Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 20
 HVERNIG ER EROTIKIN A LITINN? Erótíka er yfirskrift samsýn- ingar átta myndlistarmanna sem nú stendur yfir í Lista- skálanum í Hveragerði. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR og RAGNAR AXELSSON gengu um sýningarsalinn ásamt Ein- ari Hákonarsyni, sem þar ræður ríkjum, og veltu fyrir sér hverslags tík hún eigin- lega væri, þessi erótík. ER erótíkin rauð? Eða er hún fjólublá? Er erótíkina að finna inni í gægju- boxi? Eða í hvítu baðherbergisblönd- unartæki sem vatnsbuna rennur úr viðstöðulaust? Er eitthvað erótískt við plasthjálpartæki ástarlífsins? Eða rauð, bleik og blá efnislítil blúnduundirfót sem slengt er á grind uppi á vegg? Hvað með blóð- ' uga skurði á mannslíkama, samansaumaða eða flakandi? Eða stúlkumynd með titlinum Mon- ica L.? Á sú skrýtna tík erótík lögheimili i Hveragerði? Kannast hlustendur við orðið Hverótík? Svörin eru margvísleg og mörg hver einstak- lingsbundin. Og langt frá því að vera endanleg, enda kannski ekki markmið í sjálfu sér að ganga út af sýningunni með allt á hreinu. Þegar Einar Hákonarson er spurður hvort hann hafi gefið listamönnunum einhverja ramma að vinna eftir þegar hann bauð þeim að taka þátt í erótískri sýningu neitar hann. „Það var alveg opið, ég get ekki farið að setja forskrift fyrir fólk og segja að svona finnist mér að erótík eigi að vera. Það verður náttúrulega hver og einn að skila því frá sér eins og hann upplifir það. En þetta er feiki- vandmeðfarið vegna þess að það er svo stutt að slá yfir í að vera pomó,“ segir Einar og vill sem sagt alls ekki skilgreina hugtakið erótík. Hugmyndin að því að halda erótíska sýningu kviknaði hjá Einari fyrir mörgum árum. „Þá vorum við Bragi Ásgeirsson í Evrópuferð. Hann hafði verið í Rostock í Austur-Þýskalandi og ég í Svíþjóð og svo voram við búnir að ákveða að hittast í Kaupmannahöfn, sem við og gerðum, og halda þaðan áfram niður Evrópu en svo fréttum við af mikilli erótískri sýningu í Lundi og fórum þangað. Þá var þar safn verka sem hjón höfðu safnað saman alls staðar að úr heiminum, bæði eftir svokallaða atvinnulistamenn og frá fram- stæðum þjóðum, alveg feikilega skemmtileg sýn- ing. Síðan kom þessi hugmynd upp í kollinum á mér aftur þegar ég var eitthvað að tala um FORLEIKUR í skóginum eftir Einar Hákonarson. Morgunblaðið/RAX HORFT inn í sýningarsal Listaskálans. í forgrunni á gólfinu er verk Ragnhildar Stefánsdóttur, „...á heilanum". BOBGARFJABÐABOÍS Guiwars ftrnar. hvaða sýningar yrðu hér á þessu ári, og ég hugs- aði með mér að það gæti verið gaman að halda svona sýningu hérna. Reyndar var þetta gert í Gallerí Borg fyrir nokkrum árum en það var mjög lítil sýning og lftil verk,“ segir hann. Einar segist fyrst hafa viðrað hugmyndina við þá Hauk Dór og Gunnar Örn. „Við erum allir komnir um fimmtugt og því datt það upp úr Hauki Dór að láta sýninguna heita Grái fiðr- ingurinn en ég sá strax að þá myndi ég ekki fá yngra fólk til þess að taka þátt í henni! Svo það var auðvitað út í hött. Síðan skrifaði ég bara listamönnunum bréf og spurði þá hvort þeir hefðu áhuga á að vinna verk fyrir svona sýn- ingu - og þetta er árangurinn,“ segir Einar og bendir inn í salinn. Á sýningunni eru alls 52 verk en auk Einars sjálfs sýna þar listamennirnfr Gunnar Örn, Bragi Ásgeirsson, Haukur Dór, Eva Benja- mínsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Stefán Boulter og Ragnhildur Stefánsdóttir, sem vinna úr eró- tíkinni hvert á sinn hátt, hvort heldur er í hefð- bundnu málverki, abstrakt skúlptúr, innsetn- ingu eða einhverju allt öðru. I Listaskálanum hefur nú verið skipt yfir í vetrartíma og þar er því opið frá fimmtudegi til og með sunnudags frá kl. 11.30 til 22.00. Sýn- ingin Erótíka stendur fram til 25. október nk. i 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.