúðleikhúsið: Solveig, frums. lau. 10.
okt. Fim. 15., fös. 16. okt. Bróðir minn
ljónshjarta, sun. 11. okt. Óskastjarnan,
sun. 11. okt. Gamansami harmleikurinn,
lau. 10., fös. 16. okt. Maður í mislitum
sokkum, frums. fös. 16. okt.
Borgarlcikhúsið: Grease, lau. 10. okt. Sex
í sveit, sun. 11., fös. 16. okt. Ofanljós, sun.
11., fös. 16. okt.
íslenski dansflokkurinn: Night, Jorma
Uotinen; Stoolgame, Kiri Kylián; La
cabina 26, Jochen Ulrich, fim. 15. okt.
Iðnú: Dimmalimm, lau. 10. okt.
Þjónn í súpunni, lau. 10., fim. 15., fós. 16.
okt. Rommí, sun. 11. okt.
íslenska úperan: Ávaxtakarfan, sun. 11.
okt. Hellisbúinn lau. 10., fim. 15., fós. 16.
okt.
Loftkastalinn: Bugsy Malone, sun. 11.
okt.Fjögur hjörtu, lau. 10. okt.
Hafnarfiarðarleikhúsið: Við feðgarnir,
lau. 10., fós. 16. okt. Síðasti bærinn í daln-
um, sun. 11. okt.
Sjúnleikur, Tjarnarbíú: Svartklædda
konap, frums. 10. okt. Fim. 15. okt.
Kaffileikhúsið: Barbar og úlfar, frums.
sun. 11. okt. Svikamylla, fós. 16. okt.
Möguleikhúsið: Snuðra og tuðra, lau. 10.
okt.Einar Áskell, sun. 11. okt.
Gerðuberg: Sögusvuntan, sun. 11. okt.
Neskirkja, Furðuleikhúsið: Sköpunar-
sagan, frums. sun. 11. okt.
Leikfélag Akureyrar: Rummungur ræn-
ingi, lau. 10., sun. 11., fim. 15. okt.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998