Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 7
urreist á Hagatorgi. Auk hinna hefðbundnu verkefria vann Sigur- jón alltaf frjáls verk þar sem hugmyndaflugið og tilraunir með efni og form fengu að ráða. Síðustu tíu ár ævinnar voru einmitt helguð frjálsri listsköpun og notaði listamaðurinn oft tré eða rekavið í verkin. Birgitta Spur segir að meðal brýnustu verkefna safnsins sé einmitt að steypa nokkrar myndanna, sem Sigurjón vann í tré og steinsteypu, í varanlegt efni. „Þá er safnið í stöðugum vandræðum með geymslu- húsnæði. Sem stendur leigjum við húsnæði út í bæ en meðal framtíðarverkefna er að auka við húsakostinn hér í Laugamesinu," segir Birgitta. Öll verkin á skrá I ritinu Sigurjón Olafsson - Ævi og list I-II birtist í fyrsta sinn algjörlega tæmandi skrá yf- ir öll þrívíð listaverk sem Sigurjón gerði á ferli sínum. „Þessi skrá er afrakstur fímmtán ára rannsóknarvinnu á vegum Listasafns Sigur- jóns Olafssonar og það er auðvitað von okkar sem að þessu stöndum að þetta verði til að auð- velda aðgang og yfirsýn um listferil Sigurjóns Ólafssonar,“ segir Birgitta Spur. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu gríð- arleg vinna liggur að baki skráningu allra verka Sigurjóns. Frá upphafi hafa fjórir ein- staklingar komið að skráningunni, Birgitta Sp- ur, Sólveig Georgsdóttir, Helga Guðmunds- dóttir og Geirfinnur Jónsson. Skráin er þannig byggð upp að við hvert verk er getið sköpunar- árs, sýningaferils, vísað er til umsagna sem birst hafa á prenti og eigenda getið. Skránni fylgir ljósmynd af verkinu. „Við höfum lagt mjög mikla áherslu á að allar upplýsingar í skránni séu réttar. Sköpunarár margra verk- anna hefur verið á reiki, sýningarskrám og öðrum heimildum hefur ekki borið saman og stundum misminnti listamanninn sjálfan hvaða ár einstök verk voru unnin. Þá er ekki vitað um afdrif margra verka, sérstaklega frá Dan- merkurárunum, og þó ólíklegt sé að þau komi í leitimar þá getur svona skrá orðið til þess að einhver þeirra komi í ljós,“ segir Birgitta. Eftir Siguijón Ólafsson liggja 800-900 þrívíð verk sem skiptast í ríflega 200 portrettmyndir og 600-700 önnur verk. Þetta eru varlega áætl- aðar tölur að sögn Birgittu og hún áréttar jafn- framt að nánast sé ógjömingur að slá endan- legri tölu á fjölda þeirra. „Sum verkin era þannig að þau geta talist eitt verk eða mörg. Þá er til mikill fjöldi af skissum, teikningum og módelum sem ekki era talin með.“ Þrátt fyrir að Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar hafi frá upphafi notið stuðnings ríkis og borgar og fjölda annarra styrktaraðila er ljóst að stór hluti þess starfs sem unninn hefur verið á vegum safnsins byggist á ósérhlífni og sjálf- boðavinnu þeirra sem þar hafa lagt hönd að verki. „Safnið hefur alltaf notið þess að hafa á að skipa mjög áhugasömu og færa starfsfólki," segir Birgitta. Lifandi safn Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á 10 ára starfsafmæli á þessu ári og hefur frá upphafi fest sig í sessi sem lifandi og skapandi lista- safn. A vegum þess hafa verið settar upp 17 sýningar á verkum Siguijóns Ólafssonar, auk fjölda annarra listviðburða, og má þar helst telja sumartónleika sem safnið hefur staðið fyrir á hveiju sumri frá upphafi. „Þegar við byrjuðum með tónleikahaldið hér í safninu sumarið 1989 var nánast ekkert reglulegt tón- leikahald að sumarlagi nema í Skálholti," segir Birgitta. Sumartónleikarnir í Sigurjónssafni mæltust vel fýrir og urðu í raun upphaf þeirrar miklu bylgju tónleika að sumarlagi sem nú era haldnir vítt og breitt um borgina. „Fyrstu árin stóðum við einnig að bókmenntakynningum en þegar aðrir fóru að sinna slíku höfum við látið þeim það eftir. Okkur era settar mjög þröngar skorður um alla svona hliðarstarfsemi varðandi kostnað og mjög lítið má útaf bera svo ekki verði fjárhagslegt tap, þó ekki sé miklu til kostað. Ef margir leita á sömu mið verðum við að draga í land. Okkar hlutverk er auðvitað fyrst og fremst að sinna sýningarhaldi og rann- sóknum á verkum Siguijóns Ólafssonar og þess vegna höfum við gert fremur lítið af því að sýna verk annarra listamanna. Þó kemur það auðvitað fyrir og veitár aukna fjölbreytni, en við eram ekki gallerí og tökum verk annarra listamanna aðeins inn á okkar forsendum og ef okkur finnst þau eiga við í þessu samhengi," segir Birgitta. Auk þess rannsóknarstarfs sem þegar er nefnt hefur Listasafh Sigurjóns Ólafssonar staðið að útgáfu fjögurra árbóka sem hafa að geyma greinar eftir listfræðinga um ýmsa þætti og tímabil í list Sigurjóns ðlafssonar. Þá hefur safnið einnig staðið að útgáfu veglegra sýningarskráa í tengslum við sýningarhald og tvær bækur hafa komið út á vegum safnsins, Siguijón Ólafsson myndhöggvari (1985) og Tracks in Sand, ljóð Susanne Jom við listaverk Sigurjóns ásamt þýðingum á japönsku. Há- punktur útgáfustarfseminnar er að sjálfsögðu hið viðamikla verk sem nú er að koma út, Sig- urjón Ólafsson - Ævi og list I-II. LANDBÚNAÐUR og handiðn. Granít 1941-44. Stærsta verkið sem Sigurjón vann að á Danmerkurárunum. Hæð verksins er 215 cm. Þetta er önnur myndin af tveimur sem Sigurjón Ólafsson gerði fyrir Vejle á ráðhústorgi borgarinnar. SURTUR 1968. MÓÐIR mín. Gifs 1938. Fyrir þessa mynd hlaut Sigurjón Ólafsson Eckersberg-verðlaunin 1939. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 17. OKTÓBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.