Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 7
MARTIN ISEPP HÉLT MASTER CLASS NÁMSKEIÐ Á VEGUM SÖNGSKÓLANS í REYKJAVÍK GÖMUL KYNNI VIÐ GÖGGU LUND GERÐU GÆFUMUNINN Hinn þekkti píanóleikari og stjórnandi Martin Isepp hélt ó dögunum Master Class nómskeið ó vegum Söngskólans í Reykjavík. MARGRÉT SVEINBJÖRNS- DOTTIR ræddi við hann óður en hann hélt af landi brott og fékk meðal annars að heyra að það var söngkonan Gagga Lund sem vakti óhugg hans ó Islandi þegar hann var barn að aldri. HANN er fæddur í Vínarborg árið 1930 og tónlistin hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi hans. Þegar hann var átta ára gamall varð fjölskyldan að flýja gyðingaofsóknir nazista, settist að í Lund- únum og síðan hefur hann að mestu búið þar í borg. Starfs síns vegna hefur hann þó alla tíð verið á miklum ferðalögum, starfað með mörg- um af þekktustu söngvurum samtímans, staðið fyrir óperuuppfærslum, haldið fjöldann allan af Master Class námskeiðum og fyrir tveimur ár- um hljóp hann í skarðið fyrir James Levine sem stjómandi Cosi Fan Tutte eftir Mozart við Metropolitan óperuna. Er þó aðeins fátt eitt nefnt af ferli Martins Isepps, sem sjálfur segir fjölbreytni í verkefnum afar mikilvæga. Ungur að árum hóf hann nám í píanóleik, fyrst í Vínarborg og síðar í Lundúnum, hjá Le- onie Gombrich, sem varð kennari hans eins lengi og hún lifði, en hún varð 98 ára gömul. Hann hóf nám við Oxfordháskóla en þótti það helst til fræðilegt og fór þaðan í Royal College of Music. „En þegar allt kemur til alls var Le- onie minn eini sanni kennari. Og svo auðvitað móðir mín,“ segir Martin Isepp, en móðir hans var óperusöngkonan Helene Isepp sem einnig rak söngskóla, þar sem sonurinn hóf ungur fer- il sinn sem undirleikari. Einn frægasti nem- andi móður hans er án efa hin heimskunna mezzósópransöngkona Dame Janet Baker. Þegar Isepp var í miðju námi í Royal College of Music var hann kvaddur til herþjónustu og þegar hann sneri aftur, á tuttugasta og öðru aldursári, var honum boðið starf við The Engl- ish Opera Group, sem tónskáldið Benjamin Britten stofnaði, fyrst og fremst til flutnings á sínum eigin óperum. „Það var óvenjulegt og sérstakt fyrir ungan tónlistarmann að fá tæki- færi til að starfa með Britten og gott upphaf á ferlinum," segir Isepp, sem lauk aldrei náminu frá Royal Coliege. Meðal hinna frægari söngvara sem hann hef- ur starfað með má nefna Elizabet Schwarzkopf, Dame Janet Baker, Jessy Norm- an, Hugues Cuenod og John Shirley-Quirk, en með þeim hefur hann haldið tónleika víða í Evrópu og Bandaríkjunum og hljóðritað tU út- gáfu á hljómplötum og geisladiskum. „Nú er það svo með söngvara að ferli þeirra lýkur yfir- leitt fyrr en píanóleikara, af þeirri ástæðu að röddin endist ekki, svo að margir þeirra sem ég hef unnið með eru nú hættir að syngja. Yngri kynslóð söngvara vill gjarnan vinna með undirleikurum á líku reki, svo það segir sig sjálft að ég er ekki í eins mörgum slíkum verk- efnum og áður, þó að enn séu þau nokkur,“ segir Martin Isepp, sem á síðari árum héfur snúið sér æ meir að því að halda Master Class námskeið, sem hann segir ekki síður ánægju- legt en að standa í tónleikahaldi. Verður aldrei leiður ó óperum Mozarts Isepp hefur um áratuga skeið unnið að og staðið fyrir óperuuppfærslum, fyrst með Engl- ish Opera Group, en síðar Glyndeboume Opera Festival, sem upphaflega var stofnað tU þess að færa upp óperur eftir Mozart. Nú er efnisvaUð orðið breiðara en þó líður aldrei svo árið að ekki sé færð upp að minnsta kosti ein Mozart-ópera. „Eg hef unnið við óperur Moz- arts alla mína tíð og veit því orðið dálítið um þær. Það er sérstakt að eftir öll þessi ár finn ég á þeim nýja fleti í hvert sinn sem ég vinn með þær - og verð aldrei leiður á þeim. í mínum huga eru þær hápunktur allrar óperutónlist- ar,“ segir hann. Á árunum 1973-1977 var Isepp stjómandi óperudeildar Juilliard tónlistarskólans í New York en sneri þá aftur til London og varð yfir- maður National Opera Studio 1978-1995. „Nú hef ég látið af störfum þar, það veitir mér meira frelsi til annarra hluta, en ég kenni þar þó ennþá reglulega. Svo nú má segja að ég njóti þar allra bestu bitanna en sleppi við stjómunarstörfin og hið daglega amstur.“ Hljóp í skarðið sem sljórnandi á Metrepolitan Martin Isepp heldur Master Class námskeið í ljóða- og óperusöng fyrir aUar helstu tónlist- arstofnanir Norður-Ameríku og einnig heldur hann reglulega námskeið fyrir söngvara og pí- anóleikara í þýskum Ijóðasöng fyrir Britten- Pears School for Advanced Musical Studies. Auk þess var hann aðstoðarstjórnandi „The Vocal Programme" á Pacific Music Festival í Sapporo í Japan og í fjölda ára stjórnandi „The Academy of Singing“ í The Banff School of the Arts í Alberta í Kanada. Sem fyrr sagði hlotnaðist Isepp sá heiður að BLÁSTUR OG PÍANÓ Á ÞRIÐJU kammertónleikum vetrarins í Kirkjuhvoli við Vídalínskh-kju í Garðabæ í dag, laugardag kl. 17, mun Blásarakvintett Reykja- víkur leika ásamt píanóleikai-anum Gerrit SchuU.'Hann er jafnframt listrænn stjórnandi og skipuleggjandi þeirra sex kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. Tónleikai-nir hefjast á kvintett fyrir blásara eftir Franz Danzi en hann var samtímamaður Beethovens og telst til þeirra frumkvöðla í hópi tónskálda sem hófu blásarakvintettinn tU vegs og virðingar á 18. öld. Því næst flytja Gerrit Schuil og Blásarakvintett Reykjavíkur píanó- kvintett í Es-dúr op. 16 eftir Beethoven sem hann samdi 26 ára gamall, en flest verkin fyrir blásara sendi hann frá sér fyrir þrítugt. Svip- mót hins unga Beethovens leynir sér ekki í þessari tónsmíð. Þáttur píanósins í verkinu er mikill og minnir á þá staðreynd, að sjálfur var Beethoven, á þeim tíma sem verkið var samið, dáður píanósnillingur í Vínarborg. Á síðari hluta tónleikanna flytur blásara- kvintettinn verk eftir tónskáld 20 aldar. Fyrst er svítan „The Picasso Set“ eftir Möltubúann Charles CamiUeri, en hann samdi „Picasso-safnið“ fyrir Blásarakvintett Reykjavikm- árið 1997. Verkið er unnið úr safni píanólaga sem Camilleri samdi árið 1964 eftir að hafa séð áhrifamikla Picasso-sýn- ingu í New York. I svítunni leitast tónskáldið við að lýsa í íönum andblæ mismunandi tímaskeiða í list málarans mikla. Því næst er verkið „Trois piéces bréves“ eft- ir Frakkann Jacques Ibert, eitt af ágætustu tónskáldum Frakka á þessari öld, enda er eitt- hvað auðþekkjanlega franskt við lögin þrjú sem hann samdi árið 1930. Tónleikunum lýkur svo með verkinu „Miss- issippi Five“ eftir breska tónskáldið Jim Par- ker frá árinu 1993. Það er eins konar kveðja til hinna hæfileikaríku, frumlegu og lífsglöðu tón- listarmanna sem skópu djassinn og störfuðu í New Orleans og á fljótabátum Mississippi í byrjun 20. aldai'. Morgunblaðið/Þorkell MARTIN Isepp segir þeim Sigurlaugu Jónu Hannesdóttur söngnema og Elínu Guðmundsdótt- ur píanóleikara til á Master Class námskeiði Söngskólans í Reykjavík. stjóma í Metropolitan óperunni fyrir tveimur árum, sem staðgengill stjómandans James Levine. „Levine var staddur í Flórída og hafði fengið ennisholubólgu. Vegna þess að hann er tónlistarmaður vildu læknamir ekki leyfa hon- um að fljúga, því það hefði getað verið hættulegt fyrir eymn,“ segir Isepp, sem hljóp í skarðið með eins dags fyrirvara og stjómaði. „Það var ákaflega spennandi og hljómsveitin, sem ég hafði að sjálfsögðu ekki hitt fyrr, var stórkost- leg. Ég hafði heldur aldrei fyrr stjómað í óperu- húsi af þessari stærð, en þama eru sæti fyrir hvorki meira né minna en 4.000 áheyrendur," segir hann. Isepp hefur í framhaldi af þessu ver- ið ráðinn til fleiri verkefna á Metropolitan og einnig við Bastilluóperana í París og The Israel Vocal Arts stofnunina í Tel Aviv. Isepp lætur afar vel af samstarfínu við Söng- skólann í Reykjavík og forráðamenn hans, sem hann segir hafa helgað líf sitt og starf skólan- um. „Ég hef mætt miklum velvilja og stuðningi þar þennan tíma sem ég hef verið hér á landi og þar er unnið stórkostlegt starf,“ segir hann. En hvernig skyldi það hafa komið til að leið hans lá til íslands? Isepp upplýsir að þar hafi söngkonan góðkunna Gagga Lund komið við sögu. „Þannig var að Gagga bjó í Englandi meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð og þá urðu móðir mín og hún góðar vinkonur. Satt að segja veit ég ekki hvort þær þekktust áður, en ég veit að þær urðu mjög nánar vinkonur á þessum áram. Gagga kom oft á heimili okkar og við til hennar. Stundum héldum við tónlist- arsamkvæmi heima, stundum söng Gagga og stundum móðir mín. Ég fór líka oft á tónleika hjá Göggu. Því miður fór það svo, eftir að móð- ir mín dó og Gagga flutti frá Englandi, að ég missti öll tengsl við Göggu. Hún var í Dan- mörku og á Islandi og sjálfur var ég líka á þeytingi. Löngu seinna kom þetta svo allt upp á yfir- borðið aftur, þegar Frank Ponzi hringdi í mig. Hann var þá að gera heimildarmynd um Göggu og hafði komist að því að ég þekkti hana og vildi taka við mig viðtal til að nota í myndinni. Hann kom svo og tök viðtalið. I framhaldi af því fórum við svo að spjalla og ég veit eiginlega ekki hvemig það kom til að hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að koma til Islands og halda námskeið. Ég sagði auðvitað að það gæti verið áhugavert. Á hinn bóginn veit maður að slíku er oft slegið fram án þess að nokkuð verði svo úr, en mér til mikillar undrunar gerðist það nokkrum mánuðum síðar að Frank hringdi aft- ur og spurði hvenær ég gæti komið. Og hér er ég,“ segir Martin Isepp og hlær. Kemwr aftwr á næsta ári Hann kveðst vera Frank Ponzi óendanlega þakklátur fyrir að hafa haft milligöngu um málið. ,Áður en ég kom hingað var ég mjög hrifinn af landinu og langaði tfl að sækja það heim en gat þó engan veginn ímyndað mér hve fallegt það væri í raun og veru. Ég var svo heppinn að hafa einn frídag til að njóta þess. Minn góði vinur Frank Ponzi fór með mig út úr bænum í hinu fegursta veðri og ég varð ger- samlega gagntekinn," segir hann. Þeir komu meðal annars að Þingvöllum, Gullfossi, Geysi, Kerinu og á heimili Franks í Mosfellsdal. „Þetta var mjög sérstakur dagur og þegar hann var á enda runninn var ég þreyttari en eftir heillar viku vinnu - en það var svo sannar- lega þess virði,“ segir hann og ljómar allur. Martin Isepp hefúr verið beðinn um að koma aftur að ári og halda Master Class námskeið við Söngskólann í Reykjavík. „Svo ég vona svo sannarlega að af því geti orðið. Ég hef reyndar þegar sagt við konuna mína að hún verði að koma með mér og sjá dýrðina með eigin aug- um,“ segir hann og kveðst ætla að reyna að koma þvi þannig fyrir að hann hafí fleiri en einn frídag í það skiptið. BIÁSARAKVINTETT Reykjavíkur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.