Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 16
BÓKASTEFNAN í FRANKFURT LEID ÁN STÓRVIÐBURÐA RÓLEG BÓKASTEFNA EN BLIKUR Á LOFTI Bókastefnunni í Frankfurt lauk á mánudag og var sú fimmtugasta í röðinni. Svisslendingar sem voru í önd- vegi að þ essu sinni kynntu bókmenntir sínar sem skrif- aðar eru á fjórum tungumálum: þýsku, frönsku, ítölsku og retórómönsku. JOHANN HJALMARSSON segir að stefnan hafi verið með rólegasta móti, en menn draga ekki gildi hennar í efa. TALAÐ hefur verið um að Bóka- stefnan í Frankfurt, hin fimmtug- asta í röðinni, hafi verið með róleg- asta móti. Helst vakti athygli sá viðburður að fyrsti portúgalski Nó- belsverðlaunahafínn í bókmennt- um kom til stefnunnar um það leyti sem hann fékk tilkynningu um veitinguna og varð af því tilefni mikill fógnuður á sýningarsvæði Portúgals og fjölmennur hóp- ur blaðamanna fékk nóg að gera við að fylgja Saramago eftir um risastóra skála því að alltaf var verið að skipta um væntanlegan fundar- stað. Annað sem dró að sér athygli var vaxandi hlutur margmiðlunar og boðun aukinnar raf- rænnar bókaútgáfu. Sýningarsvæði margmiðl- unarinnar með fyrirtæki eins og Microsoft í broddi fylkingar voru þó mun tómlegri en hef- bundnu sýningarsvæðin með bókum og rithöf- undum. Hið rafræna veitir aukið rými og er hluti af þróun miðlunar í heiminum. Sjaldgæft er til dæmis að hitta bókaútgefendur sem lasta það beinlínis, þeir líta á margmiðlunina með sínum geisladiskum sem viðbót. Að morgni setningardagsins er það óbrigðult ráð til að átta sig á bókmenntaum- ræðunni þýsku að líta í Frankfurter All- gemeine Zeitung eða eitthvert annað blað. Sjónvarpsstöðvamar hafa einnig sitt fram að leggja með viðtölum við rithöfunda og þáttum um þá. Það er norrænn andi yfir Frankfurter AIl- gemeine, framhaldssaga þar nú er Bang eftir Dorrit Willumsen, verðlaunabók Norðurlanda- ráðs, og sagt er frá nýrri bók um Henrik Ibsen auk bóka um þá Hitler, Stalín og Lenín. Tvær skáldsögur eftir Herman Bang sjálfan eru komnar út. Að norrænu slepptu er mikið látið af verkum Martins Walsers sem hlaut að þessu sinni Friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda og bók- sala. Margar þýskar bækur, skáldrit og fræði- rit, streyma á markað. Þjóðverjar hafa brugð- ist skjótt við og þýtt Birthday Letters, ljóða- bók Ted Hughes, sem fjallar að mestu um TEIKNING eftir skáldkonuna Else Lasker- Schiifer, eina af hinum háskalegu konum. hjónaband þeirra Sylviu Plath. Einnig hafa verið gefin út úrvalsljóð eftir Hughes. Það eru varla tíðindi út af fyrir sig að við setningu Bókastefnunnar vitna ræðumenn óspart í stórmenni andans: Goethe, Wagner og Diirrenmat meðal annarra. Á fremsta bekk má sjá Salman Rushdie sem haggast ekki undir orðastraumnum. Þegar hann er spurður um áhrif afnáms dauðarefsingar íransklerka er hann ekki margorður: „Þetta hefur í fór með sér að ég get lifað venjulegu lífi, meira get ég ekki sagt.“ Fjórhöfða likami Sviss var í öndvegi (eða svokölluðum brennidepli) á stefnunni. Þessi fjórskipti eða fjórhöfða bókmenntalíkami talar fjórum tung- um: Þýsku, frönsku, ítölsku og retórómönsku. Áberandi var hjá Svisslendingum að þrátt fyrir þessar mótsagnir virtust allir höfundarnir njóta sín jafnt, ekki síst retórómanar sem eiga einkum góð ljóðskáld en skáldsagnahöfunda Wz * M § Hoher Himmel |Enges Tal 0<t Schwe.t y Cait tJc: IfiwítlttflM Susnmevic 159Í SVISS, sem var í öndvegi á stefnunni, kom sínum hlut vel til skila. líka. Þeir hafa þann metnað að leggja ekki tungumál sitt niður en hljóta að búa í skugga stærri málsvæða. Margir þessara höfunda hafa kosið að tjá sig á höfuðtungunum en iðka retórómönsk- una með. I skála Svisslend- inga mátti sjá hve miðsvæðis Sviss hef- ur verið í andlegu lífi, löngum athvarf flóttamanna og þeirra sem urðu fyr- ir ofsóknum. Stafur James Joyce var til sýnis uppi á vegg, en hann bjó lengi í Sviss. Tengsl fjölmargra annarra við Sviss urðu Jjós. Gaman var að sitja fund með retórómönsk- um rithöfundum þar sem þeir lásu úr verkum sínum og spjölluðu lítillega um þau og stöðu sína. Auðvelt var að vera sammála þeim um að málið væri fallegt en ekki var auðvelt að skilja það. Einn höfundanna söng gamalt retó- rómanskt ástarljóð og lék undir á gítar. Það hljómaði vel. Einkar vel hljómuðu líka hnitmiðuð Ijóð Clo Duri Bezzola og einnig verk Leo Tuor. Bezzola las varkárlega en ákveðið og fylgdist með við- HEIÐURSGESTURINN, pólska skáldið Adam Zagajewski. brögðum áheyrenda sem voru margir. Þetta voru Ijóð un náttúruna og stöðu mannsins. Leo Tuor semur m. a. skáldsögur á tungumáli sem ekki hefur verið talað í fimmtíu ár. Eldri menn- irnir skrifa um daglega lífið, lífið í fjöllunum. Þeir voru flestir kennarar og fengust ekki ein- göngu við skáldskap heldur til dæmis orða- bókagerð líka. Giovanni Oreli er úr hópi Svisslendinga sem yrkja og skrifa á ítölsku. Hann flutti eftir sig sonnettur, sagðist ætla að sleppa ævisöguá- gripi, æviatriðin væru í sonnettunum og öðrum ljóðum sínum. Hann heillast mest af sonnettu- forminu og hjá honum má rekast á stuðlasetn- ingu eða bókstafarím eins og hann kallaði það. Þá er stuðullinn ekki alltaf á sínum stað. Hann er gamansamur í tali og játaði áhuga sinn á málaralist, orti út frá Klee og Botticelli. Pólskur heiðursgestur Séu menn orðnir þreyttir á að ganga um sýningarskálana og vera í sífelldum troðningi er tilvalið að ganga um Asíudeildirnar þar sem yfirleitt er fámennt þrátt fyrir íbúafjölda þjóð- anna og það að Asíumenn eru dreifðir út um allt. Hjá Itölum í Mondadori-básnum er margt að sjá, ekki síst útgáfur klassískra skáldverka og samtímaverka. Italir eru mikið bókaland, en þjóðin gefin fyrir skrautverk um málaralist, páfann, kirkjur. Þó eru á Italíu mjög öflug bók- menntaforlög eins og Mondadori, Einaudi og fleiri. Ungverjar og Pólverjar eru greinilega mikl- ar bókmenntaþjóðir, halda fram skáldum og skáldskap, eldri og yngri. Ungverjar verða í öndvegi á stefnunni á næsta ári, Pólverjar árið 2000. Það er áberandi að farið er að undirbúa þetta á fullu hjá þeim. Pólverjar voru sem áður með umræðufundi og í Alþjóðamiðstöðinni kom fram ein helsta von þeirra í bókmenntunum, heiðursgesturinn Adam Zagajewski. Zagajewski fæddist 1945 í Lvov sem nú til- heyrir Ukraínu. Hann ólst upp í Gliwice og fluttist til Krakow 1963 þar sem hann stundað háskólanám og varð einn helsti fulltrúi kyn- slóðar sem kennd er við 1968. Meðal annarra skálda þeirrar kynslóðar sem var afar gagn- rýnin á stjórnvöld voru Ryszard Krynicki og Julian Komhauser. Eftir að hafa haslað sér völl sem eitt kunnasta skáld kynslóðar sinnar og verðugur arftaki kynslóðarinnar frá 1956 fluttist Zagajewski til Parísar og var einnig um hríð fyrirlesari í Bandaríkjunum. Það kom fram á dagskránni í Frankfurt að París er í miklu uppáhaldi hjá honum, hann kann vel að meta frelsið þar og borgin er að hans dómi að- laðandi og mannleg. Dæmigerð ljóð eftir Zagajewski frá um- brotatímunum eru tvísæ háðsádeila. Nú er hann ljóðrænni. Það var Albrecht Lempp sem stjórnaði dag- skránni með Zagajewski og spurði skáldið sem var nýkomið úr Bandaríkjaferð þar sem hann kynnti ljóð sín. Zagajewski er sálfræðingur og heimspekingur að mennt, alvörugefinn og brosir sjaldan. Hann sagðist ekki hafa fengið gefna út bók i fyrstu á Krakow-árunum, aðeins mátt birta í tímaritum. Hann horfði upp í loftið og líkti viðleitni sinni sem „andbyltingu í góða átt“, kvaðst hafa ráðist gegn kreddufestu marx-lenínismans. Hann flutti nokkur ljóð eftir sig þar sem fuglar voru yrkisefni. „Nostalgía evrópskrar hugsunar" eins og skáldið orðaði það, sækir á hann. Meðal mikilvægra pólskra skálda taldi hann jafnöldru sína, Ewu Lipsku. Hreett fólk sem hugsar um kynlff Eftir dagskrána með Zagajewski og reyndar áður en henni lauk flæddu fjölmiðlamenn inn. Eitthvað stóð til enda metsöluhöfundar vænt- anlegir. Fremstur í flokki þeirra var Ken Follett, óneitanlega best klæddur í gráum föt- um og vesti, áberandi doppótt rautt bindi, sjálfur gráhærður. Hann var óþvingaður, óhá- tíðlegur og með gamanyrði á vör. En fyrir hvers konar fólk semur hann bækur? „Fólk er alls staðar eins, hrætt og hugsar um kynlíf. Bandarísk menning er yfirgnæfandi í heiminum.“ Spænski höfundurinn Arturo Pérez-Reverte sagði að ástin væri eins og á tímum Sófóklesar og Greifinn af Monte Cristo enn í fullu gildi. „Það er engin ein leið til að gera hlutina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Ray-Gilde Merin. „Við sköpum karaktera, dásamlega karaktera eins og til dæmis Hamlet. Tónlist orðanna, tungu- málið er mikilvægt." Ken Follett sagði hreykinn: „Ég á margar bækur eftir aðra höfunda, m. a. vin minn Frederick Forsyth. Dagur sjakalans er ein af bestu bókum aldarinnar." Reverte sagði að hið bókmenntalega skipti mestu máli, líka umhverfi. Nafn rósarinnar væri mjög evrópsk bók. Merin sagði að evr- ópskt umhverfi væri ekki aðalatriðið heldur al- þjóðlegt. Hann sagðist leggja áherslu á það sem fólk vildí lesa. Á reiki um þýska sýningarsvæðið skaut þeirri hugsun oft upp hve Þjóðverjar eru dug- legir að lesa þykkar bækur, viðamiklar ævisög- 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.