Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 14
EFTIR ÞÓRUNNI VALDIMARSDÓTTUR Síðan á tímum iandafundanna hafa fræðimenn sem kynnt hafa sér miðaldasögu Mexíkó velt því fyrir sér hvort höfóinginn Quetzalcoatl hafi hugsanlega verið flækingur frá Gamla heiminum. Hann var á móti mannfórnum og því hafa menn talið að hann kynni að hafa verið kristinn. ARIÐ 1977-1978 las ég mexíkanska miðaldasögu í Instituto Allende, sem er listaháskóli í Guanaju- atofylki í Mexíkó. Áður en ég fór þangað til náms hafði ég lesið bókina Ferð til for- tíðar sem Guðrún Guð- mundsdóttir eiginkona Bjöms Þorsteinssonar sagnfræðiprófessors þýddi og staðfærði. Þar heillaði mig frásögn af landvinningum Hem- andosar Cortesar í Mexíkó. Þar segir frá því hve vel konungur Azteka, Moctezuma, tók Cortesi, hann hafi talið hann vera Quetzalcoatl endurkominn. Þýðandi bætir því við frásögnina að goðsögn Aztekanna um Quetzalcoatl, sem var ljós á hörund og gekk með sítt skegg í ann- ars skegglítilli álfu, eigi sér stoð í islenskum fomsögum eins og Eyrbyggju. Þar segi frá því að Bjöm BreiðvíWngakappi fór af íslandi og hrakti til lands mikiis suðvestur í hafi þar sem hann gerðist höfðingi yfir landslýðnum. Þessi ábending sat í mér, og þar sem hin miklu hátíðahöld ársins 2000 eru framundan og Islendingar ætla að sannfæra heiminn endan- lega um að norrænir menn hafi „fundið" Nýja heiminn á undan Kristóferi Kólumbusi, fannst mér vert að rifja þetta upp. Eg útvegaði bækur sem finnast í Þjóðarbókhlöðunni til viðbótar þeim sem ég átti síðan í námi og fletti í gegn- um lýsingar á mann-guðnum Quetzalcoatli: Þeir sagnahetjumar Bjöm og Quetzalcoatl era nokkum veginn samtímamenn, sé sögulegu tímatali íslendinga og Mexíkana treystandi. Fleiri þættir í sögu Quetzalcoatls en sagan um útlit hans og það að hann hafi komið úr austri, gera ævintýrið í Eyrbyggju um suðursiglingu Bjöms og höfðingskap meðal innfæddra nógu áhugavert til að málið sé kannað. Frásögn Eyrbyggju crf Blmi indjánahöfðingja Eyrbyggja saga segir frá þvi að Bjöm Breiðvíkingur Ásbrandsson tók sér far í sWpi í Hraunhöfn siðla sumars, eftir að Snorri goði hafði haft í hótunum við hann. Bjöm treysti sér ekW til að hætta að glepja Þuríði systur Snorra ef hann væri á sama landi og hún. Bjöm taldi sig eiga son Þuríðar en hún var gift kona, svo eiginmaður hennar og bróðir vora skiljanlega ekW ánægðir með ástir þeirra. Bjöm var sigldur maður og lífsreyndur, hafði dvalist í Danmörku og víðar og hlotið þar nafnbótina kappi. Hann kaus frekar að sigla af landi brott í góðu en að fá Snorra goða á móti sér, því goðinn lét drepa menn í héraði af minnsta tflefni. Knörr Bjöms tók út landnyrð- ing og viðraði það löngum um sumarið, enda spurðist ekW til sWps hans síðan langan tíma, að því er Eyrbyggja segir. Eyrbyggja saga beinir kastljósinu að Bimi BreiðvíWngakappa áratugum síðar. Ofarlega á dögum Ólafs hins helga, sem dó 1030, er Bjöm Breiðvíkingur orðinn höfðingi í fjölmennu rfld langt suður I Vesturálfu. Guðleifur Guðlaugs- son hins auðga úr Straumfirði sigldi þá frá Dyflinni og ætlaði til Islands. Hann átti knörr milrinn og hélt vestur fyrir írland, en fékk austanveður svo mikil og landnyrðinga að knörrinn rak langt vestur í haf og þá í útsuður svo þeir Guðleifur og menn hans vissu ekW til landa. Þeir hétu guðunum mörgu, þrekaðir af svo langri siglingu, ef þá bæri úr hafinu. Loks urðu þeir varir við land miWð og tóku það ráð að sigla að því þótt þeir væra óttaslegnir, því enn verra var að eiga við hafsmegnið. Þeir fengu þar góða höfn og landið reyndist byggt mönnum, því að ekW höfðu þeir lengi verið á landi þegar til þeirra kom svo miWð fjölmenni að skipti mörgum hundruðum. Eftir fyrstu fundi manna Guðleifs og samsWpti við indjána sem sagan greinir ekW frá vora þeir teknir höndum, bundnir og reknir upp á land. Þeir voru færðir á mót eitt og dæmt um þá. Sumir innfæddra vildu að þeir yrðu drepnir, aðrir vildu að þeim yrði „sWpt á vistir“ því þeir voru sár- þjáðir. Fundað var um norrænu að- komumennina án þess að nið- urstaða fengist varðandi ör- lög þeirra, því innfæddir biðu komu valdameiri manna þarlendra. Loks kom að flokkur manna sem bar merW yfir höfðingja þeirra, miWum manni og garplegum, er kominn var mjög á efri aldur og hvítur fyrir hæram. Höfðingi þessi mælti aðkomumönnum tfl furðu tfl þeirra á nor- rænu og spurði hvaðan af löndum þeir væra? Þegar hann heyrði þeir væra flestir íslenskir bað hann Islendingana ganga fram og spurði frétta af íslandi. Eftir að Bjöm Breiðvíkingur, því þetta var hann, hafði fundað með tólf mönn- um þarlendum sem hann nefndi með sér, gengu hinir hröktu sWpverjar aftur fyrir þingið. Bjöm tjáði þeim að mál þeirra hefði verið gefið honum á vald og hann gæfi þeim fararleyfi. Hann sagði að þótt liðið væri á sumar réði hann þeim tfl þess að láta á brott því fólk þar um slóðir væri ótrútt og illt viður- eignar. Þeim þætti áður brotin lög á sér sagði hann, og átti þar ef tfl vfll við fyrstu fundi inn- fæddra og norrænu flækinganna. Bjöm sagði óvíst hve lengi hann lifði sjálfur, en í landinu væru voldugari menn en hann sem gæfu lítinn frið útlendum mönnum. Bjöm lét því búa sWp- ið og beið með þeim byrjar er hagstæður væri út að taka. EkW vfldi Bjöm segja til nafns, því hann hryllti við því að frændur hans og fóst- bræður hefðu þangað þvilíka ferð sem þeir Guðleifur og sWpverjar hans hefðu haft, hefðu þeir ekW notið liðsinnis hans. En Bjöm lét Guðleif hafa gullhring og gott sverð, sem hann bað hann að færa Þuríði bamsmóður sinni og Kjartani syni sínum, ef honum yrði auðið að komast aftur tfl íslands. Bjöm ítrekaði bannið við að íslendingar kæmu að leita hans, mikfl gæfa hefði verið yfir Guðleifi og mönnum hans sem leiddi þá í svo góða höfn, því landið væri vítt, þar væri illt tfl hafna og ráðinn ófriður allsstaðar útlendum mönnum. Guðleifur kvaddi Bjöm, lét f haf og náði til Irlands, þar sem hann hafði vetursetu. Sumar- ið eftir sigldi hann til íslands og skflaði gripun- um tfl Þuríðar og Kjartans. Þetta er í grófum dráttum ævintýri Bjamar Breiðvfldngakappa í Vesturheimi eins og íslenskar heimfldir varð- veita hana, en Eyrbyggja saga var rituð á fyrra hluta 13. aldar. Viðbrögð fræðimanna Árið 1875 gekk á þrykk erindi sem fræði- maðurinn E. Beauvois, dannebrogsmaður og félagi í fomfræðafélaginu í Kaupmannahöfn, hafði flutt á alþjóðlegri ráðstefnu Ameríku- fræðinga fyrr um árið í borginni Nancy í Frakklandi. E. Beauvois tók frásögn Eyr- byggju af ævintýri Bjöms Breiðvfldngakappa í hæsta máta alvarlega. Erindið nefndi Beauvois Uppgötvun íra á Nýja heiminum og kristin áhrif í Ameríku fyrir árið 1000. Beauvois tengir í erindi sínu saman fornar sagnir írskar og ís- lenskar um landafundi fra í vestri. Hann fjallar um frásögn Landnámu af fundi Hvítramanna- lands, sem Snorri Sturluson segir að sumir hafi kallað írland hið miWa, og frásögn Eyrbyggju ÞESSI haganlega gerða mósaíkstytta prýðir forsíðu bókarinnar Horfnir Heimar eftir Olaf Halidórsson, og undir henni stendun „Er þetta Bjöm Breiðvíkingakappi?" Ekki segir hvaðan myndin er fengin, og upplýsingar fræðimanna í mexíkanskri miðaldasögu um áætlaðan aldur hennar, fundarstað og mótív, vantar. Myndinni svipar til mósaíkmynda Az- teka frá 14. til 16. öld. Mótívið maður í jagúar- kjafti er algengt í mexíkanskri miðaldalist, en þeir menn hafa litla höku og era skegglausir. af því þar segir að Guðleifi og mönnum hans hefði helst þótt sem innfæddir í landi Bjöms Breiðvfldngs mæltu írsku. Allar þessar vísanir íslenskra fomrita til írskra áhrifa Vestan hafs telur Beauvois að beri að sama brunni, írar hafi fundið Nýja heiminn fyrstir hvítra manna og þar hafi hafist fjölmennt landnám írskumælandi manna. Fræðimenn sem fjallað hafa um íyrstu aldir íslandssögunnar hafa aftur á móti, að því er ég fæ best séð, litið á söguna af dvöl Bjöms í Am- eríku sem ævintýri, i annars fremur sagnfræði- lega korreW íslendingasögu, og því ekW velt henni fyrir sér á sama hátt og sögunum um firnd Vínlands. Régis Boyer minnist að vísu á frásögnina í inngangi að franskri þýðingu sinni á Eyrbyggju, og vísar ef tfl vill óbeint til rit- gerðar Beauvois þegar hann segir Bjöm í þessu hlutverW þjóðsögulegan, sagan um ferð Guðleifs til Vesturheims sé furðusaga og ævin- týri. En sagan sýni ritsnilld þess er Eyrbyggju skráði, því að hún myndi snjallt útskot í bygg- ingu sögunnar. Síðan á tímum landafundanna hafa fræði- menn sem kynnt hafa sér miðaldasögu Mexíkó velt því fyrir sér hvort höfðinginn Quetzalcoatl hafi hugsanlega verið flæWngur frá Gamla heiminum. Þar sem þjóðsagnapersónan Qu- etzalcoatl var mótfallinn mannfómum, sem vora mjög áberandi og sjálfsagður þáttur f mexíkönskum trúarbrögðum, ályktuðu fræði- menn fjjótt sem svo að hann hlyti að hafa verið kristinn. Sagnfræðingurinn Henry Bamford Parkes neitaði því alfarið á þessum forsendum að Quetzalcoatl hefði getað verið norrænn maður, þar sem þeir hefðu ekW orðið kristnir fyrr en á 11. öld. Víðföralir norrænir menn þekktu þó til kristinna hugmynda þegar á 10. öld, og ekW er ósennflegt að þeim hafi þótt mannfómir ógeðslegar, þvi að á þesum tíma vora þeir að mestu hættir að saxa niður munka, konur og böm. Sagnir af útliti þess sögulega manns sem bar nafnið Quetzalcoatl og það sem hann er sagður hafi kennt innfæddum kallar vissulega á að kannað sé gaumgæfilega, eftir því sem við- kvæmar heimildimar leyfa, hvort hugsanlega hafi hér getað verið um norrænan mann að ræða. Eg varð furðu lostin þegar ég gekk í það að skoða frumheimfldir og mexíkanskar rann- sóknir og bera saman við frá- sögn Eyrbyggju. Hug- myndin er sannarlega mögnuð. Er hugsanlegt að fyrsti hvíti maðurinn sem fann Ameríku hafi ekW verið Leifur Ei- ríksson heldur Bjöm BreiðvíWngur, og hann hafi ekW aðeins tyllt tánum um stundar sakir norðarlega í norður Ameríku, heldur orðið höfðingi meðal Mexíkana, sem setti djúp spor í sögu þeirra? Þetta hljómar vissulega eins og skáld- skapur, en bíðið við, lesið áfram og sjáið þau atriði úr innlendum heimildum Mið-Ameríku sem hreinlega benda til þess að svona hafí raunveraleiMnn, lygi líkast- ur, verið. Höfðingi kom úr austurátt Nafriið Quetzalcoatl út- leggst á norrænni tungu Vængjaða slanga. Hafi knörr borið að ströndu Yucatan hefðu innfæddir örugglega hrifist af slönguhöfðinu á trjónu sWpsins og vængja- legum byrðingunum aftur af tijónunni: „Og nefndu þeir höfðingja sem með sWf>- inu kom Vængjuðu slöngu þar sem sWp hans minnti á þá skepnu“. Innfæddum hefði vissulega þótt miWð til sWpa vík- inganna koma á 10. öld þar sem þeir áttu bara báta sjálfir og hefðu getað nefnt höfðingja sWpsins eftir því. Hefðu getað ... hefðu getað ... þetta atriði sannar auðvitað ekkert en er þó skemmtflega myndrænt í þessu samhengi. Qu- etzalcoatl er sagður hafa verið höfðingi meðal Tolteca, sem nefndu stærstu leiðtoga sína eftir guðunum. Sá fyrsti bar nafn guðsins Mixoatls sem útleggst Ský slanga, og sá næsti, sem þýð- andi Ferðar til fortíðar tengdi við Bjöm Breið- vfldng, var Vængjaða slanga Kappinn Quetzalcoatl er almennt í sagn- fræðibókum sagður hafa komið úr austri og verið skeggjaður.10 Hann hét Tepoztlán á máli Tolteca, en var nefndur Ce Ácatl eða ,Árið eitt Reyr“ eftir árinu sem hann fæddist, eða eftir árinu sem hann kom, ef við hugsum okkur að hann hafi raunveralega komið að austan.11 Hann er sagður hafa flutt aðsetur sitt til Tula árið 968, sem er allt of snemmt fyrir tímatal Eyrbyggju svo að ef þetta tímatal stenst þá getum við nú þegar gleymt öllum stórveldis- hugmyndum um Islendinginn Bjöm. Menning- arþjóðir Mið-Ameríku reiknuðu gang himin- tungla af næstum fullkominni nákvæmni, May- amir mældu hringferð tungls og Venusar næstum upp á hár. En annálaritarar hafa þó hver sína tímasetningu á sögulegum viðburð- um, sem gerir tímasetningu á atburðum mexíkansWa miðalda eftir rituðum heimildum erfiða. Við höfum sem sagt með fyrirvara nokkurt rými til frekari athugunar. Samkvæmt mexíkönskum heimfldum kenndi Tepoztlán þessi Toltecum og síðar Mayum ýmsar nýjungar í trúarbrögðum, Iistum og vís- indum, sem síðan settu svip á menningu þessa heimshluta.13 Þar sem bínafn Tepoztláns, Qu- etzalcoatl, er nafn sem einnig tengist einum fomustu guða landsins era annálar sem greina frá afrekum hans goðsögukenndir. Eiginleik- um guðsins og mannsins slær saman, Tepozt- lán er þakkað það að hafa kennt mönnum að skrifa og reikna út tímatalið, sem vitað er að menn í þessari álfu lærðu fyrir kristsburð. Hinar nýjungamar sem Tepoztlán era þakkað- ar eiga betur við tíma hinnai- sögulegu persónu Quetzalcoatls. Ce Ácatl Tepoztlán Quetzalcoatl innleiddi súlur í byggingalist Mexíkólands, og vora þær eftir það notaðar í veggja stað tfl að greina AF HOFÐINGJANUM QUETZALCOATLI OG BIRNI BREIÐVÍKINGAKAPPA 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.