Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Síða 24
„EG REYNI AÐ GERA MITT
BESTA Á HVERJUM DEGI"
Helgi Tómasson, ballettstjóri $an Francisco-ballettsins,
heimsótti Kaupmannahöfn nýlega með dansflokkinn
sinn. Þar hitti SIGRUN DAVIÐSDOTTIR hann að móli og
só úrval gf hans eigin dansverkum.
M^rgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
HELGI Tómasson er væntanlegur með dansflokk sinn til íslands árið 2000.
EG hef ekki gert þetta í mörg ár,“
segir hann brosandi, þegar púður-
kvastinn skreppur úr höndum
hans. Danski sjónvarpsmaðurinn,
sem er að fara að taka viðtal við
Helga Tómasson, rétti honum
púðrið svo hann gæti aðeins farið
yfír andlitið til að þóknast betur
myndavélinni. Helgi talar enn reiprennandi
dönsku eftir fjögurra ára Danmerkurdvöl í
æsku. Með púðrið í höndunum rifjast upp fyrir
Helga að hann kom síðast fram sem dansari
1985 hjá New York City Ballet, flokknum sem
er tengdur nafni George Balanchines órjúfan-
legum böndum. Það kvöld óraði Helga ekki
fyrir að hann ætti eftir að feta í fótspor þessa
áhrifavalds síns og gerast ballettstjóri og dans-
höfundur eins og hann. Nú sýna verk hans að
Helgi hefur náð þroska sem danshöfundur.
„Það var mikið af Balanchine í fyrstu verkum
mínum, en ekki lengur," segir hann. Það eru
orð að sönnu. Helgi hefur farið nýjar leiðir
undanfarið, meðal annars með því að nota í
auknum mæli nútímatónlist. Vonandi fá Islend-
ingar að kynnast þessum verkum hans ef úr
^ verður að hann komi með ballettflokk sinn til
íslands árið 2000, eins og rætt er um.
Ekki bara stjóri
bak við skrifborð
„Það er stórt spurt,“ segir Helgi brosandi,
þegar borið er undir hann hvaða eiginleikum
ballettstjóri þurfí að vera búinn. „Hann þarf að
geta gefíð hverjum dansara það sem hann þarf
og það er ekki einfalt, því dansarinn hefur ekki
alltaf söniu skoðanir á þörfum sínum og ball-
ettstjórinn. Hann þarf að hafa rétt verkefni á
takteinum og geta þjónustað og kennt dönsur-
unum.“ Val verkefnaskrár er eitt af því sem
T* ballettstjórinn hefur á sinni könnu. „Það er
þjálfun, sem kemur með árunum," segir Helgi.
Það hljómar einfalt þegar hann segist velja
verkefni eftir því sem efnisatriðin passi saman,
en í framkvæmd er þetta vísast ekki svona ein-
falt.
Sjálfur segist hann auk þess kenna til að
geta um leið mótað stíl flokksins. Sumir ball-
ettstjórar semja dansa, aðrir ekki, en Helgi er
einn af þeim fyrrnefndu. „Það er gott, því þá er
maður inni í æfingasalnum með dönsurunum,
en ekki bara bak við skrifborð. Mér finnst það
nauðsynlegt því sú vinna ásamt kennslunni
gerir það að verkum að maður kynnist dönsur-
unum betur.“ Kóreógrafíuna, danssmíðina,
segist hann stunda eftir því sem aðstæður gef-
ist. Það fari svolítið eftir hvernig verkefnin
ráðist og raðist, en yfirleitt semur hann einn til
,^tvo balletta á starfsárinu og svo kannski
skemmri þætti með.
Frjálsari með
samtimatónlist
Innblástur að dönsum sínum segist Helgi
helst sækja í tónlistina. „Þegar tónlist snertir
mig leitar á mig löngun til að koma þeirri til-
finningu í dans,“ segir hann. Stundum segist
hann sjá í tónlistinni ákveðna uppbyggingu,
„þarna á að vera hópur, þarna eiga að koma
einn eða tveir dansarar að. Ég sé sjaldnast
spor í upphafí, heldur einhverja uppbyggingu,
stöðu dansaranna. Þegar svo kemur að því að
vinna dansinn með dönsurunum í salnum kem-
ur kannski eitthvað allt annað í ljós.
En danssmíðin snýst ekki um neinn guðlegan
innblástur," segir hann hlæjandi, „heldur bara
vinnu. Stundum gengur ekkert, stundum geng-
■'jsir allt upp. Það kemur fyrir að ég lít aftur á
eigin kóreógrafíu og þá vaknar stundum með
mér spurning um hvort ég hafí í raun samið
þetta og hvaðan hugmyndin hafí komið. Það er
góð tilfínning, en minnir mig líka á að ef ég vissi
hvaðan hugmyndirnar kæmu þá gæti ég
kannski bara kallað þær fram eftir þörfum. En
þannig er því ekki farið. Danssmíðunum fylgir
alltaf óvissa. Þama bíður hópur af dönsurum
eftir fyrirmælum. Ég hef kannski ekki hug-
mynd um hvað ég á að gera, en ég sýni, hreyfi
mig og svo verður til dans þarna með hópnum.
Dansararnir sem ég vinn með kveikja oft í mér.
Suma daga streyma hugmyndirnar áreynslu-
laust, aðrir dagar eru eins og lokaðar dyr.“
^ I fyrri verkum sínum notaði Helgi gjarnan
sígilda tónlist, en í nýrri verkum hefur hann
notað samtímatónlist. „Ég hafði aldrei haft
neinn sérstakan áhuga á samtímatónlist, alltaf
notað klassíska tónlist, en það hefur breyst.
Mér fínnst koma meira frá mér þegar ég sem
dans við samtímatónlist. Ég veit ekki af hverju,
því ég hef ekki verið hrifinn af samtímatónlist,
en nú fínnst mér ég eins og bundnari hefðum
við að nota klassíska tónlist. Ég er frjálsari
með samtímatónlist." Helgi minnist á Tuning
Time, sem er eitt nýjasta verk hans, samið við
tónlist Johns Coriglianos. Ballettinn var frum-
sýndur í New York 1995 og hefur verið lofaður
mjög. Helgi segist hafa verið hrifinn af tónlist-
inni frá því hann heyrði hana fyrst. í henni sé
eitthvað sem hafi snortið sig og því hafi hann
reynt að koma til skila í verkinu.
Um það hvort það heilli hann að sinna dans-
smíðum einvörðungu segist Helgi ekki hafa
hugleitt það. „Ég stjóma flokki sem ég hef
sjálfur byggt upp. Ég hef ráðið dansara eftir
mínum smekk og vinn því með fólki sem ég hef
sjálfur valið. „Þetta er þitt hljóðfæri og þú
verður að nota það meðan þú hefur það,“ sagði
einhver við mig og mér fínnst mikið til í þessu.
Það er erfitt að vera dansasmiður í lausa-
mennsku og hafa ekki neinn fastan flokk til að
starfa með. Hitt er annað mál að það væri
gaman að fara og semja með öðrum flokkum.
Ég hef fengið slík boð, en það gefst því miður
lítill tími til slíks. Eins og þarf í mínu starfi þá
er ég einráður, sem þýðir að ég fæ öll mál inn á
mitt borð, og ég er líka gæðastjóri hópsins, svo
það er vart svigrúm til að vera lengi í burtu
annars staðar. Það væri freistandi að losna við
skrifborðsvinnuna, en geta samt stjórnað, en
það getur víst ekki orðið. En ég hef fyrsta
flokks fólk með mér og það léttir mjög af mér
byrðunum."
Helgi segist Iíka hafa áhuga á öðrum list-
greinum en dansi og nefnir þar til myndlist,
segist gjarnan fara á söfn þegar hann ferðast.
Það eru fremur málverk en höggmyndir sem
heilla hann og bæði yngri og eldri list. „Eigin-
lega er sama hvort um er að ræða gamla eða
nýja list. Það sem er gott er gott, án tillits til
aldurs.“ Hann nefnir hinn breska Tumer.
„Hann segir ekki allt, heldur gefur í skyn, svo
það er hægt að nota hugmyndaflugið við að
horfa á myndir hans. Og svo eru það auðvitað
litir hans,“ segir hann hugsi. „Konan mín vildi
gjarnan safna myndlist ef við hefðum peninga
til þess og ég get tekið undir það. Það er
ánægjulegt að geta verið umkringdur list.“
Lærdómur, köllun og trú
Helgi hefur verið ballettstjóri í þrettán ár.
Um lærdóminn af starfínu segir hann að hvert
verk verði alltaf að vera betra en það síðasta.
Stjórnunin verði aldrei auðveldari, því alltaf
séu ný og ný vandamál að glíma við. „Þegar ég
tók við ballettinum var ég nýhættur að dansa
og þurfti frá fyrsta degi að taka ákvarðanir í
allar áttir allan daginn. Það var erfitt á stund-
um, en þetta kemur með tímanum og auðvitað
veit ég og kann meira nú en í upphafí. Og eitt
hef ég lært: Það sem þú fæst við verður að
vera ástríða hjá þér og það er það hjá mér.
Ástríðan verður að koma fram í dansinum.
Dansararnir hafa hana í sér, en hún verður að
geisla af þeim. Ahorfendur nútímans hafa úr
svo mörgu að velja, hvort sem er kvikmyndir,
íþróttir eða annað. Til að fá fólk til að horfa á
dans þarf að gera sitt besta, því við erum í
samkeppni við allt sem er fyrir utan.“
Helga er mikið niðri fyrir þegar hann talar
um ánægjuna og gleðina af dansinum. „Við
verðum að fá áhorfandann til að finnast hann
uppnuminn, glaður. Gefa honum tækifæri til að
upplifa mannslíkamann í samspili við rýmið,
tímann og tónlistina. Fá fólk til að gleyma sér.
Dansarinn getur ekki bara hugsað að þetta sé
önnur sýning á eftir þehTÍ fyrstu, heldur þarf
hann að gefa af sjálfum sér á hverri einustu
sýningu, á hverjum einasta degi.“
Og sá sem stjórnar þessu öllu er ballett-
stjórinn, sem einhvers staðar verður að leita
næringar til að næra þá sem hann vinnur með.
„Ánægja mín felst í að sjá unga dansara sem
reyna að læra og verða betri. Það er mikil
ánægja falin í því að segja þeim til og sjá svo
þegar þeim skilst loksins það sem ég er að
reyna að kenna þeim. Þá er eins og kvikni ljós
og það fæðii' af sér breytingu til hins betra.
Það gefur mér mjög mikið að sjá þetta unga
fólk koma sér áfram.“ Helgi og Marlene kona
hans eiga sumarbústað skammt frá San
Francisco og þangað segist hann reyna að
komast sem oftast, þó ekki væri nema í 2-3
daga í senn, til að slappa af og njóta náttúr-
unnar. Synirnir tveir eru löngu flognir úr
hreiðrinu. Kristinn, 31 árs, hefur starfað sem
bílahönnuður fyrir BMW en er nú að flytja
aftur til San Francisco og Erik, sem er fimm
árum yngri, er kvikmyndatökumaður í
Toronto.
Starfíð á greinilega hug Helga allan og er
um leið uppspretta ánægju hans og gleði. „Ég
er að fást við það sem mér var ætlað að gera.
Mér var ætlað að dansa, að stjórna dansflokki,
kenna og koma þessari listgrein á framfæri við
fólk sem þarf innblástur í daglegu lífí sínu. Líf-
ið í dag er oft eins og dasað. Það er fátt sem
snertir fólk í daglega lífínu. Sjónvarpsfréttirn-
ar fjalla um stöðugar hörmungar en það snert-
ir okkur ekki lengur. Gegnum dansinn er
kannski hægt að miðla einhverjum tilfinning-
um. Dansinn er sannur. Annað en kvikmyndir,
sem hægt er að setja saman eftir þörfum. Það
sem þú upplifir á sviðinu í kvöld verður aldrei
aftur eins. Þennan sannleik skapar mann-
eskjan sjálf innan frá.“
Orð eins og köllun og trú leiða hugann að trú
og sú spurning vaknar hvort Helgi sé trúaður.
Hann hugsar sig aðeins um, en svarar svo
ákveðinn og snöggur upp á lagið. „Jú, ég trúi...
Ekki svo að skilja að ég sæki mikið kirkju, en
ég hef mína trú. Ætli það sé ekki alveg sérlega
íslenskt að hugsa á þennan hátt?“
Hafnarför San
Francisco-balletlsins
San Francisco-ballettinn hefur starfað í 65
ár. Á þeim þrettán árum sem Helgi Tómasson
hefur stýrt honum hefur flokkurinn skipað sér
í röð fremstu ballettflokka heims. I honum eru
rúmlega fjörutíu dansarar. Ballettinn heim-
sótti Höfn í september, dansaði á sjö sýningum
í tónlistarhúsinu í Tívolí og var helsta efni
menningarblaðanna meðan staldrað var við. Á
efnisskránni voru ballettar af fjölbreyttri efnis-
skrá flokksins og margt var eftirminnilega
gert.
Þættir úr sígildum verkum, sem gáfu áhrifa-
mikla hugmynd af ti'únaði flokksins við sígild-
an ballett og rómaða uppsetningu Helga á
fyrrnefnda verkinu. Svo hans eigin verk -
þ.á.m. „Handel - A Celebration", abstrakt
dans við klassíska tónlist, sem Helgi hefur kall-
að „ástarbréf til dansaranna minna“ - og ann-
arra, því Helgi fellur ekki í þá gryfju að leggja
verkefnaskrána um of undir sigt, heldur hefur
hann verið iðinn við að fá danshöfunda 1 farar-
broddi eins og Mark Morris til samstai'fs við
flokkinn.
Ballettinn hefur á að skipa frábærum
dönsurum. Hin kínverska Yuan Yuan Tan virð-
ist ekki af þessum heimi og Lucia Lacarra er
bæði sakleysið og illskan uppmáluð. Rússnesk-
ur kraftur, karakter og styrkur geislar af rúss-
nesku karldönsurunum þremur, þeim Yuri
Possokhov, Roman Rykine og Vadim Solom-
akha.
Sjálfur segist Helgi gleðjast einna mest yfir
að oft er sagt um ballettflokk hans að það geisli
af honum dansgleðin og það er í engu ofsagt.
Heimsókn San Francisco-ballettsins til íslands
árið 2000 með frábæra dansara sína, áhuga-
verð verk og dansgleði yrði einn af höfuðmenn-
ingarviðburðum þess árs.
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998