Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 19
„Augustus 31 dagar 1853 1. - N.v. þikkur, hægur, regn. Eg bæti silúnganet, legg það og fæ 2 strax. 2 dagslátt- armenn slá hér í dag. Síra M. Kr. kom og er eptir. Bréf frá síra Jóni að miðla málum fyrir hann í Gerðhamraviðskylnaðinum o.fl. og geingur mikið á. 2. - Ditto. do. regnlaust. Síra Magnús leitar lags um sættir - Madama Þórdís reið við mig, síra Magnús góður! Komið með lík B. heitins! og grafinn og Kristján í Hvammi biður mig að koma til Biarna Þorvaldssonar, og fór eg það undir eins og er boðin í begrafelsið og finn hann mikið hætt komin. Er þar nóttina. 3. - N.v. þó sólskin, Á hvass. Laga meðöl fyrir Biarna og skrifa fyrir. Fær hann mér 1 speciu svo heim. Sig. G.s. fór í giær til Hollendskra, og fær ekki farið með þeim. Apt- ur í dag (og prestur með) og fer á sama veg (og fer illa). 4. - S.v. smáregn og hægur vindur. Hyrdtar 3 sátur eru þá komnir 47. og nú deilum við merkianl: þ.þ.d og ég. Sigurður Gíslason án- greiður - og ífróttur við mig. 5. - S.v. og vest. regn. Slá nú 2 dagsláttu menn og eg allan daginn. 6. - Sama - Núna sér sól stundum. Slá 3 dagsláttarmenn og eg fra kl 5 f.m - 3 Á eftir m. Kom Einar á Stapadal - og sonur hans. Að honum förnum Magnús á Hvilft og afgiörist að Þóra hafi hús mitt eins og það er, til íveru og ábyrgðar þar fyrir fær hann mér Á specíu fyrir utan leiguna 6.rd. 18 sk. Gísli á Loðkin- hömrum kom og lofar öllu fögru. 7. - 11. S.e.T. S.v. stormur og stórregn, geingur að hafi kl. 5 e.m. samt sama regn. Komu og fóru 2 menn af Sandi, eð voru mikið af nótt. 8. - Sama, utan skiftir nokkuð skúrum. Eg sló allan dag af kappi til kl 8 e.m. því þá byrj- aði stórregn að níu: Enn stopulir 2 slóu Prestsmeigin; og þannin geingur optar. 9. - Sama að öllu; og slæ eg sem í giær - en knapt - einn frá presti!, og deilur nógar - sem optar - útaf mæðudreingnum Sig: Jónssyni og eru bæði eg, og aðrir ásakaðir, enn hann ekki. 1 giær og dag er prestur að skrifa biskupi. Fer nú í kaupstað og til Paulsens og Sig. Gíslason að fá far. 10. - N.v. Á stormur, þur, sólskin. Eg að Þingeyri klára mig við Paulsen og tala þar við síra Laurus, Ásgeir Borgara, Óssur (á ísa- fyrdi) og Ásgeir á Álftamyi’i. samt við Tomm- sen - og alt í vinsemd - og tek móti anvisninga rd. frá Jóni Þórarinssyni á Svarfhóli. Hyrtir 6 kl. tödu. 11. - V. ditto. Síra Jón, kona hans, sonur og 2 vinnu konur, fara til Hollendskra - ect. Kom Ólafur nokkur - um hánótt- eg slæ til mið- munda og S.G.s og þessi Ólafur lítin tíma, síð- ann eg og Ólafur að raka - þar háin er feiki- mikil - og hyrtum 5 hesta. Komu 4 Danskir, I. Höjberg, og [...] 12. - V. Á stormur, þur. Hyrdtir 11 hestar tödu, eru þá komnir 70 hestar, og 1 látin til Paulsens - en - ekki minn sjóð og alt heimilið lendti í laga liga deilu nema jeg. Hörmúngar, talað um Dagbjörtu og fl. því S.J. fór í kaup- stað og hafði talað um [...] 13. - N.v. hægur. Sömu deilur [...] en hyrdt- MAGNÚS Kristjánsson dagbókarritari. Mynd þessi er límd innaná spjöld bókarinnar sem geymir formálann. ir 10 hestar og er þá taðan hyi-dt og tel eg hana yfir 90 hesta. 14. - 12. S.e.Tr. Sama. Messað og leiddar 2 konur í kirkju og líst með Andresi Sólberg, og Dagbjörtu á Þingeyri. Sendi B. Thorvaldssyni meðöl 56 sk. og eru þá komin meðöl til hans uppa 32 rd. 5 mk.-7 sk. og 3 ferdir. 15. - Þoka úr hafi hægur. Smíða undir 3 hesta fyrir prest. 16. - Bjartur, kjæla úr hafi. Járnaði alla hestana hans og þjóna svo í kyi-kjunni því Andrés giftist nú - og er stór- og margment. Svo í hófið, og tala við þá dönsku og nú fer Sigmundur Gíslason - reiddi S.J.s dauða- drukkinn heim - Ólafur seigir upp Þórdísi, enn - undireins að Gróa fór! 17. - Heiðbyrta, þerrir, hægur úr hafi. Sókt- ur til Hofsbarnsins sem qvelst (sem rasandi) af flogum. Get um síðir sefað þaug. Er þar um nóttina - kom þó að Kirkjubóli enn sóktur strax. 18. - Ditto, do. do. do. Barnið sofnar eptir verkanir stólpípu og stífa ingift af Sydent dropum. Er eg nú beðin að taka barnið um tíma, lofa eg því ef sá qvenmaður fylgi, sem barnið þíðist. Eg að Kyrkjubóli - eptir beiðni - og tek 2 blóð - Þórdísi og Eydvöru. Svo heim - er komið með barnið - vard hér slagsmál (af Ólafi nokkrum, sem hér er í vinnu - og barði S.J.s. eða ætlaði) og fleyri órósemd- og eg fæ af honum eitt ognar högg fyrir brjóstið um leið og eg tok hann. 19. - Ditto, do. do. í giærsqveldi og morgun géf eg barninu inn uppleisandi meðöl og verk- ar það eptir óskum! svo barnið er rólegt og gétur sofið, og hef eg tilsjón um það allan dag- in. Talar síra Jón við mig um hejskap og fleyi’a, alt í vinsemd. Eg mikið veikur af högg- inu. DAGBÓK Guðmundar Guðmundssonar er mestöll á lausum blöðum eða heftum og kaflanum sem vitnað er í var bjargað úr eldi. 20. - Heiðbyrta, þerrir, hafvindur. Géf barn- inu 4 gr. uppleisandi m. og læt nú fara með hann, því hann gerist órór af móðurvöntun, þá honum nokkuð batnar og hann sá systir sína koma þaðan. Hef eg kostað til hans 2 rd,- 4 mk.. 5 sk. og 3 dögum. Kom síra Lárus, ljæ honum hest í Arnarfjörð - rist torf.“ Málsvörn dagbókarrilara - Magnús Kristjánsson Magnús Kristjánsson fæddist 1. október 1875 að Ytra Skógarnesi í Miklaholtshreppi og var yngstur 10 systkina. Hann missti föður sinn 10 ára gamall en móðir hans bjó hálfu búi á móti elsta syni sínum og dvaldist Magnús hjá henni fram yfir tvítugt. Þegar hún brá búi hélt hann í trésmíðanám í Ólafsvík og lauk sveinsprófi haustið 1900 og bjó eftir það alla sína tíð í Ólafsvík. Magnús byrjaði að halda reglulega dagbók 18 ára sem vinnumaður hjá móður sinni. Öll hefðbundin dagbókarefni eiga þar sinn sess; veður, bústörf, gestakomur, ferðir og tíðindi úr sveitinni. Auk þess er nokkuð tæpt á einka- og tilfinningamálum og hugleiðingar dagbóka- ritara sjást þar af og til. Árið 1899 fluttist hann til Ólafsvíkur og við það breytist efni dagbókarinnar nokkuð. Þar segir hann yfir- leitt frá sínum daglegu verkum og einnig at- hafnalífi bæjarins, einkum skipakomum og einnig er nokkuð um félagslíf, bæði í Ólafsvík og í Miklaholtshreppi. Stundum bætast við nokkrar hugleiðingar, t.d. um ábyrgð fullorð- insáranna, ástina og fleira. Magnús skrifar oft- ast minningargreinar þegar einhver deyr, hvort sem hann tilheyrir fjölskyldunni eða ekki og hann fjallar meira um atburði eins og fæðingu og dauða barna sinna en gengur og gerist. Ársyfirlitin eru einnig vettvangur per- sónulegra skrifa og hugleiðinga um líf og dauða, trúmál, ást og hamingju. Alls er dag- bókin 18 bindi og fyrsta bókin inniheldur for- mála, æviágrip og efnisyfirlit, allt skrifað 1962 eða 1963. Formáli Magnúsar, sem hér birtist nokkuð styttur og er í raun eftirmáli, er einstakur í ís- lenskum dagbókum. Þar rekur hann upphaf og ástæður dagbókarritunar sinnar, menntun ' og menningarástand í uppvexti sínum og síð- ast en ekki síst, löngun sína til að koma dag- bókinni á safn. „Um leið og jeg hætti að skrifa þessa dag- bók mína, sem stafar frá ellilasleika svo sem sjóndepru og taugaslappleika sem að líkum lætur þar sem jeg er nú kominn á nýræðisald- ur. Þessi dagbók mín er orðin nokuð stór að blaðsíðu tali. En hún er ekki þar eftir fögur bók aflestrar eða skémmtileg - og mun jeg færa ástæður að því hjer á eftir með fáum orð- um. Þessi fyrrnefnda dagbók mín, sem jeg kalla svo, birjaði jeg að skrifa 1.- janúar 1894. þá 18 t. ára gamall og - birjaði hana á smala þúfunni í Ytra Skógarnesi í Miklaholtshreppi því þar var jeg smali frá fermíngarárum í 7 ár þar til jeg fluttist þaðan af því æsku heimili mínu til smíðanáms. Á þeim árum var fátt til fanga með flest, þar á meðal að eignast pappírs bæk- ur til að skrifa í. Þá voru einu úr-ræðin, að kaupa stór arka pappír og brjóta hann í bóka form, sem jeg varð síðan að binda inn þó lélegt væri. Jeg birjaði þettað lítilfjörlega ritsafn mitt, án þess að hafa fasta ákvörðun um hvað lengi ég mundi halda þvi áfram, því unglingar eru oft á þeim árum kviklindir og stefnu laus- ir. Það sagði líka við mig maður einu sinni sem jeg var samtíða á þeim árum þegar jeg var ný- birjaður að ski-ifa þessar bækur. Hann sagði svo: Það verður vist lítið úr því hjá þér, að skrifa margra ára dagbók, þú gleimir því - ein- hvern tíma þegar þú hefur mikið að vinna. Og svo géta ástæður þínar breist margvíslega um æfina, svo þú verðir að hætta því þá, og jafnvel - tínir því sem þú ert birjaður á. Jeg huxaði þó útí það sem hann sagði en svaraði fáu. En nú er þessi maður laungu dáinn. En væri hann nú risinn úr gröf sinni, þá mundi hann seyja ann- að þegar hann liti yfir allt þettað dagbókar rusl mitt. Það voru lélegar og litlar ástæður hjá mér á þeim fátæktar tímum að birja á þessu verki, því þá var lítið um bókmenntir til sveita á þeim árum, og jeg sem ólst upp án þes að koma í skóla. Minn barna lærdómur var ekki annað en að læra að lesa og svo gamla Helga kverið og Biblíusögur og lítil skriftar kennsla, aðeins til að geta skrifað nafnið sitt, og reiknings kénnsla lítil. En jeg hafði alltaf mikla laungun til að skrifa og þess veggna tókst mér að géta skrifað læsilega stafi og sæmilega rithönd, en um réttritun og málfræði var ekki minst á í þá daga [...] Og nú er jeg að ljúka við að skrifa æviminn- ingar mínar, og er þar sakt frá mörgu í sam- bandi við dagbókina en alt leingra og mart fleyra en þar stendur. En jeg hefði verið þar illa staddur hefði jeg ekki haft dagbókina til að fara eftir með ár og daga. Og jeg vona þó þessi bók mín sé ekki merkilega skrifuð, eins og jeg FIMMTÁN ÞÚSUND HANDRITSNÚMER í HANDRITADEILD Um handritadeild Landsbókasafns Islands og sögu söfnunar íslenskra handrita. HANDRITADEILD Lands- bókasafns íslands er elsta handritasafn landsins og rekur upphaf sitt allt aftur til ársins 1846. Það ár seldi frú Valgerður Jónsdóttir Landsbókasafni geysiverð- mætt handritasafn sitt. Valgerður var ekkja tveggja biskupa, þeirra Steingríms Jónssonar og Finns Jónssonar, og átti því eitt stærsta og verð- mætasta einkasafn á 19. öld. Kerfisbundin söfnun handrita hófst þó ekki fyrr en nokkru síðar. í boðsbréfi Hins íslenska bókmenntafélags árið 1854 segir meðal annars: „Vér leyfum oss jafnframt að benda til þess, að félagið tekur fegins hendi móti allskonar handritum, fornum og nýj- um, sem menn kynni vilja senda því, svo sem t.a.m. annálum, ættartölubókum, kvæðum, rímum, bréfum, dómabókum, máldögum o.s.frv. - Þau handrit, sem fé- laginu verða send, munu verða geymd vandlega í söfnum þess, og notuð þegar kostur er á ...“ Félaginu varð vel ágengt, því margir áttu enn ýmislegt í fórum sín- um, einkum þó vitaskuld pappírshandrit frá síðari öldum, 17du, 18du og 19du öld. Segja má að óslitið frá þessum tíma hafi eldri og yngri handrit verið að tínast inn á söfn, mörg hver með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Taka má sem dæmi safn bók- menntafélagsins er var selt handritadeild Landsbókasafns árið 1901 er hafði áður (árið 1878) keypt handritakost Jóns Sig- urðssonar forseta. Eru söfn þessi samtals á fjórða þúsund bindi og er haldið aðgreind- um í geymslum handritadeildar. Árið 1882 var sú breyting gerð á skipan handritasöfn- unar á Islandi að stofnað var sérstakt safn til varðveislu og söfnunar opinberra og skilaskyldra gagna embættismanna og voru þá dregin út úr handritadeild öll slík handrit og afhent Landsskjalasafni (síðar Þjóðskjalasafni). Var í þessu efni sem mörgum öðrum farið að dæmi Dana. Nú er svo komið að í handritadeild eru um fimmtán þúsund handritsnúmer, jafn- vel geta verið nokkur handrit í hverju núm- eri, og er þó ekki allt talið því stöðugt bæt- ist í safnið. Við sem stöndum að Degi dag- bókarinnar höfum þó orðið þess áskynja að margt er það sem fer forgörðum, einkum vegna þess að eigendur átta sig ekki á því að þeir eru með menningarverðmæti í höndum. Þess vegna höfum við hrundið af stað þessu átaki og köllum nú eftir dagbók- um úr fórum landsmanna og biðjum þess að þeim verði komið í örugga varðveislu í handritadeild Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Sem dæmi um hvað bréf frá fyrri tíð geta verið merkileg er hér birt brot úr bréfi konu til bróður síns. Hún ber lyndisfar sitt saman við sagnir um ömmu sína en smám saman er sem lesandi sé ekki einasta horf- inn til baka í tíma, heldur er sem bréfritari hafi færst í haminn og sé orðinn að skáldi, eitt gott dæmi um menningarfjársjóð í því sem virðist vera hversdagslegt sendibréf milli systkina. Bréfið er ritað 1. maí árið 1885. ‘ „“Mér líður svo vel, eg þarf að fá mér í staupinu - mér líður svo illa, að eg þarf að fá mér í staupinu, - mér líður svo engan- veginn, að eg þarf að fá mér í staupinu.“ Svona ímyndast mér að vera muni tilfinn- ing drykkjumannanna. Þessa sömu þarfar- tilfinningu hefi eg. En hvort það er vín eða vatn eða mjólk eða te eða kaffi eða bindindi sem mig þyrstir í, veit eg ekki. En byðist mér nú einhver di’ykkur á þessum þorsta- tímum, þá drykki eg hann, hvort heldur sem hann kallaðist „líf ‘ eða „dauði“. Þessi þorsti liggur líklega í ættinni. Eg hefi heyrt að amma mín hafi einu sinni orðið svo þyrst, að þegar hún var búin að reyna alla aðra drykki, þá hafi hún lokað sig upp á skemmulofti í þrjá daga og drukkið brenni- vín, en það brenndi ekki úr henni þorstann heldur, svo hún mátti hætta við svo búið, og þá fór hún og barði og danglaði á einni dóttur sinni, þó með þeim ummælum, að hún gjörði það aðeins til að svala sér, og bað hana að taka það ekki illa upp. Við það slotaði þó þorstinn lítið, og þá reyndi hún að svala sér á tárum, og svo á kærleiksat- lotum, svo á kaffi, svo á höfuðverk, og sein- ast var það þreytan, sem miskunnaði sig yf- ir hana og gaf henni hvíld. Og svo kom tóm- leiki og þögn, og svo friður næst, og svo ljós, og svo trú, og svo ánægja, og svo dauði, og svo líf, og það er það seinasta sem eg frétti til hennar. Eg hefi fáa daga lifað skemmtilegri en greftrunardag hennar." KÁRI BJARNASON LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 19 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.