Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 6
að baki sér - hirðstjóri yfir öllu íslandi. Hótun- in í bréfinu er í senn settleg og grímulaus. Hvorki Björn né Brandur geta efast um að við hana verði staðið - með hlakkandi ánægju. I bréfinu dregur Björn Þorleifsson upp mynd af kunnuglegri persónu úr kvikmyndum um ítölsk-amrísku mafíuna. Þar hefði hann sómt sér vel. Meiraðsegja afdrif hans fengu með tímanum á sig ýkjusvip líkt og mótaðan fyrir slíkar bókmenntir; það er sagt að Englending- ar hafi - eftir að hafa kálað Birni á Rifi - brytj- að hann í spað, sett í poka og sent Olöfu konu hans. Hugsanleg lausn Áður en kveðið er upp úr með ævi og örlög Guðmundar, skal þessi varnagli sleginn: Þótt menn á borð við Arnór Sigurjónsson og Bjöm Þorsteinsson hafi lýst inn í myrkur þessa tímabils svo um munar, eru heimildir brota- kenndar og enn mikið rannsóknarefni. Rúm fyrir vangaveltur er mikið. Guðmundur fæðist með silfurskeið í munni og kvænist inn í eina ríkustu ætt landsins. Upp frá því er ævi hans samtvinnuð alþjóðleg- um straumum. Sól hans rís með framförum í siglingatækni, viðskiptastríði á meginlandinu, nýjum mörkuðum fyrir íslenskar afurðir og veiku miðstjórnarvaldi. Þetta opnaði áður óþekkta möguleika tíl auðsöfnunar, sem Guð- mundur var í aðstöðu til að nýta sér - og hafði bein í nefinu til að nýta sér. Sá auður sem safnaðist að honum verður rakinn til foreldra hans og kvonfangs, en fyrst og fremst verslun- ar við Englendinga. Plágan í upphafi aldarinn- ar á þar ekki hlut að máli. Hvorki plágan né rán og ofbeldi duga til þess að skýra auðsöfn- un hans. Guðmundur var yfirgangssamur að hætti höfðingja. Hann lifði á tímum þar sem réttur hins sterka var hinn eini réttur. Verslun hans við Englendinga og stórfelldur búrekstur tengdur henni hafa krafíst röggsamrar stjóm- unar en jafnframt skammtað honum nauman tíma til að berja á bændum. Sú iðja hefur tæp- lega reynst líkt því eins ábatasöm og verslun- in. Þá eru heimildir um meintan yfirgang Guð- mundar flestar til komnar eftir hvarf hans, fyrir tilverknað þeirra sem höfðu hag af því að gera hlut hans sem verstan. Sól Guðmundar hnígur með rísandi kon- ungsvaldi. Um leið hefjast þeir til metorða sem eru í bestri aðstöðu til að ganga erinda þess valds. Guðmundur er rýmdur út af pen- ingum sínum, að því er virðist með úrskurði ættuðum frá konungi. Með því að „hengja“ Guðmund má álykta að konungsvaldið sé að senda íslenskum höfðingjum skilaboð um hver fari með völd í landinu; hvorki Englendingar né þeirra vinir mega velkjast í vafa um það. Líta má á þessa aðgerð sem nokkurs konar forspil Lönguréttarbótar. Einar og Björn Þor- leifssynir voru réttir menn á réttum stað á réttum tíma. Engir voru betur til þess fallnir að vinna þetta verk fyrir konung, engir gátu haft meiri hag af því. Hreinn lottóvinningur fyrir ung og metnaðargjöm höfðingjaefni. Ekki er grunlaust um að málatilbúnaðurinn gegn Guðmundi hafi verið vandlega skipulagð- ur; þeir bræður hafi grafið upp sakarefni sem hæfði úrskurðinum. Um hvarf Guðmundar er hægt að bolla- leggja fram og aftur. Hann siglir burt af land- inu 1448 og síðan ekki söguna meir. Sigling yf- ir hafið hefur verið hættuspil og vel hugsan- legt að skip hans hafi einfaldlega farist með manni og mús. Hins vegar má með jafngóðum rökum - en örlítið meiri meinfýsi - velta því fyrir sér hvers konar vald og hvers konar menn hann átti við að eiga. Þeir bræður Einar og Bjöm kölluðu ekki allt ömmu sína - og þeim kom áreiðanlega betur að ekkert spurðist til Guðmundar Arasonar. Heimildir: Afmælisrit til Þorsteins Þorsteinssonar á sjötugsafmæli hans 5. apríl 1960. Þorkell Jóhannesson: „Skreiðar- verð á íslandi fram til 1550“ (1950). Annálar 1400-1800 I. (1922-1927). Amór Siguijónsson: Vestfirðingasaga 1390-1540 (1975). Bjöm Þorsteinsson: Á fornum slóðum og nýjum. Greina- safn gefið út í tiiefni sextugsafmælis höfundar 20. mars 1978. (1978). Bjöm Þorsteinsson: Enska öldin í sögu Islendinga (1970). Bjöm Þorsteinsson: Enskar heimildir um sögu íslend- inga á 15. og 16. öld (1969). Björa Þorsteinsson: Islensk miðaldasaga (1978). Diplomatarium Islandicum. Islenzkt fombréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og mál- daga, og aðrar skrár, er snerta ísland eða ísíenzka menn. IV. (1897), V. (1899-1902), VI. (1900-1904) og VII. (1903-1907). Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson: „Plágum- ar miklu á fslandi" Saga. Tímarit Sögufélags xxxii- 1994 (1994). Sverrir Jakobsson: „Heimsókn hirðstjórans. Um Reyk- hólareið Einars og Bjarnar Þorleifssona 1445; bak- svið hennar, afleiðingar og sögulega þýðingu" Sagnir. 14 (1993). Saga íslands V. Bjöm Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir: „Enska öldirí' (1990). Þorkell Jóhannesson: Lýðir og landshagir. Fyrra bindi (1965). Höfundurinn vinnur á Iðntæknistofnun og er öhugo- maður um sagnfræði. ÆVI OG LIST SIGUR- JÓNS ÓLAFSSONAR Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar og Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, efna til tveggja sýningg á verkum Sigurjóns Qlafssonar myndhöggvara, sem hefði orðið 90 ára 21. október næstkomandi en Sigurjón lést 1982. Með sýningun- um er ætlunin að veita yfirlit y fir hólfrar aldar langan 1 istferil Sigurjóns. AF sama tilefni kemur út fyrra bindi af ritverkinu Sigurjón Ólafsson - Ævi og list sem nær yfir fyrri hluta ævi og listferils Sigurjóns, frá bemskuslóðum á Eyrar- bakka og til þess að hann snýr heim frá Danmörku í stríðslok, virtur og mótaður listamaður. Höf- undar texta bókarinnar eru Aðalsteinn Ingólfs- son og Lise Funder. Síðara bindi verksins kemur út í apríl á næsta ári og þar fjallar Aðal- steinn Ingólfsson um líf og starf Sigurjóns á Islandi allt til æviloka. Yfir 200 ijósmyndir ásamt texta veita gott og tæmandi yfirlit yfir þróun listsköpunar Sigurjóns á myndrænan og aðgengilegan hátt. Á sýningunni í Sigurjónssafni, sem nú á 10 ára starfsafmæli, verða eingöngu sýnd verk frá síðasta æviári listamannsins, sem var einstak- lega frjótt tímabil. Á sýningunni verður einnig reynt að draga upp mynd af listferli hans með textum og ljósmyndum af persónulegri toga og hefur margt af því ekki komið áður fyrir al- menningssjónir. Á sýningunni í Hafnarborg, sem opnuð verður 31. október verður úrval verka frá öðrum tímabilum í list Sigurjóns. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar og stofnandi og safnstjóri Siguijónssafns, segir að þessi stóra tvöfalda sýning á listferli Sigurjóns ásamt útgáfu bókarinnar eigi eftir að veita betri yfirsýn yfir samhengið í listsköpun Sigur- jóns Ölafssonar en áður hefur verið mögulegt. „Listfræðingar voru áður mjög uppteknir af því að skipta listferli Sigurjóns upp í aðskild og ólík tímabil, en ég tel að með þessu heildstæða yfirliti muni glöggt sjást hversu sterk tengsl eru á milli verka Sigurjóns, þó ár eða áratugir skilji þau að í tíma.“ Merkur listferill Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka ár- ið 1908. Fyrstu tilsögn í myndlist hlaut hann hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Ein- arí Jónssyni myndhöggvara. Samhliða listnám- inu lauk Sigurjón sveinsprófi í húsamálun frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1927 og ári síð- ar sigldi hann til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám við Konunglegu Akademíuna hjá prófessor Utzon-Frank. Námið sóttist honum vel og haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttu af Verkamanni sem nú er í eigu Listasafns íslands. Sigurjón hlaut skjótan frama erlendis og eftir námsdvöl í Róm 1931-32 og lokapróf frá Akademíunni árið 1935 var hann talinn meðal efnilegustu myndhöggv- ara yngri kynslóðarinnar í Danmörku. Verk Sigurjóns frá Danmerkurtímanum vekja enn forvitni og áhuga. Má þar nefna Saltfiskstöflun (1934-35), styttur af Fótboltamönnum (1936- 37), auk abstraktverkanna sem mörg eru á söfnum í Danmörku. Fyrir portrett af móður sinni (1938) hlaut Sigurjón hin eftirsóttu Eekersberg-verðlaun. Afsteypa af því verki er til á ríkislistasöfnunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og í Listasafni Islands. Um þetta verk sagði myndlistargagnrýnandinn Pierre Lubecker: „Þetta er persónulýsing sem er svo sterk, að menn skynja heila þjóð í þessu and- liti. Robert Jacobsen kallaði portrettið „fram- FÓTBOLTAMENN. Gifs 1936. Hjónin Guðrún og Ólafur Ó. Johnson gáfu LSÓ bronsafsteypu af þessu verki árið 1997. „FRAMTÍÐARVERKEFNi að auka við húsakostinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar," segir Birgitta Spur forstöðumaður LSÓ. úrskarandi, eitt allra besta verk sinnar tegund- ar sem gert hefur verið á Norðurlöndum". Á árunum 1941-44 vann Sigurjón að stærsta verki sínu í Danmörku, tveimur granítstyttum fyrir ráðhústorg Vejle-borgar, sem í upphafi ollu miklum deilum, en eru í dag álitin snjöll og áhrifarík. Þegar Sigurjón sneri heim í stríðslok varð hann meðal brautryðjenda abstraktlistar á Is- landi. Auk þess var hann talinn helsti portrett- listamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og í Reykjavík eru eftir hann á annan tug útilistaverka og veggskreytinga. Stærst verka hans er án efa lágmyndirnar á stöðvar- húsi Búrfellsvirkjunar (1966-69), en þekktari eru ef tU vill Öndvegissúlurnar við Höfða, styttan af séra Friðrik Friðrikssyni við Lækj- argötu og íslandsmerki sem tekið var niður til viðgerðar árið 1991 og von bráðar verður end- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.