Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Side 21
TERJE RISBERG SÝNIR ÆTINGAR ( HAFNARBORG
LANDSLAG SKYNJUNARINNAR
LANDSLAG skynjunaiinnar er yfir-
skrift sýningar á verkum norska
myndlistai'mannsins Terje Risbergs,
sem hefst í dag, laugardag, kl. 16, í
Hafnarborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar. Sendiherra Noregs
á íslandi, Knut Taraldset, mun opna
eýninguna.
Verkin á sýningunni eru hátt í fimmtíu tals-
ins, flest stórar ætingar unnar með mezzotintu
á sandblásnar koparplötur, en Terje Risberg
hefur einmitt valdð mikla athygli fyrir myndir
af því tagi og er verk eftir hann að finna í
mörgum helstu listasöfnum Noregs og víðar.
Um list sína segir hann sjálfur í sýningarskrá:
„Ég reyni að miðla þeirri tilfinningu að ég sé
hluti náttúru sem speglast í öðrum hluta nátt-
úru og þar sem verður nokkurs konar skilning-
ur.“
„Við erum hluti of náttúrunni en
náttúran kærir sig ekkert um okkur"
Vinnustofa listamannsins er við Óslóarfjörð-
inn, þar sem síbreytilegt vatnsyfirborðið og
sjávamiðurinn auk furðulegra skýjamynda á
himni mynda andstæðu við óhagganlega jörð-
ina. Hann lýsir verkum sínum sem samtali
milli aflanna himins, hafs og jarðar og sér birt-
una sem einskonar boðbera milli þeirra, sem
hæfi eitt þeirra og endurkasti svo til annars
eða hins þriðja. Þetta samspil segir hann
ótæmandi uppsprettu hugmynda. Hann segir
myndirnar alltaf vera eitthvað sem hann hefur
séð í landslaginu og segist reyna að fjarlægja
eins mikið og hægt er af óþarfa hlutum úr
myndunum, öll spor menningarinnar. Eftir
stendur nakin og hrein náttúran. „Við erum
hluti af náttúrunni en náttúran kærir sig í raun
ekkert um okkur,“ segir hann og veltir fyrir
sér vægðarleysi og afskiptaleysi ósnortinnar
náttúrunnar gagnvart lífi manneskjunnar og
einsemd þeirrar síðamefndu.
Terje Risberg kveðst bera mikla virðingu
fyrir góðu handverki, sökkvir sér niður í það
og hafnar því að velja einföldustu leiðimar að
takmarkinu, segir það spumingu um siðfræði.
„I dag höfum við svo mikla tækni að allir geta
gert allt. En hvað varð af fagkunnáttunni? Ef
allir geta allt, verður útkoman óhjákvæmilega
ekki annað en meðalmennska. Því það er ekki
eins auðvelt og menn halda fram.“
Hingað til lands er sýningin komin frá Oslo
Kunstforening og verður hún sett upp í Sta-
vanger Kunstforening síðar á þessu ári. Sýn-
ingin, sem er í báðum sýningarsölum Hafnar-
borgar, aðalsal og Sverrissal, stendur fram til
27. október. I tengslum við sýninguna verður
haldið málþing um list og listsköpun Risbergs,
fimmtudagskvöldið 15. október kl. 20.30.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TERJE Risberg við eitt verka sinna á sýningunni í Hafnarborg
LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS
BLAND í POKA
óra Guðmundsdóttir arkitekt og hótel-
stýra á Seyðisfirði hefur tekið að sér
umsjón með Listaklúbbi Leikhús-
kjallarans í vetur. Listaklúbburinn hóf
vetrarstarf sitt sl. mánudagskvöld með upp-
lestri leikhópsins Bandamanna úr Rafmagns-
manninum, væntanlegri skáldsögu Sveins
Einarssonar. Næsta mánudagskvöld verða
flutt ljóð og jass, fimm íslensk Ijóðskáld lesa
úr verkum sínum og jasstríó leikur á milli.
Framundan er fjölbreytt dagskrá, en að sögn
Þóru er reynt að skipuleggja hana a.m.k. 6
vikur í senn.“Nú erum við í óða önn að skipu-
Ieggja tímann út nóvember og fram undir jól,
en við erum einnig farin að hugsa fyrir nýár-
inu og hvemig við högum dagkránni í stórum
dráttum fram eftir vetri.“
Þóra Guðmundsdóttir er arkitekt og hefur
verið búsett á Seyðisfirði í allmörg ár, þar
sem hún rekur gistiheimili. „Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir hefur frá upphafi verið fram-
kvæmdastjóri listaklúbbsins og mótað hann í
þeirri mynd sem hann er þekktur fyrir. Hún
bað mig fyrir klúbbinn með stuttum fyrirvara,
þar sem hún hefur tekið að sér umsjón menn-
ingarþáttar fyrir Stöð-2. Ég mun því sinna
framkvæmdastjóm Listaklúbbsins í vetur.
Þóra segir nafn Listaklúbbsins orðið vel
þekkt meðal listamanna og menningarunn-
enda. „Það er mjög gaman að koma fram fyrir
hönd listaklúbbsins því allir vilja honum vel og
margir listamenn sem sækjast eftir að koma
fram í klúbbnum. Vinnan við að setja saman
dagskrána er því ekki bara fólgin í að fá hug-
myndir heldur líka vinna úr þeim hugmyndum
sem berast jafnt og þétt. Dagskráin í vetur
verður með svipuðu sniði og verið hefur, eins
konar bland í poka, framsækin list í bland við
hefðbundna.leiklist, tónlist, ritlist, kynningar,
dagskrár og uppákomur" segir Þóra.
Meðal þess sem verður á dagskránni seinna
í haust er skemmtidagskrá með Konsertínun-
um og fleira fólki. „Konsertínurnar eru tvær
ungar leikkonur, Sigrún Sól Ólafsdóttir og
Katrín Þorkelsdóttir. Þær fá í lið með sér
Auði Haralds rithöfund, Hilmi Snæ Guðnason
leikara, Pálma Sigurhjartarson píanóleikara
og Ólaf Þórðarsson umboðsmann og tónlistar-
mann. Þetta verður á dagskrá þann 19. októ-
ber. Leiksýning Þjóðleikhússins Sólveig verð-
ur kynnt mánudaginn 26. október fyrstu tvö
mánudagskvöldin í nóvember verða helguð
franskri menningu með ýmsum hætti. Síðar í
nóvember ætlar Guðbergur Bergsson að
segja frá bók sinni um spænska málarann
Goyja og sýna skyggnur og spjalla við áhorf-
endur. Framundir jól munum við svo leggja
áherslu á kynningu á jólabókunum með ýms-
um hætti.“
Þóra segir að í vetur verði efnt til sam-
keppni um eintöl fyrir leikara. „Ég vona að
við getum síðan flutt úrval af því besta sem
þama kemur fram síðar í vetur. Verðlaun
verða nokkuð vegleg en of snemmt er að
segja hver þau verða. Það kemur í ljós þegar
samkeppnin verður auglýst,“ segir Þóra Guð-
mundsdóttir nýráðin framkvæmdastjóri
Listaklúbbs Leikhúskjallarans.
Morgunblaðið/Golli
ÞORA Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Listaklúbbs Leikhúskjaliarans.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 21