Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - \Ili\NING LISTIR
39. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR
EFNI
Guðmundur
Gíslason Hagalín
rithöfundur fæddist 10. október 1898. í til-
efni aldarafmælis hans er í hluta Lesbókar-
innar fjallað um manninn og ritverk hans:
Höfundurinn og verk hans
eftir Erlend Jónsson
Samtal við Unni Hagalín
Herrann og höfuðskepnurnar
eftir Matthías Johannessen
Skáld frá Lokinhömrum
eftir Indriða G. Þorsteinsson
Konur og kýr
eftir Kristínu Viðarsdóttur
Barómetið - smásaga
eftir Guðmund G. Hagalín
Fyrirlestrar um íslenskar bókmenntir
eftir Þröst Helgason
Stríð einstaklingsins
eftir Jóhann Hjálmarsson
Hugleiðing um sagnalist
eftir Matthías Viðar Sæmundsson
„Karlmanns styrkleiki"
eftir Soffíu Auði Birgisdóttur
Dagur
dagbókarinnar
verður fimmtudaginn 15. október og er
hugmyndin að fá alla Iandsmenn til að
halda dagbók þennan dag og senda skrif
sín til þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns.
Einnig verður kallað eftir gömlum dag-
bókum og öðrum persónulegum heimild-
um sem yitað er að enn eru í fórum fjöl-
margra Islendinga. Jafnframt verður
opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á dag-
bókum og þar verður tekið á móti eldri
gögnum sem landsmenn vilja ánafna
deildinni, ekki bara dagbókum, heldur
einnig bréfum, sjálfsævisögum og öðrum
persónulegum heimildum frá öllum tím-
um.
Solveig
er nýtt leikrit eftir Ragnar Arnalds sem
frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins í kvöld. Er þar lagt út af sögunni
um Solveigu og séra Odd Gíslason á
Miklabæ. I samtali við Orra Pál Ormars-
son segir Ragnar Arnalds ástæðuna fyrir
efnisvali sínu einfalda - hann hafi lengi
verið veikur fyrir sögu þeirra Odds og
Solveigar. „Liðnar kynslóðir lifa í okkur
öllum og fortfðin er mikilvægur þáttur í
lífi okkar. Ég hef jafnframt búið í hjarta
Skagaíjarðar, Varmahlíð, um árabil og
þar er sögusvið þjóðsögunnar. Ætli það
sé ekki nærtækasta skýringin."
Forsíðumyndin: Guðmundur Gíslason Hagalín. Liósmyndirnar með greinunum um skóldið eru úr safni
fjölskyldu þess.
r
GUÐMUNDUR GISLASON
HAGALÍN
SVEFNEYJA-
BÓNDINN
Lauguðu sig í ljósi sólar
lautir, melar, klettar, hólar.
Hafíð lýsti helgum fiið.
Sjófuglamir sváfu á bárum,
svifu bátar knúðir árum,
fram á yztu fískimið.
Svefneyjabóndinn sat í næði,
er sveinar komu um lygnan græði
og Eggert sögðu liðið lík.
Upp stóð þá hinn aldni þulur,
íslenzkur í skapi og dulw.
Enginn sá, hve sorg var rík.
Uti var hann allan daginn,
ei frá vinnu kom í bæinn.
Aldrei vann hann eins og þá.
- Ljósar hærw léku í blænum,
liðu tónar heim að bænum
frá hinum milda, svala sjá.
Ljóðið er Or Blindskerjum, 1921. Það er ort 1918.
AF SÚKKULAÐI
RABB
/
Eg fór í bíó um daginn sem auð-
vitað er ekki í frásögur fær-
andi. Þetta var ein af föstum
ferðum mínum til að fylgjast
með stórleikaranum Bruce
Willis fremja hetjudáðir sínar
blóðugum upp á hvirfil, einfar-
anum sem nú um stundir verð-
ur ásamt James Bond að koma í stað
þeirra Tarzans, Roy Rogers og Triggers
og fleíri genginna hetja, blessuð sé minn-
ing þeirra. Eins og öllum er víst ljóst fer
enginn óvitlaus maður í bíósal á fastandi
maga enda stillti ég mér upp við sælgætis-
söluna þar sem ástandið var eins og á
brunaútsölu. Fyrir framan mig biðu tveir
unglingsstrákar eftir afgreiðslu, greinilega
bræður. Þegar röðin koma að þeim bað sá
eldri þeirra afgreiðslustúlkuna um Mars
(Mars er súkkulaði, einstaklega bragð-
gott). Stúlkan snaraðist í súkkulaðihilluna
og sótti lostætið. „120 krónur,“ segir hún
síðan við strákana.
Eg sá að þeim snarbrá enda augljóst að
þeir höfðu fengið ákveðna peningaupphæð
til sælgætiskaupa.
„Það getur nú ekki verið,“ segir tals-
maður þeirra, hneykslaður en afar kurteis.
„Mars kostar 60 krónur í sjoppunni
heima.“
„Það kostar 120 krónur hérna," segir
stúlkan og lét sér ekkert bregða við tíðind-
in eins og henni kæmi þetta stórmál ekk-
ert við.
Strákunum var svo brugðið að þeir
gengu frá afgreiðsluborðinu og ekkert
varð af viðskiptum. Eg fór að dæmi þeirra
enda hafði ég misst lystina, meira að segja
á súkkulaði sem telst til nokkuiTa tíðinda.
Mér rann í skap og gekk til starfsmanns
eins sem stóð við dymar og tók við miðum
gestanna og spurði hann hver réði eigin-
lega álagningunni á sælgætið á þessum
dýra veitingastað (ég orðaði þetta miklu
dónalegar).
Starfsmanninum brá ekkert við árásina
en nefndi nafn mannsins sem þessu réði,
reyndar eigandi kvikmyndahússins.
Eg spurði hann að bragði hvort honum
fyndist ekki fremur óviðfelldið að taka á
móti saklausum gestum sínum með þess-
um hætti. Hann dró ekkert úr því og mælti
sem sannur málsvari smælingjanna en
taldi sig hins vegar lítt megnugan að
breyta álagningunni á staðnum. Að þessu
loknu hélt ég í bíósal og horfði á Bruce
Willis bjarga hvorki meira né minna en
allri heimsbyggðinni frá tortímingu og láta
fyrir það að lokum líf sitt. Þrátt fyrir ærna
spennu myndarinnar varð mér tíðhugsað
til viðskiptaháttanna frammi í sælgætis-
versluninni og sá fyrir mér hvað Bruce
tæki til bragðs ef hann yrði vitni að líkri
ósvinnu og ég fór strax að vorkenna téðum
bíóeiganda.
A leið minni heim um kvöldið kom ég við
í sjoppu og komst að því að strákarnir
vissu allt um Mars. Það kostaði 60 krónur í
sjoppunni. Eg keypti mér strax eitt til að
bæta mér upp sveltið í bíóinu og það olli
ekki vonbrigðum.
Liðu nú nokkrir dagar, en viti menn!
Bruce Willis er þá enn kominn á stjá með
glæsileg hetjuverk í huga. Ég brá mér
þegar í bíó og fylgdist með honum bjarga
barni einu úr miklum háska og urðu marg-
ir ófélegir skúrkar að gjalda fyrir en
Bruce bjargaðist með naumindum.
Súkkulaðið var samt enn í huga mér og ég
spurði afgreiðslustúlkuna í sælgætissöl-
unni um verð á Mars-súkkulaði. Hún svar-
aði því til að það kostaði 120 krónur og
væri það fast verð í öllum kvikmyndahús-
um borgarinnar eins og á öðru sælgæti.
Mér var öllum lokið og hunskaðist inn í
sal, þurrbrjósta og soltinn.
Litlu síðar sé ég að Paul Newman leikur
eitt aðalhlutverkanna í stórmynd í Há-
skólabíói og ég gat ekki á mér setið. Paul
Newman er náttúrlega einn stórsnilling-
anna þótt nú sé Bleik illa brugðið sakir að-
steðjandi elli.
Ég kom við í sælgætistorginu í biðsaln-
um og spurði þegar um verð á súkkulaðinu
Mars. Ég reyndist þá hafa fengið kolrang-
ar upplýsingar í síðustu súkkulaðisölu;
Mars kostar í Háskólabíói 90 krónur. Og
síðan hef ég komist að því að súkkulaðið
Mars er selt við öðru verði annars staðar -
en hvergi þó á 120 krónur.
En, kæru lesendur, hvernig má þetta
vera? Hvernig getur eitt Mars-súkkulaði
kostað 120 krónur? Ég hef fært málið í tal
við nokkra vina minna sem vit hafa á við-
skiptum, eru inni í viðskiptaheiminum,
eins og það er stundum nefnt.
Eg fékk fljótlega að heyra heilmikinn
vísdóm um fyrirbæri sem nefnist frjáls
álagning á sælgæti. A móti spurði ég hvort
umrætt frelsi ætti ekki líka við um sjopp-
ur. Svörin voru löng og loðin. Ég fullyrði
að 120 króna Mars-súkkulaði heyrir frem-
ur undir okur en frjálsa álagningu - nema
um sama fyrirbærið sé að ræða.
Sumir leiddu talið að einhverju sem þeir
nefndu frjálsa samkeppni og væri hvers
manns hugljúfí og virtust þeir telja þessa
álagningu fremur eðlilega. Þeir sögðu sem
svo að ef fólk væri slík fífl að kaupa Mars á
þessu verði ætti það bara ekkert betra
skilið. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta
eigi ekkert skylt við frjálsa samkeppni. Sá
sem ætlar að sjá Bruce Willis verður að
fara í ákveðið bíó og þar er engin sam-
keppni um verð, allra síst frjáls sam-
keppni.
En hvað er til ráða? Það eitt er víst að
ekki getum við hætt að borða súkkulaði.
Án þess væri tilveran náttúrlega óbærileg.
Ég sé fátt annað til ráða en grípa til rót-
tækra aðgerða.
Súkkulaðiætur og ropvatnasvelgir
landsins gætu án mikilla vandkvæða gripið
til þess ráðs að nesta sig góðgætinu í
verslunum sem ekki gera sér það að reglu
að okra á gestum sínum. Þannig mætti án
efa spara stórfé. Ég minnist þess að gömul
kona sagði mér eitt sinn frá því að þegar
stórmyndirnar gömlu, eins og t.d. Gone
With the Wind, voru sýndar hér forðum
daga kom fólk með nestispakka í bíó og
settist að snæðingi í hléi, fékk sér kaffí og
kleinur svo dæmi sé tekið. Það væri
þannig vel við hæfi að nesta sig blóðmör
og öðrum innmat þegar farið er á Bruce
Willis-mynd.
Nú er það víst deginum ljósara að þeir
sem kvikmyndahúsin sækja fastast eru
börn, unglingar og bráðungt fólk, einmitt
sá hluti þjóðarinnar sem óþroskaðast verð-
skyn hefur. Enginn vafi leikur á því að á
þetta unga fólk er leikið illilega, hvað sem
líður höfuðskepnunum frjálsri álagningu
og frjálsri samkeppni. Ég legg til að dreif-
ing Mars-súkkulaðis verði hér eftir færð í
hendur Afengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins. Þessu góða súkkulaði er alls ekki
treystandi úti í hinum frjálsa heimi. Svo
geta menn endalaust velt fyrir sér spum-
ingunni hvað sé sanngjarnt að Mars kosti,
af hverju ekki 200 krónur?
ÞÓRÐUR HELGASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 3