Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Qupperneq 7
Hagalín og Unnur í faðmi fjölskyldu, barna, bamabarna og tengdabarna. Frá uinstri: Þár Hagalin með Unni Huld, Snorri Hermannsson,
Sigríður Hagalin, Björn Vignir Sigurpálsson. Kristin Ólafsdóttir. Quðmundur Pálsson. Quðmundur Hagalín yngri, Sigríður Óskarsdóttir
Hagalín. Unnur Hagalín og Hrafnhildur Quðmundsdóttir Hagalin með Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Myndin er tekin á Þinguöllum á átt-
ræðisafmæli Hagalíns.
Guðmundi (Hagalín) þótti mjög vænt um
fólk. Hann var ákaflega mannblendinn.
Hann reyndi ekki að veiða upp úr fólki, hafði
ekki áhuga á því. Ef það var eitthvað sem
höfðaði til hans tók hann það í sögurnar.
Hann vflaði ekki fyrir sér að skrifa upp á víx-
il fyrir vini sína.“
Unnur sýnir mér úrklippu úr blaði. Haga-
lín og Guðrún frá Lundi skála í tilefni þess að
hún fékk úthlutun úr Rithöfundasjóði. „Guð-
mundur skrifaði um að Guðrún fengi ekki
viðurkenningu úr sjóðum eða bókmennta-
verðlaun, en hann kæmi ekki inn á heimili
þar sem bækur Guðrúnar væru ekki til. Það
var þegar hann var bókafulltrúi rfldsins og
þá fékk hún listamannalaun. Það vakti at-
hygli að hann var að lyfta undir kerlinguna."
Eg minni á að hann var alltaf að lyfta und-
ir aðra rithöfunda og gera eitthvað fyrir þá.
Konan í dalnum
skemmtileg
Hvað fínnst þér um bækurnar sem hann
skrifaði? Er einhver í sérstöku uppáhaldi?
„Mér er ómögulegt að gera mér grein fyr-
ir því. Márus á Valshamri og skemmtileg var
Konan í dalnum og dæturnar sjö.“
Fólk nefnir oftast Kristrúnu í Hamravík.
Unga bókmenntafólkið kannast helst við
hana.
„Já.“
Þegar þið kynntust varstu þá búin að lesa
mikið eftir Guðmund, hafðirðu fylgst með
honum?
„Eg man það nú ekki. En fósturpabbi
minn, Hallgrímur Jónsson vélstjóri, var mik-
ill bókamaður."
Þú hefur sagt mér að Guðmundi hafí þótt
vænt um fólk og það þekld ég af eigin raun.
„Hann var ákaflega gestrisinn en vildi
hafa fáa í einu, annars naut hann þess ekki.
Unnur, þér hefur aldrei dottið í hug að
skrifa?
„Ég hafði nóg að gera við að lesa prófark-
ir.“
Fannst þér aldrei að hann væri of upptek-
inn af skriftunum?
„Nei, nei, hann gat skrifað lengi ef á lá,
annars hafði hann fastan vinnutíma."
Ræddi hann við þig um þróunina í bók-
menntunum, verk ungu höfundanna?
„Ég hugsa að honum hafi líkað vel það
sem ungu höfundamir skrifuðu. Honum
þótti gaman að skrifa ritdóma."
Pylsur og
súkkulaði
Þegar Unnur fylgir mér til dyra segir hún
að mikið hafi verið hlegið að svari hennar við
því hvað hún vildi hafa í matinn á afmælis-
daginn, en hún óskaði eftir að fá „bæjerskar
pulsur og kartöflusalat“.
Hún segir mér líka frá Meulenberg bisk-
upi í Landakoti sem sagði við hana þegar
hún var í Landakotsskóla: „Af hverju geristu
ekki kaþólsk, þá færðu nóg af svissnesku
súkkulaði." „Hann hafði nóg af því og skar
það ekki við nögl.“ Unnur segir að Meulen-
berg hafi verið lágvaxinn og rúm hans stutt.
I stokki við fótagaflinn geymdi hann
súkkulaðið og gat auðveldlega teygt sig eftir
því.
Fyrir mér rifjast upp sögur af Meulen-
berg sem var „imprimatur" Kaþólskra við-
horfa (1925) eftir Halldór Kiljan Laxness og
var þekktur fyrir að bjóða rithöfundum og
gáfumönnum upp á staup af púrtvíni eða sér-
ríi til að lokka þá í kaþólska söfnuðinn.
Súkkulaði hefur lika verið hans vopn, en
Ferdinand hringjari átti rófur að sögn Unn-
ar.
Lokaorð
Unnur Hagalín er látin. Þegar við spjöll-
uðum saman í síðasta sinn var aldur farinn
að há henni nokkuð, en hún var hnarreist og
að mestu leyti söm við sig. Ég kynntist þeim
hjónum fyrst á miðjum sjötta áratugnum.
Hagalín hafði lesið fyrstu bók unglingsins
og skrifaði í framhaldi af því um hana lof-
samlega umsögn í Eimreiðina. Hann hringdi
í mig og úr varð að ég sótti þau hjón heim
þar sem þau bjuggu í Garðabæ. Mér var af-
ar vel tekið af þeim báðum eins og jafnan
síðan.
Kynni voru svo tekin upp aftur á sjöunda
áratugnum, en þá voru þau flutt að Mýrum í
Reykholtsdal og bjuggu á Ljósvallagötu í ná-
grenni við mig þegar þau voru í Reykjavík.
Ekki spillti að við Hagalín skrifuðum báðir
um bækur fyrir Morgunblaðið og höfðum
sameiginlegan áhuga og skoðanir á ýmsum
málum.
Margt var talað á þessum árum og Unnur
stóð ekld utan við það sem maður hennar
fékkst við, hvorki ritstörf hans né áhugamál-
in. Hagalín virti konu sína nflkils og var ljóst
að hún var mikill áhrifavaldur í lífi hans.
Gaman var að heyra samræður þeirra sem
vitnuðu um að þar voru jafningjar á ferð og
engir aukvisar.
Quðmundur Hagalín uar brautryðjandi æuisagna sem skráðar uoru eftir mönnum og siðar uoru m. a. kallaðar uiðtalsbækur þótt það eigi ekki nema að litlu leyti við rithátt Hagalíns. Á
myndinni til uinstri er hann með Sæmundi Sæmundssyni skipstjóra, en eftir honum skráði hann Virka daga sem komu í tueimur bindum, 1936-38. Til hægri eru þeir saman Hagalín og
Eldeyjar-Hjalti, en Hagalín skráði einnig minnisstæða æuisögu hans.
hans í Vídalínspostillu, sem auðvitað er miklu
nýstárlegra og ferskara viðfangsefni. Það er
eins og höfuðskepnumar sjálfar eigist við. En
þar á einnig Guðný húsfreyja ekki minnstan
hlut og Þórdís móðir hennar þótt hún sé raun-
ar aukapersóna í sögunni. Hún er áhorfandi,
en slíkt hlutverk gat Kristrún gamla í Hamra-
vík ekki leikið eins og á stóð.
Þegar Márus bóndi, grandvar maður og
gegn, hefur freistazt til að selja Þórami bónda
í Mýrarholti hey á hærra verði en Guðný kona
hans telur svo góðum manni samboðið hefst
sálrænt stríð milli þeirra og gengur á ýmsu
þótt allt sé hljótt á yfirborðinu. í þessum átök-
um skýrast þau bæði og þá ekki sízt kjarni
sögunnar: átök Márasar við eigin samvizku,
þrjózka hans og metnaður. Og þá einnig af-
staðan til trúar og forsjónar. Þórdís gamla er
lík Kristrúnu í Hamravík og stendur með
tengdasyni sínum án þess að leggjast flöt fyrir
sínum herra, dýrkar hann jafnvel og líkar hon-
um það allvel, enda má segja að litlu muni að
það ófremdarástand verði á Valshamri að
bóndinn sé hrifnari af tengdamóður sinni en
eiginkonu. Guðný kona hans lætur ekki undan
þrjózku hans, það líkar honum illa. Hún er
sjálf Dísin dýr í lífi hans. En ást þeirra er und-
ir niðri hrein og flærðarlaus, eflist raunar við
hverja glímu þótt Guðný sé eldheit á bandi
meistara Jóns. Alltaf hafði Máras lesið sjálfur
úr Vidalínspostillu en skömmu eftir viðskiptin
við Þórarin hafði miðinn lent inni í bókinni á
röngum stað. Fyrst hafði Máras konu sína
granaða, en hún hefur hreinan skjöld. Þetta er
engu líkara en almættisverki. Og Márus hefur
eignazt óvin í postillunni, neitar að lesa sjálfur.
Styrjöldin er hörð og lætur hvorugur undan. I
þessum eldi skýrist skapgerð og einkenni allra
höfuðpersónanna. Þegar Máras las þann
ranga kafla í postillunni lenti hann auðvitað á
orðum meistara Jóns um holdsins, heimsins og
andskotans freistingar og þær snörar sem
Satan leggur fyrir mennina með óleyfilegri
girnd til auðæfa og metorða. Ekki verður lýs-
ingin á lestri Márasar í það sinn rakin hér,
enda lauk henni með ásökunum húsbóndans á
hendur meistara Jóni fyrir ágirnd, en á hitt
aðeins minnt hvernig kempan bítur á jaxlinn í
harðnandi viðureign og talar jafnvel um „þann
brennivínssósaða meistara Jón“, þegar átökin
era hvað hörðust síðar í sögunni. Og minnir
það á Kerlinguna í þjóðsögunni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 7