Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Side 4
Quðmundur Q í s l a s o n H aga l ín Höfundurinn og verk hans 2^2 ö3F>z ÍHl s az 2 50c ¥ 17 CD^T/ LLoDön / ti/e/ni aldarafmæUs Quðmundar Qíslasonar Hagalíns rithöfundar sem er í dag birtir Lesbók allmargar greinar þar sem fjallað er í senn um manninn og ritverk hans. Rakstur úti í náttúrunni. Milli manns og hunds var ávallt vinátta. Eftir Erlend Jónsson GUÐMUNDUR Gíslason Hagalín fæddist 10. október 1898 í Lokin- hömrum í Amarfirði. Foreldrar hans voru Gísli Kristjánsson, bóndi og skipstjóri, og kona hans, Guðný Guð- mundsdóttir. Voru bæði af vestfirskum stór- bændum og útvegsmönnum komin. Má rekja ættir þeirra um Vestfjörðu allt aftur til land- náms. í Lokinhömrum var gróið menningar- heimili á fyrri tíðar vísu, kveðskapur og sagnaskemmtun í heiðri höfð og bókaeign umtalsverð, enda keyptar flestar íslenskar bækur jafnóðum og út komu. Hagalín vand- ist öllum algengum störfum til sjós og lands. Áhugi hans á ritstörfum vaknaði líka snemma. Kringum fermingaraldurinn samdi hann skáldsögu sem hefði orðið um þrjú hundruð síður ef prentuð hefði verið. Um sama leyti fluttist fjölskyldan að Haukadal í Dýrafirði. Þegar á unglingsárum tók Hagalín að stunda sjóinn, ýmist á seglskipum eða mót- orbátum; var jafnvel formaður um tíma. Einn veturinn nam hann í Ungmennaskólan- um á Núpi. Séra Böðvar Bjamason á Hrafnseyri bjó hann síðan undir mennta- skóla. Haustið 1917 hóf hann svo nám í Menntaskólanum í Reykjavík að loknu gagn- fræðaprófi sem hann hafði lokið þá um vorið. Upp úr spænsku veikinni 1918 kaus hann að hverfa frá námi, þá í 5. bekk, og gerðist blaðamaður, fyrst í Reykjavík en síðan aust- ur á Seyðisfirði. Þar var hann ritstjóri blað- anna Austurlands og Austanfara um fjög- urra ára skeið, eða frá 1919 til 1923. Á árun- um 1924-27 dvaldist Hagalín í Noregi; hélt þar fyrirlestra um íslenska menning og bók- menntir og starfaði auk þess að blaða- mennsku. Heim kominn hafði hann skamma viðstöðu í Reykjavík en fluttist að því búnu til ísafjarðar þar sem hann átti heima næstu átján árin, það er frá 1928 til 1946. Á ísafírði var hann bókavörður en gegndi auk þess fjölda annarra starfa. Til dæmis kenndi hann bókmenntasögu og bókasafnsfræði við gagn- fræðaskólann, aðallega með fyrirlestrum. Ennfremur lét hann stjómmálin mjög til sín taka, Alþýðuflokksmaður alla tíð. Með stjómmálaþátttökunni hlóðust á hann fjöl- mörg störf, félags- og bæjarmálum tengd. Hann var lengi bæjarfulltrúi og lítið eitt skemur forseti bæjarstjómar. Hann átti sæti í skólanefnd og gegndi prófdómarastörfum við alla skóla bæjarins. Ritari var hann og síðar varaforseti Alþýðusambands Vest- fjarða, einnig formaður kaupfélags þeirra ís- firðinga. Veturinn 1936-37 ferðaðist hann til Danmerkur og Svíþjóðar í erindum bæjar- stjómarinnar, bæði til að afla markaða fyrir nýja rækjuverksmiðju, auk þess sem hann skyldi útvega efni til fyrirhugaðrar rafstöðv- ar handa bænum. Mun óhætt að segja að hann hafi komið nálægt flestum málum sem til framfara horfðu í sveitarfélaginu meðan hann sat í bæjarstjóm. Þótt Hagalín sinnti ekki málum af því taginu eftir að hann flutt- ist á brott frá ísafirði fylgdist hann allt til hinstu stundar með atvinnulífinu, bæði í heimahögum og á landsvísu. egar Hagalín hvarf frá ísafirði skömmu eftir stríðslokin dvaldist hann um tíma í Kaupmannahöfn en settist síðan að á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann átti heima næstu tvo áratug- ina. Þau árin gaf hann sig mjög að málefnum rithöfunda, stofnaði ásamt fleirum Félag ís- lenskra rithöfunda 1945, var formaður þess framan af og lengi síðan áhrifamaður í sam- tökum höfunda. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969. Hann átti sæti í bókmenntaráði Al- menna bókafélagsins allt frá stofnun þess 1955 og síðan meðan heilsa og kraftar leyfðu. Veturinn 1971-72 flutti hann fyrirlestra um samtímabókmenntir við Háskóla íslands. Voru þeir mjög fjölsóttir og vöktu óskipta at- hygli. Undir það er Hagalín tæki að helga sig rit- störfum einvörðungu ákvað hann að koma sér fyrir í rólegra umhverfi. Árið 1965 flutt- ist hann upp í Borgarfjörð; hafði reist sér hús á Kleppjámsreykjum í Reykholtsdal þar sem hann undi vel hag sínum síðustu æviár- in. Húsið nefndi hann að Mýrum. yrstu ritsmíð sína birti Hagalín í ísa- fold 14. apríl 1917. Það var kvæðið Arn- arfjörður. Gaf það forsögn um síðari verk hans því mjög áttu þau eftir að tengjast æskustöðvunum. Fyrstu bók sinni yaldi hann heitið Blindsker. Hún kom út 1921 og hafði að geyma sögur og ijóð. Alls urðu bækur hans, miðað við frumútgáfur einar, rösklega fimmtíu talsins þannig að hann telst vera í hópi afkastamestu rithöf- unda íslenskra fyrr og síðar. Eru þá hvorki meðtaldar endurútgáfur né rit með völdu efni sem áður hafði birst á prenti; tveggja binda rit ennfremur talin sem ein bók. Auk skáldsagna og smásagna ritaði Hagalín margar ævisögur sem hann skráði eftir sögumönnum; gerðist raunar brautryðjandi í þeirri grein bókmenntanna því áður höfðu einungis verið færðar í letur endurminningar sem menn skráðu sjálfir. Á efri árum ritaði Hagalín svo eigin ævisögu í níu bindum: Ég veit ekki betur (1951), Sjö voru sólir á lofti (1952), Ilmur liðinna daga (1953), Hér er kominn Hoffinn (1954), Hrævareldar og him- inljómi (1955), Fílabeinshöllin (1959), Stóð ég úti í tunglsljósi (1973), Ekki fæddur í gær (1976) og Þeir vita það fyrir vestan (1979). í þessu mikla riti er ærinn fróðleik að finna um samtíðarmenn Hagalíns og málefni þau sem þá voru efst á baugi. essar eru skáldsögur Hagalíns: Vest- an úr fjörðum (Melakóngurinn, 1924), Brennumenn (1927), Kristrún í Hamravík (1933), Sturla í Vogum I-II (1938), Blítt lætur veröldin (1943), Móðir ís- land (1945), Konungurinn á Kálfskinni (1945), Útilegubömin í Fannadal (unglinga- saga, 1953), Sól á náttmálum (1957), Töfrar draumsins (1961), Márus á Valshamri og meistari Jón (1967), Segið nú amen séra Pét- ur (1975), Hamingjan er ekki alltaf ótukt (1977) og Þar verpir hvítur öm (1981). Eftir skáldsögunni Kristrún í Hamravík samdi Hagalín leikritið Kristrún í Hamravík og himnafaðirinn (1935). Það hefur verið flutt í sjónvarpi. Smásögur samdi Hagalín um hundrað talsins. Meðal þeirra er að finna margt hið besta sem eftir hann liggur. Þessi eru smá- sagnasöfnin: Áðumefnd Blindsker (ásamt kvæðum og ævintýrum, 1921), Strandbúar (1923), Veður öll válynd (1925), Guð og lukk- an (1929), Einn af postulunum (1934), Haga- lín segir frá (1939), Förunautar (1943), Gestagangur (1948), Við Maríumenn (1950), Úr blámóðu aldanna (1952), Þrek í þrautum (sannar sögur og þættir, 1953),^ Blendnir menn og kjamakonur (1954) og Úr Hamra- fírði til himinfjalla (1971). visögur skrásetti Hagalín eftir- taldar: Virkir dagar I-II (saga Sæmundar Sæmundssonar skip- stjóra, 1936-38), Saga Eldeyjar- Hjalta I-II (1939), Á torgi lífsins (saga Þórð- ar Þorsteinssonar á Sæbóli, 1952), Konan í dalnum og dætumar sjö (saga Moniku Helgadóttur á Merkigili, 1954), í kili skal kjörviður (saga Mariníusar Eskilds Jessens, 1957), í vesturvíking (saga Jóns Oddssonar skipstjóra, 1960), Það er engin þörf að kvarta og Margt býr í þokunni (saga Kristín- ar Kristjánsson, 1961-62), Að duga eða drep- ast (saga Björns Eiríkssonar, 1962), í farar- broddi (saga Haralds Böðvarssonar, 1964-65), Danskurinn í bæ (saga Adams Hoffritz, 1966), Sonur bjargs og báru (saga Sigurðar Jóns Guðmundssonar, stofnanda Belgjagerðarinnar í Reykjavík, 1968), og Eldur er bestur (saga Helga Hermanns Ei- ríkssonar, 1970). Um bókmenntir og menningarmál skrií'aði Hagalín geysimikið um dagana. Auk áður- nefndra blaða var hann um tíma ritstjóri eft- irfarandi rita: Nýrra kvöldvakna, Eimreiðar- innar, Skinfaxa og Dýraverndarans. Á Seyð- isfirði sendi hann frá sér bókina Nokkur orð um íslenzkan sagnaskáldskap (1923). Sú bók mun nú vera harla fágæt. í ádeiluritinu Gróð- ur og sandfok (1943) var skeytum beint að pólitískum undirróðri í bókmenntunum. Þá var Hagalín með mikilvirkari bókmennta- gagnrýnendum. Síðustu áratugina skrifaði hann að staðaldri um bækur í Morgunblaðið. Margar bækur þýddi Hagalín, einkum skáldverk þekktra Norðurlandahöfunda; ennfremur bækumar Sólrún og biðlar henn- ar eftir Jónas Guðlaugsson og Morgunn lífs- ins og Helgafell Kristmanns Guðmundssonar sem hann íslenskaði í samvinnu við höfund- inn. Þótt Hagalín væri með fádæmum afkasta- mikill kunni hann vel að slaka á og njóta líð- andi stundar. í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar. Lifandi frásagnarlist hans naut sín þá engu síður en í bókum hans. Hann bar sterka persónu og varð minnis- stæður öllum sem honum kynntust. agalín var margvíslegur sómi sýnd- ur um ævina. Árið 1937 var hann sæmdur prófessorsnafnbót. Þá nafiibót notaði hann reyndar aldrei. Hann var kjörinn heiðursfélagi Alþýðusam- bands Vestfjarða, Félags íslenskra rithöf- unda og Rithöfundasambands íslands. Ridd- arakrossi fálkaorðunnar var hann sæmdur 1959 og stórriddarakrossi 1974. Árið 1975 var hann og sæmdur gullmerki sjómannadagsins. Þá viðurkenninguna mat hann mest. Guðmundur G. Hagalín var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Kristínu Jónsdóttur, bónda og alþingismanns á Hvanná á Jökuldal, kvæntíst hann 1920. Þau slitu samvistir. Böm þeirra tvö, Hrafn og Sigríður, eru bæði látin. Síðari konu sinni, Unni Aradóttur, kaup- manns í Reykjavík, kvæntíst Hagalín 1949. Sonur þeirra er Þór, framkvæmdastjóri á Eyrarbakka. Guðmundur G. Hagalín andaðist 26. febr- úar 1985 á áttugasta og sjöunda aldursári. Hinn 9. mars var útför hans gerð í Reykholti. Vinur hans, séra Eiríkur J. Eiríksson, jarð- söng. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.