Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Qupperneq 18
EFTIR DAVÍÐ ÓLAFSSON OG
SIGURÐ GYLFA MAGNÚSSON
Fimmtudaginn 15. október
munu Landsbókasafn/ Há-
skólabókasafn oq Þjóð-
miniasafnið stonda að
þjóðarátaki sem nefnt er
DAGUR DAGBQKAR-
INNAR. Huqmyndin er að
fá alla landsmenn til að
halda dagbók þennan
dag og senda skrif sín til
þjóðháttadeildar Þjóð-
minjasafns. Á öllum póst-
húsum fást umslög merkt
DEGI DAGBÓKARINNAR
og bréfin verða send Þjóð-
minjasafninu, sendanda
að kostnaðarlausu.
ADEGI dagbókarinnar verð-
ur kallað eftir gömlum dag-
bókum og öðrum persónu-
legum heimildum sem vitað
er að enn eru í fórum fjöl-
margra íslendinga. Jafn-
framt verður opnuð sýning
í Þjóðarbókhlöðunni á dag-
bókum í vörslu handritadeildar Landsbóka-
safns og þar verður tekið á móti eldri gögnum
sem landsmenn vilja ánafna deildinni. Þó svo
að aðaláherslan sé á dagbækur þá nær þessi
söfnun einnig til bréfa, sjálfsævisagna og ann-
arra persónulegra heimilda frá öllum tímum.
Engin leið er að segja til um hve margar
dagbækur hafí varðveist hér á landi frá síð-
ustu öldum en í handritadeild eru skráðar rétt
um 200. Aðeins fjórar þeirra eru haldnar af
konum og því hafa forsvarsmenn átaksins lagt
sérstaka áherslu á að ná inn dagbókum
kvenna og barna. Annars er það einn höfuð-
kostur dagbóka og annarra persónulegra
heimilda að þar bætast við nýjar raddir í kór
liðins tíma, raddir sem hafa fáa möguleika
aðra til að hljóma með. Meðal dagbókarritara
er auðvitað mikið um presta og aðra lærða
menn en þar eru einnig bændur, jafnt efnaðir
sem bláfátækir, vinnuhjú og lausamenn, sjó-
menn, iðnaðarmenn og námspiltar.
Að halda dagbók
Fjölmargir íslendingar hafa haldið dagbók
um lengri eða skemmri tíma og þekkja því
hvaða möguleikar felast í dagbókarskrifum.
Höfuðkostur dagbókarinnar er sá að hver
maður getur fellt skrifin að sínum persónu-
leika og áhugamálum og nýtt sér formið á afar
fjölbreyttan hátt. Hér á landi eru varðveittar
dagbækur frá 18., 19. og 20. öld, bæði á söfn-
um og í einkaeign og eru þær mjög fjölbreytt-
ar að gerð og innihaldi. Með nokkurri einföld-
un má segja að þróun þeirra í gegnum tíðina
sé frá ópersónulegum lýsingum á ytri fyrir-
bærum eins og veðri og búskap yfír í tilfinn-
ingaþrungna tjáningu á þeim þáttum lífsins
sem við gjarna höldum fyrir okkur sjálf. Síðar-
nefnda tegund dagbóka varð algengari eftir
því sem leið á 19. öldina og á 20. öld má segja
að dagbókarritarar hafí margir gert dagbók-
HÓPURINN sem stendur að Degi 'dagbókarinnnar fyrir hönd Þjóðminjasafns og Landsbókasafns. í honum er (talið frá vinstri) Kári Bjarnason,
Sigurborg Hilmarsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Hallgerður Gísladóttir og Gunnar Hersveinn.
mundssonar bónda og alþýðulæknis á Vest-
fjörðum frá október 1848 sem varðveittar eru í
handritadeild Landsbókasafns. Þó sú frá 1838
sé glötuð bætir Guðmundur því við neðanmáls
að „íms atriði eru þó annarstaðar afskrifuð,
sem mér hefir þókt áríðandi". Mönnum geng-
ur misjafnt til er þeir byrja að halda dagbók
og fæstir hafa orð á því hvað rekur þá áfram.
Ein auðskiljanleg ástæða er þó sú sem Guð-
mundur nefnir, að skrá efnahagsleg umsvif
sín, eignir, skuldir og lán. En eins og sjá má að
eftirfarandi broti eru dagbækur Guðmundar
síður en svo einskorðaðar við „skuldaskipti,
lán og betaling". Þótt kaflinn sé án alls sam-
hengis og valinn af handahófi verður maður
strax forvitinn um þennan bónda sem virðist
eiga í sífelldum deilum. Og bakvið hverja per-
sónu leynist saga og örlög sem lesandinn vill
ólmur komast til botns í.
Guðmundur Guðmundsson fæddist á Víði-
völlum í Blönduhlíð 10. nóvember 1799. Þegar
hann náði fullorðinsaldri flutti hann til Vest-
fjarða og dvaldi á ýmsum bæjum í vinnu-
mennsku. Arið 1836 tók hann við búsforráðum
á Sæbóli við Dýrafjörð þegar húsbóndi hans
féll frá og ári síðar kvænist hann ekkjunni,
Vigdísi Guðmundsdóttur. Þau fluttu frá Sæ-
bóli árið 1839 og byggðu nýbýlið Nýjaból í
Nesdal. Þau fluttu svo að Næfranesi í Mýra-
sókn árið 1846 og ári síðar slitu þau samvist-
um. Guðmundur bjó í Næfranesi til ársins
1850 ásamt ráðskonu sinni, Ingibjörgu Jóns-
dóttur og eignaðist með henni tvö börn.
Næstu árin var Guðmundur húsmaður víða við
Dýrafjörð og frá árinu 1870 á framfæri
hreppsins, m.a. á Kirkjubóli, Brekku, Skálará
og Hólum, hvar hann lést árið 1885.
Dagbók Guðmundar Guðmundssonar er
óvenju viðburðarík og fjörleg og af æviágripi
sem Sighvatur Grímsson fræðimaður og vinur
Guðmundar skrifaði má sjá að þar fór óvenju-
legur maður. Árið 1854 sigldi hann til dæmis
til Hollands með þarlendum sjómönnum og
nam hið „virkilega og bóklega Niðurlanda-
sprok“, ásamt því að kynna sér nýjustu tækni
og vísindi í verklegum efnum. Reynslu sína og
hugmyndir um framfarir kynnti hann síðan
sveitungum sínum í umburðarbréfi er heim
kom.
Við grípum niður í lífi Guðmundar sumarið
1853 en þá er Guðmundur nýlega fluttur frá
Dröngum í Sandasókn að Sveinseyri í Dýra-
firði.
ina að trúnaðar/ini sínum. Þekkt er að börn og
unglingar hafi haldið dagbækur á 20. öld og
viljum við hvetja alla sem eiga slíkar bækur í
sínum fórum að afhenda þær í Þjóðarbókhlöðu
á Degi dagbókarinnar.
Dagbækur veita gjama mjög óvenjulega
sýn inn í hversdagslegt líf fólks frá fyrri tíð.
Við fáum tækifæri til að skyggnast inn í horf-
inn heim í fylgd einstaklings sem lifði þar og
hrærðist og dagbókin dregur þannig upp
mynd af daglegu lífi á persónulegri hátt en
flestar aðrar heimildir bjóða upp á. Það er
nefnilega einkenni allra dagbóka að dagbókar-
höfundurinn segir helst frá því sem honum
þykir mikilvægast hverju sinni og því getur
hver dagbók sýnt okkur nýja hlið á samfélag-
inu. Bændur rita niður hjá sér heyfeng og
ástand bústofnsins, auk þess sem veðrið er
þeim sífellt yrkisefni. Lausamaðurinn segir
frá vistum og aðbúnaði þar sem hann dvelur
og öðru markverðu sem drífur á daga hans.
Kaupmaðurinn rekur viðskipti sín og alþýðu-
læknirinn segir frá vitjunum sínum og sjúk-
dómstilfellum sem hann glímir við. Svona
mætti lengi telja, en aðalatriðið er að dagbók-
in, af hvaða gerð og ásigkomulagi sem hún er,
verður gullmoli í höndum sagnfræðingsins
sem er að leita eftir vitnisburði einstaklinga
um líf sitt.
Af Guðmwndí „laekni" Guðmunds-
syni hinum norðlenskn
„Þann 27 da October byrja eg dagbók þessa,
þar eg hefi á ferdareisu minni þann 19 da þ.m.
tapað þeirri frá 1838. - Þannin verdur í þessa
innfærdt, - sem hina - flest hvað viðber í kíör-
um mínum daglega; og má eptir henni - siá
skuldaskifti mín við aðra, lán og betalíng, þótt
engar obligationir fyrir sérhverju séu því uppá
æru og samvitsku skal hér einber sannleiki af
mér skrifast."
Þannig hefjast dagbækur Guðmundar Guð-
HANDRITIÐ er ritað árið 1764. Fyrstu 44 blaðsíðurnar eru „nokkrir sálmar og söngvar eftir
þeirri dönsku sálmabók 1569 sem ekki eru áður útlagðir. Frá blaðsíðu 45 til loka eru „viku-
sálmar og einstakir sálmar".
PAGUR PAGBÓKARINNAR
DAGBÓKIN - PER-
SÓNULEG TJÁNING
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998