Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 17
ADAM ZAGAJEWSKI RÖDD PÓLLANDS JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDI FÁNINN Þegar ég vakna á morgnana reyni ég með hjálp leikhússkíkis að greina hvaða fáni blaktiryfír borg minni Svartur hvítur eða grár eins og óttinn Hefur borg mín verið unnin er varist áfram eru sigurvegararnir beðnir um miskunn hefur sorgin þegar kvatt dyra vegna nokkurra sekúndna gleymsku eða er ég ef til vill sjálfur þessi fáni án þess ég sjái hann á sama hátt og rnaður sér heldur ekki sitt eigið hjarta ÞYRNAR Vildu einræðisherrarnir aðeins lesa reiðileg, heiftúðug og vandlega fáguð ljóð okkar, þá myndi skáldskapurinn sannarlega breyta heiminum. En rósirnar þekkja ekki heldurþau verk sem eru tileinkuð þeim. Þyrnarnir drekka ekki blóð. Þýðingarnar eru úr bókinni I skolti Levíatans eftir Jóhann Hjólmarsson (útg. Örlagið 1988). SKÁLDIÐ Clo Duri Bezzola var fulltrúi hins retórómanska Sviss. torg bókanna. Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar kvaðst vera í Frank- furt til þess að pota höfundum og leita. Hann sagði að heimur bókanna væri orðinn harðari. Nú seldust einkum kiljur í Þýskalandi, minna af bundnum bókum. Tvær samsteypur, Ber- telsmann og Holzbrinck, ættu nú mörg af stærri forlögunum, blikur væru á lofti. Hann orðaði þessa válegu þróun svo í samtali blaðamanns við hann: „Bókastefnan í Frankfurt hefur löngu sannað sig sem stærsta bókamessa heims; hvergi er hægt að fá betri yfirsýn yfir þróun í útgáfumálum og stöðu íyiirtækja en þar. I umræðum manna á meðal að þessu sinni bar ekki síst á góma þá tilhneigingu sem löngu er orðin þekkt, að útgáfan færist í hendur æ færri fyrirtækja, að öflug eignai'haldsfélög stjómi mismunandi bókaforlögum um allan heim. Umræðan var ekki síst mikil vegna þess að á heimavettvangi messunnar, i Þýskalandi, óttast sjálfstæð meðalstór fyrirtæki mjög um framtíð sína. Þar er útgáfa og sala að langmestu leyti í höndum tveggja risa: Bertelsmann sam- steypunnai', sem er stærsta bókaútgáfufyrir- tæki heims og sem keypti í fyrra Random house útgáfuna í Bandaríkjunum og fyrr á árinu Berl- in Verlag sem vai' öflugt sjálfstætt fyrirtæki, og Holzbrinck eignarhaldsfélagsins sem á mjög gróin fyrirtæki í Þýskalandi (Fischer, Rowohlt) og Bandaríkjunum, en rann rétt fyrir messuna saman við stærsta póstdreifingarfyrirtæki Þýskalands, Weltbild fyrirtækið, sem er í eigu kaþólsku kirkjunnar. Af samræðum við þýska útgefendur var Ijóst að þeir sáu nú sína sæng uppreidda, og mörg gróin sjálfstæð fyrirtæki eru til sölu. Margir töldu að þessi þróun muni enn styrkja tilhneigingu útgefenda til að sinna aðeins um hásölubækur (bestsellerismi“) og þar með stuðla að minni fjölbreytni á bókamai'kaði.“ Halldór sagði að einnig hefði mátt sjá merki un annað á stefnunni og vonaði að heilbrigt andóf við þessari þróun myndaðist á alþjóðleg- um bókamarkaði. Hann sagði að Islendingar gætu ekki kvartað um áhugaleysi um sínar bókmenntir í Frankfurt. Frá því, hlut Máls og menningar, Forlagsins og Vöku-Helgafells á bókastefnunni, verður sagt síðar. ur en líka skáldsögur og ljóðabækur sem virð- ast lifa góðu lífi eftir fjölda þeirra að dæma. Hinar miklu dömur bókmennta og lista, sumar háskakvendi, aðrar sambland af öllum hinum góðu og slæmu kostum virtust njóta hrifningar því að allt er fullt af bókum um þær: Lou- Andréas Salome, Else Lasker-Schiiler (nýjasta bókin er um bréfaskipti hennar og expressjóníska málarans Franz Marc), Anna Ahkmatova. Ekki sakar að þær lifðu allar viðburðaríku lífi og gerðu uppreisn gegn hinu vanabundna í lífi og list. Sviss og fleiri lönd sem hafa verið í önd- vegi á Bókastefnunni í Frankfurt hafa þurft að greiða háar upphæðir og kosta miklu til. Menn eru þó sammála um gildi öndvegisins og reyndar stefnunnar yfirleitt. Til stóð fyrir nokkrum árum að Norðurlöndin yrðu í öndvegi en af kostnaðar- ástæðum drógu þau sig í hlé. Sigurður Svavars- son hjá Máli og menningu er meðal þeirra sem telja að þetta hafi verið röng ákvörðun, kostnaður við að vera í brennidepli skili sér aftur. Blikur á lofti Ólafur Ragnarsson for- stjóri Vöku-Helgafells hefur eftirminnilega kallað Bóka- stefnuna í Frankfurt markaðs- METSÖLUHÖFUNDURI NN Ken Follett, sem veit manna best hvað lesendur vilja. NORRÆN / / / UTHAFSROMANTIK TONLiST Sfgildir diskar B0RRESEN Hakon Borresen: Sinfónía nr. 2 Op. 7 í A-dúr, Havet (1904); Sinfónía nr. 3 Op. 21 í C-dúr (1926). Utvarpssinfóníuhljómsveitin í Frankfurt u. slj. Oles Schmidts. cpo 999 353-2. Upptaka: DDD, Frankfurt, 4/1995; 10/1997. Útgáfuár: 1998, Lengd: 69:19. Verð (12 tónar); 1.800 kr. SINFÓNÍUFRAMLEIÐNI Dana á önd- verðri 20. öld var með hreinum ólíkindum. Skv. ameríski'i heimild sem ég kann ekki að nafn- greina var hún ekki einu sinni einstök miðuð við höfðatölu, heldur jafnvel að henni slepptri! Og það þótt á sama tíma væri aðeins ein at- vinnusinfóníuhljómsveit í landinu. Eins og gef- ur að skilja hlaut megnið frá þessu einstæða gróskuskeiði því að verða samið fyrir skúffuna, enda hurfu fiestir höfunda löngu fyrir miðja öldina í skugga frægðarsólar Carls Nielsens. En þó ekki fyrir fullt og allt. LP-tækni 6. áratugar bætti að vísu lítið úr skák, en upp frá geisladiskavæðingunni 30 árum síðar, þegar menn fóru almennt að gefa smámeisturum meiri gaum á heimsvísu en nokkru sinni fyrr, virtist loks kominn vitjunartími á höfunda eins og Langgaard, Henriques, Enna, Bendix, Lud- olf Nielsen, Louis Glass og Hakon Borresen. Æ fleiri tónverk sjá nú dagsins ljós í heyran- legu formi á dönskum útgáfumerkjum eins og Dacapo, Danacord og Kontrapunkt, og m.a.s. utanlands, eins og í þessu tilviki á hinu 12 ára gamla þýzka merki cpo í Osnabruck, sem farið er að gefa norrænni tónlist verulegan gaum. I þeim efnum erum við hér nyrðra þó enn furðueinangruð frá frændþjóðunum, ef marka má hið kléna úrval reykvískra plötubúða á nor- rænni tónlist. Var þvi harla óvænt að rekast á hljómkviður Hakons Borresens og hins sænska Dags Wirén í einni og sömu verzlun, og samstundis ákveðið að skoða fyrirbærin nánar. Það er ekki nema rúmt hálft ár síðan að und- irr. hafði fyrstu kynni af tónlist Hakons Borresens (1876-1954), þ.e. fiðlukonsert hans, á sígildri rás danska ríkisútvarpsins, sem reyndist afar lipurlega samin og heillandi tón- smíð; eins fersk og síðrómantík getur frekast orðið. Sjávarsinfónía hans frá 1904 heldur sama ferskleika; eitt af mörgum verkum frá aldamótaárunum þar sem hafið gegnir prógrammatísku hlutverki, sbr. La Mer (Debussy), Sea Pictures (Elgar) Sea Symphony (V- Williams) og Frán havsbandet (Alfvén). Þó að deila megi um hversu heyran- leg sú höfuðskepnan sé í sinfóníu Barresens, þá er hitt víst, að hún er sú mest flutta af hljómkviðum hans. Nr. 3 frá 1926 er þyngri á bárunni; í heild fremur íhaldssamt verk fyrir nýklassískan til- urðartímann, en kunnáttusamlega spunnið, eins og vænta má af einkanemanda Johans Svendsens. Hljómsveitin leikur bæði verkin eins og hún ætti lífið að leysa, og enginn vafi á að góð upptaka og víðfeðm og dýnamísk stjóm Ole Schmidt dregur fram beztu fáanlegu hlið- arnar hjá hinum athygliverða danska smá- meistara frá Fríðriksbergi, þó að prýðileg spilamennska Frankfm-t-sinfóníunnar jafnist ekki alveg á við spræka snerpu Norrköping- sveitai'innar á Wirén- diskinum. WIRÉN Dag Wirén: Sinfónía nr. 4 Op. 27 (1952); Sinfón- ía nr. 5 Op. 38 (1964); Svíta Op. 24a úr Ballett- inum Óskarsdansleik (1949). Sinfóníuhljómsveit Norrköpings u. slj. Thomas Dausgaards. cpo 999 563-2. Upptaka: DDD, Norrköping, 10/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd: 56:47. Verð (12 tónar): 1.800 kr. STRENGJA- SERENAÐA Dags Wirén (1905-86) frá 1937 er svo allsráð- andi meðal verka hans í plötulistum, að halda mætti að væri eini markverði ópus sænska ný- klassisistans. En það eru einmitt oft örlög minni meist- ara sem ná að slá í gegn með einu verki snemma á ferlinum að lenda í skugga þessa eina verks. Einangrun seinni heimsstyrjaldar hefur þó eflaust líka hjálpað upp á í tilfelli Wiréns, sem í huga margra hefur fengið á sig einhliða stimpil sem skemmtitónskáld út af serenöðunni, þó að hann væri í raun alvarlega þenkjandi höfundur sem forðaðist málalengingar og lagði sífellt meiri áherzlu á gegnsæjan einfaldleika, sparsemi á tjáningarmeðul og hámarksnýtni á smæstu innviðum. Það er vel kunnugt, að þeir sem hafa minnst að segja forðast jafnan einfaldleikann. Dag Wirén fæddist fyrstur fjögurra sona tónelskra foreldra sinna í Striberg rétt utan við námubæinn Nora fyrir norðan Stokkhólm. Hann hóf tónlistamám fimm ára gamall, og er haft fyrir satt að þegar lestrarnám hans hófst í barnaskóla þótti honum annarlegt að stafrófið skyldi byrja á A en ekki á C eins og tónstiginn. Síðar átti hann eftir að stjóma skólahljóm- sveitinni og semja fyrir hana verk. A ofanverð- um unglingsáram vann hann sem píanisti í kvikmyndahúsum (þetta var á árum þöglu myndanna) og kom sú reynsla að góðum notum þegar hann fór að semja kvikmyndatónlist á seinni árum. Wirén var annars alla tíð alger (þ.e. „absolút") tónhöfundur. Trúarjátning hans hljóðaði svo: „ég trúi á Bach, Mozart, Nielsen og algera tónlist“ (1945). Hann hafði ímugust á því að klína utan að komandi efni við tón- smíðar sínar, sem flestar vora aðeins kenndar við tóngreinaheiti eins og sónata, konsert- forleikur, tríó, strengjakvartett, sinfónía o.s.frv., þó að hann sætti sig vitaskuld við þjónustuhlutverk kvikmyndatónsmíðinnar. Og jafnvel meira en það: „Kvikmyndatónlist er miklu skemmtilegri en að semja algera tón- list, því þar verður maður að leggja til hug- myndirnar sjálfur." Að Wirén skyldi nefna Carl Nielsen næst á eftir Bach og Mozart réðst kannski mest af því að honum þótti danska tónskáldið gróflega vanmetið í Svíþjóð. Þakkarskuld hans, burtséð frá frönsku tónlistaráhrifunum í París á milli- stríðsárum, þar sem hann m.a. nam orkestran hjá Sabanejev, var í rauninni ekki minni við Je- an Sibelius. Þegar þeir hittust í fyrsta skipti á Sibelius að hafa sagt við hinn unga sænska kollega sinn: „Þér líkizt ekki raddskrá yðar!“ Átti hann þar væntanlega við partitúrinn af Strengjaserenöðunni. Á eftirstríðsárum fór Dag Wirén, líkt og grannar hans vestan Eyrarsunds, Vagn Holmboe og Niels Viggo Bentzon, að vinna æ meir með stefrænni umbreytingatækni („tematískum metamorfósum"), eins og kem- ur fram af báðum síðustu sinfóníum hans, nr. 4 og 5. Gegnfærsla hans á jafnvel smæstu frumum tók að nálgast meinlæti. En meinlæti Dags Wirén var alltaf blessunarlega kryddað sjálfsháði: „Þegar maður fær jafnfáar hug- myndir og ég verður að nýta þær í hástert," eins og hann sagði sjálfur. Sinfóníurnar eru báðar áheyi'ileg verk, hvergi teygður lopinn, og útsynningssnerpan hjá Norrköping-sveit- inni leiðir stundum hugann að frísklegri spila- mennsku L’Europa Galante Fabios Biondis. Og ekki versnar spilamennskan í yndislegu ballettsvitunni frá 1947. Skemmtitónskáldið Wirén er hér í sínu æðsta veldi og skartar franskættuðu andríki sem minnt getur á fis-út- gáfu á Prokofiev. Þetta bráðfyndna en fágaða fimmþætta verk er líklegt til vtnsælda jafnt hjá almennum hlustendum sem útvarpsþáttagerð- armönnum í leit að smellandi einkennisstefj- um. Hljómsveitai'stjórn og upptaka eru í ör- uggum höndum hjá Dausgaard og tæknimönn- um cpo, sem eftir ýmsu að dæma gæti verið svar Þjóðverja við Opus 111-merki hennar Yolöntu Skuru í París. Ríkarður Ö. Pálsson Hakon Borresen Dag Wirén LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.