Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Side 16
Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur r IEINNI af frægari skáldsög- um Guðmundar G. Hagalíns, Sturla í Vogum (1938), er að finna þetta biðilsbréf: Kæra Þorbjörg! Eg get ekki sloppið að heiman, því kallinn er lasinn og klárlega af sér genginn eftir þetta stúss, sem hann hefúr mátt standa í. Ég held hann sé mestan part kominn yfir í annan heim, svona í þankanum. Svo ég sendi strákinn til þín, af því að þessu liggur á. Ég er ekki fyrir neitt orðaglingur eða inn- pökkun á því, sem ég þarf að segja. Mig vantar kvenmann til frambúðar, því ég er farinn að búa, og get ekki látið mér detta aðra í hug en þig, að minnsta kosti ekki svona í hasti. Þetta er þá hreint og klárt biðilsbréf. Segðu já eða nei við strákinn. Það dugir. Ekkert að frétta nema ég skaut mórauða tófu í fyrrinótt. Það er ekki rétt gott á henni skottið, ann- ars er hún falleg. Hana nú. Þar er það búið. Vertu kært kvödd. Þinn kunningi Sturla Þórðarson. Þorbjörg sú sem biðlað er til fellur fyrir Sturlu, líkt og tófan, og sendir jáyrði sitt um hæl með stráknum, án mikilla vangaveltna, og verður úr hið traustasta hjóna- band og standa þau Sturla saman í blíðu og stríðu, svo sem sagan segir frá. Biðilsbréf þetta er ekki eina kostulega sendibréfið frá karl- manni til konu sem finna má í sög- um Hagalíns. Eitt slíkra bréfa er að finna í skáldsögunni Töfrar draumsins (1961), sem ber undir- titilinn: Saga um ástir og lífs- draum karls og konu. Aðalper- sónu þeirrar sögu, Ástu Bellónu, berst bréf frá bónda sínum, Jóni Jónssyni, alla leið frá Suður-Af- ríku og samanstendur það af tveimur erindum úr mansöng eftir Sigurð Breiðfjörð: „Flúði eg norður hálfu heims og heiminn svo að kalla, mér þú skorðin glampa geims götu fylgdir alla. Eða mundir lindah'n lífs á götu þinni þenkja stundum mjúkt til mín, mannsíútlegðinni.“ Svipuð áhrif hefur Sturla - sá er skrifaði biðilsbréfið hér að ofan - á Þorbjörgu allt frá því þau hittast fyrst þegar hún er vart af bams- aldri: Hún þurfti meria að segja ekki annað en að heyra hann nefndan eða verða hugsað til hans, til þess að... að... já, að verða svona... svona einhvern veginn skrýtin. Og þetta heldur ágerðist, eftir hún var orðin þrettán, fjórtán ára. Hana dreymdi hann stundum. Hann hafði handleggina utan um hana og var að bera hana eitthvað - hún vissi ekki hvert. Og það kom fyrir, að hún gat eins og fundið það í vökunni, hvar handleggimir á honum höfðu komið við hana - og þá roðnaði hún og varð undir- leit. Eitt einkennið á mörgum sög- um Hagalíns er breytilegt sjónar- hom frásagnarinnar. Þessa frá- sagnaraðferð notar hann til að koma á framfæri upplýsingum um aðalpersónur sínar, sem þær geta ekki sjálfar gefið vegna ímyndar- innar um „hinn sterka, þögla“ mann. I gegnum augu annarra, sérstaklega kvenna, rísa upp þættir í persónuleika og atgervi karlanna sem þeir era ekki færir um að tjá, því það bryti í bága við þá karlmennskuímynd sem haldið er á lofti. Sérstaklega er Hagalín uppsigað við hvers konar væmni, eins og sjá má af hörðum dómi hans um verk Einars H. Kvarans í ritgerðinnii Nokkur orð um sagnaskáldskap sem kom út árið 1923. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni á verkum Kvarans að þau séu væmin og stfll hans allt að því smeðjulegur. Hagalín er ekki par hrifinn af persónulýsingum Kvar- ans og er honum einkum í nöp hið viðkvæma og fölleita fólk sem rekast má á víða í texta Kvarans. Væmni er vitaskuld meðal annars fólgin í tilfinningaþrangnum út- málunum og slíkt láta karlmenn í sögum Hagalíns ekki sannast upp á sig. Þó bregður svo við að jafn- vel þessi lyndiseinkunn, sem Hagalín upphefur sem mest hjá karlmönnum, þegjandahátturinn, verður of mikil svo úr verður stór- kostleg paródía, líkt og á við lýs- inguna á Fal Betúelsyni í hinni frábæra sögu af Kristrúnu í Hamravík. Móður Fals, þeirri góðu og gömlu Kristrúnu Símon- Eitt einkenniO á mörgum sögum Hagalíns er breytilegt sjónarhorn frásagnarinnar. ardóttur, blöskrar svo sinnuleysið, athafnaleysið og þegjandaháttur „Karlmanns styrkleiki“ Nokkur orð um sendibréf, erótík og karlímynd í skáldsögum Quðmundar Q. Hagalíns Nú væri það kannski ekki í sjálfu sér fréttnæmt að karlmaður sendi konu sinni slíkar línur bréfleiðis nema vegna þess að þetta er það fyrsta sem Asta Bellóna heyrir frá eiginmanni sínum í þrjátíu og fjögur ár. Eftir að hafa búið í átta hamingjurík ár með konu sinni og getið með henni sex böm hélt téður Jón Jónsson utan og hugðist vinna er- lendis í nokkur ár til að fjölskyldan liði ekki skort á íslandi. Svo til á hverju ári sendi Jón síðan fjölskyldu sinni síðan peninga (hálf önnur prestslaun á ári) en heimferðin dróst og aldrei skrifaði hann konu sinni, né öðrum, stafkrók þar til ofannefndar vísur bárast henni þegar hann hefur verið fjar- verandi í rúman þriðjung aldar. Þótt bæði þessi bréf séu fáorð má úr hvoru þeirra lesa eðlisþætti karlmanns sem nokkuð algengt er að rekast á í verkum Hagalíns. Segja má að sú „karlímynd“ sem Hagalín metur mest, samkvæmt verkum hans, sé þama lifandi komin. Þetta er karl- menn sem era hreinir og beinir; traustir og vinnusamir menn sem búa yfir heitum til- finningum, þótt ekki séu þeir gefnir fyrir „neitt orðaglingur". En þótt reiða megi sig á þessa karla í gegnum þykkt og þunnt, sjást þeir ekki alltaf fyrir í framkvæmdum sínum og fyrirætlunum og geta þeir jafnvel bakað Þótt bæði þessi bréf séu fáorð má úr hvoru þeirra lesa eðlisþætti karlmanns sem nokkuð algengt er að rekast á í verkum Hagalíns. sínum heittelskuðustu mikla óhamingju af þess völdum, eins og dæmið með Jón Jóns- son sannar. Það læðist reyndar að mér sá granur að hér sé ekki aðeins um að ræða „karlímynd" í verkum Guðmundar G. Haga- Ííns, heldur eigi þessi lýsing við stóran part íslenskra bókmennta, fomra sem nýrra. Nægir í því sambandi að minna á hetjur ís- lendingasagna og Bjart í Sumarhúsum. En þótt hinn sterki, þögli maður sé sú ímynd karlmennskunnar í sögum Hagalíns kemur hann vel til skila tilfinningahita karl- mannanna í texta sínum. Ekki síst leggur hann áherslu á kynferðislegar ástríður þeirra og aðdráttarafl - og óhætt að fullyrða að verk Hagalíns séu vannýtt rannsóknar- efni hvað þetta varðar. Erótískar lýsingar era fjöldamargar og óvenju „safaríkar“ í samanburði við íslenskar bókmenntir al- mennt. Fyrrnefndur Jón Jónsson hefur þessi áhrif á konu sínu Ástu Bellónu, þegar hann loksins snýr aftur: - hrollurinn hríslaðist eins og frostblóm fram í brjóstin og út um handleggina og of- an eftir bakinu og út ímjaðminar og þar um allt - og niður í fætur. En kringum hjartað var henni undarlega heitt, og hitann lagði upp í andlitið, - hann roðaði vangana og gerði a ugun gljá. . . Hún skalf, og þó var henni heitt, því hún fann hita og kulda fara í bylgjum og með slotum um allar sínar æð- ar. sonar síns í garð stúlkukindarinnar, Anítu, sem sú gamla sér sem tilvalið konuefni til handa honum, að hún lætur einskis ófreist- að í að hvetja hann til dáða í kvennamálun- um. En hún gat nú samt ekki fengið það inn í sinn þunna koll, hún Kristrún gamla Símon- ardóttir, að hann reyndist sú deyfðarskepna og sá hugsunarleysisaumingi, að hann bæri sig ekki eftir henni Anítu, þegar hún þá var orðin eins og hún nú var /... / Væri honum Fal sjálfrátt, þá mundi þetta allt fara þá leiðina sem beinust var og greiðust. .. En . .. Humm. Og Kristrún gamla brýnir þau bæði, Anítu og Fal, til framkvæmda á sviði ásta- lífsins - og hefur árangur sem erfiði - enda væri Fal þá illa í ætt skotið ef hann lumaði ekki á sannri karlmennsku eins og faðir hans sálugi. Hann lætur loksins segjast og fastnar sér konuna eftir þessi frýjunarorð móður sinnar: - Ef í þér væri, vesaldarauminginn, ein- hver snertur af manndómsins veru, og þú að einhverju litlu leyti værir líkur þínum sæla föður, Betúel Hallssyni, þá yrði ekki sól af lofti á þessu kvöldi, áður en þú hefðir látið Anítu Hansen fínna þinn karlmanns styrkleika -. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.