Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 15
MÓDEL af Tenochtitilan, höfuðborg Azteka eins og hún var árið 1519 er Cortés hélt þangað
innreið sína með her sinn. Módelið er nokkuð úrelt, því það var gert áður en umfangsmikill
fornleifagröftur hófst í hjarta Mexíkóborgar.
VIRÐULEG sögubók segir þessa gömlu
mynd vera af Quetzalcoatli. Myndin er gerð
úr viði og skreytt eðalsteinum. Því miður er
ekki tekið fram í heimildinni hver áætlaður
aldur hennar sé né fundarstaður.
milli herbergja. Pað er hending að í fornnor-
rænum húsum mynda súlur einnig skilrúm
stórra sala. Tepoztlán er sagður hafa innleitt
málmbræðslu, einnig kúnstina að skera jaði, og
er sagður hafa sett sig gegn mannfórnum. I
stað mannfórna mælti hann með því að menn
fórnuðu guðunum slöngum, fiðrildum og fugl-
um. Hann er sagður hafa innleitt þá trú meðal
Tolteca, sem Aztekar tóku í arf eins og aðra
þætti menningar þeirra, að ef menn dæju í bar-
daga myndi sál þeirra sameinast guðunum.
Pessi hugsun minnir á þá norrænu trú að val-
kyrjur sæki í valinn dauða kappa og færi til
Valhallar, borgar Óðins, á meðan venjulegir
menn fari til Heljar. Saga um endalok Qu-
etzalcoatls vísar enn sterkar til víkinga, hann
er sagður hafa látið leggja sig á viðarköst sem
eldur var síðan borinn að. Þetta er norrænn
greftrunarsiður, eins og menn vita, og þegar
hending verður á hendingu ofan fara menn að
nálgast það að út úr því vaxi kenning.
Arið 987 hraktist Tepoztlán Quetzalcoatl frá
Toltecum hásléttunnar og hélt niður á
Yucatanskaga. Tveimur árum áður hafði Björn
Breiðvíkingur siglt til Norðurlanda, svo illa
gengur að koma tímatali þjóðsagnanna heim
og saman. Tepoztlán Quetzalcoatl og fylgis-
menn hans komust til valda á Yucatanskaga og
markar koma þeirra þangað nýtt tímabil í sögu
Mayaþjóðflokksins sem þar bjó. Tepoztlán,
sem Mayar kölluðu Kukulcan, þótti réttlátur
stjórnandi, málmsmíði barst um þetta leyti til
Mayanna, húsagerðarlist þeirra tók framförum
sem og leirkerasmíð. Chilam Balam, spámaður
Maya er sagður hafa ort svo: „Höfðingi okkar
kemur aftur, takið vel á móti skeggjuðu mönn-
unum úr austri sem bera merki Guðs“. Um
skráningaraldur þessarar vísu er ekki getið í
þeirri heimild sem ég hef, en fræðimenn telja
hugsanlegt að meint skegg Quetzalcoatls hafi
ekki komist á blað fyrr en eftir komu Spán-
verja. En varla var ort svona eftir komu Spán-
verja?
Er hugsanlegt að norrænn maður hafí
dvalist meðal innfæddra í Mexíkó og haft
nokkur áhrif á menningu þarlendra? Hetjan
Björn Breiðvíkingakappi fór eftir nokkuð
traustu tímatali Eyrbyggju sína síðustu ferð
frá Islandi um 998. Það er ein af þessum
áleitnu tilviljunum að árið 999 er „ár eitt -
reyr“ samkvæmt almanaki Mexíkana, sem er
árið sem Quetzalcoatl á að hafa komið, sam-
kvæmt þjóðsögum. Onnur er hendingin með
bálför Quetzalcoatls, sú þriðja málmvinnslan
sem honum er eignuð, og síðast en ekki síst er
sú hending áleitin að í Eyrbyggju skuli Björn
Breiðvíkingakappi segja að hann vilji ekki að
frændur hans á Islandi komi að leita sín, því að
landið (sbr. lýsing Cortesar á Yucatanskaga
hér á eftir) sé svo illt til hafna.
Höfðinginn úr austur-
ótt snýr aftur
500 ái’ liðu og sagan um Quetzalcoatl varð
goðsögn í sögubókum Azteka, sem hrifsuðu
völdin af Toltecum. Samkvæmt bókum Azteka
hvarf Quetzalcoatl sama ár og hann kom, „árið
eitt - reyr“. Aztekum varð því ekki um sel þeg-
ar Hernando Cortés steig á land með menn
sína „árið eitt - reyr“ sem á tímatali Evrópu-
mann er árið 1519, því þetta ár endurtekur sig
aðeins á 52 ára fresti. Aztekum virtist augljóst
að hér væri um guðlega forsjón að ræða, því
sagan sagði að Quetzalcoatl kæmi aftur. Snill-
ingurinn Cortés hafði fyrir örlagaglettu lag á
því að koma á réttu ári.
Cortés óttaðist siglinguna að Yucatanskaga
mjög, að eigin sögn, þar sem ströndin þar sé
brimótt og full af hættulegum skerjum og
grynningum. Cortés fór þangað upphaflega til
að reyna að hafa upp á spönskum skipbrots-
mönnum frá Kúbu. Vegna grynninganna köst-
uðu skip hans akkerum langt utan við strönd-
ina og sendu bát á land. Oftar en einu sinni
námu skipin þó harkalega við botn og misstu
botnfestar vegna hinnar erfíðu lendingar.
Cortés hafði aðeins 400-500 Spánverja í her
sínum, en þar sem Aztekar voru grimmir við
undirþjóðú sínar tókst honum að fá menn
þeirra til liðs við her sinn. En Cortési til mikill-
ar furðu tók konungur Azteka, Moctezuma,
honum líkt og sendiboða sem lengi hefði verið
beðið eftir. Trúarbrögð hirðar Moctezuma
snerust mjög um guðinn Quetzalcoatl, og
Moctezuma gjörþekkti sögurnar um að hann
mundi snúa aftur.
Hemando Cortés segir sjálfur frá fyrsta
fundi sínum og Moctezuma konungs í bréfi til
keisara síns, Karls V. Aztekakonungurinn
sagðist þekkja vel forn handrit er greindu frá
því að þjóð þeirra hefði verið stjórnað af höfð-
ingja sem kom úr austri eins og Cortés. Höfð-
ingi þessi hefði átt marga afkomendur sem
hefðu trúað því statt og stöðugt að úr átt hinn-
ar rísandi sólar kæmi aftur höfðingi er ríkja
mundi yfir Mexíkó. Pess vegna taldi Moct-
ezuma keisara þann er Cortés sagði að ríkti yf-
ir heimi austan hafsins eðlilegan höfðingja
Mexíkó. Undir það var hinn mikli herkonungur
Azteka reiðubúinn að beygja sig, sem hann og
gerði, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir þjóð
sína.
Nýlega hafa sagnfræðingar bent á að undir-
gefnin sem Cortesi var sýnd hafí verið hin
venjulega framkoma Moctezuma gagnvart
fomerne sendiherrum. Þótt konungurinn hafí
vitnað í gamlar sögur hafi hann verið flár í
huga. En þegar Moctezuma áttaði sig á ofurefl-
inu var það orðið of seint. Nýöld var upp runn-
in. Tímabil fímmtu og síðustu sólar, samkvæmt
trú Azteka, var liðið.
Lokaorð
Nokkur atriði úr íslenskum heimildum og
mexíkönskum, sem greina frá ferð Björns
Breiðvíkingakappa til Vesturheims árið 999 og
dvöl hans þar meðal innfæddra annarsvegar,
og frá skeggjaða aðkomumanninum sem kom
úr austri árið 999 er Mexíkanar nefndu Qu-
etzalcoatl hinsvegar, eru sláandi áleitin. Vert
er að sérfræðingar í 10. og 11. aldar sögu
Mexíkólands kynni sér Eyrbyggju, sem hefur
síðan 1814 verið til í enskri þýðingu. Minni Is-
lendinga og Mexíkana frá ofanverðri 10. öld
um kappana Quetzalcoatl og Björn Breiðvíking
eru sannarlega nógu forvitnileg til samanburð-
ar til að eftir því sé tekið.
Höfundur er sagnfræðingur
Helstu heimildir:
E. Beauvois: La Découverte du Nouveau Monde par les
Irlandais et les Premiéres Traces du Christianisme
en Amérique avant l’an 1000. Congrés International
des Américanistes, Nancy, 1875.
Michael D. Coe: The Maya. Penguin, 1971.
Eyrbyggja saga. íslendingasögur 1. Svart á hvítu, 1987.
Henry Bamford Parkes: A History of Mexico. Eyre and
Spottiswoode, 1962.
w--
Haust við Kaldalæk. Ljósmynd: Sigurður Sigmundsson.
GÍSLIJÓNSSON
VENJULEGT HAUSTUÓÐ
Aspirnar stand' allar ennþá svo skínandi gular,
æðrulausar og skynja í ró að það kular.
Brátt fæst sú hvíld sem þeim náttúran leyfir að neyta
og næsta vor skulu þær laufhaddi grænum sig skreyta.
Þær bera ekki ugg, enda augljós hin geiglausa myndin,
en öðrum mun fínnast sem haustljóð sé komið í vindinn
og vita eins og skáldið að villusamt reynist á vegi
og vonlaust að skrúði, sem horfínn er, nýskapast megi.
En hver sem um ævina einhverju hafði að skarta,
áþóá haustdegi þakklæti ríkast í hjarta.
Sem lauf mun hóglega í húmkyrru falla til svarðar
í hlýju þess faðmlags sem ól hann til skapandi jarðar.
Höfundurinn er fyrrverandi menntaskólakennari ó Akureyri.
HILDUR EINARSDÓTTIR
EFTIR DAUÐANN
- Örsaga -
HUN horfír í kringum sig, þarna stendur sófasettið hennar
með áklæðinu úr geitaullinni á miðju gólfí. Fyrir framan það
er glerborð á fjórum álfótum og tveir auka stólar úr leðri með
innskotsborði á milli sín. A einum veggnum er stór
hvítlakkaður, kyrfílega lokaður skápur sem í eru græjurnar
og bækur. Hér eru engir vasar, engar krúttlegar styttur,
engin ljósmynd, sem geymir minningar um fjallaferð með
nesti, engin blóm, hvorki lifandi né dauð, sem gefín voru af
ástfóngnu hjarta í örlætiskasti, aðeins eins stór skál á
stofuborðinu sem safnaði tárum þeirrar erþarna réð húsum.
STRÍÐSÁHORF
Brjóta, kallar barnið.
Brjóta friðinn?
Skemma, hrópar barnið.
Þú hvarflar augunum frá
sjónvarpsskjánum. Fyrir
utan dynur regnið á rúðunni.
Með sama ákafa falla
skotflaugar á landið bleika.
Regnið fellur til jarðar og
líkt og blóðið blandast það
moldinni eða verður að
litlum lækjum sem þorna í
brennheitri sólinni.
Skemma kubba, æpir barnið.
Höfundur er blaðamaður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998 1 5