Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 19
NORÐURUÓS - TÓNUSTARHÁTÍÐ MUSICA ANTIQUA BAROKK í HAFNAR- BORG OG IÐNÓ Morgunblaðiö/Ásdís GUÐRÚN Óskarsdóttir, Ann Wallström, Camilla Söder- berg og Snorri Örn Snorrason flytja, auk Sig- urðar Halldórs- sonar, barokktónlist á fyrstu tónleikum Norðurljósa. KAMMERTON- LEIKAR í NOR- RÆNA HÚSINU ÞRIÐJU kammertónleikamir af 10 í tón- leikaröð Norræna hússins verða á morgun, sunnudag ld. 17. A tónleikunum syngur norska mezzó-sópransöngkonan Bettina Smith lög eftir Schumann, Wolf og Muss- orgsky. Meðleikari er Jan Willem Nelleke píanóleikari. I kynningu Norræna húsins segir, að Bett- ina Smith hafí stundað söngnám hjá Dina Sævig og Harald Bjorko í Tónlistarskólanum í heimabæ sínum Bergen í Noregi. Þaðan út- skrifaðist hún með glæsibrag 1993 með BA gráðu. Síðan hefur hún stundað nám hjá Bodil Gumoes við Konunglega tónlistarhá- skólann í Kaupmannahöfn og lauk síðan prófí frá Konunglega tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi. Þaðan lauk hún prófi 1996. Kennarar hennar þar voru Wout Ooster- kamp og Elly Ameling. Hún hefur tekið þátt í „masterklössum" hjá Christina Deutekom, Hans Gertz, Oren Brown, Nigel Rogers, Jill Feldman, Robert Hall, Rudolf Jansen, Helmuth Deutsch, Ernst Haeflger og Walter Berry. Bettina kemur reglulega fram sem einsöngvari í óratóríum, óperum og kantötum, auk þess sem hún tekur þátt í kammermúsík. Hún hefur komið fram í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Jan Willem Nelleke, píanóleikari, stundaði nám við Tónlistarháskólann í Haag og í Utrecht hjá Else Krijgsman og Thom Bollen. Hann útskrifaðist sem einleikari og sérfræðingur í kammertónlist. Hann hefur tekið þátt í „masterklössum" hjá Dörg Dem- us, Helmut Deutsch, Rudolf Jansen, Elly Ameling, Naum Grubert og Tan Crone. Hann hefur sérhæft sig í meðleik með ljóðasöngvurum. Hann vinnur með stórum hópi söngvai-a og hljóðfæraleikara. Áhugi hans hefur einkum beinst að tónlist lítt þekktra tónskálda, einkum hollenskra og hefur hann einnig stundað tónsmíðar sjálfur. Jan Willem Nelleke starfar við Konunglega tónlistarháskólann í Haag. Hann leikur með nokknim kammersveitum og kemur reglu- lega fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Haag. Fram að áramótum eru ráðgerðir tónleik- ar með Rúnari Óskarssyni, klarinettuleikara ásamt Söndru de Bruin, píanóleikara og Sig- urði Bragasyni, söngvara og Vovka Ash- kenzy píanóleikara. RANNVEIG Fríða og Gerrit Schuil að tónleikum loknum á Schubert-hátíð í Garðabæ í fyrra. ÍSLENSK VERK OG ERLEND FLUTT Á UÓÐATÓNLEIKUM Á TÓNLEIKUM í Kirkjuhvoli við Vídalíns- kirkju í Garðabæ laugardaginn 17. október kl. 17 mun Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran syngja við undirleik Gerrits Schuil. Hann er jafnframt listrænn stjóm- andi og skipuleggjandi þeirra kammertón- leika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. Þetta eru aðrir tónleikarnir af sex í þessari tónleikaröð. Tónleikamir hefjast á flutningi laga við ljóð þau sem eignuð em Maríu Stuart Skota- drottningu. Þó að ýmis önnur lög væm gefín út undir seinna ópusnúmeri era þessi lög án efa síðustu ljóðasöngvamir sem Schumann samdi. Skömmu eftir að hann lauk verkinu varð hann íyrir miklu áfalli sem leiddi til þess að hann var vistaður á hæli þar sem hann dó árið 1856. Þá fylgja m'u lög eftir Jón Ásgeirsson við Ijóð Halldórs Laxness. Lögin em upphaflega samin til flutnings á Húsi skáldsins, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1981 í leikgerð Sveins Einarssonar. Þar vora lögin flutt einrödduð en með undirleik á harm- ónikku. Fljótlega var farið að spyrjast íyrir um þessi lög og vora þau þá gefin út af Vöku-Helgafelli í útsetningum fyrir ein- söngvara, en einnig era nokkur laganna til í kórútsetningum. Lögin í fyrmefndu leikriti voru ekki öll gefin út og þrjú til viðbótar þeim frá uppfærslu Þjóðleikhússins era sam- in fyrir opnunarsýningu Borgarleikhússins. * Lögin níu era flutt í tilefni af sjötugsafínæli tónskáldsins, sem hann fagnaði nú fyrir skemmstu. Síðari hluti efnisski’árinnar byrjar á laga- flokknum Chansons de Bilitis eftir Claude Debussy við Ijóð Pierre Louys. Louys hafði mikinn áhuga á fjarlægum draumaheimum og hafði einkar gott lag á að lýsa hugljómun sinni í bundnu máli. Debussy hafði hins veg- ar lag á að fella saman orð og tóna þannig að þessir þættir næðu mun sterkari áhrifum í sameiningu en hvor fyrir sig hefði nokkra sinni megnað. Síðast á efnisskránni era sönglög eftir Johannes Brahms. Frá því að Brahms byrjaði að semja og þar til yfir lauk samdi hann tónlist fyrir mannsröddina. Líkt og margir samtímamenn hans hafði hann mikinn áhuga á þjóðlögum og -kvæðum. Bra- v hms útsetti mörg þessara þjóðlaga. Efnivið- ur hans gat verið einfóld bamagæla eða djúphugult kvæði og allt þar á milli. Fyrstu fjögur lögin sem flutt verða á laugardaginn era þess konar þjóðlög en svo fylgja nokkur af fegurstu framsömdu lögum hans. Miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ milli 16 og 17 tón- leikadaginn. FYRSTU tónleikar Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua, verða haldnir í Hafnarborg í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30 og endurteknir í Iðnó þriðjudags- kvöldið 20. október kl. 20.30. Þetta er fjórða árið í röð sem Musica Antiqua stendur fyrir há- tíð af þessu tagi. Flyfjendur eru sænski fiðlu- leikarinn Ann Wallström, sem leikur á barokkfiðlu og er mörg- um að góðu kunn frá Sumartón- Ieikum í Skálholti, Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Guðrún Oskarsdóttir semballeik- ari, Sigurður Halldórsson selló- leikari, sem leikur á barokkselló og Snorri Örn Snorrason lútu- leikari, sem leikur á teorba eða bassalútu. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru verk eftir saufjándu aldar tónskáldin Dario Castello, Sal- omone Rossi og Matthew Locke en eftir hlé verða leikin verk eft- ir Georg Friedrich Hándel, Ge- org Philipp Telemann og sænska barokktónskáldið Johan Helmich Roman. Aðrir tónleikamir í Norður- ljósaröðinni verða í Hallgríms- kirkju laugardaginn 14. nóvem- ber kl. 17. Þar flytur tónlistar- hópurinn Alba miðaldatónlist eft- ir Hildegard von Bingen en á þessu ári er þess minnst að 900 ár em liðin frá fæðingu hennar. Félagar í Alba era sænska altsöngkonan Agnethe Christen- sen, Helen Davies frá Wales, sem leikur á miðaldahörpu, og Dan- inn Poul Hoxbro, sem leikur á blokkflautu og trommur. Þriðju tónleikarnir verða svo í Langholtskirkju laugardags- kvöldið 28. nóvember kl. 20.30. Þar leika snemmbarokktónlist franski komettleikarinn William Dongois og þýski semballeikar- inn Carsten Lohff. giæpur „ 0G REFSING heimsbókmenntir Fjórar af perlum heimsbókmenntanná sem hafa verið ófáanlegar um skeið fást nú afturá mjög hagstæðu verði! __..að0ins /a.48o kr. 1 Mál og menning aðeins 1.980 kr. aðeins 1.980 kr. FORLAGIÐ www.mm.is aðeins A.980 kr„ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 17. OKTÓBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.